Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 23 Hljóðleikur og einlægni Hugleiðing um málverkasýningu Höskulds Björnssonar að Kjarvalsstöðum eftir Steingrím Sigurðsson Málarinn Höskuldur Björnsson, sem lézt fyrir allmörgum árum, virð- ist hafa unnið að list sinni af ein- lægni og hljóðleik og náð töluvert langt í leit sínni að fegurðinni og í þrotlausri vinnu við að leysa harð- snúin myndræn vandamál. Hann bjó langtímum í Hveragerði, sem á þeim árum var athvarf eða eins konar vin skálda og listamanna, enda þótt nú sé af sú tíðin fyrir langa löngu. Þar hefur hann trúlega oft unað sér á sinn hátt og eignast sína sálufélaga eða svo er að skilja á aðfaraorðum Kristjáns skálds frá Djúpalæk, sem hann skrifar af innilegleik í myndskrá í tilefni af stórri sýningu á verkum vinar síns, Höskulds, á Kjarvalsstöðum. Sýning þessi var opnuð 17. apríl síðastliðinn og lýkur henni sunnudaginn 2. maí næstkom- andi. Þetta eru kynstrin öll af myndum, sem eru þarna sýnd — allt frá æsku- verkum til allra síðustu mynda hans — og gefa góða hugmynd um „heim“ málarans og listræna vitund, ef svo má að orði kveða. Flestar myndanna eiga það sameiginlegt, að þær sýna inn í tilfinningalíf listamanns, sem gerir sér far um að vera sannur og villa ekki á sér heimildir, — það ber ekkert á galdra-, gjörninga- og sjón- hverfingabrögðum, hvorki í ytri né innri tækni, enda þótt falinn galdur sé í tjáningu og stílfæringu á mynd- um eins og nr. 92 Uppstilling og nr. 93 Úr vinnustofu. Tilfinning lista- mannsins fyrir áhrifum ljóss og skugga — fléttum þeirra og and- stæðum og samspili — birtist í þess- um tveim verkum og sýnir, hversu næmt auga Höskuldur sálugi hefur haft fyrir næsta umhverfi sínu — eða öllu heldur fyrir því, sem virðist vera falið hinu venjulega auga. Á hinn bóginn virðist ríkjandi sú tilhneiging hjá málaranum að skapa rómantíska stemmningu úr hverri fyrirmynd, einvers konar Ijóðrænu eða óð um lífið og náttúruna í kring- um okkur, hvort sem það eru rjúpur eða hrafnar eða endur í sefi, og við hvönn, ellegar þá ævagamlar biblíur, uppstilling, blóm eða sveitabær eða interiör í vinnustofunni hans austur í Hveragerði. Það er þægileg kennd, sem gagn- tekur hugann, þegar komið er inn á þessa sýningu á verkum Höskulds heitins á Kjarvalsstöðum. Þó hvarfl- ar að manni fljótlega sú sorglega hugsun, að málarinn hafi ekki fengið að njóta hæfileika sinna sem skyldi í lifanda lífi — hann hafi verið látinn liggja í þagnargildi og lengi og ekki verið kynntur eins og hann átti og á skilið. Hins vegar á ekkja hans, frú Hallfríður Pálsdóttir, heiður skilinn fyrir að hafa verndað verk hans og gætt þeirra „eins og fjöreggs síns, sem þau og eru“ eins og skáldið aust- firzka frá Djúpalæk segir í aðfara- orðum sínum. Og auk þess ber að geta þess, að ekkja listamannsins, sem enn er búsett í Hveragerði, sýndi af sér það framtak og þann kjark, að reka kaffistofu í húsi þeirra hjóna, bókstaflega inni í gömlu vinnustofu kúnstnarans, þar sem myndirnar blöstu við sjónum, gestum og gangandi til gleði. En Hveragerði er á stundum innilega afskekkt, hvernig sem á því stendur, þrátt fyrir alfaraleiðina og Eden og jafnvel fleira. Höskuldur Björnsson virðist hafa verið einn þessara þöglu yfirlætis- lausu listamanna, sem eru gæddir hæfni til að sjá skýrum og skörpum augum hinn dulda seið í næsta um- hverfi — list hans er í beinum tengslum við mannlífið og náttúruna á sama hátt og trúin á að vera eðli- leg og hluti af daglegu lífi. Það er ekki að ófyrirsynju að málarinn tek- ur sér fyrir hendur að gera myndir af ævagömlum biblíum og handrit- um með guðsorði — hann finnur sál og list í