Morgunblaðið - 23.05.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 23.05.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 23 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 7 kr. eintakiö. Strandhögg á Falklandseyjum Breskar hersveitir hafa náð fótfestu á Falklands- eyjum. Þegar- þetta er ritað hafa ekki borist fréttir af all- sherjarinnrás, en sé miðað við þróun átakanna síðan Arg- entínumenn hertóku eyjarnar 2. apríl, er ljóst, að Bretar hafa miðað hernaðaraðgerðir sínar við að ná eyjunum öll- um á sitt vald aftur með her- afli. Samhliða því, sem hinn öflugi breski floti sigldi suður á bóginn, hefur verið reynt fyrst fyrir milligöngu Alex- ander Haigs, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og síð- an Peres de Cuellars, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að ná sáttum milli deiluaðila um brotthvarf arg- entínska innrásarliðsins og framtíðarstjórn á Falklands- eyjum. Þessar tilraunir hafa ekki borið árangur. Argent- ínumenn halda fast í herfang sitt og Bretar segjast vera að gæta alþjóðaréttar. Bretar hafa fært þau rök fyrir aðgerðum sínum, að verði ekki innrás Argentínu- manna svarað af fullri hörku, geti hún orðið öðrum ríkis- stjórnum fordæmi, víða um heim sé deilt um yfirráð yfir landsvæðum, svo sem í Suður- Ameríku, þar sem Venezuela gerir til dæmis tilkall til Guy- ana og Guatemala til Belize. Engum blöðum er um það að fletta að innrás Argentínu- manna á Falklandseyjar var brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna og það er áfall fyrir hinn nýja framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt er frá Suður-Amer- íkuríkinu Perú, að honum skuli ekki hafa tekist að leiða deiluna til lykta á vettvangi þessarar alþjóðastofnunar, sem komið var á fót til að standa vörð um friðhelgi landamæra. Nú þegar barist er á Falk- landseyjum sjálfum, má rifja það upp, hvernig Bretar hafa safnað liði gegn Argentínu- mönnum á alþjóðavettvangi. Öll samveldisríkin standa með Bretum, þá tóku aðildar- ríki Evrópubandalagsins strax eftir innrás Argentínu- manna skýra afstöðu með Bretum, á meðan Alexander Haig reyndi sættir tóku Bandaríkjamenn ekki afstöðu með öðrum deiluaðila gegn hinum, en eftir að sáttavið- ræðurnar undir þeirra stjórn fóru út um þúfur, tók ríkis- stjórn Bandaríkjanna afstöðu með Bretum. Ýmis teikn eru á lofti varðandi hinn alþjóðlega stuðning, sem Bretar hafa notið. Samstaðan innan Evr- ópubandalagsins hefur minnkað og írar, sem leitast við að fylgja hlutleysisstefnu og hafa um langan aldur átt í deilum við Breta, hafa skipað sér utan raða þeirra ríkja bandalagsins, sem styðja Breta alfarið. Greinilegt er, að þær raddir verða háværari innan Evrópubandalagsins, sem vilja létta viðskiptabann- inu af Argentínumönnum. Enn standa þó ríkisstjórnir Frakklands og Vestur-Þýska- lands að baki Bretum, eins og staðfest var á fundi þeirra Helmut Schmidts og Francois Mitterrands fyrir rúmri viku. Herforingjastjórnin í Arg- entínu hefur ekki átt í mörg hús að venda, en eins og áður hefur verið bent á hér á þess- um stað, hefur hún þó notið stuðnings einræðisherranna í Kreml, og Fidel Castró á Kúbu hefur verið með vinar- hót í garð herforingjanna og heitið þeim stuðningi. Suður- Ameríkuríkin eru í bandalagi við Bandaríkin innan OAS, samtaka Ameríkuríkja. Þessi