Morgunblaðið - 30.04.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
31
Krá I>órarni Kagnarssyni í Kdinborg.
I>RÁTT fyrir að islenska liðið í
körfuknattleik tapaði með 24 stiga
mun, 90—114, gegn Ungverjum í
öðrum leik sínum á Kvrópukeppn-
inni í körfuknattleik, sýndi liðið allt
annan og betri leik en er þeir mættu
Austurríkismönnum í fyrsta leik
keppninnar. íslenska liðið lék án
fyrirliða síns, Jóns Sigurðssonar,
sem er meiddur og veikti það liðið
talsvert. Ungverjar eru sennilega
með lang sterkasta lið keppninnar,
leikmenn liðsins allir mjög hávaxnir,
flestir yfir 2 metrar, og því var mjög
gott hjá íslensku leikmönnunum að
skora 90 stig gegn jafn sterku liði.
Leikur íslenska liðsins gefur vonir
um að hugsanlega takist að sigra
Skota í leiknum í dag.
Strangir dómarar
Fyrri hálfleikur einkenndist af
mjög strangri dómgæslu, dómar-
arnir frá Egyptalandi og Austur-
ríki. Voru menn á eitt sáttir um að
annað eins hefði ekki sést. Leik-
menn máttu varla anda á mót-
herja sína, þá voru þeir komnir
með villu. Alls voru 40 villur
dæmdar á leikmenn beggja liða í
fyrri hálfleik, 23 á Ungverja og 17
á Islendinga! Fyrri hálfleikur stóð
í nær klukkustund og gerðu leik-
menn lítið annað en að labba á
milli og taka vítaskot.
Ungverjar hófu leikinn af gíf-
urlegum krafti og voru íslensku
leikmennirnir í miklum vandræð-
um með hina hávöxnu og eld-
snöggu Ungverja. Eftir fimm mín-
• Torfi Magnússon var stigahæstur
íslensku leikmannanna.
ísland á uppleið
— þrátt fyrir stórtap
gegn Ungverjum
útur var staðan orðin 19—9 og eft-
ir 8 mínútur var staðan 25—9.
Þegar fyrri hálfleikur var hálfn-
aður, höfðu Ungverjar náð 19
stiga forskoti, 35—16. En síðari
hluta hálfleiksins virtust íslensku
leikmennirnir átta sig nokkuð og
léku þá af mun meiri yfirvegun og
hálfleikstölurnar voru 60—47
fyrir Ungverjaland.
Talað við dómarana
Svo ofbauð mönnum dómgæsl-
an, að yfirmaður mótsins fór til
dómaranna í hálfleik og gerði
þeim grein fyrir því að með því-
líkri dómgæslu yrði sennilega einn
leikmaður á móti tveimur í liðun-
um síðustu fimm mínúturnar!
Voru þeir vinsamlegast beðnir að
bæta gæsluna og það gerðu þeir í
síðari hálfleik. Einum leikmanna
varð að orði, að það hlytu að vera
öðruvísi körfuknattleiksreglur í
Egyptalandi, en þá sagði einn
Skotinn, að egypski dómarinn
hefði fengið nýja flautu í jólagjöf
og væri að nota hana í fyrsta
skiptið!
Góður sprettur
Gífurlegur hraði var í leik
beggja liða í síðari hálfleik. ís-
lenska liðinu tókst mjög vel upp og
sýndi mjög góða leikkafla. Um
miðjan hálfleikinn hafði liðinu
tekist að minnka muninn niður í 8
stig. En þá var aftur gefið eftir,
Ungverjarnir sigldu fram úr og
eftir það var sigur þeirra aldrei í
hættu. Besta hlið íslenska liðsins
var varnarleikurinn og þar börð-
ust allir leikmenn mjög vel.
Leikmenn voru nokkuð jafnir að
getu, en þó komu Ríkharður
Hrafnkelsson, Valur Ingimund-
arson og Viðar Vignisson, sem er
minnsti miðherji keppninnar
(1,92), einna best frá leiknum.
Leikurinn í tölum
íslenska liðið átti 84 skot utan
af velli, 30 hittu, en það er 35 pró-
sent skotnýting. Liðið fékk 41
vítakast, hitti úr 30, en það er 73
prósent nýting. Þá náðu leikmenn
13 sóknarfráköstum og 22 varnar-
fráköstum.
