Morgunblaðið - 30.04.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 30.04.1982, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 Steinunn Guðbrands- dóttir — Minning Á morgun, laugardaginn 1. maí, fer fram frá Innri-Njarðvíkur- kirkju útför Steinunnar Guð- brandsdóttur, fyrrverandi hús- freyju og skólastjórakonu í Reykjavík. Þeir eru æði margir ættingjar og vinir sem nú við hér- vistar æfilok hennar minnast hinnar glaðværu og gæðaríku sæmdarkonu, svo marga hefur Steinunn glatt með gáfum sínum og góðlátri gamansemi á æfileið sinni. Það verður einatt stórt skarð höggvið í ættingja- og vina- hópinn, þegar háöldruð heiðurs- kona hverfur af samferðarbraut- inni, og ekki hvað síst, þegar sú kona hefur um langan aldur verð- ið máttarstoð og skjóiveitandi vin- ur margra vandalausra sem og nánustu ættingja. Steinunn Guðbrandsdóttir var fædd í Skáleyjum á Breiðafirði 9. júní 1899, foreldrar hennar voru hjónin María Magnúsdóttir og Guðbrandur Finnsson er þá bjuggu I Skáleyjum en síðar í Ak- ureyjum, Skarðsströnd og á Fella- strönd. Árið 1908 þegar Steinunn var 9 ára gömul, flutti hún með foreldr- um sínum til Ólafsvíkur, átti hún svo þar heima fram að tvítugs- aldri. Á seinni árum Steinunnar í Ólafsvík kynntist hún þeim manni er varð hennar eiginmaður og lífsförunautur meðan bæði lifðu. Hann hét Þorsteinn G. Sigurðs- son, Eyfirðingur að ætt, fæddur á Völlum í Saurbæjarsókn. Þor- steinn var á þessum árum skóla- stjóri við barnaskólann í Ólafsvík. Steinunn og Þorsteinn giftust í Ólafsvík 19. okt. 1918, þau fluttu ári síðar suður á Seltjarnarnes. Þorsteinn fékk þá skólastjóra- stöðu við Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi og bjuggu þau hjón í skólahúsinu þar. Árið 1923 "fíuttu þau Steinunn og Þorsteinn til Reykjavíkur. Þar gerðist Þorsteinn kennari við Miðbæjarskólann, því starfi hélt hann óslitið í rúma þrjá áratugi, allt til dánardægurs. Þorsteinn lést í Reykjavík þann 19. ágúst 1954. Steinunn og Þorsteinn eignuð- ust fimm börn. Þau eru í aldurs- röð: Egill, var lengi tollvörður á Keflavíkurflugvelli. Eftir lát föður síns bjó hann lengst af með Stein- unni móður sinni. Egill var ókvæntur, hann dó í Reykjavík 7. júlí 1976. María, húsfrú í Innri- Njarðvík, maður hennar er Hákon Kristinsson, vélsmíðameistari. Guðbrandur, búsettur í Keflavík, aðalbókari hjá lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, hans kona er Þóra Erlendsdóttir. Guðný, húsfrú í Innri-Njarðvík, hennar maður er Ingimundur Eiríksson, slökkvi- liðsmaður, starfar á Keflavíkur- flugvelli. Sigurður, búsettur í Keflavík, starfsmaður í Fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli, kona hans er Ásdís Minný Sigurðar- dóttir. Eftir að Þorsteinn maður Stein- unnar dó, flutti hún til Keflavíkur, Egill og Sigurður synir hennar bjuggu þar með móður sinni. Höfðu þau sitt heimili á Vestur- götu 12 þar í bæ. Árið 1969 flutti Steinunn frá + Móöir okkar og tengdamóöir, UNA SIGFÚSDÓTTIR, Hávallagötu 7, lést aö morgni 28. apríl í Öldrunardeild Landspítalans aö Hátúni 10b. Ámundi Óskar Sigurðsson, Kristín Helga Hjálmarsdóttir, Júlíanna