Morgunblaðið - 25.04.1982, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982
t
Faöir okkar,
JÓN E. JÓNASSON
frá Mel,
andaöist í Borgarspítalanum í Reykjavík á sumardaginn fyrsta.
Baldur Jónsson,
Halldór Þ. Jónsson,
Magnús Jónsson.
Reynir Guðmundur
Jónasson — Minning
t
Móöir okkar,
ÞORBJÖRG GUDMUNDSDÓTTIR,
fyrrverandi Ijósmóöir I Ólafsvík,
til heimilis aö Háageröi 67,
lést í Landspitalanum aöfararnótt 23. aprfl.
Fyrir hönd ættingja,
Guömundur Ársælsson,
Ingibjörg Steinþórsdóttir,
Bergþór Steinþórsson,
Oddgeir Steinþórsson.
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
JÓN ÞÓRDARSON,
prentari,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 26. apríl kl. 3
e.h.
Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hans, láti
Rauöa kross Islands njóta þess.
Jóhanna Lúövíksdóttír,
Hrefna Jónsdóttir,
Hulda Jónsdóttir,
Björn L. Jónsson, Steinunn Jónasdóttir,
Gréta Jónsdóttir, Þóröur Garöarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kæddur 23. janúar 1955
Dáinn 18. apríl 1982
Reynir Guðmundur var sonur
Jónasar pípulagningameistara
Valdimarssonar, bónda á Göngu-
skörðum í Svarfaðardal, Júlíus-
sonar og konu hans, Hrefnu
Magnúsdóttur trésmiðs Þor-
steinssonar.
Foreldrar Reynis bjuggu í
Reykjavík og var hann í foreldra-
húsum, þar til hann for til náms
erlendis.
Reynir stundaði nám í Mennta-
skólanum í Reykjavík og lauk það-
an stúdentsprófi 1975, innritaðist
sama ár í Verkfræðideild Háskóla
íslands og lauk þaðan prófi í bygg-
ingarverkfræði 1979. Sumarið
1979 starfaði hann á Verkfræði-
stofunni Hönnun hf. í Reykjavík,
en hóf nám við The Ohio State
University í Columbus í USA þá
um haustið og lauk þaðan MS-
prófi í byggingarverkfræði, með
vatnafræði sem sérgrein, síðla
sumars 1980. Reynir hóf síðan
störf hjá Almennu verkfræði-
stofunni hf. um miðjan okt. 1980
og vann þar að ýmsum verkefnum,
aðallega að áætlanagerð virkjana.
Þó kynni okkar af Reyni yrðu
mikið skemmri en við hefðum kos-
ið, var okkur samt ljóst, að hann
hafði með menntun sinni og störf-
um í námsfríum aflað sér þekk-
ingar, sem samhliða meðfæddri
náttúrugreind og eljusemi, gerði
hann að eftirsóttum starfsmanni.
Hjá honum fór saman skjótleiki
Verð kr. 10.800.00.
Beint flug til ZUrich
2ja vikna feróir:
30. maí — 13. júní og 13.—27. júní.
Gisting 1 nótt í Zúrich. 6 daga hringferö: Zurich — Lichtenstein —
Lugano — Lausanne — Bern — Luzern og vikudvöl í Interlaken í Berner
Oberland.
Vikuferöir:
30. maí — 6. júní og 13.—20. júní.
Gisting 1 nótt í Zúrich og 6 daga hringferö, sama tilhögun og lýst hér aö
ofan og gisting 1 nótt í Interlaken.
20.—27. júní: Verð kr. 7.600.00.
Dvaliö í Interlaken í Berner Oberland.
Skoöunarferöir um nágrenniö og siglingar á Thun- og Brienzvatni.
Verö kr. 6.800.00.
Innifaliö í veröi í öllum ofangreindum feröum: Flug til og frá ZUrich,
gisting í 2ja manna herbergjum meö baöi, morgun- og kvöldveröur.
Einnig bjóöum viö flug og bílaleigubíla. 30. maí, ein vika, flug og bíll.
4 ( bll 3 1 bíl
4.600.- pr. mann 4.800,- pr. mann
Fíat 127
Ford Escort
VW-Golf
30, maí, Ivær vikur, flug og bíll
Fíat 127
Ford Escort
VW-Golf
Opel Kadett
2 í bíl
5.200,- pr. mann
4.800.- pr. mann 5.100,- pr. mann 5.500,- pr. mann
4 í bíl
7.000,- pr. mann
3 í bíl 2 i bíl
7.200.- pr. mann 7.600.
pr. mann
8.200,- pr. mann 8.500.- pr. mann 8.900.- pr. mann
Verö eru miöuö viö gengisskráningu 20. apríl 1982.
Leitiö nánari upplýsinga.
Feröaskrifstofa Guömundar Jórtassonar hf.,
Borgartúni 34, 105 Reykjavík, sími 83222.
við að gera sér grein fyrir eðli
viðfangsefnanna og hagsýni og
vandvirkni við úrlausn þeirra.