Stig íslands: Torfi Magnússon
18, Valur Ingimundarson 17, Rík-
harður Hrafnkelsson 16, Símon
Ólafsson 16, Viðar Vignisson 7,
Axel Nikulásson 6, Guðsteinn
Ingimarsson 4, Kristján Ágústs-
son 4 og Jón Kr. Gíslason 2 stig.
Bestu skotnýtingu íslensku leik-
mannanna hafði Kristján Ág-
ústsson, 50 prósent, og Torfi
Magnússon kom næstur með 45
prósent. Símon Ólafsson hirti flest
fráköst, eða 11 stykki. Valur náði 7
fráköstum.
Ungverska liðið átti 87 skot
utan af vellinum, skoraði úr 46
þeirra, eða 52 prósent. Liðið fékk
27 vítaskot og hitti úr 22 þeirra,
eða 81 prósent. Ungversku leik-
mennirnir hirtu 18 sóknarfráköst
og 36 varnarfráköst. Stigahæsti
leikmaður liðsins og jafnframt
sennilega besti leikmaður móts-
ins, var Losonczy. Hann skoraði 38
stig, en lék samt aðeins með í 18
mínútur.
Símon Ólafsson fékk flestar
villur islenska liðsins, fimm stykki
og varð að hverfa af leikvelli á 34.
mínútu. Ríkharður og Torfi fengu
báðir 4 villur. Tveir Ungverjar
fóru út af með fimm villur í síðari
hálfleik.
Önnur úrslit
ÚKSLIT annarra leikja í Skotlandi
urðu þau, að Austurríki vann írland
69—59 og Skotar sigruðu Kgypta
86—74. Ungverjar, Skotar og Aust-
urríkismenn hafa allir 4 stig hver
þjóð, íslendingar, Kgyptar og írar
eiga enn eftir að hala inn fyrstu stig-
in.
„Er tilbúinn að
fara til Stuttgart"
— segir Ásgeir Sigurvinsson
„ÞAÐ hafa farið fram viðræður milli
Bayern og Stuttgart og ég er tilbúinn
að gerast leikmaður hjá Stuttgart ef
samningar takast," sagði Ásgeir Sig-
urvinsson knattspyrnumaður í sam-
tali við Morgunblaðiö í gærkvöldi.
Það hefur komið fram áður að
Stuttgart hafi mikinn áhuga á því
að fá Ásgeir til að taka stöðu
þýska landsliðsmannsins Hansi
Múller, sem er á förum til Ítalíu
eftir þetta keppnistímabil. I blöð-
um bæði í Múnchen og Stuttgart
hafa að undanförnu birst fréttir
um að Ásgeir fari að öllum líkind-
um til Stuttgart og að félagið
muni láta varnarmanninn Bernd
Martin upp í kaupin. Engar tölur
hafa verið nefndar í blöðunum.
„Stuttgart hefur bæði rætt við
Bayern og mig en ekkert hefur
verið ákveðið ennþá. En ég hef
mikinn áhuga á því að skipta um
félag og er tilbúinn að fara til
Stuttgart," sagði Ásgeir. „Ég hef
lítið fengið að spreyta mig í vetur
og það hefur tekið á taugarnar.
Utslagið gerði leikurinn gegn
Duisburg núna í vikunni, þá fékk
ég ekki tækifæri þótt Breitner
væri meiddur. Að öllu óbreyttu
eru ekki miklir möguleikar fyrir
mig hjá Bayern og því tel ég rétt-
ast að fara að líta annað. Það
myndi henta mér vel að fara til
Stuttgart því mér líkar mjög vel
að búa í Þýzkalandi og knatt-
spyrnan hér er fyrsta flokks eins
og allir vita,“ sagði Ásgeir að lok-
um.
— SS.
Ásgeir Sigurvinsson í búningi þýska
stórveldisins Bayern Miinchen.
Þjálfaramál Vals í höfn:
Bo iris i ag Stefán þjá Ifa
Va llslið lið j i sar neinin m
VALSMKNN gengu í gær frá þjálf-
aramálum sínum fyrir næstu hand-
knattleiksvertið, en augu manna
hafa beinst talsvert að því hvernig
þeir myndu leysa þau mál sín. Út-
koman varð sú, að Stefán Gunn-
arsson og Sovétmaðurinn Boris
Akbashow munu hafa samvinnu
með undirbúning og þjálfun liðs-
ins.
