Morgunblaðið - 23.05.1982, Page 21

Morgunblaðið - 23.05.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1982 21 Eyþór Þorláksson lék á klassíska gítarinn af snilld. Reynir Jónasson, nikkari, fór á kost- um. Soffía Guómundsdóttir (í forgrunni) syngur „Make Believe" meö Hauki, en áður hafði hún sungið bráðfallegt þýskt lag. Elvar og lék tvö lög á píanóið. Ekki lét hann þar við sitja held- ur teiknaði mynd af Hauki á sviðinu á innan við 5 mínútum. Fór ekki á milli mála að þar fór listamaður af guðs náð. Síðan fluttu þeir í sameiningu Tonde- leyó Sigfúsar Halldórssonar. Lítil 12 ára hnáta, Niní de Jesus að nafni kom því næst fram og söng „Vegir liggja til allra átta“ með Hauki. Var sú litla að vonum dálítið óstyrk og kannski ekki alveg laus við það að vera syfjuð, enda orðið fram- orðið. Björn Thoroddsen, frábær gít- arleikari, sem verið hefur við nám í Bandaríkjunum, flutti gott númer en það var helst til of langt. Var honum vel fagnað enda hæfileikapiltur þar á ferð. Skemmtuninni lauk með því að Haukur söng lögin „Prinsessan mín“ og „Old Man River“ og fór á kostum. Góður endir á annars einkar vel heppnaðri skemmtun. — SSv. Björn Thoroddsen, gítarleikari, nýk- ominn frá námi og sýndi allar sinar bestu hliðar. Hjördís Geirs rifjaði upp gömlu tím- ana og söng „San Francisco'*. Kristbjörg Löve tróð upp með „Who’s Sorry Now’S Jakob Magnússon (t.h.), nýkominn til landsins frá Bandaríkjunum, lét sig ekki vanta hjá Hauki Morthens. Við hlið hans stendur Egill Olafsson, Þurs. Morgunblaðið/ Guðjón Birgisson. Mjöll Hólm náði upp góðri stemmningu með fjörugri sviðsframkomu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.