stafagerðinni gömlu, enda hefur hann sjálfur verið lista- skrifari, sbr. myndskreyttu jóla- bréfin til móður hans, frú Lovísu Ey- mundsdóttur frá Dilksnesi í Horna- firði og sömuleiðis tilskrifin til dótt- ur hans, Ingveldar, en þessi list- rænu, merkilegu bréf eru sýnd með smekklegum hætti ásamt með myndverkunum. Bréfin bera málar- anum fagurt vitni. Þegar á heild er litið, vitnast, að Höskuldur hefur verið sterkari mál- ari en alkunna er og ætti að vera lýðum Ijóst. Borið saman við ýmsa þekkta málara okkar, sem hafa öðl- azt frægð og nafn, hefur hann í ýms- um tilfellum drjúgmikið fram yfir „þessa með nöfnin" — það er niður- staðan, þegar öll þessi verk eru skoð- uð vandlega: Þau eru sum hver gædd sálrænu gildi eða eins og Þorvaldur Skúlason, sá þrælgreindi húnvetnski listmálari, sagði eitt sinn um verk kollega sins á samsýningu íslenzkra listamanna í gamla daga: „Það er eitthvað „spiritúelt" við þetta ...“ Með öðrum orðum: Það dyljast andlegheit og sálrænn fínleikur á bak við hógværðina í línum og litum málarans Höskulds. Á dögunum sagði Kristmann Guð- mundsson í símspjalli við þann sem þetta skrifar um Höskuld, þegar sýningu hans bar á góma: „Hann var fjári slunginn teiknari.“ Svo bætti hann við: „Hann var skrýtinn maður hann Höskuldur.“ Kristmann var Höskuldi samtíða lengi í Hveragerði og þekkti hann töluvert, en þessi at- hugasemd „skrýtinn" hljomaði alls ekki neikvætt nema síður væri — það gerði manninn einungis athygl- isverðari. Veiðifélag Elliðavatns Stangaveiöi á vatnasvæöi Elliðavatns hefst 1. maí. Veiöileyfi eru seld í Vesturröst, Vatnsenda, Elliða- vatni og Gunnarshólma. Veiðifélag Elliðavatns. Ársfjórðungsþing Rauðsokkahreyfingarinnar veröur haldiö sunnudaginn 2. maí 1982 í Stokk- holti og hefst kl. 10 f.h. Fundarefni veröur: póli- tískur grundvöllur, lög og skipulag hreyfingarinnar og starfiö framunda. Fram hafa komiö tillögur um breytingar á stefnu- skrá og lögum hreyfingarinnar og liggja þær frammi í Stokkholti og eru félagar hvattir til aö koma og kynna sér þær. Einnig eru félagar minntir á aö greiöa hússjóðsskuldir sínar fyrir þingiö. Miðstöð. Reykvíkingar athugið! Á næstu dögum gengst Kvennaframboöiö fyrir eftir- farandi fundum á Hótel Vík viö Vallarstræti. Laugardaginn 1. maí kl. 15.15. — hverfafundur fyrir Miöbæ, Þingholt og Vesturbæ nyröri á Hallærisþlan- inu. Kaffi og meölæti á Hótel Vík á eftir. Þriðjudaginn 3. maí kl. 20.30. — Fundur um skipu- lagsmál í Reykjavík. Gestir fundarins: Guörún Jóns- dóttir o.fl. frá Borgarskipulaginu. Fimmtudaginn 6. maí kl. 20.30. — Fundur um launa- og atvinnumál kvenna. Gestir fundarins: Aöalheiður Bjarnfreðsdóttir formaöur Sóknar, Ragna Bergmann formaöur Framsóknar o.fl. Allir velkomnir! Geymið auglýsinguna! Kvennaframboðið í Reykjavík. Q Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík Opið hús kl. 15.00—18.00 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitis- braut 1, á morgun, laugardaginn 1. maí. Kl. 15.00 Píanóleikur — Hafliði Jónsson. Kl. 16.00 Samfelld dagskrá: Selning, formaður undirbún- ingsnefndar. Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík leikur undir stjórn Mark Reédan. — Ræða, Magnús L. Sveinsson, formaöur Verslun- armannafélags Reykjavíkur. — Einsöngur, Elisa- bet F. Eiriksdóttir syngur lög viö Ijóö eftir Halldór Laxness, við undirleik Jórunnar Viöar. — Ávarp, Margrét S. Einarsdóttir, sjúkraliöi. — Tónlistar- flutningur, Magnús Kjartansson, hljómlistarmaö- ur annast. — Kynnir, Ásdís Loftsdóttir. Veitingar 1. maí nefndin Kjörorðið er stétt með stétt Allir velkomnir í Valhöll 1. maí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.