Morgunblaðið - 25.04.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 25.04.1982, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 Fyrsti fundur Stúdentaráös GUNNAR Jóhann Birgisson var kjörinn formaóur Stúdentaráós Háskóla íslands 1982— '83 á fyrsta fundi nýkjörins Stúdenta- ráds í gær. Varaformaður var kosin Elín Margrét Lýðsdóttir, gjaldkeri Eiríkur Ingólfsson, aðrir fuiltrúar í stjórn eru: Berg- þór Skúlason, fulltrúi mennta- málanefndar, Finnur Ingólfsson, fulltrúi hagsmunanefndar, og Lára Friðjónsdóttir, fulltrúi utanríkismálanefndar. Þá var einnig kosið í fjórar fastanefndir Stúdentaráðs. Eftir á að ráða ritstjóra Stúd- entablaðsins og kjósa þrjá fulltrúa Stúdentaráðs í stjórn Félagsstofnunar og aðalfull- trúa og varafulltrúa stúdenta í stjórn Lánasjóðs ísl. náms- manna og verður það væntan- lega gert á næsta fundi Stúd- entaráðs. Atkvæði greidd um kjör formanns á Stúdentaráðsfundi í gærkvöldi. Ljóxm. Mbl. Krislján KinarsHon. Búnaðarsamband Suðurlands: Þrír listar í kjöri til Búnaðarþings NÚ er ákveðið að þrír listar verði í kjöri i kosningum Búnaðarsamhands Suðurlands til Búnaðarþings, en fram til þessa hafa listarnir yfirleitt verið tveir, það er listar Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna. Á fundi Búnaðar- sambandsins, sem haldinn var í Ár- nesi i fyrrakvöld var lagður fram þriðji listinn, listi vinstri manna. Þrír efstu menn á hverjum lista eru: D-listi Sjálfstæðisflokks. 1. Hermann Sigurjónsson, Raftholti, 2. Jón Ólafsson, Eystra-Geldingaholti, 3. Siggeir Björnsson, Holti, Síðu. B-listi Framsóknarflokks. 1. Hjalti Gestsson ráðunautur, Sel- fossi, 2. Jón Kristinsson, Landey, Fljótshlíð, 3. Júlíus Jónsson, Norð- urhjáleigu, Álftaveri. V-listi, vinstri manna. 1. Sigurður Þráinsson kennari, Reykjaholti, 2. Sigríður Jónína Sigfinnsdóttir, Hrosshaga, 3. Jónas Hermannsson, Norður-Hvammi. 234 millj. kr. rekstrarhalli á Seðlabankanum Syðstu hreppar Austurlands kynnt- ir á samkomu í dag Austfirðingafélagið í Reykjavík efnir um þessar mundir til nokkurr- ar nýjungar í starfsemi sinni. Eru það kynningarsamkomur, þar sem hverju sinni er ætlunin að kynna ákveðin byggðarlög með rabbi og myndasýningum. Sú fyrsta af þessum samkomum verður haldin í Veitingahúsinu Glæsibæ í dag, sunnudaginn 25. apríl klukkan 14.00. Verður hún helguð þrem syðstu hreppum Suður-Múlasýslu, Geithellna- hreppi, Búlandshreppi og Beru- neshreppi. Þar mun Eysteinn Jónsson fyrr- verandi alþingismaður, ræða um svæðið frá Lónsheiði að Streiti og sýna litskyggnur. Þá les dr. Jakob Jónsson úr eig- in ljóðum, óprentuðum, Ásdís Ríkharðsdóttir tónlistarkennari les kvæði eftir föður sinn, Ríkharð Jónsson myndhöggvara, og Birgir Stefánsson kennari les ljóð eftir Eirík Sigurðsson skólastjóra og rithöfund. Einnig mun Grímur M. Helgason handritavörður flytja ýmsan fróðleik úr gömlum sókn- arlýsingum. Samkoman í Giæsibæ er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Bodil M. Sahn Bodil M. Sahn látin BODIL M. Sahn menntaskólaken- nari lést í Landspítalanum i fyrra- dag, 61 árs að aldri. Bodil var fædd í Kaupmannahöfn, hinn 7. febrúar 1921. Hún flutti ung til fslands. Bod- il varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940. Hún lauk BA- prófi frá Háskóla fslands árið 1945. Að loknu námi kenndi Bodil um hríð við Kvennaskólann í Reykja- vík, en árið 1948 hóf hún kennslu við Menntaskólann í Reykjavík og stundaði þar kennslu ávallt síðan. „AFKOMA Seðlabankans 1981 var mun lakari en á síðastliðnu ári og voru gjöld umfram tekjur í rekstr- arreikningi 233,8 millj. kr.