Morgunblaðið - 23.05.1982, Page 34

Morgunblaðið - 23.05.1982, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 ir að skerast í leikinn, getur lög- reglan ekki skorast undan. Þá gildir það einu þótt ég persónulega hafi allmikinn skilning á því, að unglingarnir hafi þörf á stað, þar sem fullorðna fólkið getur ekki fyigt hverju fótmáli þeirra eftir með augunum; s,tað þar sem ungl- ingarnir geti notið sín á óþving- aðri og ef til vill annan hátt en tíðkaðist hér áður fyrr. Ég fæ ekki skilið af hverju ekki er unnt að ráða bót á svona löguðu með stjórnmálalegum aðgerðum. Af hverju þarf að blanda okkur — lögreglumönnum — aftur og aftur inn í þetta? Það er víst áreiðan- lega gert ráð fyrir því, „að við sé- um svo óskaplega ánægðir yfir að fá að beita valdi okkar". En í rauninni er það þvert á móti. Segið þér þetta við stjórnmála- mennina? Mjög oft. Og ég bendi þeim á, að ástandið gæti orðið sérstaklega Poul Eefsen, lögreglustjóri Kaup- mannahafnar: „Ástandið í Dan- mörku er farið að minna á upp- lausnina á síðustu dögum Weimar-lýðveldisins." þau „lög og reglur", sem lög- reglan á að sjá um, aö séu í heiöri haldnar? Ekki veit ég, hvort það stefnir beinlínis í þessa átt. En hitt er rétt, að á síðustu árum hafa lögin almennt verið minna virt. Þetta er vandamál, sem lögreglan verður fyrst og fremst að horfast í augu við. En þegar öllu er á botninn hvolft, er þetta þó þannig vaxið vandamál, að það kallar á póli- tíska lausn. Dagsdaglega rekst maður á ókjörin öll af reglugerð- um og lagafyrirmælum, og þeim fer stöðugt fjölgandi. Danmörk er orðin að geðveikislega ofstjórnuðu þjóðfélagi, þar sem vart finnst orðið smuga fyrir frjálsar athafn- ir þegnanna; við þessu eiga menn sannarlega að gjalda varhug. Ef menn geta ekki orðið tekið sér neitt fyrir hendur, án þess að reka sig sífellt á lagafyrirmæli, þá end- ar það með því að menn hunza hvert lagaboðið á fætur öðru. Hér Lögreglan fær skellinn Blaðamaður Berl- ingske Tidende átti nýlega eftirfarandi viðtal við lögreglu- stjórann í Kaup- mannahöfn. Bar þar margt á góma en sér- staklega þó hinn sí- aukna vanda stór- borgarlögreglunnar við aö stilla til friðar í átökum, sem sprottin eru af vaxandi félags- legri ókyrrð. í allri Vestur-Evrópu færast alls konar afbrot í vöxt, árekstrum , milli yfirvalda og þegna fjölgar, og farið er að bera meira og meira á áberandi gagnrýnni afstöðu alls almennings til lögreglunnar. Danmörk er engin undantekn- ing að þessu ieyti. Það skyldi því engan furða, að yfirmann lögregl- unnar í Kaupmannahöfn, hinn 56 ára gamla lögreglustjóra Poul Eefsen, væri farið að langa aftur til áranna fyrir 1975, þegar hann var „lögmaðurinn bak við umferð- aröryggið" og gegndi stöðu yfir- manns umferðardeildar í dóms- málaráðuneytinu danska. En að eigin sögn finnst honum starf sitt vera áhugavert, þótt hann dragi enga dul á, að hann hafi áhyggjur af þróun mála — af árekstrum, þar sem lögreglan uppsker alit að því hatur fólks — og að honum finnist það óþægi- legt, að „hellt skuli vera svívirð- ingum og óþverra yfir sig“, meðal annars í dagblöðunum. „Það er mjög þýðingarmikið — og það brýni ég líka fyrir ungum lögreglumönnum — að blöðin hafi vakandi auga með opinberum