Morgunblaðið - 30.04.1982, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
BYGGISTÁ
ÞESSU
Þið fáió
steypustál járnbindivír
mótavír gluggagirði
þakbita þakjárn
pípur í hitalögn og vatnslögn
í birgðastöó okkar
Borgartúni 31 sími27222
Allt úrvals efni á hagkvæmu verði.
Traust og ending
hvers mannvirkis
byggist á góöu hrá-
efni og vandaðri
smíói.
ÞAÐ
SINDRA
STALHF
KLÆÐIÐAF
STEYPUSKEMMDIR
MEÐ ÁLKIÆÐNINGU
0
I I
Nýleg könnun Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins á steypuskemmdum og sprungumyndunum
í íslenskum húsum leiddi í Ijós að ein haldbesta vörnin
er að klæða húsin áli.
A/KLÆÐNING ásamt fylgihlutum uppfyllir allar óskir um
gerðir, liti og lengdir.
A/KLÆÐNING hefur allt sem til þarf, allt til síðasta nagla.
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7. REYKJAVÍK - SÍMI 22000
Liðsauki til ÍR
Körfuknattleiksdeild ÍR hefur
borist góður liösauki fyrir næsta
keppnistímabil og ekki mun veita af,
því þaö vantaöi tilfinnanlega breidd
í úrvalsdeildarliö félagsins. Liðsauk-
inn er fólginn i þeim Hreini l>or-
kelssyni og Kristjáni Oddssyni, sem
báöir hafa ákveöið að ganga í ÍR.
Hreinn hefur leikiö meö Grindavík í
1. deild, hann er bráðefnilegur leik-
maður og var m.a. valinn í landsliðiö
á hinum nýlokna vetri. Kristján
þekkja ÍR-ingar betur, hann var áö-
ur í ÍR, en líkaöi ekki lífið í þeim
herbúðum undir forystu Bob Stanl-
eys síðasta vetur og gekk til liös við
KR.
Þá er það að frétta af ÍR-
vígstöðvunum, að félagið er langt
komið í samningaumleitunum við
bandarískan þjálfara fyrir úr-
valsdeildarliðið. Er hér ekki um
leikmann að ræða og reyndar óvíst
hvort félagið teflir fram Banda-
ríkjamanni þó þeir verði ekki
bannaðir. — gg.
• Paolo Rossi skorar 1 landsleik gegn Spáni.
Rossi með Juventus
á sunnudaginn
í GÆR rann út 2 ára bann, sem
Paolo Rossi, ítalski knattspyrnu-
framherjinn frábæri, var dæmdur í
fyrir meinta þátttöku í mútumálinu
sem skók ítölsku knattspyrnuna
fyrir tveimur árum. Dpphaflega var
hann dæmdur í þriggja ára bann, en
áfrýjunardómstóll mildaði dóminn í
2 ár. ítalska knattspyrnustórveldiö
Juventus festi fljótlega kaup á
stráknum eftir að hannið tók gildi,
borgaöi Perugia offjár og á laugar-
daginn rennur sá dagur upp aö Rossi
fær tækifæri til aö vera traustins
verður.
Juventus mætir Udinese á úti-
velli á laugardaginn og eftir að
hafa skorað 4 mörk í æfingarleik
með Juventus í vikunni var hinn
25 ára gamli Rossi valinn í liðið.
Juventus og Fiorentina eru efst og
jöfn í ítölsku deildarkeppninni um
þessar mundir og það er margra
álit að tilkoma Rossi í lið Juventus
muni gera útslagið um hvort liðið
verður ofan á.
Þá er endurkoma Rossis ekki
síður mikilvæg fyrir ítalska lands-
liðið í knattspyrnu sem reynir í
sumar að verða heimsmeistari.
Það hefur löngum loðað við ítalska
liðið að það geti ekki skorað mörk.
En þegar Rossi skaust kornungur
upp á stjörnuhimininn í Argent-
ínu 1978, var hann einn af mark-
hæstu mönnum HM og maðurinn
á bak við óvænta velgengni ítalska
landsliðsins, sem hafnaði í 4. sæt-
inu.
Jafntefli
NOREGUR og Finnland skildu jöfn
í vináttulandsleik í knattspyrnu sem
fram fór í Stavangri í gær. 1—1 urðu
lokatölurnar, Ikalainen skoraði fyrir
Finna, en Hallvar Thoresen jafnaöi
fyrir Noreg. Paal Jakobsen var rek-
inn út af i síðari hálfleik.
Einn með 12 rétta
í 32. leikviku getrauna kom fram
aöeins ein röö meö 12 réttum og var
vinningur fyrir hana kr. 123.815. - en
meö 11 rétta reyndust vera 36 raðir
og vinningur fyrir hverja röö kr.
1.474.- Tólfarinn er í eigu Reykvík-
ings, scm var meö 36 raða kerfisseð-
il og tekur því meö sér einnig 6 raðir
meö 11 réttum, og heildarvinningur
fyrir seðilinn veröur því kr. 132.659,-
Fyrsta opna golfmótið
GOLFKLÚBBUR Hellu Rangárvöll-
um gengst fyrir afmælismóti á
Strandarvelli á Rangárvöllum laug-
ardaginn 1. maí nk. Leiknar verða
18 holur meö og án forgjafar. Ræst
verður út kl. 9—11 fyrir hádegi og
13—15 eftir hádegi, og er væntan-
legum þátttakendum bent á að
mæta innan þessara tímamarka.
Á árinu verður GHR 30 ára, en
klúbburinn var stofnaður 22. júní
1952 að frumkvæði feðganna
Helmuts og Rudolfs Stolzenwald,
Ásgeirs Ólafssonar og fleiri
áhugamanna á Hellu. Fyrstu 10
árin hafði GHR vallaraðstöðu á
Rangárbökkum við Hellu, en
næstu 10 árin lá starfið að mestu
niðri, vegna aðstöðuleysis og ann-
arra orsaka, en 1972 fær GHR
land á Strönd til afnota, og 1977 er
orðin veruleg gróska í starfsem-
inni, vellinum komið í rækt og vel
við haldið, og meðlimum hefur
fjölgað ár frá ári, og eru nú í dag
50—60, flestir frá Hvolsvelli og
Hellu.
Frá sl. sumri hefur staðið yfir
bygging golfskála, sem verður tek-
inn í gagnið 1. maí, og GHR hefur
tryKRt sér land undir 18 holu völl,
og áformað er að hefja fram-
kvæmdir við stækkun vallarins á
þessu sumri.