Þeir Boris og Stefán eru Vals-
mönnum að góðu kunnir, Stefán
lék segi kunnugt er með Val um
árabil og tók við liðinu um skeið
á síðasta keppnistímabili eftir
að Boris var látinn hætta, en lið-
inu hafði gengið illa undir hans
stjórn.
Þessi tilhögun er þó háð því að
Valsmenn fái framlengingu á
dvalarleyfi Borisar hér á landi.
Samningstími hans við Val
rennur út 1. júní og Valsmenn
eru nú að vinna að því að halda
honum fram á haustið. Er ekki
útséð um hvernig það gengur,
því samningsaðilinn er í raun
íþróttaráð Sovétríkjanna og
svona viðræður taka sinn tíma.
Er hugmyndin sú, að fái Vals-
menn að halda Boris fram á
haustið, muni hann sjá um und-
irbúning liðsins í sumar og skila
því vel undirbúnu í hendur Stef-
áns Gunnarssonar, sem mun
eiga erfitt með að þjálfa liðið í
sumar vegna anna. Muní Stefán
síðan stýra liðinu í 1. deiidar
keppninni næsta vetur. — gg.
Stjarnan endur-
réoi Gunnar E.
STJARNAN í Garðabæ, sem sigr-
aði f 2. deildar keppninni i hand-
knattleik á síðasta vetri og vann
sig þar nieð upp i 1. deild í fyrsta
skiptið í sögu sinni, gekk i gær frá
endurráðningu Gunnars Kinars-
sonar, en hann sá um þjálfun liðs-
ins á síðasta keppnistímabili. Jafn-
framt mun Gunnar leika með lið-
inu, en hann hefur náð sér af
slæmum meiðslum sem háðu hon-
um á siðasta keppnistímabili og
voru þess valdandi að hann gat
aðeins leikið fáa leiki.
Undirbúningur Stjörnunnar
hefst fljótlega og í ágúst heldur
liðið í æfingabúðir til Vestur-
Þýskalands. Þá fer Gunnar á
þjálfaranámskeið um mánaða-
mót júlí og ágúst. — gg.
„Of smávaxnir“
Krá l>«rarni Kagnarssvni í Kdinhorg.
UNGVERSKI þjálfarinn,
Matyas Ranky, sagði eftir
leik Islands og Ungverja-
lands, að íslenska liðið hefði
komið sér verulega á óvart
með góðum leik. „Sér í lagi
var vörn liðsins hreifanleg og
sterk, en þeir eiga í miklum
erfiðleikum þar sem þeir eru
svo smávaxnir. Það háði
leiknum nokkuð hversu
strangir dómararnir voru í
fyrri hálfleiknum og leik-
menn beggja liða misstu
taktinn fyrir vikið. Ég á von
á því að okkar lið vinni mótið,
en erfiðasti mótherjinn verð-
ur austurríska liðið.“
Einar Bollason
landslidsþjálfari
„Ég var að mörgu leyti
ánægður með leik íslenska
liðsins, þetta var allt annað
og betra heldur en gegn
Austurríki og vonandi er
þetta að koma hjá okkur.
Þessi leikur hefði orðið jafn
og spennandi ef við hefðum
notið krafta Jónasar og Jóns
Sigurðssonar. Leikurinn gegn
Skotum verður erfiður, en við
munum leggja allt í sölurnar
til að ná í okkar fyrstu stig í
mótinu. Vonandi getur Jón
leikið með gegn Skotum."
íslandsmet
GUÐRÚN Ingólfsdóttir setti nýtt og
glæsilcgt íslandsmet í kúluvarpi á
innanfélagsmóti KR í gærkvöldi.
Varpaði Guðrún kúlunni 15,11 metra
og bætti þar með sitt eigið met veru-
lega, en það var 14,21 m. Kramfarir
Guðrúnar hafa verið örar að undan-
fórnu og þakkar hún því ekki síst
sérhönnuðum Adidas-skóm sem hún
klæðist nú orðið við keppni. — gg.