Morgunblaðið - 25.04.1982, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982
41
Á morgun verður lagður til
hinstu hvíldar Reynir G. Jónas-
son, sem var einn af stofnendum
körfuknattleiksdeildar Knatt-
spyrnufélagsins Fram. Fyrstu ár-
in var Reynir fastur leikmaður
með meistaraflokki félagsins, eða
þar til hann hélt utan til
framhaldsnáms. Að loknu verk-
fræðinámi, á síðastliðnu sumri,
kom Reynir heim og hóf þá þegar
störf í þágu körfuknattleiksdeild-
ar Fram. í haust sem leið tók
Reynir sæti í stjórn Körfuknatt-
leiksráðs Reykjavíkur sem fulltrúi
félags síns, og væntum við,
samstarfsmenn hans þar, mikils
af honum á komandi árum.
En örlögin gripu í taumana. Við
sjáum á bak góðum samherja og
frábærum féiaga. Stjórn Körfu-
knattleiksráðs Reykjavíkur vill
þakka Reyni samstarfið og sendir t
foreldrum hans og öðrum aðstand-
endum innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Minning um góðan dreng lifir í
hugum okkar. Hvíli hann í friði.
Körfuknattleiksráð
Reykjavikur,
Sig. V. Halldórsson,
formaður.
Þegar kær og traustur vinur er
svo sviplega hrifinn brott eru orð
lítils megnug að lýsa sorg og sökn-
uði.
Reynir var mjög farsæll maður
og einstakur atgervismaður til lík-
ama og sálar. Það kom fram jafnt
í leik, námi og starfi.
Hann var ágætur íþróttamaður
og frábær námsmaður, en það
væri ekki í anda Reynis að hampa
afrekum hans, þau vann hann til
að efla eigin styrk, ekki til að
flagga fyrir öðrum.
Efst í huga er þó þakklæti fyrir
það lán að eignast svo traustan og
kæran vin sem Reyni. Og eftir
standa hlýjar minningar um þær
ótöldu samverustundir sem við
áttum og aldrei verða á brott
teknar.
Foreldrum, bróður og litlu dótt-
ur Reynis vottum við okkar dýpstu
samúð. Megi allt gott styrkja þau í
þessari miklu sorg.
„Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
Ijúflíng minn sem ofar öllum
islendingum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér
einsog tónn á fiðlustreingnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
I>ó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðiustreingur,
eg hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann geingur."
(Halldór Laxness)
Felix og Héðinn
Sunnudagsmorgun 18. apríl bár-
ust mér þau sorgartíðindi að góð-
ur kunningi og samstarfsmaður,
Reynir G. Jónasson, hefði þá um
nóttina látist í umferðarslysi.
Þetta kom sem reiðarslag, því
kvöldið sem þessi hörmulegi at-
burður átti sér stað höfðum við
Reynir ásamt vinum komið saman
og átt góða stund. Hafði Reynir þá
sem oftast áður verið hrókur alls
fagnaðar og geislað af lífsgleði.
Ekki hefði það hvarflað að
nokkrum að innan fárra tíma yrði
Reynir allur. Oft er skammt á
milli gleði og sorgar. Erfitt er á
slíkum stundum að skilja tilgang
lífsins þegar ungum og efnilegum
manni er svipt í burtu í blóma lífs-
ins.
Við Reynir ólumst upp í Laug-
arneshverfinu og lágu leiðir okkar
þá saman við leiki og bernskubrek.
Á unglingsárum skildu leiðir en
kynni endurnýjuðust er við um
svipað leyti hófum störf á Al-
mennu verkfræðistofunni. Reynir
var góður vinur, traustur og fær
samstarfsmaður sem gott var að
leita til þegar vanda bar að hönd-
um.
Um mannkosti Reynis er óþarfi
að fjölyrða meira því líf hans og
störf báru þess glöggt vitni.
Á þessari stundu er mér efst í
huga þakklæti fyrir þau góðu
kynni er ég hafði af Reyni.
Eg votta aðstandendum hans
samúð mína vegna fráfalls góðs
drengs.
Tryggvi Jónsson
Á morgun verður kvaddur
hinstu kveðju Reynir Guðmundur
Jónasson, fæddur 23. janúar 1955.
Við minnumst Reynis frá upp-
hafsdögum körfuknattleiksdeildar
FRAM, sem einhvers dyggasta og
besta félaga hennar. Hann varð
fljótlega einn af burðarásum fé-
lagsins jafnt í leik sem félags-
starfi. Stuttu eftir að hann gekk í
félagið, á fyrsta starfsári þess, þá
fimmtán ára, tók hann að sér
starf gjaldkera deildarinnar og
gengdi því starfi um nokkurra ára
skeið. Á námsárum í háskóla
hætti Reynir beinum störfum
fyrir deildina.
Sl. haust þegar að ljóst var að
körfudeildin átti við erfiðleika að
stríða og gera þurfti átak til að
efla starfssemi hennar var ákveð-
ið að leita til eldri félaga til hjálp-
ar. Það var engin tilviljun að leit-
að var til Reynis, sem þá var ný-
kominn frá námi ytra og hann
beðinn um að taka að sér starf
gjaldkera, sem hann og gerði. Það
starf rækti hann af stakri prýði,
eins og allt annað sem hann tók að
sér að gera fyrir deildina.
