Morgunblaðið - 25.04.1982, Side 38

Morgunblaðið - 25.04.1982, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 I húsi leikskálds Jónas Ámason Morgunblaúiú/Olafur K. Mafinússon Jónas Árnason er maður hár vexti og þrekinn um herðar — en limaburðurinn þunglamalegur; það er djass í skrokknum. Hann situr í stofu sinni að Kópareykjum í Reykholtsdal og ég spyr hann hvernig hann komist af í sveitinni. Ég kemst prýðilega af hér í sveit, ansar hann. Annars leiðist mér að tala um fjármál. Enda er ég eignalaus maður; leigi af ríkinu þetta ágæta hús. Þeir höfðu að gamanmálum vinir mínir í pólitík- inni að ég hefði aldrei á minni þingmannstíð skilið vísitöluna. Það minnir mig á söguna sem Helgi Seljan segir af einum þing- fiokksfundi okkar í Alþýðubanda- laginu: Ásmundur Stefánsson mætti þar og gerði grein fyrir ástandinu, talaði lengi og mikið um vísitöluna og loksins þegar hann lauk máli sínu, á ég að hafa snúið mér að Helga Seljan og mælt: Heyrðu Helgi, það vill ekki svo vel til að þú eigir magnyltöflu? Það var ekki laust við að maður fengi höfuðverk af þessum köllum stundum. Ég er nefnilega löggiltur að þessu Ieyti, eins og Góði dátinn Svejk var löggiltur hálfviti. Ekki ómerkari maður í fjármálum en Björn á Löngumýri sagði eitt sinn í þingræðu: Ég efast um að nokkur r.iaður hafi komist eins rækilega hjá því að skilja fjármál og Jónas Árnason — en að öðru leyti er hann ekkert mjög vitlaus! Þú kvaddir þingmennskuna ... Já, ég hætti til þess að skrifa. Mig hefur dreymt um það alla tíð að geta gefið mig óskiptan að skriftum. Þingmennskan er líka ákaflega þreytandi, ekki bara póli- tíska stappið, heldur er erfitt að rækja stórt kjördæmi sómasam- lega. En mér gengu skriftirnar illa fyrst eftir að ég hætti á þingi. Það var einhver stífla í sálinni og staf- aði í og með af kvíða, held ég. Loksins þegar ég náði þessu marki mínu missti ég móðinn: að gera ekkert annað héðan í frá en að sitja við skrifborð! Sú tilhugsun verkaði ekki ólíkt á sálina og tugthúsdómur. Mér hafði líka gengið hvað best með pennann þegar ég var á kafi í öðru. En nú er ég kominn uppá lag með að nýta tímann. Ég sit jafnan við skrifborðið allan morguninn og byrja uppúr sjö. Svo legg ég mig eftir hádegið, eins og Churchill gamli; hátta oní rúm og steinsef í eins og klukkustund ... Heyrðu, Churchill átti nú til að fara ekki á lappir fyrr en undir kvöld! Já, hann stjórnaði stóru ríki í heimsstyrjöld. Þetta Kópareykja- ríki mitt er ekki eins stórt og hér ríkir friður. Jónas kveikir sér í Fauna-vindli. Hann lætur hann hanga niður úr munnvikunum, eins og horaðir menn ítalskir reykja sígarettur. Svo fæ ég mér sundsprett, segir hann, og það hefur Churchill ábyggilega ekki gert. Við eigum okkur nefnilega sundlaug hér. Þegar læknar tillkynntu okkur að Guðrún yrði af heilsufarsástæðum að eiga þess kost að synda á hverj- um degi, vatt ég mér í það að búa okkur til sundlaug. Hér er bull- andi nóg af heitu vatni, svo nú syndi ég tvisvar á dag. Ég lifi í alla staði heilbrigðu lífi og er meira og minna úti við hálfan daginn, hvernig sem viðrar. Það var til dæmis oft grimmdarfrost í haust þegar ég var að fást við laugargerðina, hvass á norðaustan eins og er hans plagsiður hérna. En mér stóð hreint á sama; brá mér bara í föðurland. Ég held næstum ég hafi ekki í