ríki hallast að því að styðja Argentínustjórn og Bandarík- in hafa komist í erfiða að- stöðu. Er ekki vafi á því, að Sovétmenn reyna að nýta sér þessa erfiðleika bandarísku ríkisstjórnarinnar til hins ítr- asta og ala almennt á óvild í hennar garð alls staðar í Suð- ur-Ameríku. Þessi hlið deil- unnar um Falklandseyjar get- ur orðið afdrifarík, þegar til lengdar lætur, hvernig svo sem mál skipast. Hitt er ljóst, að Bandaríkjastjórn tók rök- rétta afstöðu, þegar hún lýsti yfir stuðningi við Breta. Hefði hún setið hjá eða stutt Argentínumenn væru afleið- ingarnar mun alvarlegri. Breska ríkisstjórnin var sett í mikinn vanda, þegar herforingjarnir í Buenos Air- es gripu til valdbeitingar. Innan Bretlands hefur hún til þessa notið víðtæks stuðn- ings, aðeins Tony Benn og stuðningsmenn hans á vinstri væng Verkamannaflokksins hafa verið háværir í gagnrýni sinni og þar með enn aukið á vanda flokks síns gagnvart almenningi. En hvað gerist, ef Bretar ná Falklandseyjum aftur á sitt vald? Augljóst er, að breska stjórnin beitir her- valdi til að ná fram pólitískri lausn, sem báðir aðilar geta sætt sig við til langframa. Slík lausn felst í einhvers konar áhrifum Argentínu- stjórnar á eyjunum. Bretar hafa ekki bolmagn til að halda svo miklum herafla úti á þessum fjarlæga stað til frambúðar, að hann dugi til að koma í veg fyrir endur- tekna innrás frá Argentínu. Það verður að finna pólitíska lausn, helst áður en til stór- átaka kemur, af styrjöld sprytti ófyrirsjáanlegur vandi bæði fyrir bresku ríkis- stjórnina og þá argentínsku. Sigruðu Bretar yrði herfor -ingjaklíkunni, sem nú fer með öll völd í Argentínu, steypt af stóli og við tæki enn harðneskjulegri stjórn, þar sem marxistar eða perónistar hefðu líklega tögl og hagldir. Það yrði mikið áfall fyrir Breta, ef þeir yrðu í kjölfar mannskæðra átaka að semja um framtíðarlausn við enn verri stjórnendur í Argentínu en Galtieri og félaga hans. Argentínumenn hafa til þessa komið í veg fyrir alla samninga í þeirri von, að þeim takist að veikja stöðu breska sóknarflotans og draga úr afli hans. Bretar vilja með strandhögginu á Falklandseyjum reyna að knýja andstæðinga sína til raunverulegra samningavið- ræðna. Það er öllum fyrir bestu, að þessi deila eins og aðrar deilur sé leyst með samningum fyrir milligöngu sanngjarnra og réttsýnna manna. Sea King-þyrla brezka flotans ferjar birgðir milli skips og lands, til landgönguliðanna, sem gerðu strandhögg á Falklandseyjum á föstudagsmorgun. í bakgrunni er Canberra, sem breytt hefur verið í spítalaskip. Canberra varð fyrir stanzlausum loftárásum Argentínumanna á föstudag, en skemmdist ekki, þótt oft lægi nærri. Símamynd AP. Stöðugum árás- um spáð eftir landgöngu Breta BRETAR hafa náð mikil- vægri fótfestu á Falk- landseyjum og hernað- arsérfræðingar telja að þeir muni halda uppi linnulausum árásum frá svæöunum, sem þeir hafa lagt undir sig á ströndinni og verja með eldflaugum. „Sandy“ Woodward aðmíráll er nú talinn í góðri aðstöðu til að þreyta 9.000 manna setuliö Argentínumanna til uppgjafar. Nú hefur Woodward fengiö bækistöö á landi fyrir 35 Harri- er-þotur sínar og getur beitt Argentínumenn beinni þrýstingi en áöur til aö koma þeim úr jafnvægi. Fréttir benda til þess aö svæöiö, þar sem um 1.000 landgönguliöar Breta hafa hreiöraö um sig, sé umhverfis