“ sagði Halldór Ásgrímsson formaður bankaráðs Seðlabankans á aðal- fundi bankans á miövikudag, „en i þvi sambandi ber þó m.a. aö hafa eftirtalin atriði í huga: Endurgreiðsl- ur á gengismun afurðalána námu 66 milljónum kr„ affóll af skuldabréfi vegna Útvegsbanka fslands námu 30,5 millj. kr„ vaxtakjörum gengis- bundinna endurkaupalána var ekki breytt þrátt fyrir niðurfellingu geng- isviðmiðunar síðustu tvo mánuði árs- ins og er áætlað vaxtatap bankans um 32,2 milljónir kr.“ Fjailaði Halldór um ýmis atriði í störfum bankanna og hugmyndir um breytingar á skipulagi og starfsháttum þar sem hann kvaðst telja brýnt að tryggja hagsmuni innstæðueigenda og annarra sem kröfu ættu á stofnanirnar, að tryggja atvinnulífinu og við- skiptaaðilum bankakerfisins sem víðtækasta alhliða bankaþjónustu og að tryggja þyrfti rekstrar- hagkvæmni bankakerfisins og sem ódýrasta þjónustu. Þá vék Halldór að ýmsum markmiðum sem hann taldi ástæðu til að stefna að og nefndi þar nauðsyn þess að setja í iöggjöf ákvæði, sem hvetja inn- lánsstofnanir til sameiningar. Af því er mikilvægast eiginfjár- ákvæði. Auk þess kemur til álita að lögfesta ákvæði, er miði að samvinnu milli innlánsstofnana á ýmsum sviðum. Símamenn um kosningasíma: Taka átti endanlega afstöðu í gær LÍNUMENN og símsmiðir í Reykja- vík héldu í gær félagsfund og átti þar að taka afstöðu til áskorunar deildar símvirkja um að vinna ekki að upp- setningu kosningasima stjórnmála- flokkanna, en línumenn og símsmiðir sjá um uppsetningu og tengingar sím- tækja. Deild símvirkja samþykkti eftir- farandi ályktun á félagsfundi síð- astliðinn þriðjudag: „Þar sem ríkisvaldið neitar að greiða tæknimönnum Pósts og síma mannsæmandi laun telur fundurinn óverjandi að á sama tíma er vinna þeirra svo gott sem gefin stjórn- málaflokkunum í landinu eins og gert er með nýrri heimild frá sam- gönguráðuneytinu um greiðslur fyrir kosningasíma. Fundurinn samþykkir að beina þeim tilmælum til tæknimanna Póst og síma að engin vinna verði innt af hendi við þennan símabúnað nema gegn eðlilegri greiðslu, og mótmælir því að tekjumöguleikar stofnunarinnar séu skertir með spilltum stjórnarákvörðunum." Bíldudalur: Dalla Þórðar- dóttir kjörin ATKVÆÐI úr prestkosningunum úr Bíldudalsprestakalli voru talin í gær á skrifstofu biskups, en um- sækjandi þar var séra Dalla Þórð- ardóttir. Á kjörskrá voru 248, at- kvæði greiddu 177 og var þátttakan 71,6%. Séra Dalla hlaut 175 at- kvæði, 2 seðlar voru auðir. 