Reynir hafði notað sína stuttu
ævi til að undirbúa sig vel undir
lífsstarf sitt sem hann hafði rétt
hafið, þegar hann var í skyndi
burt kallaður. Svo skyndilega, að
við sem með honum unnum, ger-
um okkur varla grein fyrir því, að
við eigum ekki oftar eftir að njóta
stunda með honum að starfi og
leik.
Þegar ungir hæfileikamenn eins
og hann eru brott numdir strax að
loknum sínum undirbúningi að
lífsstarfi, vakna spurningar um
tilgang lífs okkar mannanna hér á
jörðinni, spurningar, sem við finn-
um ekki svör við.
Reynir leit til framtíðarinnar
með eftirvæntingu eftir að takast
á við þau verkefni, sem voru í
augsýn og eins þau, sem framtíðin
myndi bera í skauti sínu.
Með brottkvaðningu hans er
skilið eftir skarð, sem verður
vandfyllt. Þó samveru okkar og
Reynis heitins sé nú lokið og við
fáum ekki að njóta lengur návist-
ar hans, geymum við minningu
um góðan félaga og góðan dreng,
hvort heldur var við leik eða al-
vöru starfsins.
Við sendum foreldrum hans og
ástvinum öllum hugheilar samúð-
arkveðjur um leið og við þökkum
fyrir þær stundir sem við áttum
með Reyni.
Starfsfólk Almennu verk-
frsðistofunnar hf.
„Ein hreyfing, eitt orð, og á ör-
skots stund örlaga grunn við
leggjum." Mikil sannindi felast í
þessum Ijóðlínum Einars Bene-
diktssonar, sem nú eru undirstrik-
uð á svo sorglegan hátt: Skólafé-
lagi og vinur er numinn burt í
blóma lífsins. Vorið, sem færisl nú
yfir, víkur skyndilega úr huganum
fyrir harmi og eftirsjá. Það er erf-
itt að skilja hver tilgangur mátt-
arvaldanna er með því að grípa
svo fyrirvaralaust og að manni
finnst á óréttlátan hátt inn í líf
okkar, og nema á brott þann, sem
var okkar fremstur.
Reynir var ekki í þeim hópi
manna er alls staðar hefur sig í
frammi, þvert á móti var hann
hæglátur og lítt fyrir að berast á.
Þrátt fyrir það urðum við hin
hinsvegar fljótt vör við hvern
mann hann hafði að geyma. Það
var alveg ljóst, að þar fór hæfi-
leikamaður. Verk hans á háskóla-
árunum voru örugg vísbending um
það. Þau voru leyst af manni, sem
fljótur var að tileinka sér nýja
hluti og skilja aukaatriði frá aðal-
atriðum. Reynir var samvisku-
samur og góður námsmaður, en
hann var einnig reiðubúinn að slá
á léttari strengi og krydda annars
tilbreytingarlausa námsáraævina
ánægjulegum augnablikum.
Minningin um Reyni vekur ætíð
bjartar og hlýjar hugsanir um
traustan og góðan félaga, en það
er sá eini minnisvarði, sem skipt
getur máli. Okkur er þetta styrkur
á erfiðum tímamótum, sem mildar
tregann á komandi tímum. Um
leið og við sendum foreldrum og
öðrum ættingjum Reynis samúð-
arkveðjur, þökkum við fyrir að
hafa fengið tækifæri til að kynn-
ast honum og eiga hann fyrir vin.
Byggingarverkfræðingar
frá HÍ 1979
t
REYNIR GUDMUNDUR JÓNASSON,
verkfrsaöingur,
sem lést af slysförum þann 18. apríl síöastliölnn, veröur jarösung-
inn frá Fossvogskapellu, mánudaginn 26. apríl, kl. 13.30.
Guörún Teitsdóttir,
Arndís Reynisdóttir,
Hrefna Magnúsdóttir,
Jónas Valdimarsson,
Unnur Kristinsdóttir,
Valdimar Jónasson.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför,
INGÓLFS NÍELSSONAR.
Haflína Björnsdóttir,
Regína Ingólfsdóttir, Egill Jónsson,
Níels Ingólfsson, Svanhvít Hafsteinsdóttir,
Björn Ingólfsson, Rósa Jónasdóttir,
Ásgrímur Ingólfsson, Unnur Sigtryggsdóttir.
t
Alúöarþakklr til ykkar, sem heiöruöu minnlngu og vottuöu samúö
viö andlát og jaröarför móöur okkar. tengdamóöur, systur, ömmu
og langömmu,
RAGNHEIDAR JÓNÍNU ÁRNADÓTTUR
frá Tröllatungu.
Sérstakar þakkir færum viö starfsfólkl Hrafnistu, dvalarheimilis
aldraöra sjómanna í Reykjavík.
Kristrún Daníelsdóttir,
Árni Daníelsson,
Þórir Daníelsson,
Stefán Daníelsson,
Sigurbjörn Ólafsson,
Ingibjörg Árnadóttir,
og barnabörn og barnabarnabörn.
Ingimundur Guömundsson,
Helga Rósmundsdóttir,
Svanhildur Kjartans,
María Jóhannesdóttir,
Fjóla Guömundsdóttir,