Morgunblaðið - 25.04.1982, Side 39

Morgunblaðið - 25.04.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 39 maður endist við að horfa til loka leiksins. Ég sá eitt sinn í Lundún- um einn af kóngaleikjum hans og þótti það merkilegt spektakel. Það var um einn Hinrikinn sem var að bramboltast í Frakklandi endur fyrir löngu. En ég hef aldrei sofið eins vært í leikhúsi og eitt sinn í Austur-Berlín. Það var í Berliner Ensemble, þar sem þeir sýndu Túskildingsóperuna. Og þessi blundur var ekki því að kenna, að ég er lítill þýskumaður, ekki held- ur bjórnum, því hann drakk ég ekki fyrr en í hléi og það var fyrir hlé sem ég svaf eins og barn. — Ég var þó með fullri meðvitund með- an hin ágætu lög Kurt Weils voru sungin. — Mér leiðist oft ákaflega í leikhúsi. Ég mundi glaður skipta á tíu sinfóníutónleikum og tuttugu leiksýningum fyrir einn góðan fótboltaleik. Og mér finnst skítt að fólk skuli halda að leikrit séu aðeins fyrir svið; að mönnum skuli fyrirmunað að njóta leikrita eins og hverra annarra góðra bóka í kyrrð og ró á síðkvöldum heima. Guðrún færir okkur rjóma- pönnukökur með kaffinu. Það hellirignir úti; hundurinn sjálf- sagt skriðinn í skjól, en rolluskját- urnar verða að gera sér regnið að góðu. Við höfum það notalegt í stofunni að Kópareykjum. Þar er geysistór grammófónn í einu horni og margar hljómplötur, bókaskápur, málverk á veggjum, þrjú eftir Kjartan Guðjónsson. Við vorum saman í ameríkana- seringunni, segir Jónas, fyrsta kynslóðin sem ekki skandevíserað- ist, heldur ameríkanaseraðist. Borgarabörnin í Reykjavík á ár- unum fyrir stríð gengu í kvöld- skóla sem hét Hollywood. Það var gífurleg sókn í bíóin: í hópi vina minna á þessum árum var einn sem vandi sig á að hreyta útúr sér hverju orði eins og Clark Gable; annar át harðfisk með sömu kjálka- og varahreyfingum eins og Humphrey Bogart tuggði tyggi- gúmmi. Þá var tyggigúmmí lúxus- vara á íslandi, en harðfiskur ekki. Nú hefur það snúist við, eins og fleira. Þá bakaði einn félagi okkar sér mikil fjárútlát við brilljantín- kaup, svo hann gæti skipt í miðju nákvæmlega eins og Don Ameche! Svona hagaði það sér borgara- slektið í Menntaskólanum á árun- um fyrir stríð. En svo var það jassinn. Jónas rís á fætur og treður höndunum í buxnavasana og held- ur áfram: I jassinum naut ég handleiðslu Jóns Múla. Hann er, og var, tveim- ur árum eldri en ég — en mörgum árum músíkalskari og yfirleitt gáfaðri og næmari á ómenguð menningarverðmæti. Hann var 12—13 ára þegar hann uppgötvaði þessa stórkostlegu listgrein, jass- inn, án nokkurrar tilsagnar. Hann var fyrsti íslenski jassistinn. Og hann var naskur á fleira en músík; ef hann var ekki að dásama Duke Ellington, þá dásamaði hann Hall- dór Laxness. Gamli maðurinn Arni frá Múla var sammála synin- um um snilli hins síðarnefnda — þrátt fyrir ýmsar hæpnar skoðan- ir hans! — en átti erfiðara með að finna púðrið í þeim fyrrnefnda. Ég elti Jón Múla inn í dýrðarveröld jassins og einnig inní engilsaxn- eska bókmenntaveröld. Þar höfð- um við notið tilsagnar pabba, því sem ungur maður úti í Newcastle í fyrra stríði mótaðist hann mjög af breskri menningu, og tók seinna ástfóstri við amerískar bókmennt- ir. Það var yfirleitt samkomulag á heimilinu um menningarleg efni, en snemma bar á því að við bræð- ur hneigðumst til vinstri í pólitík. Arna frá Múla gast ekki að komm- únisma og urðu stundum harðar diskúsjónir heima, því Jón lét ekki sitt eftir liggja. En gamli maður- inn var frjálslyndur; það var auð- fundið að hann hafði öðrum þræði gaman af því að sonurinn hefði uppi andstæðar skoðanir. Þá gafst honum líka tækifæri