San Carlos, herskipalægi úr síö- ari heimsstyrjöldinni, á norö- austanveröu Austur-Falklandi. Fréttir herma að léttlr skriödrekar af geröinni FV101 Scorpion, eldflaugar af geröinni Rapier og 105-mm fallbyssur flæöi á land. Skriödrekarnir, sem eru búnir 76-mm fallbyss- um, sækja fram til þess aö víkka út landgöngusvæöiö og hrinda tangarsókn, sem búizt er viö af hendi Argentínumanna, sem einnig munu beita fyrir sig skriödrekum. Jonathan Alford ofursti, starfsmaöur Herfræöistofnunar- innar í Lundúnum, sagöi i viötali í gær, laugardag: „Allar lelöir standa nú opnar. Aöalmarkmiö- ið á þessu stigi er aö veikja setuliöiö almennt meö árásum á flugvélar, skotfærageymslur, eldsneytisgeymslur og sam- gönguleiöir. Þessar baráttuaö- feröir auka líka sálfræöilegar áhyggjur Argentínumanna." Landgangan viö San Carlos var styrkt með dreifiárásum strandhöggssveita, sem nutu stuönings Harrier-þota og herskipa, á vígi Argentínumanna til þess aö veikja varnir þeirra á öllum vígstöövum. Árásir voru m.a. geröar á Port Stanely, höf- uöstaö Falklandseyja, Port Darwin, suöur af San Carlos, og Fox Bay á suöurströnd Vestur- Falklands. John Nott landvarnaráöherra sagöi aö landgöngusveitirnar heföu engri mótspyrnu mætt í byrjun. Seinna gerðu Argentinu- menn gagnárás, en henni var hrundiö. Argentínskar flugvélar frá meginlandinu löskuöu fimm brezkar freigátur, sem studdu landgönguna viö San Carlos í hinu þrönga Falklandssundi milli aöaleyjanna. En Bretar skutu niöur 14 Mirage-þotur, Sky- hawk-flugvélar og A-58-Puc- ara-vélar meö Harrier-þotum og eidflaugum aö sögn Nott (Arg- entínumenn viðurkenndu aö þeir heföu misst þrjár flugvólar). Bretar segja aö Argentínu- menn hafi misst 48 flugvélar síö- an 1. maí, en þeir hafa enn yfir- buröi í lofti, a.m.k. 142 bar- dagaflugvélar. Bretar viöur- kenna aö þeir hafi misst fjórar Harrier-þotur og níu þyrlur, aö- allega af slysni. Baráttuaöferö Breta nú er á þá leiö aö einangra argentínska setuliöiö hvar sem er og brjóta andspyrnu þess á bak aftur á hverjum staönum á fætur öðr- um, áöur en látið veröur til skar- ar skríöa gegn Port Stanley. Woodward hefur aöeins 4.500 landgönguliöa. Aöalliösafli Arg- entínumanna er álíka stór, um- hverfis Port Stanley, þar sem hann nýtur stuönings skriödreka og fallbyssna, en Bretar eru nú í aöstööu til aö einangra þá frá annarri helztu bækistöö þeirra, í Port Darwin. Woodward ætlar greinilega aö einangra 1.000 til 1.500 manna liö Argentínu- manna umhverfis Fox Bay á suöurströnd Vestur-Falklands. Fámennir flokkar manna úr sérsveitunum SAS og SBS munu reyna aö auka öngþveitiö í röðum Argentínumanna meö skemmdarverkaárásum. Bretar munu reyna aö halda svokölluö- um Wickham-hæöum, sem liggja þvert yfir Austur-Falkland, til þess aö koma upp ratsjár- stöövum til aö sjá viö loftárásum Argentínumanna. Herskip Woodwards eru nú á víö og dreif umhverfis Falklandseyjar og eru enn veik fyrir loftárásum, en ekkert bendir til þess aö 14 herskip Argentínumanna hugsi sér til hreyfings. Tjón Argentinu- manna miklu meira en Breta London, 22. maí. AP. TJÓN þad, sem Bretar og Argentínu- menn hafa orðið fyrir frá þvi Falk- landseyjadeilan hófst, jókst mjög við hin hörðu ítök sem brutust út á cyj- unum í gær. Hér fer á eftir listi, tek- inn saman af breskum hernaðaryfir- völdum, um tjón - beggja aðila