Morgunblaðið - 25.04.1982, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982
27
Ynr hrapandi jörð. l>essi mynd er ein af fjónim við Timann og vatnið eftir
Stein Steinarr.
og minna síðan. Einkum hafa síð-
ustu mánuðirnir verið mikil törn
eins og oftast vill verða þegar tek-
ur að líða að sýningu, og flesta
daga hef ég verið við þetta sex, sjö
tíma á dag, fram yfir miðnætti
flest kvöld.
Það er ákaflega misjafnt,
hvernig ljóð henta til þessara
hluta, og margar bækur las ég,
jafnve! eftir heilu skáldin, án þess
að finna nokkuð sem mér leist á.
Oft er verið að yrkja um svo loft-
kennda hluti, að ekki festir hönd á
neinu, — ekki til þessara hluta, en
það þurfa alls ekki að vera verri
ljóð eða verri skáld fyrir það. Aðr-
ir yrkja á hinn bóginn miklu
meira um einhver sýnileg fyrir-
bæri, náttúrulýsingar og margt
fleira.
En er ég hafði valið ljóðin, og
tók að athuga hvað þar var að
finna, sá ég að skipta mátti þeim í
þrjá flokka: Ijóð er bregða upp
stemmningu af margvíslegu tagi,
Ijóð frásagnarlegs eðlis, og loks
ljóð súrrealísks eðlis, eins og til
dæmis Tíminn og vatnið eftir
Stein Steinarr. En í öllum þessum
ljóðum hef ég reynt að komast að
innsta kjarna, bæti síðan við ýmsu
úr eigin hugarflugi, án þess endi-
lega að það eigi sér stoð í Ijóðinu.
Ef ég ætti að reyna að lýsa þessari
vinnu í fáum orðum, myndi ég
kalla þetta „myndræna fantasíu".
Góð hugmynd
er dýrmæt
Já, það er gott að vera málari á
íslandi um þessar mundir," segir
Gísli, er talið berst að aðeins
jarðbundnari hlutum. „Hér er
mikil gróska í myndlist, sýningar
vel sóttar, sala á málverkum að ég
held góð, og mikill fjöldi manna
fæst við myndlistarstörf í einu eða
því fram að ég hafi ekki lært af
ýmsum málurum eða orðið fyrir
margháttuðum áhrifum frá þeim.
Gömlu meistararnir eru í uppá-
haldi hjá mér, og þó einkum snill-
ingarnir Rembrandt og Rubens.
Stundum finnst mér, þegar ég
skoða myndlist horfinna alda eftir
menn á borð við þá, að flest sem
gert hefur verið á þessari öld sé
frekar magurt. — Af íslenskum
samtímamálurum get ég ekki
nefnt neinn sem uppáhaldsmálara
um þessar mundir."
fyrir áhrifum af köllum eins og
Picasso, Bacon, Hockney og hvað
þeir nú heita þessir miklu áhrifa-
valdar. En vandinn er sá, að með-
höndla þessi áhrif á persónulegan
hátt. Listamenn þessarar aldar
eru að því leyti í vandasamari að-
stöðu, að krafan nú snýst svo mjög
um frumleika — jafnvel frumleika
hvað sem hann kostar. Mikið af
þessum eltingarleik við frumleik-
ann verður eftirsókn eftir vindi,
því það er svo fátt, sem er nýtt
undir sólinni."
Hér er fjallað um haust og vetrarkvíða, en myndin er við Ijóð Hannesar Péturssonar, í varpanum, og heitir: Senn eru
dagar sóleyanna taldir.
öðru formi. Ég hef hins vegar
aldrei hugsað mér að gera þetta
starf að aðalstarfi, ég vil alveg
eins geta haft mitt lifibrauð af
annarri vinnu, enda frjálsari í
listinni með því móti. Ég er ekki á
neinn hátt háður sölu á þessum
verkum og ég þarf ekki að teygja
mig eftir hugsanlegum kröfum
markaðarins. Ef svo væri myndi
ég enda vafalaust fást fyrst og
fremst við landslagsmyndir, þær
seljast best, og oft er eins og fólk
þori ekki að gefa fólki er á fimm-
tugs eða sextugsafmli, neitt annað
en landslagsmyndir. Þetta segi ég
hvorki landslagsmálverkum eða
þeim er þau mála til hnjóðs, en ég
vil fá að hafa frjálsari hendur.