Siguröardóttir, Páll Sigurðsson, Sigríöur Siguröardóttir, Kristjón Fr. Jónsson. + Eiginkona mín og móðir okkar, ELÍN EINARSDÓTTIR, Selvogsgrunni 11, lézt á Landakotsspitala aö morgni 28. apríl. Sigurhans Halldórsson, Einar Sigurhansson, Ragnhildur Ásmundsdóttir. t Faðir okkar, FRIÐBJÖRN F. HÓLM, lézt aö Elliheimilinu Grund, 27. apríl. Jaröarförin fer fram frá Aöventkirkjunni í Reykjavík, miövikudag- inn 5. maí kl. 1.30. Fyrir hönd barna og annarra aöstandenda, Ólafur Hólm. + Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir og amma, STEINDÓRA REBEKKA STEINDÓRSDÓTTIR fró Bæjum, Snæfjallaströnd, lést á Sjúkrahúsi Akraness 26. apríl. Kveöjuathöfn veröur frá Akra- neskirkju laugardaginn 1. maí kl. 10 f.h. Jarösett veröur frá Hnífs- dalskapellu. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arför SIGURÐAR SIGURDSSONAR, mólaramaistara. Ragnheióur Ásgrímsdóttir, Siguröur Sævar Sigurösson, Guðfinna Agnarsdóttir, Björg R. Siguröardóttir, Þorkell Helgason og barnabörn. Keflavík til Maríu dóttur sinnar og Hákonar tengdasonar, er þá bjuggu að Njarðvíkurbraut 23, Innri-Njarðvík. Hjá þeim átti Steinunn heimili um 10 ára skeið, síðast í nýbyggðu húsi þeirra hjóna að íNjarðvík- urbraut 19 og lögheimili sitt þar til æfiloka. Fyrir tæpum þremur árum fór Steinunn til dvalar á Garðvang, dvalarheimili aldraðra í Garði. Var hún vistkona og að mestu leyti þar á heimili, þar til hún í aprílmánuði sl. veiktist mjög al- varlega og var þá flutt í Borgar- spítalann í Reykjavík. Þar lést Steinunn eftir skamma en erfiða sjúkdómslegu þann 23. apríl sl. Steinunn Guðbrandsdóttir hafði um áratuga skeið átt við vanheilsu að búa og var oft á tíðum mikið þjáð. Varð hún því af og til að fara á heilsuhæli að leita sér hvíldar og meinabóta. Það var á slíkum stað er ég kynntist Steinunni fyrst, fyrir nær 25 árum. Þau fyrstu kynni eru mér minnisstæð fyrir þá góðvild og þann hlýhug er Steinunn hafði mér óþekktum fram að færa. Frá þeim tíma hef ég þekkt Steinunni í þeim sama anda og sömu góð- girni er hún veitti mér við fyrstu kynni. Nokkuð löngu síðar áttum við samdvöl á heilsuhæli. Urðu kynni okkar þar meiri, kynntist ég þá betur gáfum Steinunnar og glað- værð, þá kosti hlaut hún í vöggu- gjöf, fékk hún að halda þeim góðu eiginleikum óskertum fram til síð- ustu æfistundar. Guðlaug, kona mín, fékk einnig að kynnast Steinunni er þær dvöldust saman á heilsuhæli. Þar myndaðist þeirra vinátta er hélst ætíð síðan. Steinunn var vel greind, sóma- og siðgæðiskona, er hafði einatt lífgandi og hressandi áhrif á þá er hjá henni voru og þrátt fyrir vanheilsu og þjáningar gat hún ávallt glatt aðra með gleði sinni og gamanorðum. Hún var fróð og frásagnargóður vísnavinur og veitandi á því sviði, gerði sjálf í bundnu máli vísu og vers. Eins þótti henni gaman að láta frá sér heyra hálfkveðnar vís- ur og fá botninn eða fyrripartinn í þær frá viðmælanda. Þegar henni líkaði viðbótin hló hún hjartan- lega, eins og hún gerði svo marg- oft á góðum vinasamfundum. Eins var þótt síminn tengdi mál á milli og heilsa leyfði ekki að hittast. Steinunn átti þá stóru Guðs