á að sýna fjölskyldunni hversu orðsnjall hann var og gat farið illa með andstæðinga sina. Þó verður að játast að eftir því sem Múlinn þroskaðist kom það æ oftar fyrir að Árni sá ekki aðra lausn en reka strákinn út og það var síður en svo fyrir ofstæki, heldur var gamla manninum lagið að leysa málin á einfaldan hátt. Jónas sest og fær sér kaffisopa. Já, jassinn! Hann olli mörgum stórtíðindum í sálarlífi okkar. Til dæmis 1936, þegar pabbi sigldi snögga ferð til Ameríku. Ég var þá 13 vetra, Jón Múli 15. Úr þessari ferð kom pabbi með sannkallaða gersemi og gaf okkur. Það var fyrsta stóra hljómplatan sem við handlékum. Um þetta leyti varð bylting í gerð jasshljómplatna, og þessi var einar 6—7 mínútur hvoru megin, en áður höfðu menn orðið að takmarka tónsmíðar sín- ar á hljómplötur við þrjár mínút- ur. Á þessari plötu lék hljómsveit Duke Ellingtons lögin „Creole Love Call“ og „St. Louis Blues“, sem ungur maður að nafni Bing Crosby söng. Söngur hans með hljómsveit Duke Ellingtons þótti miklum tíðindum sæta í þá daga, því þá tíðkaðist það ekki að hvítir menn kæmu fram opinberlega með blökkum. Þetta var uppreisn gegn kynþáttafordómum og Bing Crosby fór einna fremstur í þeirri uppreisn. Síðan hefur jassinn ver- ið þýðingarmikið vopn í barátt- unni fyrir auknum skilningi milli kynþátta vestra og auknu jafn- rétti. Ég hrökk því við þegar ég las það í málgagni mínu, Þjóðviljan- um, þau ummæli um Bing Crosby látinn að hann hefði aldrei verið annað en „súkkulaðidrengur". Einhver menningarspakvitringur- inn í vinstrielítunni hafði fundið þetta út. En það var einkennileg tilviljun að hann skyldi einmitt nota orðið „súkkulaðidrengur". I sumum ríkjum Bandaríkjanna, þar sem kynþáttafordómar og annar fasismi hafa grasserað hvað mest, voru svertingjar nefnilega ýmist nefndir „Niggers" eða vegna litarháttar síns — „Chocolate Boys“. Þeir, sem vinguðust við svertingja, eða gengu jafnvel svo langt að standa við hlið þeirra á almannafæri eins og Bing Crosby, voru ýmist nefndir „Nigger-Lov- ers“ eða „Chocolate-Lovers" og ekki í neinu virðingarskyni. Marg- ir hafa undrast hvað Jón Múli hef- ur sýnt mikið úthald við að boða fagnaðarerindi jassins og er ég ekki í vafa um að ein ástæðan fyrir því er þessi hagnýta þýðing sem jassinn hefur haft fyrir auknu jafnrétti svartra lítil- magna; lífsskoðun Múlans liggur til grundvallar þessu. En varla hefur Árni frá Múla verið hrifinn af Bing Crosby? Nei, slíka menn kallaði hann jafnan „míkrófóndúllara". Hann var sjálfur mikill söngvari, Árni frá Múla. Lét sig ekki muna um það að troða upp með Pétri Jóns- syni í hans besta formi, og hann og Símon á Hól gerðu sér lítið fyrir og fylltu Gamla Bíó kvöld eftir kvöld. Sjaljapin var hans maður. Ameríkanaseraður sósíalisti, mætti kalla þig það? Kannski. Það er síður en svo allt neikvætt við ameríkanaseringu.og það fylgir henni alls ekki að gerast kapítalískur í hugsun. Ég hef aldrei farið dult með andúð mína á kapítalismanum, allra síst hinni ófrýnilegu ásýnd hans í Banda- ríkjunum. En mér líkar vel við bandarískan almenning og ef maður ætti að leggja fæð á fólk fyrir peningahyggju, þá yrði það nú æði stór hópur á Islandi sem maður forðaðist. Peningahyggjan er að verða aldeilis átakanleg í þessu litla landi, og mest fer hún auðvitað í taugarnar á manni, þegar hún siglir undir flaggi sósí- alismans. Þeir eru orðnir ískyggi- lega margir sem komast upp með að kalla sig sósíalista, þó þeir grípi hvert tækifæri til að raka saman peningum með auvirði- legasta braski í skjóli auðvalds- skipulagsins; lifa sem spilltir kapítalistar en tala sem sósíalist- ar. Það