Morgunblaðið - 30.04.1982, Síða 28

Morgunblaðið - 30.04.1982, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 Minning: Stefán Bjarnason verkfrœðingur Kveðja frá starfsfélögum í Iðntæknistofnun Islands í dag kveðjum við félaga okkar og vin, Stefán Bjarnason, verk- fræðing. Hann réðist til starfa hjá Iðntæknistofnun íslands (sem þá hét Iðnaðarmálastofnun) árið 1965 og starfaði þar óslitið i 16 ár. Þegar Stefán kom þar til starfa átti hann fjölbreyttan starfsferil og mikla lífsreynslu að baki. Hann var kominn af dugmiklum og lífs- glöðum foreldrum, og sjálfur mun hann ekki hafa sparað krafta sína og fjör meðan allt lék í lyndi, enda var hann ör í lund og skjótur til athafna eins og margir af ætt- mennum hans. Stefán hóf störf sín hjá Iðn- tæknistofnun sem ráðgefandi verkfræðingur og ávann sér fljót- lega vináttu þeirra, er með honum störfuðu, því að hann var félags- lyndur maður og lífsglaður. En brátt kom í ljós, að hann gekk ekki heill til skógar. Eins og margir góðir drengir hafði hann ekki ávallt verið sigursæll í baráttunni við hin viðsjálu öfl tilverunnar. Styrjaldarárin munu hafa verið honum þungbær, en þá dvaldi hann erlendis, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður, en um þá reynslu var hann ekki margorður. Við, sem með honum störfuðum, sáum hvernig þjakandi sjúkdómur lagði hramm sinn af æ meiri þunga á þennan lífsglaða mann. Stefán var ekki gefinn fyrir að kvarta, en aðeins þeir, sem reynt hafa, vita hve þungbært það er vinnufúsum manni að finna krafta sína þverra og neyðast til að hopa á hæli á vettvangi hinna daglegu starfa. Sá sem þessi kveðjuorð ritar fyrir hönd starfsfélaga Stefáns hefur þekkt hann frá barnæsku, og ósjálfrátt koma margar minn- ingar frá æskuárunum upp í hug- ann. Ég minnist þess, er við nokkrir félagar vorum á ferð heim í jólaleyfi úr menntaskóla. Við höfðum gengið í ófærð allan dag- inn fram í myrkur, því að þá voru hvorki jeppar né vélsleðar. Um kvöldið ókum við síðan á hesta- sleða út á ísilagt vatn. Það hafði hlýnað í veðri og ísinn tekinn að bráðna. Brak og brestir kváðu við er við þeystum í stjörnubjartri nóttinni yfir ísiiagða slóð. Þetta var eins og ævintýraferð í álf- heimum, og við vorum ungir og fullir af fögnuði og lífsþorsta. Þannig vildi ég minnast Stefáns. Nú hefur þessi vinur okkar fengið þá hvíld er hann þráði svo mjög síðustu árin. Enginn veit hvað við tekur að enduðu æfiskeiði hér. Enginn þekkir með vissu „rúnir þær, sem ráðast hinumeg- in“. Samt leyfi ég mér, fyrir hönd + Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö hiö sviplega andlát ástkærs sonar okkar, bróöur, mágs og frænda, ÆVARS RAGNARSSONAR, Hrísalundi 8. Sérstakar þakkir til starfsfólks og stjórnar Nesskips hf. og skipsfé- laga ms. Suöurlandi. Sigríöur Tryggvadóttir, Ragnar Pálsaon, aystkini, mágar, mágkonur og frændsystkiní. Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför JÓSAFATS SIGVALDASONAR, Blönduóai. Ingibjörg Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför GUÐMUNDAR B. ODDSSONAR frá Bolungarvík. Sérstakar þakkir færum við lækni og starfsfólki sjúkraskýlis Bolungarvikur fyrir góöa umönnun í veikindum hans. Valgeróur Pálmadóttir, Höskuldur Guömundason, Margrét Guömundadóttir, Einar Róbert Árnason, Oddur Guömundason, Valborg Baldvinsdóttir, Jakobína Guömundsdóttir, Jónas Georgsson, Anna Guömundsdóttir, Benedikt Jónsson og barnabörn. + Þökkum innilega samúöarkveöjur, minningargjafir og allan hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, fósturfööur, tengdafööur, afa og langafa, SÆMUNDAR ELÍASAR ARNGRÍMSSONAR, Landakoti, Álftanesi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og starfsfólks Borgarspítalans. Halldóra Sæmundsdóttir, Einar Einarsson, Jóanna Sæmundsdóttir, Guömundur Georgsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Arngrímur Sæmundsson, Bára Þórarinsdóttir, Hildimundur Sæmundsson, Aöalheióur S. Steingrímsdóttir, Guöjón Brynjólfsson, Sigríöur Steindórsdóttir, Jóhannes Hjaltested, Sigurlaug Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði samþykktur sem lög okkar starfsfélaga Stefáns, að óska honum fararheillar á nýrri vegferð. Kveðjur og hlýjar hugs- anir okkar munu fylgja Stefáni yf- ir landamærin miklu. Jón Bjarklind FRUMVARP til laga um sérstak- an skatt á verzlunar- og