yfir- völdum, og þá ekki sízt með lög- reglunni, sem hefur svo víðtækt vald. En gagnrýnin verður að b.vggjast á réttum grundvelli, og á það skortir stundum nokkuð," seg- ir Poul Eefsen. Eitt af því, sem bakar lögreglu- stjóranum áhyggjur, er að alls konar félagsleg vandamál eru í vaxandi mæii þau viðfangsefni, sem lögreglan verður að fást við og koma í lag. í raun og veru eru það þó stjórnmálamennirnir, sem eiginlega bæri skylda til að kljást við þess háttar mál. Honum finnst, að rekja megi marga þætti þeirrar ókyrrðar og ört vaxandi ofbeldishneigðar, sem nú gerir vart við sig, til almennrar óánægju með þjóðfélagið sjálft. Úr því að ríkisstjórnin, þingmenn og borgarfulltrúar eru ekki innan seilingar almennings, lendir það á lögreglunni að taka á sig skellinn. Ég skil æskufólkið Er það óþægileg tilfinning, að lögreglan skuli æ oftar — eins og til dæmis þegar fólk setur upp umferðartálmanir, við al- mennar mótmælaaðgeröir eöa þegar setzt hefur verið að í auð- um húsum — þurfa að láta til skarar skriöa gegn þegnum, oft á tíðum gegn bornum og ungl- ingum, sem naumast er unnt að telja með við flokkun afbrota- manna? Það er afar óþægilegt að lenda í þess háttar átökum eins og til dæmis, þegar æskufólk tók Schönning og Arvé-verksmiðjuna herskildi. En þegar við erum beðn- hættulegt, ef ekki er fyrst og fremst ráðin bót á atvinnuleysi unglinganna og aðgangur að menntastofnunum gerður greið- ari. Sérhver danskur stjórnmála- maður veit þetta, en það þarf samt auðsýmlega að brýna þetta sí og æ og enn greinilegar fyrir þeim. Það hlýtur að vera hroðalegt að geta hvorki fengið neitt að gera, né heldur geta fengið þá starfs- menntun, sem hugur manns stendur til. Eiga aðeins að bíða, bíða og bíða. Það getur ekki leitt til annars en að þetta unga fólk verði vonsvikið og gefist brátt upp við að bjarga sér. Ofbeldi og hrottaskapur vex Hverjar álítiö þér ástæöurnar fyrir þessari almennu aukningu á líkamsárásum og hinum sífellt ruddalegri aðferðum, sem farið er að beita? Já, hverjar eru ástæðurnar fyrir því? Hér áður fyrr gátu menn gert út um deilumál sín með hnefun- um, en nú orðið virðast menn finna þörf hjá sér til að sparka í fórnarlambið, þegar það liggur varnarlaust fyrir fótum manns, og helzt virðist þurfa að nota hníf . . . Það hafa verið skrifaðar margar bækur og lærðar ritgerðir um þetta efni, án þess að tekizt hafi að finna öruggt svar við þessu. Er þetta tákn um þjóðfélagslega kreppu? Stendur þetta í sambandi við hina auknu þjóðfélagslegu flokkadrætti og aukinn tvískinn- ung á stjórnmálasviðinu? Stjórnmálamennirnir .eyða, að því er mér finnst, mikiu meiri tíma í að deila hver á annan og rökræða ástæðurnar hver fyrir af- stöðu annars, fremur en hitt að stefna að því að leysa í samein- ingu eitthvað af þeim erfiðu vandamálum, sem hrannast núna upp fyrir framan okkur. Hvenær skyldi síðast hafa komið fram til- laga, sem almennt var fagnað með ummælum eins og „hugmyndin er reglulega góð. Þessu erum við samþykk"! Það er ósk lands- manna, að vandamálin verði leyst, en menn óska ekki eftir því að hlusta bara á stjórnmálamennina skeggræða málin fram og aftur skefjalaust sín á milli. Hvernig kann þaö að enda, að yðar áliti, ef