Morgunblaðið - 22.04.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982
31
I»ótt Jóhann Ingi, þjálfari KR, sé að missa niður um sig buxurnar á þessari mynd, er ekki hægt að segja að svo hafi
verið í þjálfarastöðunni hjá KR. Besti árangur liðsins í mörg herrans ár undir hans stjórn í vetur. MorxunbiaAM/Krbtjáa
Baráttugleði KR-inga
færði þeim sigurinn
KR VARÐ bikarmeistari í handknattleik 1982 í gsrkvöldi, er liðið sigraði
rH 19—17 í ssispennandi úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Sigur KR var
eftir atvikum verðskuldaður, liðið virtist heilsteyptara og baráttuglaðara, en
hlutskipti FH hins vegar nöturlegt. Liðið lék til úrslita um íslandsmeistara-
titilinn gegn Víkingi og tapaði. Og aftur til úrslita í gsrkvöldi og tapaði.
Vafalaust vilja FH-ingar gleyma þessu keppnistímabili sem fyrst.
En leikurinn var hörkuspenn-
andi. KR-ingar byrjuðu af geysi-
legum krafti, léku við hvern sinn
fingur fyrstu mínúturnar og kom-
ust í 5—1 og 6—2 án þess að blása
úr nös. Gunnar Gíslason, nefbrot-
inn, lék stórt hlutverk, skoraði og
sendi á línuna og Alfreð bróðir
hans ógnaði með krafti sínum. En
þegar staðan var 6—2 og fyrri
hálfleikurinn hálfnaður, tóku
FH-ingar það til bragðs að láta
Finn Arnason elta Alfreð hvert
fótmál. Tókst það svo vel, að FH
sneri vörn í sókn, skoraði fimm
mörk í röð og komst yfir í 7—6.
KR-ingum fannst þá nóg komið og
púsluðu þeir saman leik sínum,
skoruðu þrjú gegn einu siðustu
mínúturnar og höfðu yfir 9—8 í
leikhléi.
Ólafur Lárusson skoraði glæsi-
lega fyrsta mark síðari hálfleiks,
12—10 fyrir KR, en FH-ingar
jöfnuðu með tveimur mörkum,
10—10. KR-ingarnir voru áræðnir
og náðu aftur tveggja marka for-
ystu, 12—10 og 13—11, en tvö
hraðaupphlaup FH og mörk úr
þeim frá Guðmundi og Valgarði
jöfnuðu leikinn á nýjan leik,
13— 13. Fór nú spennan vaxandi,
14— 14,15—15 og 16—16 mátti sjá
á töflunni, en þá voru ekki meira
en fimm mínútur til leiksloka. Al-
freð skoraði með lúmsku skoti,
17—16 og FH-ingar sóttu. Sveinn
komst í færi, en skot hans fór í
stöng. Voru þá 2 mínútur og tíu
sekúndur eftir. Alfreð skoraði úr
næstu sókn KR, 18—16 og 1,14
mín. eftir. Sigurinn virtist í höfn,
en Valgarður fiskaði víti þegar 10
sekúndur lifðu. Kristján skoraði
og freistuðu FH-ingar þess síðan
að leika maður á mann. Það gekk
ekki upp, Gunnar Gíslason stakk
sér fram hjá þremur FH-ingum,
Evrópukeppni bikarhafa:
Erfitt hjá Stand-
ard í Barcelona
ÞAÐ VKRDA Barcelona og Stand-
ard Liege, sem mstast í úrslitum
Kvrópukeppni bikarhafa. Standard
endurtók sigur sinn yfir Dynamo
Tiblisi í Liege í gsrkvöldi, 1—0, og
hafði yfirburði allan tímann þrátt
fyrir harða mótspyrnu Kússanna.
Daerden skoraði eina mark
leiksins á 33. mínútu eftir send-
ingu frá Benny Wendt. Standard
vann einnig fyrri leikinn, 1—0, og
fer því í úrslitin með 2—0 saman-
lagðan sigur. Úrslitaleikurinn fer
fram í Barcelona 12. maí nk. Róð-
urinn verður erfiður fyrir Stand-
ard þar, því mótherjarnir verða
engir aðrir en heimamenn Barce-
’ona.
Þeir sigruðu Tottenham 1—0 í
síðari leik liðanna í gær. Þeim
fyrri lauk með jafntefli, 1—1, á
White Hart Lane. Rúmlega 80.000
áhorfendur fylgdust með leiknum
og sáu Allan Simonsen skora eina
markið á 47. mínútu. Tottenham
sótti linnulítið síðasta stundar-
fjórðunginn, en tókst ekki að
jafna.
sendi á Jóhannes Stefánsson sem
innsiglaði sigurinn, 19—17.
