Morgunblaðið - 30.04.1982, Qupperneq 32
FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
um 6—14%
Fjármálaráðuneytið hefur gef-
ið út reglugerð sem kveður á um
la-kkun og niöurfellingu á inn-
flutningsgjaldi af bifreiðum og
bifhjólum.
Innflutningsgjöld hafa þar
með verið felld niður af litlum
og sparneytnum bifreiðum, en
lækkuð af öðrum ökutækjum í
5 til 30 prósent. Aðflutnings-
gjöld af bifreiðum hafa verið
35 eða 50 prósent. Breytingar
þessar munu hafa í för með
sér um 6 til 14 prósent verð-
lækkun á bifreiðum og bifhjól-
um.
Sjá nánar frétt á miðopnu.
Síminn á afgreiðslunni er
83033
Lesendaþjónusta
Morgunblaðsins:
Sveitarstjórnarkosningar fara
fram laugardaginn 22. maí næst-
komandi. Athyglin beinist ekki síst
að úrslitunum í Reykjavík, þar
sem sjálfstæðismenn keppa að því
að endurheimta meirihluta úr
höndum vinstri flokkanna.
Davíð Oddsson er efsti maður
á lista sjálfstæðismanna í
Reykjavík og jafnframt borgar-
stjóraefni Sjálfstæðisflokksins.
Morgunblaðið mun fram að
kosningum veita lesendum sín-
um þá þjónustu að koma spurn-
ingum þeirra um málefni
Spurt og svarað
um borgarstjórn-
arkosningarnar
Reykjavíkur og átakamálin í
kosningunum á framfæri við
Davíð Oddsson.
Lesendur geta hringt til rit-
stjórnar Morgunblaðsins í síma
10100 milli klukkan 10 og 12 ár-
degis, mánudag til föstudags, og
verða svör Davíðs Oddssonar við
spurningum þeirra birt skömmu
eftir að þær berast. Þá má einn-
ig senda spurningar í bréfi til
ritstjórnar blaðsins. Utan á bréf
skal rita: Spurt og svarað um
borgarmál, ritstjórn Morgun-
blaðsins, Pósthólf 200, 121
Reykjavík. Nauðsynlegt er að
nafn og heimilisfang spyrjanda
komi fram.
Verðlækk-
un á bílum
• •
Ordeyða hjá togaraflotanum:
Það eru blikur á lofti, sagði forsætisráðherra
ALOJÖR ördeyöa er nú hjá íslenzka togaraflotanum og hefur svo verið um
hríð. I>að virðist vera sama hvar togararnir eru á veiöum við landið, hvergi er
fisk að fá. Fjölmargir togarar, sem þegar eru búnir með alla „skrapdaga,, eru
enn á skrapveiðum, sökum þess að engan þorsk er á fá og fjölmörgum togurum
hefur verið lagt við bryggju. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands
ísl. útvegsmanna, sagði í gær, að hann myndi ekki eftir jafn tregum afla, siðan
skuttogararnir byrjuðu að koma til landsins snemma á síöasta áratug.
Sumir þeirra útgerðarmanna, sem
Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu
ástandið geigvænlegt. Víða er afli
skipanna allt að 50% minni en á
sama tíma í fyrra. Þá er nú búið að
leggja fjölmörgum togurum í ein-
hvern tíma, sökum þess að þeir fiska
ekki fyrir olíu, en stóru togararnir
eyða til dæmis 20—25 þúsund lítr-
um af olíu á sólarhring.
Sem dæmi um lélegan afla togar-
anna má nefna, að einn Austfjarða-
togaranna var með 6 tonn eftir 4
daga og annar landaði 45 tonnum
eftir rösklega viku útivist. Togarar
á Suðurlandi hafa verið að landa
þetta 35 til 100 tonnum eftir 10 til 14
daga útivist. Sömu sögu er að segja
af Norðurlandi, einn Akureyrartog-
aranna kom inn með 79 tonn eftir
fullan útivistartima og hefur aldrei
komið inn með svo lítinn afla. Af
Vestfjörðum er það að segja, að þar
hefur togaraafli minnkað um 40%
frá árinu 1980.
Margir þeirra, sem Morgunblaðið
ræddi við í gær, sögðu, að ekki væri
þess að vænta að þorskurinn gæfi
sig fyrr en vestanáttin væri gengin
yfir, en yfirleitt fiskast illa í vestan-
átt við land allt.
Þá virðist botninn hafa dottið úr
netavertíðinni og eru margir bát-
anna nú farnir að taka upp netin.
en áður
— Það eru blikur á lofti og það getur brugðið til beggja
vona, horfur eru ekki bjartar í ár, sagði Gunnar Thoroddsen,
forsætisráðherra, í upphafi útvarpsumræðna á Alþingi í gær.
— Það hefur syrt í álinn vegna óstjórnar og fyrirhyggjuleysis,
sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og
bætti við, að þrátt fyrir 60% afla- og verðmætisaukningu
síðan 1976 hefði ekkert verið búið í haginn, síðan 1978 hefðu
liðið 4 glötuð ár.
Geir Hallgrímsson sagði, að Al-
þýðubandalagið hefði í stjórnartíð
sinni síðan 1978 slegið öll met sem
kjaraskerðingarflokkur, kaup
hefði ekki verið skert oftar en síð-
an þá, sem gengislækkunarflokk-
ur, dollari hefði hækkað um 300%
frá 1978, þar af um 150% í tíð
núverandi stjórnar, og sem vaxta-
hækkunarflokkur, útlánsvextir
hefðu hækkað um 54% frá valda-
töku Alþýðubandalagsins.
Geir Hallgrímsson minnti á, að
frá því að Alþýðubandalagið
Miðstjórn ASÍ:
Enn brýnna
að
félög afli verkfallsheimilda
„KFTIR þennan síðasta tafaleik
Vinnuveitendasambandsins er það
enn brýnna en áður, að félögin svari
kalli 72ja manna samninganefndar-
innar og afli nú þegar verkfallsheim-
ilda,“ segir m.a. í samhljóða sam-
Íiykkt miðstjórnar Alþýðusambands
slands í gær.
í samþykktinni lýsir ASÍ furðu
á þeirri fáheyrðu ósvífni, sem
sambandið segir að felist í kröfu
VSI um frestun samninga. Enn-
fremur segir ASÍ, að samþykkt
VSÍ gangi þvert á ákvæði bráða-
birgðasamningsins frá í nóvember
um að viðræður skuli fara fram
milli 15. marz og 15. maí með
lausn samningamála fyrir augum.
Sjá samþykkt ASÍ á miðopnu.
komst til valda undir kjörorðun-
um „samningana í gildi“ og „kosn-
ingar eru kjarabarátta“ teldu
launþegar kaup sitt hafa verið
skert um 25—30%. Karl Steinar
Guðnason (A), varaformaður
Verkamannasambandsins, sagði í
útvarpsumræðunum, að skýrsla
Þjóðhagsstofnunar, sem birtist nú
í vikunni, væri „ástarjátning" í
garð Vinnuveitendasambandsins.
Svavari Gestssyni þótti mjög
ámælisvert, að Vinnuveitenda-
sambandið krefðist þess, að verka-
lýðsforingjar styddu ekki Alþýðu-
bandalagið. Hann lýsti því yfir, að
kjarakröfur Alþýðusambandsins
væru hógværar. Steingrímur Her-
mannsson, formaður Framsóknar-
flokksins, lagði á það áherslu, að
staðið yrði við 35% verðbólgu-
markmið ríkisstjórnarinnar í ár
og „grunnkaupshækkanir að ein-
hverju marki“ væru nú óraunhæf-
ar, benti hann á nýgerða kjara-
samninga fjármálaráðherra við
starfsmenn í ríkisverksmiðjum
sem hæfilega fyrirmynd um
launahækkanir. Halldór Blöndal
(S) minnti á, að af samningsgerð
fjármálaráðherra Alþýðubanda-
lagsins við opinbera starfsmenn
hefði leitt 3% rýrnun á kaupmætti
taxta þeirra á síðasta ári.
Ljósm.: Snorri Snorrmiwn.
Komið úr róðri í Grindavík, en þar hefur afli verið tregur að undanfórnu, sem annarsstaðar á
landinu.
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsumræðunum:
Fjögur glötuð
ár síðan 1978
Fjölmörgum
skipum lagt
við bryggju