þeseu heldur svona fram, aö ókyrrð og ofbeldi fer stöðugt vaxandi bæði í Kaup- mannahöfn og í landinu öllu? Ég veit það raunar ekki. Mér finnst hins vegar, að ástandið hér sé um margt farið að verða líkt því ástandi, sem ríkti í Weimar-lýð- veldinu undir stjórn Brúnings for- sætisráðherra og von Hinden- burgs ríkisforseta. Þá hnakkrifust stjórnmálamennirnir og ræddu í ákafa fram og aftur um málin, á meðan hinir ýmsu öfgahópar til hægri og vinstri slógust á götun- um. Og hvernig endaði svo Weimar-lýðveldið? Ég vona, að það fari ekki eins hér í Danmörku. Og þegar málum er svo komiö, er lögreglan þá eins og milli tveggja elda? Já ... það minnir mig á það, sem ég skrifaði í bréfi einu til Lise Östergard dómsmálaráðherra, eft- ir öll lætin í kringum kvenna- ráðstefnuna, þegar lögreglan fjar- lægði nokkrar konur, sem höfðu í frammi andóf. Beiðnin um lög- regluaðgerðirnar kom frá foringja í öryggissveit Sameinuðu þjóð- anna, en eftir á sagðist þessi for- ingi svo sannarlega ekki hafa beð- ið um þær. „Eitt er víst,“ skrifaði ég í bréfinu til dómsmálaráðherr- ans, „um leið og pólitík blandast inn í málin, er lögreglan í klípu." Óskeikul lögregla? Gerir það afstöðu lögreglunnar ef til vill ennþá erfiðari, aö þær hugmyndir, sem margir þegnar gera sér um, hvaö rétt sé og leyfilegt, hafa smátt og smátt gengið mjög svo í berhögg við áður fyrr virtu menn til dæmis umferðarlög og -reglur alveg sæmilega. Nú orðið er ástandið í þeim efnum næsta hryggilegt. Ef menn fara að leggja í vana sinn að brjóta viss lagaboð og reglur, þá hefur það neikvæð áhrif á viðhorf manna til annarra lagafyrirmæla. Af hálfu lögreglunnar hefur oftsinnis verið stungið upp á því að afnema í allmörgum tilvikum refsiákvæðin með öllu. Hver er ástæöan til þess, að færri þegnar „standa með lög- reglunni" nú á dögum, heldur en reyndin var hér áður fyrr? Ég veit raunar ekki, hvort þessu er þannig farið. I fyrra var stofn- un einni falið að rannsaka til hvaða aðila í þjóðfélaginu fólk bæri mest traust, og lögreglan var þar í öðru sæti, næst á eftir lækn- unum. Ég held ekki, að um meiri andúð sé að ræða í okkar garð nú á dögum, en hins vegar er hún látin meira í ljós í dagblöðunum. Það kemur ekki ýkja oft fyrir, að lögreglan játi, að henni hafi orð- iö á mistök, þótt tæpast geti nú allir í lögregluliðinu kallast óumdeilanleg ofurmenni. Getur þaö ekki leitt til þess, að óhugn- anleg tilfinning fari að grípa um sig meðal almennings, ef menn taka aö álíta, að framburöur lögreglumanns sé í öllum tilvik- um tekinn mun trúanlegri held- ur en orö óbreytts borgara? Jú, það er alls ekki við það un- andi, ef málin taka að þróast þannig, að fólk fer að álíta lög- reglumenn alveg óskeikula, að allt sem þeir hafist að sé rétt, og að þeir hafi í öllum tilvikum einnig rétt fyrir sér. En tala kvartana vegna fram- komu lögreglumanna hefur ann- ars lækkað að mun, og er lægri núna en fyrir fimm árum. Álítið þér, að þaö sé af því aö lögreglan sé orðin betri? O nei, og ég hef reyndar verið að velta því fyrir mér, hvernig standi eiginlega á því. Christiania og eiturlyfin Eruö þér sem stjórnandi um- deildrar þjóðfélagsstofnunar stundum sjálfur á vettvangi til að ganga úr skugga