Morgunblaðið - 23.05.1982, Side 32

Morgunblaðið - 23.05.1982, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 „Eldurinn getur ekki einu sinni lifað hér“ Æfing í Nemendaleikhúsinu Loftið er fariö að ókyrrast í Lindarbæ. Það er vika í frumsýningu. A næstu dögum á spennan eftir að aukast jafnt og þétt og ná hámarki miðvikudaginn 26. maí. Það er sífellt sama sagan í leikhúsinu. Fólk vinnur og vinnur í margar vikur og reynir að búa til listaverk, sýningu, sem er sönn og hrífur áhorfendur með sér burt úr hversdagsleik- anum og fær þá til að skynja tilveruna í víðara samhengi. Kannski tekst það. Kannski ekki. Misvitrir menn frá fjöl- miðlunum gefa einkunn. Menn sem fæstir hafa nokkurn tíma gert nokkuð hrífandi sjálfir. Sífellt sama sagan. Og þó. Stundum er eftirvæntingin meiri en ella, spennan magnaðri. Það er þegar meira er í húfi, þegar meira er lagt að veði en venjulega. Það er mikið í húfi í Nemendaleik- húsinu. Frumsýningin á miðvikudaginn er líka útskrift átta ungra leikara úr Leiklistarskóla íslands eftir fjögurra ára nám. Hún táknar lok erfiðs tímabils, þó að mestu í „vernd- uöu“ umhverfi, og um leið markar hún upphaf annars skeiðs í lífi þeirra. Hér eftir er allt í alvöru. Spurningin er nú: Að vera eða vera ekki — leikari að atvinnu. Þórdís þjófamóðir Klukkan er rúmlega átta aö kvöldi og það er að hefjast „rennsli" á þriðja og síðasta verkefni Nemendaleikhúss LÍ á þessu ári. Verkið er nýtt og • samið sérstaklega fyrir hópinn af Böðvari Guðmundssyni. „Þórdís þjófamóðir", heitir það og ber undirtitilinn „börn, barnabörn og tengdabörn“. Það er byggt á atburðum sem áttu sér stað á Snæfellsnesi um miðja átjándu öld, er fá- tækt fólk flúði óland og ólög á báti og sást síðast til þess í Keflavík vestra. Fjögur voru í bátnum, systk- inin Hannes, Einar og Margrét, börn Þórdísar þjófamóður frá Grund í Eyrarsveit og maður Margrétar, Bjarni í Efri-Lá. i leikritinu koma einnig við sögu Sigríður, eiginkona Hannesar, Bjarni Öskubak, bróöir hans og svo Þórdís þjófamóðir sjálf. Segja má að leikritiö lýsi aðdraganda land- flóttans og ástæðunum sem að baki lágu auk flóttans sjálfs og afleiðingum hans fyrir þau sem flúðu og hin sem sátu eftir heima. Enda þótt byggt sé á raunverulegum atburðum er hér fyrst og fremst um skáld- verk að ræða, en rætur þess í sögunni gera það áhrifameira en ella. Fáeinir gestir eru mættir á æfinguna til að horfa á. Hall- mar Sigurðsson leikstjóri kem- ur sér fyrir og spyr hvort fólk sé ekki að verða tilbúið. Leik- ararnir klára úr kaffibollum, eða drepa í sígarettum, þar sem þeir eru komnir og skipt- ast á gamanyrðum í hálfkær- ingi. Aðrir aðstandendur sýn- ingarinnar koma sér fyrir. Gestirnir leita sér að heppi- legum sætum. Ljósin eru slökkt. — En það er aöeins of snemmt. Eitthvaö er ekki í lagi. Því er kippt í liði.nn og síðan slökkt aftur. Og andartak líður í algeru myrkri, áður en átjánda öldin gengur í garð á sviðinu í Lindarbæ. Lýsing á reiki Það kviknar eitt Ijós og Bjarni Öskubak (Kjartan Bjarg mundsson) birtist á sviðinu í þykkum og grófgerðum fata- ræflum, sem einhvern tíma hafa veriö bláir, með hlekki um hálsinn og annan ökklann og keðju á milli svo hann getur ekki gengið uppréttur. Hann situr reyndar fyrst og blæs í blístru úr horni. Prestur (Örn Arnason) kemur að og er reið- ur honum fyrir að fást við svo fáfengilega iðju, sem að blístra yfir gröf barna. Fleira illa klætt Hannes hrindir Bjarna Oskubaki bróður sínum frá sór. Þórdís og Sigríður eru álengdar, Kjartan Bjarg mundsson, Pálmi Á. Gestsson, Erla B. Skúladóttir og Ragnheiöur Tryggvadóttir í hlutverkum sínum. Ósamlyndi um borð í bátnum á leið til Grœnlands, Einar ógnar Bjarna mági sínum og Hannesi. Frá vinstri: Ellert A. Ingimundarson, Arnór Benónýsson, Pálmi Á. Gestsson. Eftír kaupstaðarferðina. Einar og Bjarni í Efri-Lá kasta brennivínskútn um á milli sín. Á æfingunni varð að notast viö gamla málningardós. Texti: Sveinbjörn I. Baldvinsson Myndir: Guðjón Birgisson fólk kemur í Ijós. Prestur jarð- syngur með hraði, fyrst tvö börn Hannesar (Pálmi Á. Gestsson) og Sigríðar konu hans (Ragnheiður Tryggva- dóttir) og því næst þrjú börn Margrétar og Bjarna úr Efri-Lá (Sólveig Pálsdóttir og Arnór Benónýsson). Lýsingin er á reiki, en leikar- arnir láta það ekki á sig fá birti á röngum stað á röngum tíma og myrkrið sé of stutt eða of langt. Sýslumaðurinn (Örn Árnason) kemur brátt til skjal- anna og heldur typtunarræðu yfir sakamanninum Einari Þórdísarsyni (Ellert A. Ingim- undarson) og brennimerkir hann síðan. Síðan kemur Þórdís þjófamóðir (Erla B. Skúladóttir) sjálf til skjalanna og ávarpar áhorfendur. Kynn- ingu persóna og aðstæðna er lokið. Nú hefst sagan. Hana verður að sjá og heyra, en ekki lesa. Sviðið er í miðjum sal, en gert ráð fyrir áhorfendasætum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.