gjöf að geta glaðst innilega og veitt öðrum af gleði sinni. Við hjónin þökkum okkar kæru vinkonu Steinunni fyrir alla henn- ar tryggð og vináttu frá fyrstu kynnum. Það er gott að eiga bjartar og góðar minningar um hana er gleymdi ekki vinum sínum þegar á reyndi hjá henni, eða þeim í þrautum og erfiðleikum lífsins. Hjartans þakkir og kveðjur til hinnar látnu manndyggðarkonu. Megi hún lifa í ljósi Guðs dýrðar. Innilegar samúðarkveðjur til ættingja og vina hinnar látnu heiðurskonu. Guðmundur A. Finnbogason Á morgun, 1. maí, verður til grafar borin í Innri-Njarðvík, Steinunn Guðbrandsdóttir, til heimilis að Njarðvíkurbraut 19, Innri-Njarðvík. Steinunn fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði 9. júní 1899 og voru foreldrar hennar hjónin Guð- brandur Finnsson og María Magn- úsdóttir. Guðbrandur og María eignuðust tvo syni auk Steinunn- ar, dreng sem þau misstu á fyrsta ári og Kristin, sem fluttist til Vesturheims. Steinunn ólst upp hjá foreldrum sínum. Þau bjuggu fyrst í Skáleyj- um, síðar í Akureyjum og víðar, en vorið 1908 fluttu þau til Ólafs- víkur og áttu heima þar upp frá því. Fyrir Steinunni varð Ólafsvík heimiii bernskunnar og unglings- áranna og henni þótti vænt um staðinn og taldi sig vera þaðan. í Ólafsvík kynntist Steinunn Þorsteini G. Sigurðssyni frá Strjúgsá í Eyjafirði, sem gegndi skólastjórastörfum þar og gengu þau í hjónaband 19. október 1918. Steinunn og Þorsteinn fluttust haustið eftir suður á Seltjarnar- nes, þar sem Þorsteinn tók við skólastjórn Mýrarhúsaskóla. Árið 1923 flytjast þau svo til Reykjavíkur og varð Þorsteinn kennari við Miðbæjarbarnaskól- ann til dauðadags, en hann lézt 19. ágúst 1954. Hjónaband Steinunnar og Þor- steins var hjónaband hlýju og ást- ar og bar þar ekki skugga á. Steinunn og Þorsteinn eignuð- ust fimm börn, elstur var Egill, tollvörður á Keflavíkurflugvelli, fæddur 1920, en hann lézt fyrir nokkrum árum, næst var María, fædd 1924, húsmóðir í Innri- Njarðvík, þá Guðbrandur, fæddur 1928, gjaldkeri hjá lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, búsettur í Keflavík, Guðný, fædd 1934, kenn- ari, búsett í Innri-Njarðvík, og Sigurður, fæddur 1936, starfsmað- ur Fríhafnarinnar, búsettur í Keflavík. Heimili Steinunnar og Þor- steins var heimili ástríkra for- eldra, sem elskuðu börn sín og heimilislífið var samhent, þar sem lesið var fyrir börnin og teflt við þau og spilað. Heimilið var heimili velvilja og vináttu og margra vina sem sóttu þau hjónin oft heim, en Steinunn var glaðlynd og spaug- söm og naut sín vel meðal fóiks. Kveðjuorö: Þórður Benediktsson fv. formaður SÍBS Óvíða í heiminum hafa frjáls fé- lagasamtök hleypt af stokkunum þjónustustarfsemi í jafn miklum mæli og gert hefur verið á íslandi á þessari öld. Síður en svo hafa þó aðstæður ávallt verið með þeim hætti að þær gæfu tiiefni til bjartsýni um árangur. Framlag félaga á þessum vettvangi verður eflaust ákjósanlegt rannsóknar- verkefni fyrir þá sem síðar meir kryfja til mergjar þróunarformúl- ur samfélags á norðlægu eylandi á 20. öldinni. Stofnun SÍBS haustið 1938 voru þáttaskil að því leyti