um, hvað eiginlega sé á seyöi? Nei, og þar á stjórnandinn held- ur ekki að vera. Þessi staða, sem ég gegni, er stjórnunarstaða. Að- alritstjóri dagblaös fer víst heldur ekki á vettvang og tekur að rann- saka málavexti og svo framvegis. Til þess háttar hefur hann — al- veg eins og ég — aðstoðarmenn. Þannig hef ég til dæmis aldrei verið niðri í Christiania-hverfinu, og til þess liggja margar ástæður. En ég hef hins vegar hitt íbúa Christiania-hverfisins að máli á skrifstofu minni. Hver sem kynni að óska eftir að ná tali af mér, getur það. Af hverju hefur lögreglustjórinn mestar áhyggjur? Af þróun mála í þjóðfélaginu, sem sagt, með hinum mörgu árekstrum. Þá er eiturlyfjaneyzl- an, og allt sem henni er samfara, mér mikið áhyggjuefni. En hvern- ig er svo sem hægt að draga ein- hver mörk í þeim málum? Öll sú eymd er ef til vill í nánu samhengi við þá staðreynd, að mjög margir af þeim, sem verða eiturlyfjunum endanlega að bráð, er fólk, sem hefur áður orðið að búa við félags- lega upplausn, annað hvort á heimilum, sem hjónaskilnaðir hafa lagt í rúst, eða þá vegna at- vinnuleysis, sídrykkju og lausung- ar almennt. Ég get nafnt eitt dæmi af ótölu- lega mörgum, sem mér finnst vera dapurleg staðreynd. Eitt kvöldið sitja sex stúlkur á aldrinum tólf til þrettán ára á krá niðri í Christianiu, drekka sterkt öl og reykja hass. Hverjir haldið þér, að hafi verið forráðamenn þeirra? Einstæðar mæður ... Því miður rekumst við mjög oft á þannig að- stæður. Eigið þér börn sjálfur? Ég á tuttugu og fimm ára gaml- an son, sem er í lögfræðinámi, og tvítuga dóttur, sem er í læknis- fræði. Hvort ég tali um vandamál æskunnar við þau? Jú, því ekki það! Geta þau sagt yður eitthvaö um viðhorf unga fólksins og um hin- ar mismunandi aðstæöur í þjóö- félaginu — meðal annars um einhver atvik í Christiania- hverfinu, sem þér fréttið ekki um hjá samstarfsmönnum yðar? Það sem ég frétti hjá börnunum mínum staðfestir það, sem ég vissi þegar. Það vill svo til, að við í lög- reglunni vitum heil reiðinnar ósköp um börn og unglinga, um feril þeirra og vandamál. Við er- um nefnilega stöðugt að fást við þau. Eru ekki einhver takmörk fyrir þvi, sem þér viljiö álíta að sé í verkahring lögreglunnar? Það bætast víst stöðugt nýir mála- flokkar við, og hver veit, hvað það verður næst, sem lögreglan verður beðin um að taka að sér. Það er erfitt að svara spurn- ingu, sem byggist á ágizkun einni saman. En ef til þess skyldi koma, að lögreglan þyrfti að láta frá sér heyra um þetta, verðum við að skýra yfirmönnum okkar frá því, það er að segja dómsmálaráðu- neytinu. Birgit Rasmussen 25. maí biðlisti 6. júlí 3 vikúr 10 sæti laus 2 vikur biölisti 17. ágúst 3 vikur biölisti 2 vikur biölisti 8. júní 2 vikur biðlisti 1 vika laus sæti 20. júlí 7. sept. 2 vikur biölisti 3 vikur laus sæti 1 vika laus sæti 2 vikur biðlisti 31. ágúst 29. júní 2 vikur biölisti 2 vikur fullbókaö 1 vika 4 sæti laus 1 vika laus sæti 15. júní 10. ágúst 3 vikur laus sæti 2 vikur biölisti 2 vikur biðlisti 1 vika biölisti 27. júlí 28. sept. 3 vikur fullbókaö laus sæti 2 vikur biölisti URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI: 26900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.