til þessa. Argentína Flugvélar: Bretar telja, að Argen- tínumenn hafi misst 47 flugvélar til þessa. Þar af eru 11 Mirage III- þotur, 10 þotur af gerðinni A-58, 8 A-4 Skyhawk-sprengjuflugvélar, ein B-62 sprengjuflugvél, 4 flutn- ingavélar af Skyvan-gerð, 4 SA-330 Puma-þyrlur og ein CH-47 Chin- ook-þyrla. Skip: Beitiskipið „General Bel- grano“, sem var 13.645 tonn að stærð. Kafbáturinn Santa Fe, njósnatogarinn Narwal, einn varð- bátur, lítið flutningaskip, ein freigáta og tvö flutningaskip illa löskuð. Mannafli: Rúmlega 400 hermenn, sjóliðar og flugmenn hafa farist og eru þá dauðsföll í átökunum á föstudag ekki talin með. Bretland Flugvélar: Fjórar Harrier-þotur, tvær skotnar niður og tvær lentu í árekstri. Fimm Sea King-þyrlur og tvær þyrlur af gerðinni Wessex hafa farist vegna slysa eða óveðurs. Ennfremur tvær minni þyrlur. Skip: Tundurspillirinn Sheffield, sem var 4.100 tonn að stærð. Fimm freigátur laskaðar, þar af tvær illa. Mannafli: Alls hefur 21 hermaður látið lífið, 20 sjóliðar, 3 eða 4 flug- menn. Þá var frá því skýrt, að manntjón hefði orðið í bardögunum á föstudag, en engar tölur lágu fyrir. j Reykjavíkurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 22. maí»•♦♦♦•♦♦♦♦- - a 256000 NÝIR OG HÆKKAÐIR SKATTAR FRÁ HAUSTINU 1978. (VERÐLAG FJÁRLAGA 1982, ÞÚS KR.) R c s í ? ! -97 000 Skrifað á kjördegi Þegar þessar línur eru settar á blað, eða réttara sagt tölvuskjá, standa yfir sveitarstjórnarkosn- ingar vítt um land. Enginn getur á þessari stundu sagt fyrir um, hvem veg úrslitin hljóða, sem tal- in verða upp úr kjörkössunum í nótt, þó að þau liggi ljós fyrir þeg- ar þetta Reykjavíkurbréf kemur fyrir augu lesenda Morgunblaðs- ins. Eina skoðanakönnunin, sem marktæk er, er sú, er telst upp úr kjörkössunum. Hún felur í sér hinn endanlega dóm, sem kjósend- ur kveða upp í almennum, leyni- legum kosningum, — og leggur línur um framvindu mála í við- komandi sveitarfélagi næstu fjög- ur árin. Það er höfuðkostur þegn- réttar í lýðræðisþjóðfélagi, að stjórnendur, hvort sem eru í sveit- arfélagi eða þjóðfélagi, verða að bera gjörðir sinar undir dóm al- mennings á tilteknu árabili — og sækja umboð sitt til hans, eftir að eðlileg skoðanaskipti um menn, málefni og stefnumið hafa farið fram. Kosningarétturinn er því einn af hornsteinum þegnréttar og almennra áhrifa á framvindu mála í nánasta umhverfi mann- eskjunnar. Hlutverk sveitarfélaga Talið er að hreppaskipan hafí verið komið á hérlendis jafnvel áð- ur en föst skikkan komst á hið forna þjóðveldi. Hlutverk hrepp- anna var þegar frá upphafi að sjá um ýmis samfélagsleg viðfangs- efni, s.s. öryggi þurfandi fólks, og hjá þeim var að finna fyrsta vísi að tryggingastarfsemi meðal ger- manskra þjóða: þ.e. þegar bær brann eða búsmali féll skyldu allir bæta. Starfssvið sveitarfélaga hefur að sjálfsögðu þróazt í tímans rás og er nú mun víðtækara en fyrr- um. Kostir þeirra í stjórnsýslunni eru ótvíræðir. Svo nálægt stjórn- vald, sem sveitarstjórn er, er bet- ur fært um að koma til móts við óskir og þarfir fólks — á ódýrari og hyggilegri hátt, vegna stað- bundinnar þekkingar — en fjar- lægara ríkisvald. Sveitarfélögin eru og trygging nauðsynlegrar valddreifingar í þjóðfélaginu og varnarveggur gegn of mikilli miðstýringu í þjóðfélaginu, sem sósíalistaflokkar keppa hvarvetna að. Hitt