skrif- stofuhúsnæði var samþykkt sem lög i efri deild Alþingis í gær. Níu þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, fimm voru á móti en sex voru fjarverandi. Þeir sem greiddu atkvæði með frumvarpinu voru: Helgi Seljan, Davíð Aðalsteinsson, Geir Gunn- arsson, Gunnar Thoroddsen, Jón Helgason, Sigrún Magnúsdóttir, Stefán Guðmundsson, Stefán Jónsson og Tómas Árnason. Sjálfstæðismennirnir Egill Jónsson, Sigurlaug Bjarnadóttir, Lárus Jónsson og Salome Þor- kelsdóttir og alþýðuflokksmaður- inn Eiður Guðnason greiddu at- kvæði á móti, en Eiður lýsti því yfir að stuðningi Alþýðuflokksins við þetta mál væri lokið, vegna þess að ekki var fallist á breyt- ingartillögu flokksins um lækkun á skattinum. Allmörg önnur lög voru sam- þykkt á miðvikudag. Meðal þeirra voru frumvörp til laga eða breyt- inga á lögum um eftirtalin efni: Söluskatt (tvö frumvörp), tollskrá, aflatryggingasjóð sjávarútvegs, ríkisborgararétt, Listskreytinga- sjóð, fangelsi og vinnuhæli, verð- lag og samkeppnishömlur, stofn- fjárdeild landbúnaðar, Búnaðarmálasjóð, ábúðarlög, jarðalög og almannatryggingar. Eigendur Þrekmiðstöðvarinnar í tækjasalnum, f.v.: Geir, Niels, Páll og kennarinn Ómar Stefánsson. „Markmiðið er holl hreyfing fyrir alla“ — segja eigendur nýju Þrekmiðstöövarinnar í Hafnarfirði ÞREKMIÐSTÖÐIN að Dalshrauni 4 í Hafnarfirði hóf starfsemi sina um siðustu helgi, en þar er boðið upp á alhliða íþróttaaðstöðu fyrir fólk á öllum aldri. Má þar nefna leikfimi og lyftingar en auk aðstöðu í tækjasal geta hópar og einstaklingar fengið afnot af 240 fermetra íþróttasal þar sem stunda má inniíþróttir af ýmsu tagi. Auk þess er boðið upp á gufuböð, Ijósalampa, nudd og í sérstöku sólbaðsskýli eru heitir pottar þar sem menn geta slakað á eftir æfmgarnar. Boðið er upp á sérstaka tima fyrir konur og íþróttakennarar verða til staðar og lciðbeina allan daginn. Eigendur Þrekmiðstöðvarinn- ar eru íþróttakennararnir Geir Hallsteinsson, Páll Ólafsson og Niels Á. Lund, og auk þeirra mun Ómar Stefánsson íþrótta- kennari annast kennslu, en hann er sérmenntaður í íþróttanuddi. Á fundi með fréttamönnum sögðu eigendurnir að markmið þeirra væri holl hreyfing fyrir fólk á öllum aldri og væri lögð áhersla á að leiðbeina fólki eftir aðstæðum og óskum hvers og eins. Þá bentu þeir sérstaklega á sér tíma fyrir konur en þeir eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá klukkan 9.50 til 12.00 og svo mánudags- og mið- vikudagskvöld frá kl. 19.40. Á þeim tíma og klukkan 20.30 verð- ur sérstök frúarleikfimi í íþróttasalnum undir handleiðslu kveníþróttakennara. Þá kváðust þeir einnig vilja höfða til eldri borgara með sérstaka tíma á morgnana og til greina kæmi að Félagsmálastofnun greiddi niður tíma fyrir gamla fólkið. Að öðru leyti er Þrekmiðstöð- in opin fyrir fólk á öllum aldri og af báðum kynjum og eru opnun- artímar á mánudögum til föstu- daga frá klukkan 7.00 til 22.00, á laugardögum frá klukkan 8.00 til 19.00 og á sunnudögum frá klukkan 9.00 til 19.00. Hægt er að fá staka tíma og einnig kaupa mánaðarkort og fyrirtæki og hópar með yfir 10 manns fá sér- stakan afslátt á aðstöðu í íþróttasalnum. Frost og snjó- koma á Dalvík Dalvík, 28. april. ÞEGAR Dalvíkingar litu út um fóta- ferðartíma i morgun var jörð alhvít og mældist 20 cm jafnfallinn snjór, en snjó hafði að mestu tekið upp af láglendi. Þegar á daginn leið gerði norðan kalda með töluverðri snjó- komu og er nú hriðarveður með 2 til 3 stiga frosti. Eins og veðurútlit er nú er ekki hægt að segja að sérlega vorlegt sé yfir að lita. Það er gamalla manna trú hér á Dalvik að ryðji Svarfaðardalsá sig fyrir sumarmál eigi hana eftir að leggja aftur fljót- lega. Nú á þessu vori gerðist það að áin ruddi sig fyrir sumarmál, en von- andi rætist ekki hin gamla trú að þessu sinni. Aflabrögð eru sem fyrr með ein- dæmum léleg hér um slóðir og má telja að jaðri við fiskleysi. Vegna aflaleysis hafa 2 bátar héðan sótt eftir páskastoppið á miðin sunnan við land og í dag landar annar þeirra, mb. Bliki, aflanum hér heima, um 80 lestum. Loðnan staldraði lítið við hér á víkinni, á göngu sinni inn Eyjafjörð að þessu sinni, en smá reytingur af þorski fylgdi henni og hafa minnstu dekkbátar lagt net sín hér uppi í harða landi við sandinn. Fréttaritarar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.