Morgunblaðið - 23.05.1982, Side 31

Morgunblaðið - 23.05.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 31 Verðum stund- um að geta hent skjölum — segir danski skjalavörðurinn Harald Jergensen, sem rætt hefur við íslenska ráðamenn um endurskipulagningu þjóð- skjalasafnsins HELSTA STARFSEMI þjódskjalasafna er sú ad safna og varðveita ýmis verðmæt skjöl og eölilega er sífellt barist við það vandamál að fínna skjölunum hentuga geymslu. Ar eftir ár hlaðast upp skjöl, gömul skjöl víkja í kjaliarann eða aðrar geymslur fyrir yngri skjölum og að lokum er kannski öllu steypt í svo varanlegar geymslur að engum er fært að hafa að þeim aðgang og því síður not. En hafa lesendur heyrt um skjalasöfn, sem ganga hart fram í því að henda skjölum? Skjala- söfn sem leita uppi pappíra úr ráðuneytum til þess eins að grisja úr þeim verðmæti og henda hisminu. Þessi stefna hef- ur síðustu árin rutt sér til rúms á þjóðskjalasöfnum hinna Norð- urlandanna og Harald Jergen- sen, starfsmaður danska þjóð- skjalasafnsins og yfirmaður Landsskjalasafnsins fyrir Sjá- land o.fl., var hér á ferð nýlega til að kynna Islendingum þessi mál. — Ég tel að íslenska þjóð- skjalasafnið sé nú á krossgötum. Framundan er að taka upp ný vinnubrögð, því ljóst er að þótt við viljum geyma öll möguleg verðmæti á skjölum og ritum kemur að því að nóg verður kom- ið af svo góðu, sagði Harald Jorgensen er Mbl. ræddi við hann. — Ekki eru alltaf til pen- ingar til að byggja yfir skjöl, sem hlaðast upp og örsjaldan eða aldrei eru notuð. Aö geyma eða henda — Þess vegna þarf nú að taka hér á landi upp svipaðar reglur og gilt hafa um mannsaldur á hinum Norðurlöndunum varð- andi skjalageymslu. Með þeim eru gefnar helstu leiðbeiningar um hvaða skjöl ber að geyma og hverju má henda. Þar er um langtímasjónarmið að ræða, við horfum lengra fram á við og spyrjum: Er þetta bréf, þetta rit, þetta skjal þess virði að það hafi sögulega þýðingu? Er líklegt að menn vilji geta gengið að því eft- ir 50 eða 100 ár til að hafa af því þýðingarmiklar upplýsingar um land eða þjóð, sögu, þjóðfélags- mál, efnahagsmál o.s.frv.? En einnig kemur tölvutæknin hér nokkuð við sögu, hún auðveldar á margan hátt varðveislu upp- lýsinga, en leysir þó ekki allan vanda. íslenskir ráðamenn hafa kom- ist að raun um að eitthvað verð- ur að gera og því er nú starfandi hér nefnd til að setja fram laga- tillögur um skipan þessara mála. Augljóst er að eitthvað verður að gera þegar eitt ráðuneyti fær daglega 100 bréf. Þessi bréf þarf að taka til meðferðar og svara, en þarf að geyma þau öll? Nei, mörgum má henda án þess að menningarverðmæti fari for- görðum. Harald Jergensen fyrrum landsskjalavörður í Kaupmannahöfn hefur verið íslenskum ráðamönnum innan handar við tillögugerð um endurskipulagningu Þjóðskjalasafnsins. Ijfc—.: KöK. Allt endar í kjallaranum Þess vegna þarf að setja regl- ur svo starfsmenn ráðuneyta geti leyft sér að henda bréfum, svo starfsmenn þjóðskjalasafns geti sagt hverju á að henda og hvað þarf að geyma. Til þessa hafa þessi bréf hlaðist upp. Þau eru sett í möppur og þegar allar möppur og allar hillur eru fullar er því dembt í kjallarann. Eng- inn hefur áhuga á að fara gegn- um bréfabunkann, ekki ráðu- neytismenn og þjóðskjalasafnið hefur enga starfsmenn til þess. Ég var fenginn til þess að starfa með þessari nefnd um tíma og greina frá skipan mála í Danmörku. Virðist mér sem ráðamenn hafi áhuga á að gera hér breytingar á, enda sjá þeir að til lengri tíma litið er hag- kvæmara að leggja fjármagn í að gera þjóðskjalasafn þannig úr garði að það geti tekið þetta hlutverk að sér í stað þess að verja sífellt auknu fé til að leigja geymslur. Auðvitað er auðveld- ara að henda öllum bréfum frá sér í næstu möppu, hugsa sem svo að það geti alltaf verið þörf fyrir þetta einhvern tíma. En það gengur ekki til lengdar og einn daginn sjáum við ekkert fyrir skjalabunkum. Víða má grisja Ég kom t.d. einu sinni í safn dönsku lögreglunnar. Þá sá ég í hillu hálfan annan metra af skýrslum um týnd reiðhjól mörg ár aftur í tímann. Hvaða þýð- ingu hefur að geyma slíkt? Er líklegt að einhver sagnfræðingur vilji vita hverrar tegundar þessi hjól voru, hvaða litur var á þeim og hvernig stýrið var í laginu? Þurfa spítalar líka að geyma hverja einustu röntgenmynd sem tekin hefur verið af sjúkl- ingum? Örsjaldan er litið á þess- ar myndir aftur. Þarf að geyma allar sjúkrasögur um botnlanga- tilfelli um aldur og ævi? Þurfum við að geyma allt sem snertir skattframtalið í mörg ár? Þann- ig má lengi grisja og þetta á ekki aðeins við um þjóðskjalasöfn og ráðuneyti heldur í sveitarfélög- um og öllum stofnunum og fyrir- tækjum. Þetta er í stuttu máli skoðun Haralds Jorgensen, fyrrum landskjalavarðar í Kaupmanna- höfn. Hann hefur dvalist hér í vikutíma og kom að beiðni menntamálaráðuneytisins, en Jorgensen hefur tekið allmikinn þátt í norrænu samstarfi þjóð- skjalasafna og reyndar sam- starfi við fjölmargar aðrar þjóð- ir. Sl. haust skilaði nefnd, sem í sátu Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður, Gunnar Karlsson prófessor og Jón E. Böðvarsson borgarskjalavörður, tillögum um skjalagrisjun og endurskipu- lagningu og á 100 ára afmæli safnsins 3. apríl sl. var síðan skipuð ný nefnd til að halda mál- inu áfram og kom Jorgensen hingað í framhaldi af því. Hann mun síðan senda hingað til lands skýrslu um viðræður sínar og til- lögur um hvað hann telur æski- legast að gera til setningar nýrra laga og reglugerðar um Þjóðskjalasafnið og héraðs- skjalasöfn, um grisjun skjala og húsnæðismál. Þá hefur hann lýst þeim vilja sínum við ráðamenn að vera áfram til aðstoðar og ráðgjafar ef þörf krefur. jt. vernda lakkið - varna ryði Svartir og úr stáli. Hringdu í'síma 44100.og pantáðu, þú færð þér svo ■■■■ kaffi meðan við setjum þá undir. \ Sendum einnig í póstkröfu. /2Jbukkver Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.