annan tíma á ævi minni verið úthaldsmeiri en nú eða líkamlega hraustari. Jónas hefur nýlokið við að semja söngleik uppúr síðasta leik- riti sínu „Halelúja" sem nefnist „Okkar maður“ — en hvað er penninn að gera nú? Hér skrifar Jónas Árnason sín leikrit. Þessar vikurnar vinn ég að leik- verki, sem hefur reynst mér strembið. Ég er víst búinn að segja svo oft frá því að einhverjir munu sjálfsagt hlæja að þessu stagli mínu. Það fjallar um fyrsta hernámsárið, 1940—41, þegar Bretinn var hér einn. Ég reyni að skila andrúmslofti þessa tíma og byggi mjög á beinhörðum stað- reyndum, mun nota mikið af ljósmyndum og vinn uppúr dag- blöðum og öðru prentuðu máli. Til að lífga uppá verkið tvinna ég í það söngvum sem voru vinsælir á þessum tíma. Ég var þá rétt um tvítugt sjálfur og fann fyrir nokkrum árum í plöggum mínum drög að og jafnvel heilu söngtext- ana við vinsæl lög þessara ára. Þetta hafði ég verið að setja sam- an í dentíð, en farið leynt með. Margt af þessu gamla dóti mínu var vel brúklegt og er uppistaðan í söngvum þessa leikverks sem ég hef setið við síðustu vikur, þegar ég héf ekki verið að laga til í kringum sundlaugina. Ég hef sýnt Sveini Einarssyni uppkast og virt- ist hann fá áhuga á þessu. Éf það verður sýnt mun Brynja Bene- diktsdóttir leikstýra því. Við fór- um saman í uppkastið um páskana og hún kom með margar stórgóðar ábendingar. í þessari samantekt minni reyni ég meðal annars að rétta hlut ástandsstelpnanna svonefndu, sem þá og reyndar alla tíð síðan, hafa orðið að sæta fantameðferð í almenningsálitinu. Ég tel að þjóðin hafi verið að svala sér á þessum stelpum, af því hún fann svo rækilega til sinnar eigin sektar! Flestar stéttir manna voru á bólakafi í að græða á ástandinu og oft með mjög lítilmótlegum hætti — en það var ekki býsnast yfir neinu nema þessum elskum sem lögðu lag sitt við breska her- menn. Þær voru allar kallaðar hórur, þó athæfi þeirra hafi oftast kannski ekki verið nema eðlilegt tildragelsi, eins og Þórbergur sagði. Það er löngu kominn tími til að bent sé á þennan andstyggilega tvískinnung og um leið á þá sem feitustum hrossum riðu frá ástandinu; þá sem voru raunveru- lega spilltir. Jónas er farinn að ganga um gólf í vandlætingu sinni. Ég spyr hvort hann vilji ekki kveikja sér í vindli og sýna mér vinnustofuna. Það er lítill kofi við bæjardyrnar, burstabyggður — nípa sem kallað er: borðkrýli og stóll, lampi á borðinu, pappírssneplar og penni. I þessum íverustað skrifar Jónas Árnason sín leikrit. Hann tekur sér sæti á stólnum og byrjar að tala um Bernard Shaw; manninn sem skrifaði formála. Hann var lengi gagnrýnandi, eins og þú veist, en tók að skrifa leikrit í félagi við annan. Sá þótt- ist ætla að skaffa plottið, en það dugði bara framí annan þátt, svo Shaw varð að halda áfram uppá eigin spýtur. Þegar hann var bú- inn með þetta sitt fyrsta leikrit, skrifaði hann annað og það þriðja, „for man is an animal of habit", eins og hann sagði. Stórkostlegur höfundur, brilliant. Ég man ekki til að hafa séð hann á sviði, nema Kappa og vopn einhvern tímann, en ég hef lesið hann nær allan. Með fullri virðingu fyrir leikarastétt- inni, þá er oft fullt eins gott að lesa leikrit og að sjá þau. Mér finnst afleitt hvað Islendingar eiga erfitt að komast uppá lag með að lesa leikrit, sér til ánægju