er svo annað mál að nauð- synlegt er að endurskoða og breyta bæði tekjuskiptingu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga, skýra Iínur og auka á sjálfs- forræði sveitarfélaganna. f þeirri verkaskiptingu þarf það að vera undirstöðuatriði, að saman fari annarsvegar fjármálaleg ábyrgð og hinsvegar stjórnunar- og ákvörðunarréttur. Kjósendur marki stefnur Á það hefur verið bent, stundum með réttu, að kosningarétturinn hefði meira vægi ef málefnalegir valkostir væru skýrari fyrir kosn- ingar — og stefnumiðum fram- boðsaðila mætti betur treysta, hvað framkvæmd varðar, eftir kosningar. Málefnaleg skil milli flokka eru hinsvegar það glögg í ýmsum mikilvægum málafíokk- um, s.s. skattamálum, að þar eiga mismunandi sjónarmið ekki að velkjast fyrir neinum. Skattar til ríkisins vóru 25% af þjóðarframleiðslu árið 1977 á síð- asta heila ári ríkisstjórnar Geirs Hallgrimssonar. Síðan hafa þeir aukizt ár eftir ár, bæði vegna hærri skattstiga, hærri söluskatts og nýrra skatta, s.s. gjalds á ferða- lög til útlanda, orkujöfnunar- gjalds, skatts á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði o.fl. Þessir skattar ríkisins námu á sl. ári 28,4% af þjóðarframleiðslu. Hér var um að ræða hækkun sem nam 3,4% af þjóðarframleiðslu eða 920—930 m.kr., þ.e. tæpum 100 milljörðum gamalla króna. Þessi aukna skattheimta þýðir á líðandi ári nálægt 20 þúsund nýkróna aukna skattbyrði á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu — frá því sem orðið hefði ef óbreytt skattalög viðmiðunarárs hefðu gilt. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar hefur skattbyrði breytzt þannig síðan 1977, að skattbyrði eignaskatta einstakl- inga hefur tvöfaldazt en tekju- skattsbyrðin aukizt um rúm 50%, ef mið er tekið af tekjum þess árs sem fólk er að greiöa skattana, en það er eðlilegasti mælikvarði skattbyrðarinnar frá sjónarhóli skattgreiðenda. Þetta hefur reynzt niðurstaðan af framvindu skattheimtu í hönd- um fjármálaráðherra Framsókn- arflokksins og síðar Alþýðubanda- lagsins. Skattafrum- varp sjálf- stæðismanna Þingflokkur sjálfstæðismanna flutti frumvarp til breytinga á lögum um tekju- og eignarskatt á síðasta þingi, sem ekki fékk þing- lega afgreiðslu. Það fól í sér nokk- ur grundvallarstefnumið flokksins í skattamálum og einföldun á tekjuöflunarkerfi ríkisins. Þessi grundvallarstefnumið eru: • 1. Jaöarskattur til ríkisins fari ekki fram úr 40% af síðustu tekj- um, sem þýðir, að sameiginlegir jaðarskattar til ríkis og sveitarfé- laga verði aldrei hærri en rétt rúmlega 50%. Þeir eru nú yfir 60%. • 2. Tekjuskattar á almennar launatekjur verði felldir niður. • 3. Eignaskattar, þ.e. skattstigar og skattleysismörk, verði færðir í það horf sem var árið 1977 og lækki skattabyrðina í það sem hún var áður en vinstri stjórnin breytti skattalögum haustið 1978. • 4. Þátttaka í atvinnulífi. Al- menningur verði hvattur til að leggja sparifé sitt í verðmæta- skapandi atvinnurekstur með þvi m.a. að skattleggja arð af hluta- bréfum á hliðstæðan hátt og ann- an sparnað, s.s. ríkisskuldabréf. Að sjálfsögðu þýðir þessi skattastefna, ef fylgi fær og fram- kvæmd verður, tekjutap fyrir rík- issjóð. Þess er þó að geta að niður- greiðslur, sem greiddar eru úr rík- issjóði (og sóttar eru í vasa skattborgara), til þess fyrst og fremst að hafa áhrif á