Morgunblaðið - 23.05.1982, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 23.05.1982, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 33 á þrjá vegu. Það er horft niður á sviðið. Innarlega í salnum sit- ur Hallmar leikstjóri við borð og hripar niður athugasemdir. Annað slagið veifar hann tækni- og Ijósamönnunum hin- um megin við sviðið til að benda þeim á eitthvaö, enda stjórnar hann sjálfur lýsing- unni. Síminn hringir árið 1750 Og tilfinningaöldurnar rísa og hníga á sviðinu og í salnum. Veruleiki núsins hverfur í myrkrið. Svo gerist það í miðj- um klíðum, í miðju magn- þrungnu atriði, á miðri átjándu öld, að síminn hringir og hring- ir. Um stund takast á tveir tím- ar, tveir veruleikar, átjánda öldin á sviðinu og nútíminn frammi á gangi. En ekki kemur til átaka. Leikurinn heldur áfram og síminn hættir brátt að hringja. Enginn heima. Eymdin er mikil hjá almúg- anum á Snæfellsnesi undir loks tímabils einokunarversl- unarinnar. Það er engin spretta í túnbleðlunum, engin mjólkandi kýr í fjósi, enginn matur í búrkistum. Enginn eld- ur í hlóðum. — „Eldurinn getur ekki einu sinni lifað hér!“ En hjá kaupmanninum, — hjá þeim dönsku, eru allir hirsl- ur fullar, svo út úr flóir. Þórdís leggur til að börn hennar reyni að standa undir nafni. Og ein- hvers staðar þarna er hlé. Ljósin kvikna og það er hellt upp á. Söguhetjurnar af svið- inu skreppa yfir tvö hundruð ár fram í tímann og fá sér kaffi. Það er skipst á skoðunum um ýmis atriði, í orðsins fyllstu merkingu. Messíana Tómas- dóttir leikmyndahönnuður er komin og tæknimenn leggja á ráðin. Hallmar leikstjóri Sig- urðsson ræðir við leikarana. Fólk er nokkuð ánægt með ár- angurinn. Vissulega ýmis smá- atriði sem þarf aö athuga nán- ar. En allt á góðri leið. Kaupstaðarferð um nótt Síðan er haldið áfram. Leik- ararnir koma sér fyrir á viðeig- andi stöðum, Ijós eru slökkt og kveikt og leikurinn hefst að nýju. Bræðurnir Hannes og Einar brjótast ásamt Bjarna mági sínum inn í verslunina og hafa ýmislegt upp úr krafsinu. Þó ekki það sem fólkið skortir helst, mat. Vaðmál, sápa og brennivín er sú björg sem þre- menningarnir bera í bú eftir kaupstaðarferðina. Vaðmálinu verður að brenna. Allt kemst upp og bræöurnir og Bjarni eiga að fara með haustskipi á Brimarhólm. En þeir ákveða aö flýja land, ná naumlega að ýta úr vör ásamt Margréti, áður en sýslumaður nær til þeirra. Til að koma bátnum á flot þurfa þau að létta hann og í fátinu sem grípur um sig þegar sýslu- mann ber að garði er mat og vatni fleygt fyrir borð. Þau fjögur halda því af stað vista- laus áleiðis til Grænlands, en Þórdís verður eftir ásamt Bjarna syni sínum Öskubaki og Sigríði, konu Hannesar og hvítvoðungi Sigríðar. — Og sýslumanninum. Sextán ára piltur frá Ghana, safn- ar frímerkjum, póstkortum og stundar íþróttir: Jacob Asaber Mensah, P.O. Box 26, Sekondi, GHANA Sextán ára japönsk stúlka með tónlistaráhuga óskar eftir penna- vinum: Ranko Kurano, B-911 Koshigaya Sky Heights, Shimomakuri, Koshigaya-shi, Saitama-ken, 343 JAPAN Fjórtán ára japönsk stúlka, sem hefur mikinn áhuga á íþróttum: Izumi Kato, 110—34 Ikegamidai 3-chome, Midori-ku Nagoya-shi, Aichi, 458 JAPAN Frá Filippseyjum skrifa tvær ungfrúr. Þær skrifa á ensku og gefa upp sama heimilisfang: Alice Bandal, 25 ára, eða Marietta Bayron, 23 ára, 679 Tisa Labargon, Cor. F. Pacara St. (’ebu ('ity 6401, PHILIPPINES Sautján ára piltur frá Ghana, íþróttir og tónlist helztu áhuga- mál: John A.B.K. Abaidoo, P.O. Box 645, ('ape ('oast, GHANA Brezkur piltur um tvítugt óskar eftir pennavinum: David John Davris 38 Manor Road, Swintow, Mexborough, South Yorkshire S64 8PY, ENGLAND Þrettán ára sænsk stúlka með íþróttaáhuga: Kamilla Sigbjörnsson, Hemvárnsvágen 26, S-81800 Valbo, SWEDEN Átján ára nýsjálenzk stúlka með margvísleg áhugamál: Pauline O’Brien, 40 Malta Crescent, South Brighton, ('hristchurch 7, NEW ZEALAND Tvítugur piltur í Ghana, spilar borðtennis og leikur knattspyrnu: J. Appiah-Korsah, Business Tr. ('ollege, P.O. Box 206, Cape (’oast, GHANA Frá Filippseyjum skrifar 25 ára stúlka: Monyien Neis, Alimars Bookstore, ('ubao llranch, Cubao, Quezon ('ity, PHILIPPINES Tvær 17 ára finnskar stúlkur skrifa á ensku. Gefa upp sama heimilisfang: Eija Anttio eða Tarja Pihlava, Maunula, 31560 Kaunela, FINLAND ÞAK3ARN i hvoba lengd semer B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. „Standard” lengdir eöa sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans. Aö auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu- bönd og rennur. Silungsveiði Um hvítasunnuna hefst silungsveiöi í Hítarvatni. Veiöileyfi og veiöihús þarf aö panta í Hítardal, sími um Borgarnes. ÚTBOD Borgarfjörður eystri. Stjórn verkamannabústaða, Borgarfjarðarhreppi eystri, óskar eftir tilboðum í byggingu parhúss. Húsiðverður I72m2610m\ Afhending útboðsgagna er á hreppsskrifstofu Borgarfjaðarhrepps og hjá Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 25. maí n.k. gegn kr. 2.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en fimmtudaginn 10. júní n.k. kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. Stjómar verkamannabústaða Txknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þrettán ára sænsk stúlka með mikinn íþróttaáhuga: Anna Karin Murén, Asgardsvágen 7, S-81800 Valbo, SWEDEN w 1 lúsiiæóisstot'nun rikisins \l (.I VSlNt.ASIMIW KK: 22480 JBorounblnbib K;@

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.