eru takmörk fyrir því hvað raunverulegur sósíalskur flokkur þolir marga slíka menn — og áhrif þeirra — án þess að færast svo langt til hægri að sósíalskur boðskapur hans verði annað en orðin tóm. Þá er ég líka að tala um þetta akademíska slekti, sem aldrei þarf að neita sér um neitt og er orðið forrréttindafólk. Sú var tíðin á íslandi að slíkt fólk gekk á hönd hinni sósíölsku hug- sjón af allt öðrum ástæðum en eiginhagsmunum. En nú höfum við fyrir augunum menn sem hafa orðið ríkir á eiginhagsmunapoti, sem þeir hafa stundað undir pils- faldi ýmissa stofnana og samtaka sósíalista — og þá er ég ekki að tala um verkamenn! Eigum við ekki að enda á leik- Iístinní, Jónas? Jú, því ekki það. Hvaða skoðanir hefurðu á ís- lensku leikhúslífi? Mér sýnist stundum að í verk- efnavali sé of mikið sóst eftir verkum erlendra höfunda, sem hlotið hafa aðdáun og virðingu meðal stórþjóða, þar sem vissar menningarelítur einar stunda leikhús að staðaldri, svo þessi frægð á sér engar rætur hjá al- þýðu raanna. Til að skilja þessi verk þarf iðulega ýmsar forsend- ur, reynslu og þekkingu, sem há- menntað yfirstéttarfólk eitt hefur til að bera. Slík verk eiga allra síst erindi við þjóð eins og íslendinga, þar sem leikhúsgestir eru almenn- ingur. Þarna er líka skýringin á því hvað Darió Fó er vinsæll með Islendingum; hann talar til ít- alskrar alþýðu í verkum sínum og það er mál sem við skiljum. Góður kall, Daríó Fó. Verst hvað er erfitt að ná í verk hans á prenti. Ég hef séð þau mörg og þau eru misjöfn auðvitað að gæðum, en ég hef aldrei orðið fyrir jafn miklum áhrifum í leikhúsi og árið 1966. Þá sýndi Leikfélagið Þjófa, lík og falar konur eftir Fó. Ég vil meina að það sé tímamótauppfærsla í íslensku leikhúslífi og nú loks virðist mér að Islendingum sé að skiljast hvað farsinn er merkileg listgrein. Hér máttu svo spyrja mig hvort ég hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá Daríó Fó og ég svara: Já, næst á eftir Chaplin og Marx-bræðrum. Það hefur stytt upp. Við kveðj- um Jónas Árnason; hans rauða hús að Kópareykjum; rauðan bíl í hlaði og hund, sem er svo dannað- ur — eins og húsbóndinn — að gelta ekki að pólitískum andstæð- ingum. Jakob F. Ásgeirsson Blindrafélagið býðst til þess að hýsa Blindra- bókasafn íslands MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi tilkynning frá Blindrafé- iaginu, samtökum blindra og sjón- skertra: „Að gefnu tilefni vill stjórn Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra, að fram komi, að hún er reiðubúin til samninga um að hýsa væntanlegt Blindrabóka- safn íslands í félagsmiðstöð sam- takanna að Hamrahlíð 17 hér í borg. Ennfremur vill stjórn fé- lagsins benda á að nú er fyrir hendi fullkomin aðstaða til upp- töku hljóðbóka og er félagsstjórn einnig reiðubúin til viðræðna um afnot af þeirri aðstöðu. Þetta vilj- um við taka fram nú, ef það mætti verða til að auðvelda framgang frumvarps þess er nú liggur fyrir Alþingi um Blindrabókasafn ís- lands." Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig á níutíu og fimm ára afmæli mínu þann U,. mars sl. Guð blessi ykkur öll. Jósefína Þ. Pálmadóttir Blönduósi. Málverkauppboð aö Hótel Sögu, mánudaginn 3. maí kl. 20.30. Myndir sýndar aö Laugavegi 71, sunnudaginn 2. maí kl. 2—6, og aö Hótel Sögu, mánudaginn 3. maí kl. 12—18- Klausturhólar. Raytheon Loran C-RAYNAV 3000 C lorantölur, styrkur á loranmerki, 1 minni. Einnig tölvuloran meö fjölda minna og vinnslukerfa. Verd 11.950.-. Til afgreiðslu nú þegar. ASC0 sf., Ármúla 11, Reykjavík. Sími 83860. ________________*__

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.