KR-liðið sýndi mikla baráttu að
þessu sinni, sérstaklega í vörninni
og þar var Gísli Felix markvörður
í essinu sínu, átti stórleik, varði 15
skot. Hver einasti KR-ingur skil-
aði sínu í vörninni, en í sókninni
bar mikið á Hauki Geirmundssyni
og Gunnari Gislasyni. Þá var Al-
freð glettilega drjúgur miðað við
að hann dró á eftir sér „yfir-
frakka" nær allan leikinn. Lið FH
var ekki eins heilsteypt, vörnin
opnaðist of mikið og sóknin byggð-
ist um of á stórskyttunum Krist-
jáni og Hans, sem KR-ingar gættu
mjög vel. Haraldur Ragnarsson
markvörður var besti maður liðs-
ins.
Mörk KR: Alfreð Gíslason 6,
Haukur Geirmundsson 4, 1 viti,
Jóhannes Stefánsson 3, Ólafur
Lárusson 2, Gunnar Gíslason 2,
Friðrik Þorbjörnsson og Haukur
Ottesen eitt hvor.
Mörk FH: Kristján Arason 9, 6
víti, Hans Guðmundsson 3, Val-
garður Valgarðsson 2, Guðmundur
Magnússon, Sveinn Bragason og
Finnur Árnason eitt hver.
Leikinn dæmdu Árni Tómasson
og Rögnvaldur Erlingsen. — gg.
City sigraði
KINN leikur fór fram I l.deild
ensku deildarkeppninnar í
gærkvöldi, WBA og Man. City
mættust í Birmingham. City
sigraói l—0 og er WBA þar
með í sjóóandi fallhsttu.
Þrenna Heimis
gegnÁrmanni
VÍKINGUR sigraði Árniann
3—0 á Reykjavíkurmótinu í
knattspyrnu í gsrkvöldi og
hlaut því 3 stig fyrir leikinn.
Heimir Karlsson skoraói öll
mörk Vikings, sem hefur for-
ystu i mótinu.
„Ósanngjarnt ef
við hefðum tapað“
— sagði Jóhann Ingi Gunnarsson
„ÞAÐ hefði veriö ósanngjarnt ef við
hefðum tapað þcssum leik í kvöld,“
sagði Jóhann Ingi Gunnarsson,
þjálfari KR-inga, kampakátur eftir
leikinn. „Við náðum upp geysilega
góðri baráttu og þá varði Gísli Felix
mjög vel. Sama má reyndar segja
um Harald Kagnarsson í marki FH.
Það kom nokkurt fát á strák-
ana, er Alfreð var tekinn úr um-
ferð, en þeir náðu sér aftur á strik
eftir hina góðu byrjun. Auðvitað
eigum við að vera fullkomlega
undir það búnir að Alfreð sé tek-
inn úr umferð, en menn bregðast
misjafnlega við.
Ég held að KR-liðið geti vel við
unað eftir þennan vetur. Liðið ber
sigur úr býtum í bikarkeppninni,
vinnur íslandsmótið utanhúss,
vinnur Adidas-mótið, sem haldið
var í haust, og hafnar í 4. sæti á
Islandsmótinu — tveimur stigum
á eftir FH. Þetta sama lið var í
fallbaráttu í fyrra.
Ég held enn við það, sem ég hef
sagt. KR og FH eru þau lið, sem
koma til með að bíta vel frá sér í
íslenskum handknattleik á næstu
árum. Hvað mig varðar get ég ekki
annað sagt, en ég sé mjög ánægð-
ur,“ sagði Jóhann Ingi.
— SSv.
„Uppskera eftir '
erfiðan vetur“
— sagði Gísli Felix
Bjarnason
„KG VAR dálítið hrsddur um að við
myndum e.t.v. missa þetta út úr
höndunum, þegar FH náði að vinna
hina góðu byrjun okkar upp, en
strákarnir náðu aftur upp góðri bar-
áttu. Kftir það óttaöist ég ekkert,“
sagði Gísli Felix Bjarnason, mark-
vörður KK-inga, sem varði eins og
berserkur í gær.
„Ég veit ekki hvort þetta var
minn besti leikur til þessa. Um
það verða aðrir að dæma. Þetta er
hins vegar aðeins uppskera okkar
eftir erfiðan vetur, þar sem við
höfum lagt hart að okkur. Ég er
þess fullviss að ekkert KR-lið til
þessa hefur æft eins mikið og við í
vetur," sagði Gísli Felix.