verðbætur á laun (til lækkunar) í marg- slungnum vísitöluleik stjórnvalda, kosta hátt í þá upphæð sem ríkis- sjóður myndi „tapa“ við þessar skattalækkanir. Það er og for- dæmi fyrir því að launþegahreyf- ingin hafi metið skattalækkun til kjarabóta, þann veg að stærsti vinnuveitandinn og launagreið- andinn, ríkið, gæti mætt kjara- kröfum um skattalækkunarleið allt eins krónufjölgunar- (og krónusmækkunar-) leið í kaup- samningum. Þar að auki er engin goðgá að vænta þess, nú, þegar þjóðartekjur standa til 2% rýrn- unar á mann á líðandi ári, við- skiptakjör og viðskiptastaða þjóð- arbúsins út á við fer versnandi, sem og skuldastaða m.a. vegna umdeildrar ríkisfjármálastefnu, að segl verði dregin saman í ríkis- útgjöldum og þjóðinni sniðinn út- gjaldastakkur eftir vexti. Gróskustefnu í þjódar- búskapnum Skattastefna, sem verkar hvetj- andi á framtak og vinnuframlag í þjóðarbúskapnum — og skapar at- vinnugreinum meira svigrúm til vaxtar, tæknivæðingar, fram- leiðniaukningar og nýjunga — leiðir þegar til lengri tíma er litið til aukinnar verðmætasköpunar, vaxandi þjóðartekna, sem eru jú eina raunhæfa undirstaða lífs- kjara í landinu. Slík stefna stækkar og skatta- stofnana (veltu fyrirtækja og tekj- ur fólks) og eflir því, er fram líða stundir, skatttekjur hins opin- bera, bæði sveitarfélaga og ríkis. Hún styrkir og stöðu atvinnu- greina, eykur á fjölbreytni atvinnutækifæri — og styrkir á ný það atvinnuöryggi, sem verið hef- ur allgott lengi, en óneitanlega veikzt undanfarin tvö, þrjú ár. Atvinnuvegirnir eru jú undir- staða alls annars í þjóðfélaginu. Heilbrigðiskerfi, fræðslukerfi, al- mannatryggingar, samfélagslegar framkvæmdir hvers konar, menn- ingarstarf, listir (og svo mætti lengur telja) sækir allt kostnað sinn til þeirra verðmæta sem til verða í kviku atvinnulífsins. Það er því mergurinn málsins að tTggja þessa undirstöðu, sem í senn er forsenda batnandi lífs- kjara í landinu og efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. í því efni hafa starfsstéttir þjóðfélagsins sameiginlegra hagsmuna að gæta. „Kauphækkun" sem ekki stendur traustum fótum í auknum þjóðar- tekjum og kemur einvörðungu fram í smærri krónum með rýrn- andi kaupmátt, eins og brunnið hefur við, er skammgóður vermir, ef ekki Phyrrusarsigur fyrir launafólk í landinu. í þessu sambandi er og rétt að minnast þess, að þjóðskipulag sósíalismans og hagkerfi marx- ismans, sem víða hafa verið reynd og með ýmiss konar tilbrigðum, hafa hvarvetna leitt til einnar og sömu niðurstöðunnar, mun lakari þjóðartekna á mann en í vestræn- um samkeppnisþjóðfélögum, víð- ast meira en helmingi lægri, með tilheyrandi fátæktarafkomu al- mennings, að ekki sé minnzt á þegnréttindi og frelsi einstakl- inganna til orðs og æðis. Að lifa í landinu og í sátt við landið Fáar þjóðir fagna sumri jafn innilega og við íslendingar, þó að það sé bæði styttra og fátækara af sólskini en sumur annarra þjóða. íslendingar vóru bændaþjóð sem sótti brauð sitt í gróðurmold, mestpart, frá landnámi fram yfir sl. mánaðamót. Þessvegna skipti sumarið sköpum um líf kynslóð- anna, sem gengnar eru, og rætur okkar liggja i, og enn í dag á það ríkan hljómgrunn í hugum þjóðar- innar, þó að flest hafi breytzt í þjóðarbúskapnum. Byggð í landinu — og það sem henni hefur fylgt — hefur verið mikilvirk i gróðureyðingu. Á síð- ustu áratugum hefur hinsvegar orðið þjóðarvakning til verndar gróðurlendinu. Þjóðin hefur gert stórátak til að sporna gegn upp- blæstri landsins og græða á ný það land, sem breytzt hafði í gróð- urleysu. Skógræktarmenn hafa sýnt og sannað að hér má víða klæða landið skógi, ef rétt er að staðið, og áhugi er vaxandi fyrir hvers konar gróðurrækt. Allt þetta er af hinu góða og þarf að fá vaxandi byr. Það skiptir og miklu máli fyrir þéttbýlisbúa að hafa aðgang að náttúru landsins og geta notið hennar. Gróðurreitir og skrúð- garðar eru ómissandi hvar sem byggð er, en miklu máli skiptir og að kaupstaðarbúinn eigi þess kost að geta dvalið fjarri skarkala þéttbýlis, í kyrrð strjálbýlis og í nánd gróandans í náttúrunni, er tómstundir gefast frá brauðstrit- inu. Mestu skiptir þó sumarið og sól- in fyrir landbúnaðinn, sem enn er einn af hornsteinum þjóðarbú- skaparins, við hlið sjávarútvegs, iðnaðar, þjónustu — og orkubú- skapar, sem væntanlega fer vax- andi á næstu áratugum. íslend- ingar, sem lifðu síðari heimsstyrj- öldina, þegar samgöngur við um- heiminn strjáluðust og tepptust, skilja það betur en hinir yngri, sem ekki búa að hliðstæðri reynslu, hvers virði það er að vera sjálfum sér nógur um matvæla- framleiðslu. Þá hefði orðið harð- ara í búi, ef ekki hefði komið til íslenzk búvöruframleiðsla. Hlutur bænda í varðveizlu íslenzkrar þjóðararfleifðar, menningar og móðurmáls verður ekki í tölum skráður eða metinn til fjár, en gjarnan má hann muna. Við þurfum að sameina það tvennt að lifa í landinu og í sátt við landið. Til þess að tryggja byggð í landinu, og landinu öllu, þarf að vera hægt að búa fólki sambærileg lífskjör og bjóðast með ná- grannaþjóðum. Það verður ekki gert nema með stórauknum orku- iðnaði. Veiðiþol nytjafiska og nýt- ingarþol gróðurmoldar, samhliða þröngum búvörumarkaði, setur þessum undirstöðugreinum ákveð- in mörk, sem ekki má yfir fara. Ef tryggja á landsmönnum framtíð- aratvinnuöryggi, æskilega fjöl- breytni í atvinnutækifærum og sambærileg lífskjör og bezt þekkj- ast meðal vestrænna ríkja þarf að skjóta nýjum stoðum undir verð- mætasköpun og þjóðartekjur. Þar liggur beinast við að sækja í þriðju auðlindina, innlenda orku fallvatna og jarðvarma, og breyta henni í útflutningsvöru um orkuiðnað. Það tvennt, sem nú þarf að kosta kapps um, er annarsvegar að tryggja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og hinsvegar viðun- andi lífskjör hins almenna þegns. Takist það fá hin félagslegu við- fangsefni, menning og listir jarð- veg til að þroskast í og bera ávöxt. Þessvegna skiptir meginmáli að tryggja undirstöðuna, atvinnuveg- ina, og það þjóðskipulag, sem leið- ir til sem mestrar grósku í þjóðar- búskapnum. í því efni kann að vera gæfuríkt að virkja jarðvarma og vatnsföll, en gæfuríkast þó að virkja ein- staklinginn, manneskjuna, mennt- un hennar, framtak og hugvit; enda er það hún, velferð hennar og heill það sem mestu máli skiptir. Einstaklingurinn verður þá bezt virkjaður, sjálfum sér og samfé- laginu til farsældar, að þegnrétt- indi hans, frelsi og sjálfstæði verði virt. Það sannar bezt sá munur, sem er á hagvexti, kjörum og þjóðlífi öllu í fátæktarríkjum sósíalismans annarsvegar en hinsvegar í velferðarríkjum hins vestræna heims.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.