Úrvalsdeildarlið FRAM í körfu-
knattleik náði besta árangri ís-
lenskra félagsliða síðastliðið
keppnistímabil. Við vitum að þátt-
ur Reynis skipti afar miklu í vel-
gengni félagsins í ár.
Körfuknattleiksdeild FRAM sér
nú á bak einum sinna bestu félaga
og við minnumst með þakklæti
ótal ánægjustunda er við áttum
með Reyni. Minningin um góðan
dreng lifir með deildinni. Að-
standendum hans vottum við
okkar innilegustu samúð.
Félagar í körfudeild FRAM.
Lokað
frá hádegi mánudaginn 26. apríl vegna útfarar,
REYNIS G. JÓNASSONAR
verkfræöings.
Almenna Verkfræðistofan hf.,
Fellsmúla 26.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
Það er vorið ’75, seint í maí. Ut
úr Háskólabíói gengur ungt fólk,
flestir með hvíta kolla. Allir eru
áhyggjulausir, fullir bjartsýni.
Einn í hópnum er Reynir,
svarthærður, dökkur yfirlitum,
glæsilegur maður með frábært
stúdentspróf upp á vasann. Fjór-
um árum í MR er lokið. Framtíðin
er björt.
Reyni kynntist ég fyrst vel, þeg-
ar við byrjuðum í MR. Við vorum
einir sex strákar úr Laugalækj-
arskóla, sem allir lentum í sama
bekk, þannig myndaðist góður
kjarni sem hélt vel saman öll
menntaskólaárin. Einn úr vestur-
bænum bættist við.
Undirritaður bjó einn í stórri
íbúð og það var því tilvalið að hitt-
ast þar eftir skóla og um helgar.
Enginn forystusauður var í hópn-
um, en hver um sig hafði sína sér-
stöðu, vináttuböndin urðu órjúf-
anleg.
Reynir var glaðlyndur og skap-
mikill en kunni vel að hemja skap
sitt. Hann var hlédrægur, en í
góðra vina hópi gat hann verið
stríðinn. Hann bar ekki tilfinn-
ingar sínar á torg, en var tilfinn-
ingaríkur. Rökfesta og hógværð
voru hans aðalsmerki.
Eftir stúdentspróf varð að
hugsa fyrir framtíðarstarfi. Reyn-
ir hafði einstaka hæfileika á sviði
stærðfræðinnar enda valdi hann
verkfræði sem sitt framtíðarfag.
Hann lauk prófi frá Háskóla ís-
lands og hélt strax til Bandaríkj-
anna, þar sem hann lauk fram-
haldsnámi fyrir um það bil ári.
Starfsævin varð því stutt.
Vinahópurinn hélt áfram að
hittast þó við værum í mismun-
andi námi, alltaf var jafn glatt á
hjalla.
Fyrir skömmu þegar ég hitti
Reyni, skammaði hann mig fyrir
að hafa ekki boðið hópnum heim í
vetur. Ég bar því við að það væri
svo mikið að gera í mínu námi, en
við skildum hittast allir í vor. Til
þess hlakkaði ég mikið. Það bar
einnig á góma, hversu viðhorf
okkar til lífsins og tilverunnar
hefðu breyst þessi ár öll. Samt fá
engin ný viðhorf breytt vináttu
sem myndast á jafn viðkvæmum
árum og menntaskólaárunum.
Nú er að koma vor, en vorið sem
átti að verða svo bjart hefur
breytt um svip.
Við vinir Reynis erum harmi
slegnir en geymum minningu um
góðan dreng.
Lítil stúlka hefur misst föður
sinn en hún var honum og fjöl-
skyldu hans mjög kær. Ég votta
Jónasi, Hrefnu, Valdimar og öðr-
um ástvinum Reynis samúð mína.
Veri hann sæll, ég hlakka til að
hitta hann hinum megin.
Sigurður Kristjánsson
Bókin með nýju
húsunum
frá Húseiningum
erkomin!
Rúmlega 80 litprentaöar blaðsíður með margvfslegum upplýsingum
og teikningum eftir Bjarna Marteinsson, Helga Hafliðason og Viðar A. Olsen.
Teikningarnar I bókinni gefa hugmyndir um byggingu einlyftra og tví-
lyftra einbýlishúsa fyrir viðráðanlegt verð, - sambærilegt við góða tbúð í fjöl -
býlishúsi í Reykjavfk. Bókin er ókeypis.
Hafið samband við Húseiningar h/f á Siglufirði, sfmi 96-71340 eða
söluskrifstofuna í Reykjavík, Laugavegi 18, sími 91-15945 og bókin fer í
póst til ykkar samdægurs.
HÚSEININGAR HF
SVARSEÐILL
Vinsamlega sendið
mér eintak
af bókinni, mér að
kostnaöarlausu! Nafn
Heimilisfang:
Póstnr.:
Sími: