Morgunblaðið - 23.05.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.05.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 Þrír glugga- gægjar handteknir LÖGREGLAN í Reykjavík hefur handtekið þrjá gluggagægja, tvo i Breiðholti og binn þriðja i Hlíðun- um. Tveir voru handteknir aðfara- nótt uppstigningardags og hinn þrið- ji í fyrrinótt. f vetur og í vor hafa íbúar í Breiðholti orðið fyrir miklu ónæði af völdum gluggagægis, en talið var að einn maður væri þar á ferð. Ekki létu mennirnir sér nægja að hrella fólk með því að kíkja á glugga, heidur höfðu þeir í frammi ósiðlegar athafnir. Aðfaranótt uppstigningardags barst lögreglunni tilkynning um gluggagægi á ferð í Breiðholti og náðist hann eftir eltingarleik. Þá barst tilkynning um gluggagægi í Hlíðunum og náðist hann einnig. Sá hefur gerst sekur um kynferð- isafbrot gegn telpum. í fyrrinótt barst síðan tilkynn- ing um að gluggagægir væri á ferð í Breiðholti. Lögregluliði var stefnt i Breiðholtið og náðist mað- urinn eftir snarpan eltingarleik. Lögreglan gerði oft ráðstafanir í vetur til þess að hafa uppi á þess- um mönnum en þeir sluppu ávallt. Igor Korchnoi í samtali við Morgunblaðið: „Fer frekar í fangelsi“ „ÉG FER frekar í fangelsi en í herinn," sagði Igor Korchnoi, son- ur sovéska stórmeistarans Viktors Korchnoi, sem nú dvelur í útlegð i Sviss, í samtali Mbl. í gær. Á mið- vikudag var Igori tilkynnt, að hann yrði kvaddur í herinn, að- eins nokkrum dögum eftir að hann hafði lokið við að afplána tveggja ára fangelsisdóm fyrir að neita að gegna herþjónustu. „Við höfum nú í sex ár barist fyrir því, að fá að flytjast til Vesturlanda en án árangurs. Fari ég í herinn, þá er öll von úti, þá fæ ég aldrei að flytjast úr landi. Hvað þessi herkvaðn- ing þýðir veit ég ekki ennþá, það kemur í Ijós í haust, þegar menn mæta til herskráningar," sagði Igor. Bella, eiginkona Viktors, fór í svissneska sendiráðið í gær og sótti um leyfi þeirra mæðgina til þess að flytjast til Sviss. „Við munum fara til útflytjenda- skrifstofunnar hér í Leníngrad þegar móðir mín kemur aftur,“ sagði Igor. Leiðrétting í VIÐTALI við Árna Grétar Finnsson sem birtist í blaðinu í gær varð sú prentvilla, þegar rætt var um rekstrarstyrk bæjarsjóðs til BÚH á þessu ári, að þar stóð 17 milljónir í stað 7 milljóna. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. f^EL/MMDAíR Flugleiðir hafa tekið DC-8 þotu á leigu frá bandarísku flugfélagi og fór vélin sína fyrstu ferð á fimmtudag, þá til Kaupmannahafnar og Gautaborgar. Þotan er styttri en vélar af sömu gerð í eigu Flugleiða og tekur hún 175 manns í sæti. Leigutimi verður fyrst um sinn 4 mánuðir. Bjarni Þórðar- son í Neskaup- stað látinn LÁTINN er í Reykjavík Bjarni Þórðarson, fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, 68 ára að aldri. Bjarni var um árabil í forystu- sveit Alþýðubandalagsins og annarra samtaka sósíalista á Austurlandi, og lengi ritstjóri blaðsins Austurlands. Bjarni var fæddur á Kálfa- felli í Borgarhafnarhreppi í Austur-Skaftafellssýslu 24. apríl 1914, sonur hjónanna Þórðar Bergsveinssonar út- vegsbónda og Jóhönnu Matt- hildar Bjarnadóttur. Auk margvíslegra trúnað- arstarfa fyrir hreyfingar sósíalista, gegndi hann fjöl- mörgun opinberum störfum, var t.d. í stjórn Síldarvinnsl- unnar hf., og formaður stjórn- ar Dráttarbrautarinnar hf. í ÁTTA íslenzk fyrirtæki tóku þátt í hinni árlegu alþjóðlegu sjávarút- vegssýningu sem fyrir skömmu var haldin í Halifax i Kanada. Hefúr is- lenzku fyrirtækjunum sjaldan eða aldrei verið tekið jafn vel, en sum þeirra hafa sýnt á sýningunni nokkr- um sinnum áður. Bjöm Birgisson hjá Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins sagði þeg- Ólafsvík: Lá við stórslysi vegna steinkasts ÖU/svík, 21. nuí. í DAG lá við stórslysi undir Ólafsvíkurenni þegar verið var að gera við slitinn símastreng. Viðgerðarmenn unnu undir tjaldi við viðgerðina og stór traktorsgrafa var þeim til að- stoðar og hlífðar. Áður en nokk- urn varði, kom ríflega 20 kílóa grjóthnullungur fljúgandi inn um hliðarglugga gröfunnar og lenti í stól ökumannsins og lagði hann nær saman. Maðurinn slapp ómeiddur, því steinninn gerði ekki nema rétt snerta öxl hans. Hætt var við viðgerð í bili og menn og tæki fjarlægð, en brugðið á það ráð að búa til stálhlíf, tjaldinu til hlífðar, og við þær aðstæður er nú unnið að viðgerðinni. Hellissandur hefur verið símasambandslaus við umhverfið í allan dag, en reiknað er með að viðgerð ljúki seint í kvöld eða nótt. Helfi ar Morgunblaðið ræddi við hann, að fyrirtækin hefðu ekki selt mik- ið á sýningunni sjálfri, en árang- urinn af henni væri nú að koma í ljós. Á meðan á sýningunni stóð seldi Vélaverkstæði Jósafats Hinrikssonar til dæmis 3 pör af trollhlerum til kanadískra aðila. Þá hefur forstjóri Nickerson, en það fyrirtæki er eitt af þrem stærstu útgerðarfyrirtækjum Kanada og á 30 togara, skýrt frá því að fyrirtækið muni á næstunni hefja kaup á íslenzkum togbúnaði í ríkum mæli og ber þar hæst trollhlera og vörpugarn, en til dæmis fyrirtækið Fishery Prod- ucts, sem á um 40 togara, hefur keypt mikið af þessum vörum frá Íslandi. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í sýningunni í Halifax eru Véla- verkstæði Jósafats Hinrikssonar, Vélsmiðjan Oddi hf., Plastein- angrun hf., Traust hf. Electra- færavindur, Kvikk sf. Tæknibún- aður hf. og Stálvinnslan hf. Alls sýndu 250 fyrirtæki á sýningunni í Halifax. Að sögn Björns Birgissonar, vakti hausaklofningsvélin frá Kvikk mikla athygli, en hins vegar halda Kanadamenn að sér hönd- um í kaupum á tækjum fyrir skreiðarverkun, þar til ljóst er hvernig markaðsástandið verður í Nígeríu á næstunni. Kanada: Neskaupstað, og formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga um hríð. Fyrri kona Bjarna var Anna Eiríksdóttir er lést árið 1975, en síðari kona hans, Hlíf Bjarnadóttir, lifir mann sinn. Sjávarútvegssýningin í Halifax: Kanadamenn hyggjast auka kaup á íslenzk- um útgerðarvörum Skreiðarframleiðsla í stórum stíl hefst um leið og Nígería opnar KANADAMENN hafa nú ákveóið að hefja skreiðarframleiðslu I stór- um stíl um leið og markaðurinn í Nígeríu opnast á ný. Fram til þessa hefur skreið ekki verið framleidd í Kanada, en undanfarin tvö ár hafa kanadísk fiskvinnslufyrirtæki gert víðtækar tilraunir með skreiðar- framieiðslu. Fjölmörg kanadísk fyrirtæki hengdu fisk á hjalla í fyrra og eiga þau nú frá 5 tonnum af þurrkaðri skreið upp í 150 tonn. Morgunblað- inu hefur verið tjáð, að menn í Kanada og á Nýfundnalandi séu mjög ánægðir með verkunina á skreiðinni og telji hana standa jafnfætis íslenzkri og norskri skreið. Hins vegar munu Kanada- menn ekki hyggja á frekari fram- leiðslu fyrr en markaðurinn í Nígeríu opnast. Hafa þeir til dæmis sett sig í samband við ís- lenzk fyrirtæki, sem framleiða búnað til skreiðarvinnslu og tjáð sig reiðubúna að kaupa tæki frá þeim um leið og ljóst er að óhætt er að hefja framleiðslu fyrir Nígeríu. 2325 ökumenn kærðir fyrir ætlaða ölvun við akstur ’81 Á SÍÐASTLIÐNU ári voru 2325 ökumenn kærðir fyrír ætlaða ölv- un við akstur, en að meðaltali sið- astliðin fimm ár hafa 2452 öku- menn verið kærðir fyrír ætlaða ölv- un við akstur. Af þeim reyndust 1436 vera við efri mörk en 589 við neðrí mörk. Mál 279 ökumanna voni felld niður. í Reykjavík voru 952 ökumenn teknir fyrir ætlaða ölvun við akstur. Flestir voru teknir yfir sumarmánuðina, 100 í maí, 90 í júní og 99 í júlí. Þá var 91 öku- maður tekinn í nóvember. Á Ak- ureyri og í Eyjafjarðarsýslu voru 138 ökumenn kærðir fyrir ætlaða ölvun við akstur og 180 í Keflavík, Njarðvík og Gull- bringusýslu, 145 í Árnessýslu, 144 í Kópavogi og 141 í Hafnar- firði og Kjósarsýslu. Vilja að íslendingar hætti hvalveiðum: „Hvalastofninn á upp- leið ef nokkuð er“ — segir Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra NÍTJÁN danskir þingmenn hafa ritað ríkisstjórn íslands og alþingis- mönnum bréf, þar sem þeir skora á íslendinga að hætta hvalveiðum áður en hvölunum verði útrýmt með öllu. f bréfinu segja þeir meðal annars, að á síðastliðnu ári hafi Islendingar veitt 40 langreyðum meira, en þeir hafi haft leyfi til. „É hef ekki enn séð þetta bréf frá dönsku þingmönnunum," sagði Steingrímur Hermannsson, sjáv^ arútvegsráðherra, þegar Morgun- blaðið ræddi við hann. „En því er til að svara, að við munum fylgja sömu stefnu í hvalveiðum og und- anfarin ár. Við leggjum áherslu á vísindalegt eftirlit með hvalveið- um og viljum fara að niðurstöðum og tillögum vísindamanna í einu og öllu. Það er og verður best að stunda hvalveiðarnar undir vísindalegu eftirliti, en hvorki fylgja öfgafullu drápi eða órökstuddri allsherjar- friðun. Engu að síður tel ég að við þurfum að fara varlega í veiðarn- ar. íslensk stjórnvöld hafa sífellt lagt meiri áherslu á hvalarann- sóknir og rætt hefur verið um að fara í öflugan rannsóknarleiðang- ur í sumar og styð ég það mjög eindregið. Hins vegar hefur mér skilist á vísindamönnum, að ef nokkuð sé, þá sé hvalastofninn á uppleið og fagna ég því rnjög," sagði sjávarútvegsráðerra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.