Já, það er gott að vera málari í
dag, ég get ekki svarað því öðru
vísi. Vissulega er það uppörvandi,
líkt og vafalaust örvar rithöfund
er bækur hans seljast vel og vekja
athygli."
— Uppáhaldsmálarar?
„I gegnum tíðina hafa þeir verið
margir, og ég ætla ekki að halda
— Er erfitt að koma sér upp
persónulegum stíl í myndlist?
„Líklega er það erfiðast af öllu.
í því sambandi koma mér í hug
ummæli gagnrýnanda í dagblaði
nýverið. Hann sagði sem svo, að sá
sem skorar mark hjá öðrum sé úr
leik, og einnig það, að hugmynd sé
hinn harði húsbóndi í nútimalist.
í þessu er verulegur sannleikur
fólginn. Nauðsynlegt er að kunna
til verka; hafa teiknigetu og ein-
hverja tækni á valdi sínu, eða með
öðrum orðum, það sem hægt er að
læra í skóla. En það hrekkur
skammt til listrænna landvinn-
inga, ef listamaðurinn getur ekki
lagt til málanna eitthvað úr eigin
reynslu og hugarheimi, sjálft inn-
tak verkanna. Við getum sagt til
samanburðar, að það sé gott og
nauðsynlegt, að rithöfundur sé
málhagur og kunni á því skil að
skrifa ljósan og snjallan texta. En
það út af fyrir sig dugar skammt,
ef skáldið hefur ekkert að segja.
Ekki er nema eðlilegt, að framan
af ævinni verði myndlistarmenn
Myndir úr Ijóðheimi
Sýningu sína nefnir Gísli
„Myndir úr ljóðheimi", og sam-
anstendur hún sem fyrr segir af 60
myndum. Ljóðin, sem myndirnar
hafa kviknað af, eru eftir þessi
skáld:
Einar Benediktsson, Jón Helga-
son, Kristmann Guðmundsson,
Helga Sæmundsson, Stein Stein-
arr, Matthías Johannessen,
Snorra Hjartarson, Úlf Ragnars-
son, Jóhann Jónsson, Ólaf Jóhann
Sigurðsson, draummann úr Njálu,
Tómas Guðmundsson, Jóhannes
úr Kötlum, Þorgeir Sveinbjarn-
arson, Hannes Pétursson, Krist-
ján frá Djúpalæk, Halldór Lax-
ness, Jón úr Vör, Þorstein frá
Hamri, Jóhann Hjálmarsson, Jón-
as Hallgrímsson, höfund Sólar-
Ijóða (frá 13. öld), Nínu Tryggva-
dóttur, Omar Khayyam (þýðing
Magnúsar Ásgeirssonar), Davíð
Stefánsson, Þuríði Guðmunds-
dóttur og Jóhann Gunnar Sigurðs-
Myndlíst
hann máttarstólpi nútímalistar
um langan aldur. Abstraktlist
átti hug hans allan síðustu ára-
tugi, og hann sagði sjálfur um þá
myndlist „Abstrakt list er ekki
eign hinna útvöldu, heldur al-
þjóðlegt tungumál, sem á erindi
til allra þjóða. Möguleikar og
þensla þessarar listar á sér eng-
in takmörk."
Líklegast eru frægustu verk
Nicholson’s lágmyndir, er hann
gerði í monocromi, það er að
segja — hérumbil einlitar — í
þessum verkum má finna nokk-
uð af arkitektúr, skúlptúr^ og
málaralist. Um þessi verk hefur
verið sagt, að ef einhver lista-
verk gætu gert kröfu til að vera
fullkomin, ættu þau rétt til þess.
Bretar, margir hverjir, mátu
verk hans að verðleikum. Árið
1955 var haldin mikil og yfir-
gripsmikil sýningá verkum hans
í Tate Gallery í London. Hann
hafði þó alla tíð haft ímugust á
stofnunum og öllu, er tilheyrði
því opinbera. Því var það kald-
hæðni örlaganna, er tengdason-
ur hans varð forstjóri Tate Gall-
ery. Ben Nicholson var giftur
hinni frægu listakonu Barbara
Hepworth og bjuggu þau um
tíma í því fagra þorpi St. Ives í
Cornwall, en þau skildu, og eftir
það var Ben Nicholson á nokkr-
um vergangi, bjó um tíma í
grennd við Maggiore-vatnið á
Italíu, en síðustu árin átti hann
heima bæði í London og einnig í
enskri sveitasælu.
Ben Nicholson var afar sérvit-
ur og eru til margar sögur af,
Eins og ég hef þegar minnst á,
átti Ben Nicholson nokkur ítök
hér á landi. Það væri hægðar-
leikur að benda á mörg tilfelli til
sönnunar því, en látum það
liggja. Hann var án nokkurs efa
afar einstæður listamaður, sem
byggði verk sýn af einstakri
nákvæmni og sérstakri við-
kvæmni. Einkum og sér í lagi á
þetta við um litameðferð hans,
sem var svo samofin formbygg-
ingu bestu verka hans að vart
verður skilið þar á milli. Hann
vann sér þann sess meðal lista-
manna og listunnenda í Evrópu,
að með fádæmum má telja, og
hann var sívinnandi allt til
hinstu stundar. Um tíma bjó Ben
Nicholson í návist háskólans í
Cambridge, en kunni ekki alls
kostar við sig í sveitasælunni.
Hann flutti til London og eyddi
síðustu árunum þar.
Með Ben Nicholson er horfinn
einn sérstæðasti persónuleiki
þessarar aldar í bresku menn-
ingarlífi. Hann var alla tíð
ódæll, og það er skemmtilegur
kafli í lífi hans, hvernig það
opinbera gerði hverja tilraunina
á fætur annarri til að fanga
hann í net sitt. Að vísu tók hann
við Order of Merit, sem er mesta
viðurkenning, sem mönnum get-
ur hlotnast í ríki drottningar.
Þessar fáu línur eru ritaðar í
þeim tilgangi að þakka Ben
Nicholson fyrir það framlag, er
hann veitti leitandi m.vndlistar-
mönnum á þessu landi, með til-
urð verka sinna og þeim lær-
dómi, sem af þeim var dreginn.
Valtýr Pétursson
Sjötta febrúar síðastliðinn
lést í Lundúnum einn fremsti
málari Breta á þessari öld, Ben
Nicholson. Hann var á áttugasta
og áttunda aldursári. Umdeildur
mjög sem málari, sumir sáu lítið
eða ekkert í hinum fáguðu ab-
ströktu verkum hans, en aðrir
gátu vart vatni haldið fyrir
hrifningu. Ben Nicholson hafði
mikil áhrif á samtíð sína, bæði
heima fyrir og víða um heim. Má
þar til nefna, að hann hafði
nokkur áhrif hér á landi á sinum
tíma, og sömu sögu er að segja
allt frá ameríska meginlandinu
til fjarlægra Austurlanda. í
heimalandi sínu, Bretlandi, var
hvernig hann brást við and-
streymi og velgengni um ævina.
Hann var alla sína tíð upp á
kant við gagnrýnendur og sagði
um þá: Þeir einfaldlega sjá ekki
neitt.
Foreldrar Ben Nicholson’s
voru málari og systir málara. Sir
Williams faðir hans var vel
þekktur á sínum tíma og var tal-
inn glæsimenni. Það er sögð sú
saga eftir Ben, að þegar gestir
komu til föður hans og fóru að
tala um Iist, varð móðir hans svo
leið á þeirri orðræðu, að hún dró
sig í hlé og sagðist ætla að taka
til á eldhúsborðinu. Seinna á
lífsleiðinni tileinkaði sonurinn
sér þessa tækni, og vinir hans
vissu vel, hvað var á seyði, er
Ben stóð stundum upp í sam-
kvæmum og sagðist ætla að taka
til á eldhúsborðinu.
Látinn
Ben Nicholson