og þroska. Núorðið les ég ekki annað í tómstundum en leikrit og aftur leikrit, flest engilsaxnesk og írsk, svo og æviminningar ýmissa kalla og kellinga. Við göngum inní bæ. Rollur fylgjast með okkur álengdar og hundurinn „Kella" valhoppar í kringum húsbónda sinn. Ég segi Jónasi að í mínum augum sé George Bernard Shaw maðurinn sem kynnti Ibsen fyrir Englend- ingum. Jónas hlær. Ég hef lesið Ibsen allan, segir hann, og fyrir minn smekk er hann ekki nógu skemmtilegur — frekar en margir aðrir Skandinav- ar. Ég sækist eftir brilljans þeirra Engilsaxanna og íranna. Én af hverju var Shaw svona forlyftur í Ibsen? Jú, af því hann gerði það sem Shaw fannst löngu kominn tími til: gegnumskúaði þjóðfélag- ið, fletti ofanaf húmbúkkslífi og hræsni borgaranna. Ibsen er stór- merkilegur höfundur, en ég las hann eins og ýmislegt annað stór- merkilegt sem manni var sett fyrir í menntaskóla — með dálitl- um þrautum. Ég tók snemma uppá því að lesa leikrit, eins og það hafi verið að gerjast með mér, að ein- hvern tímann ætti ég sjálfur kannski eftir að skrifa leikrit: hvernig fara þeir að þessir stóru? En það er ekki Ibsen að kenna hvað ég heillaðist lítið af honum. Með því að játa að maður sé hrif- inn af höfundi sem er viðurkennd- ur fyrir afburða speki og dýpt, þá er maður ekki að gefa höfundinum einkunn, heldur sjálfum sér. Og það hefur komið fyrir betur gefna menn en mig. Þegar Leo Tolstoj hitti Anton Tsjekov sagði hann: „Svo þér eruð þessi Tsjekov, já. Smásögur yðar eru að mínum dómi bara ágætar, en leikritin, drottinn minn dýri, ég held þér séuð bara ennþá verri en Shake- speare!" Fróðir menn segja mér að þetta sé rétt eftir haft. Ég verð einnig að játa að hafa oftast gefist upp í fyrsta þætti hjá Shake- speare. Það er helst ef Englend- ingar sýna manni Shakespeare að Forkaupsrétti breytt í skyldukaup: Rástöfun verkamannabú- staða fer alfarið í hendur stjórna verkamannabústaða VARÐANDI endursölu á svonefnd- um verkamannabústöðum hafa nú verið ggrðar þær breytingar á lögum, að fo'rkaupsrétti sveitarfélaga á þessum íbúðum hcfur nú verið breytt i skyldukaup. „Ég held, að þessi kaupskylda breyti ákaflega litlu varðandi hina raunverulegu stöðu mála, eins og hún er víðast hvar á landinu,“ sagði Skúli Sigurðs- son, skrifstofustjóri hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, er Mbl. innti hann eftir því, hverjar afleiðingar laga- breytingar þessar hefðu í för með sér. „Hér í Reykjavík hefur for- kaupsréttar t.d. undantekningar- laust verið neytt á þessum verka- mannabústöðum. Sömu sögu er að segja um nær öll sveitarfélög á landinu. I þessum lögum er hins vegar kveðið skýrar á um það, hvernig staðið skuli að kaupum og endursölu á verkamannabústöð- unum, raunar má segja, að úthlut- un þessara íbúða sé með þessum lögum alfarið komin í hendur stjórna viðkomandi verkamanna- bústaða. Þannig telur löggjafinn, að þær komi til með að nýtast bezt í samræmi við það hlutverk sem þær voru upphaflega byggðar til.“ HEKLAV heklahf sKLAHE Nú hafa 4 vinningsbílar í Hapþdrætti SÁÁ verið afhentir, en dregið var í happdrættinu 7. apríl síðastliðinn. A meðfylgjandi mynd er Grétar Bergmann að afhenda 18 ira reykvískri stúlku vinninginn, sem var bifreið af gerðinni Mitsubishi (ölt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.