— SSv.
UEFA-keppnin:
Gautaborg í úrslit
SÆNSKA liðið Gautaborg gerði sér
lítið fyrir og komst í úrslit IIEFA-
keppninnar í knattspyrnu í gsr-
kvöldi, er liðið sigraði vestur þýska
liðið Kaiserlautern 2—1 eftir fram-
lengdan leik. Eftir venjulegan leik-
tíma var staðan 1—1 og þar sem
fyrri leiknum í Þýskalandi lauk með
sömu tölum þurfti að framlengja.
Þegar 13 mínútur voru liðnar af
framlengingunni skoraði Stig Fred-
rikson sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Sigur Gautaborgar er athyglisverðari
fyrir þsr sakir að í liðið vantaði tvo
af lykilmönnum þess, Glen Hysen
og Tord Holmgren.
Gautaborg hafði athyglisverða
yfirburði í leiknum, sótti stíft og
átti mun fleiri marktækifæri
heldur en Þjóðverjarnir. Tommy
Holmgren skorað fyrir liðið með
þrumuskoti á 42. mínútu, en Rein-
er Gaye jafnaði snemma í síöari
hálfleik. Fleiri urðu mörkin svo
ekki fyrr en í framlengingunni.
Þetta er í annað skiptið á 4 árum
sem sænskt knattspyrnulið leikur
til úrslita í Evrópukeppni í
knattspyrnu, en fyrir 4 árum
mætti Malmö FF liði Nottingham
Forest í úrslitum Evrópukeppni
meistaraliða, en tapaði 0—1.
í hinum leik undanúrslitanna
gersigraði Hamburger lið Radn-
icki frá Júgóslavíu 5—1. Radnicki
vann fyrri leikinn 2-1, tapaði því
samtals 3—6. 3—0 í hálfleik í
Hamborg, þrjú glæsileg skalla-
mörk frá Jimmy Hartwig (2) og
Von Heesen. Von Heesen bætti
svo fjórða markinu við á fyrstu
andartökum síðari hálfleiks og
Magath skoraði fimmta markið
fáeinum mínútum síðar. Panajo-
tovic skoraði eina mark Radnicki
rétt fyrir leikslok.
Evrópukeppni meistaraliða:
Bayern og Aston
Villa í úrslitin
— Það er óneitanlega gaman að
vera kominn i úrslit í Kvrópukeppn-
inni, ég reiknaði nú ekki með slíku
þegar ég byrjaði í alvinnumcnn.sk-
unni á sínum tíma, sagði Ásgeir Sig-
urvinsson er Mbl. rsddi við hann í
Miinchen í gsrkvöldi. Ásgeir lék
með síðustu 15 mínúturnar í gsr og
sagðist hafa fundið sig vel í leiknum.
Bayern Miinchen varð ekki
skotaskuld úr því að tryggja sér
sæti í úrslitum Evrópukeppni
meistaraliða i knattspyrnu í
gærkvöld er liðið mætti CSKA frá
Sofia í síðari leik liðanna á
ólympíuteikvanginum í Múnchen.
CSKA vann fyrri leik liðanna
4—3, en í gærkvöldi hafði Bayern
tögl og hagldir og sigraði 4—0.
Það voru þeir félagar Paul
Breitner og Karl-Heinz Rummen-
igge, sem voru eins og oft áður
mennirnir á bak við sigur liðsins.
Þeir skoruðu öll mörk liðsins, tvö
hvor. Annað marka Breitners var
úr vítaspyrnu.
Mótherjar Bayern í úrslitunum
verða nokkuð óvænt Englands-
meistarar Aston Villa, sem tókst
að halda aftur af Anderlecht i
Brússel í gærkvöldi. Reyndar var
lið Anderlecht afar slakt í leikn-
um og var leikurinn því fremur
auðveldur f.vrir Villa, sem lagði
allt kapp á að halda forskoti sínu
frá fyrri leik liðanna, sem Villa
vann 1—0. Ekkert mark var skor-
að í Brússel í gær og Villa fer því
áfram í úrslitin, sem fara fram í
Rotterdam (á heimavelli Feye-
noord) 26. maí nk.
Mikil skrílslæti brutust út í
Brússel og voru áhangendur Aston
Villa helstu ólátaseggirnir. Varð
um tíma að stöðva leikinn á með-
an lögreglan lét hendur standa
fram úr ermum við að stilla til
friðar.
Pétur Pétursson lék ekki með
Anderlecht í gærkvöldi.