Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
13
Rætt við Sigmund
Örn Arngrímsson
aðstoðarleikstjóra
og söngvarana
Júlíus Vífil Ingvars-
son og Katrínu
Sigurðardóttur
Júlíus Vífill Ingvarsson Ljóxm. KmíMa
Sigmundur Örn Arngrimsson
aðstoðarleikstjóri Ljósm. rax.
Katrín
Siguröardóttir
erettuhúsið, Volksoper, og
skemmt mér konunglega. Þar ríkir
mjög sérstæður andi — þar
klappa áhorfendur undir tónlist-
inni, taka jafnvel undir meðan á
sýningu stendur og þar er gjarnan
hlegið dátt. Andinn þar er aiveg
gjörólíkur þeim virðulega anda
sem ríkir í Staatsóperunni í sömu
borg.
Það var einmitt þess vegna sem
Wilfried Steiner var fenginn til að
setja Meyjaskemmuna upp hérna.
Hann hefur starfað mikið í Vín-
arborg og er gagnkunnugur þess-
um óperettustíl. Hann lagði mikla
áherslu á að létt væri yfir leikur-
um og söngvurum, það er mikið
sprellað í sýningunni."
Hvernig hefur þér fundist sýn-
ingarnar heppnast?
„Það er aö sjálfsögðu ekki mitt
að dæma en ef maður tekur óper-
ettusýningar eins og þær gerast
þá held ég að þessi sýning hafi
heppnast mjög vel. Á þessum
tveim sýningum, sem búnar eru,
hefur verið létt yfir áhorfendum
og mér hefur fundist að þeir taki
þessu mjög vel. Það hefur mjög
góð áhrif á mann að finna að
áhorfendur hrífast með — maður
magnast allur upp og á auðveldara
með að samlagast hlutverkinu. Ég
held þess vegna að við getum verið
ánægð með þær viðtökur sem við
höfum fengið.“
„I»rátt fyrir tilfinninga-
semina er hún einlæg“
„Þetta hefur verið bæði spenn-
andi og krefjandi. Það sem hefur
verið erfiðast er það hvað bland-
ast mikið saman söngur og tal í
þessu hlutverki," sagði Katrín Sig-
urðardóttir er blm. Mbl. spurði
hana hvernig henni hefði fundist
að taka við hlutverki Hönnu í
Meyjaskemmunni, en það er henn-
ar fyrsta hlutverk.
„Ég lauk tónmenntakennara-
prófi frá Tónlistarskóla Reykja-
víkur en eftir það fór ég í Söng-
skólann og lærði þar söng hjá Þur-
íði Pálsdóttur óperusöngkonu.
Þaðan lauk ég söngkennaraprófi
og stunda nú nám hjá einkakenn-
ara í Svíþjóð," segir Katrín er blm.
Mbl. innir hana eftir hvar hún
hefur lært söng.
Hvernig fellur þér við hlutverk-
ið?
„Hanna er ung ástfangin stúlka
en hugsanir hennar og viðbrögð
eru mjög ólík því sem við eigum að
venjast. En mér fellur ágætlega
við hana því þrátt fyrir tilfinn-
ingasemina er hún einlæg.
Ég held að mér sé óhætt að
segja að það falli minni rödd
ágætlega að syngja tónlist Schu-
berts. Hins vegar er þetta hlut-
verk sem ég syng á svonefndu
miðsviði, og það er e.t.v. ekki mitt
sterkasta svið. Annars er það ekki
mitt að dæma um hvernig til hef-
ur tekist — ég hef reynt að gera
mitt besta og vona að sú fyrirhöfn
hafi skilað árangri."
Og hvað er svo framundan?
„Frekara söngnám í Svíþjóð —
mér hafa ekki boðist önnur hlut-
verk þannig að ég hyggst snúa
mér að nárninu á ný þegar sýning-
um á Meyjaskemmunni lýkur."
Er samkeppnin um hlutverk
ekki orðin töluvert hörð milli
söngvara hér?
„Jú, hún er það eflaust. En ís-
lendingar hafa líka alltaf verið
óþreytandi í því að hlusta á söng,
þannig að söngvarar verða seint of
margir hér á landi,“ sagði Katrín.
/kjrliliLA
AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁOKKUR
FULLborð af
nýjum ferskum
kjötvörum
Rauð B.C. Appelsínur
epl' 19'-® 16 '5<>
Leyft verð 24.00 Leyft verð 22.00
Blóð , 1^7.80 ^
appelsmur 1 / ss2i.oo
Svínakótilettur 168.J?g
Nýtt svínalæri 78.?r?(
1 kg Ríó aðeins
Kaaberkaffi
íslenskar
Leyft verð 57.20
agúrkur
AÐEINS
30.»
Leyft verö 42.00
Unghænur
AÐEINS
50
» pr.kg.
Leyft verð 57.50