að þá hófust í fyrsta sinn virk afskipti „hinna sjúku“ í landinu af heilbrigðis- og félagsiÁHlaþjónustu. Stefna og markmið SIBS voru þó enn frekari þáttaskil og urðu öðrum til fyrir- myndar fyrr og síðar. Þekkt af- sprengi stefnu og markmiða SÍBS eru í dag Reykjalundur og Múla- lundur. Minna þekkt í dag eru ýmsar almennar félagslegar um- bætur, m.a. í húsnæðis-, atvinnu- og tryggingarmálum, sem SÍBS barðist fyrir á sínum tíma. Þórður Benediktsson, náinn vin- ur og samverkamaður, er nú allur. Fyrir um 40 árum hóf hann störf á Alþingi sem þingmaður Vest- mannaeyja en veiktist af berklum um svipað leyti og fór á Vífils- staði. Þetta var þungt áfall ungum manni sem auk þess var eildheitur hugsjónamaður og hafði frá æsku borið í brjósti ásetning um að vinna að félagslegum umbótum í landinu. Eftir þeirra tíma mæli- kvarða fékk hann góðan bata og allt varð þetta til þess að hið unga félag berklasjúklinga, SÍBS, fékk í Þórði stórkostlegan liðsauka. Hann gerðist strax virkur félags- maður, varð síðar varaforseti SÍBS og að lokum forseti SÍBS um langt árabil. Hann var fram- kvæmdamaður með afbrigðum sem hleypti kjarki í þá sem með honum unnu. Hann var gæddur þeim sérstæða hæfileika að skapa mönnum áhuga og glæða hann og viðhalda honum ef því var að skipta. Þessi áhrif frá Þórði Bene- diktssyni náðu raunar langt út fyrir raðir SÍBS því að þau náðu á sínum tíma nánast til landsmanna allra. Fyrir nokkrum árum lét Þórður Benediktsson af virkri stjórn SÍBS vegna heilsubrests. Eftir sem áður fylgdist hann gjörla með gangi mála og eftir sem áður var ásýnd hans björt og heið, lundin létt, hugsun hans miðuð og yfirveguð, orðafarið snjallt og beinskeytt. Eftirkomandi kynslóðir gera sér aldrei til fulls grein fyrir erfið- leikum þeirra og vinnu sem á und- an fóru og reistu merkin. En merkin standa, og eru í tilviki Þórðar Benediktssonar fyrst og fremst Reykjalundur og Múla- lundur og munu standa um ókomna áratugi og bera vott at- orku og þrautseigju manna á borð við hann. Honum var ekki að skapi að einvörðungu væri „haldið í horfinu" starfseminni á þessum stofnunum SÍBS, heldur skyldi hún aukast að magni og gæðum og stuðla í vaxandi mæli að betri heilsu manna og meiri færni þeirra til að sinna verkefnum dagsins í störfum og tómstundum. Öryrkjar á íslandi jafnt og þeir sem heilir eru á líkama og sál eiga Þórði Benediktssyni margt að þakka. Honum ber fyllsta virðing núlifandi íslendinga. Svo vill til að við undirritaðir og fleiri vinir Þórðar eru staddir erlendis og áttu því ekki kost á að vera við útför hans. Við söknum látins vinar og sam- verkamanns og sendum frú Önnu + Aluöar þakkir sendum viö öllum þeim er heiöruöu minningu EINARS MARKÚSSONAR, Miögaröi 3, Neakaupataö. Björg Jónadóttir, Jón S. Einaraaon, Þorbjörg Vilhjálmadóttir, Helga Einaradóttir, Oddur Sigurbergaaon, barnabörn og barnabarnabörn hina látna. + Þakka innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, ARNAR INGÓLFSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans. Fyrir hönd vandamanna, Gróa Eyjólfadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.