1981 Að uppfylltum vissum lág- marksskilyrðum séu innlánsstofn- unum heimiluð öll venjuleg við- skiptastörf, þ.m.t. verzlun með erlendan gjaldeyri. Fyrirkomulag varðandi veitingu útibúaleyfa verði breytt í grund- vallaratriðum og að málefni bank- anna heyri undir einn og sama ráðherra. Stefán Bjarna- son verkfrœð- ingur látinn Stefán Bjarnason verkfræðingur lést á sjúkrahúsi í Reykjavik sl. fostu- dag 67 ára að aldri. Var hann fæddur á Húsavík 5. júli 1914. Stefán Bjarnason varð stúdent frá MA 1934, tók próf í rafeinda- verkfræði frá TH í Dresden 1940 og var í tvö ár við verkfræðistörf í Berlín og síðar Kaupmannahöfn. Frá 1945 var hann m.a. við verk- fræðistörf hjá Landssíma íslands, var framkvæmdastjóri Tívoiís, rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins 1947—1953, síðar verkfræðingur hjá ríkisútvarpinu og hjá Iðnað- armálastofnun íslands, Iðntækni- stofnun frá 1965. Þá var hann stöðvarstjóri endurvarpsstöðvar út- varps í Skjaldarvík, gerði frum- áætlun um sjónvarp, hann samdi fjöida einkaleyfisumsókna og stundaði ættfræðistörf í hjáverk- um. Ásamt Jóni E. Vestdal tók hann saman Verkfræðingatal og átti sæti í stjórn Iðnaðarmála. Kona Stefáns Bjarnasonar var Else Martha f. Schmidt frá Þýska- landi og lést hún fyrir nokkrum ár- um. Eignuðust þau þrjú börn. Ein myndanna á sýningunni í Lands- bókasafninu, sem Laxness hefur haft til hliðsjónar er hann reit íslandsklukk- una. Myndin ber heitið „Das Bombar- diete Copenhagen" eða „Bombuárásin á Kaupmannahöfn". í fslandsklukk- unni segir svo, m.a.: „I meira en hundrað ár hafði þjóð- flokkur handan Eyrarsunds sem kallað- ir eru þeir svensku, haldið uppi látlausu kífi við þá dönsku, margsinnis sótt þá heim með her og lagst uppá þá með setulið, mútað bændum, beitt kónginn fépynd, þrúgað kvenfólki og kastað bombum yfir Kaupinhafn.“ ~%utlpmtiiubiU Coi’LMIAGEN 'jii ///, w. ’ZfZáSÍ, l.jÓHm.: ÓI.K. M*í Landsbókasafn íslands: Handrit og aðföng íslandsklukkunnar í I.ANDSBÚKANAFNI íslands hefir verið opnuð sýning á handritum og fleiru, er nefnd er „Halldór Laxness og Islandsklukkan", og efnir safnið til sýningarinnar nú í tilefni áttræðis- afmælis skáldsins. Á sýningunni eru meðal annars handrit skáldsins að verkinu, minnisbækur og ýmis gögn og heimildir, sem hugsanlegt er að Laxness hafi haft hliðsjón af, er hann samdi íslandsklukkuna. í nýútkomnu riti eftir Eirík Jónsson, er nefnist Rætur ís- landsklukkunnar, hefur Eiríkur bent á, að Halldór Laxness hafi við samningu verksins meðal annars leitað fanga í myndum. Nokkur þeirra myndverka sem Eiríkur bendir á, eru á sýningunni. Sýning- in er opin á venjulegum opnunar- tíma Landsbókasafnsins. Fróðlegt er að sjá á sýningunni, hvernig Islandsklukkan hefur tek- ið breytingum frá einu handriti til annars, auk þess sem það hefur svo vafalítið breyst mikið í próförk eft- ir að það kom í prentsmiðju. Hand- ritin eru yfirleitt fjögur, tvö hand- skrifuð og tvö hin síðari vélrituð. Þá vitna minnisbækur rithöfund- arins um á hvern hátt hann undir- bjó verkið og aflaði sér fanga, einkum á lestri gamalla skjala á Landsbókasafni, en fram til þess tíma er íslandsklukkan kom út, var hin nú margfræga söguper- sóna, Jón Hreggviðsson á Rein, lítt kunn meö íslensku þjóðinni, þótt hann hafi átt sér merkilegt lífs- hlaup og óvenjulegt á sinni tíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.