Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.05.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 35 ALÞJOÐLEGASTA LJOÐSKALD NOREGS OG EITT HELSTA LJÓÐSKÁLD NÚTÍMANS eftir Ivar Orgland Á 75 ára afmæli sínu, mánudag- inn 8. mars 1982, gerðist norska ljóðskáldið Rolf Jacobsen félagi „Pantheon" hjá Gyldendal-forlag- inu, þar sem hann gefur út bækur sínar. Að gerast félagi „Pantheon" er sá viðburður að andlitsmynd hans í málverki verður komið fyrir í húsakynnum forlagsins, en aðeins mestu skáldin eru heiðruð á þennan hátt. Má sjá mörg fræg andlit í norskum bókmenntum á veggjum Gyldendals, m.a. „hina fjóra stóru": Ibsen, Björnson, Kielland og Lie. „Þetta er mesta viðurkenning sem við getum veitt þér,“ sagði Andreas Skartveit, forstjóri Gyld- endals, þegar hann afhjúpaði myndina, sem er máluð af Knut Fröysaa. Rolf Jacobsen var svolít- ið feiminn við allt þetta lof, ekki síst af því að honum var vísað til sætis hjá skáldum, sem höfðu gef- ið úr 12—14 bindi. „Sjálfur hefi ég aðeins samið 11 þunn ljóðahefti," sagði hann, en gaf einnig til kynnp að ný ljóðabók væri í vændum. Rolf Jacobsen gat út fyrstu ljóðabók sína árið 1933. Nefndi hann bókina „Jörð og járn“ (Jord og jern). Með henni sló hann nýja strengi í norskri ljóðagerð af því að hann notaði myndir sem höfðu aldrei verið notaðar áður í norsk- um ijóðum. Það voru orð nútímans eins og „eksos" (útblástur hreyfla og véla), „betong" (steinsteypa) og fleiri. Önnur ljóðabók Rolfs Jacobsen kom tveimur árum á eftir. Nafn hennar er „Aragrúi" (á norsku Vrimmel). — En nú hefst langt hlé í bókaútgáfu Rolfs. Liðu 18 ár þangað til hann sendi frá sér þriðju ljóðabókina, en eftir þann tíma hefir höfundur verið reglu- samari. Síðasta bók hans hingað til, sem ber heitið „Hugsaðu um eitthvað annað" (Tenk pá noe ann- et) kom út árið 1979. Rolf Jacobsen er talinn alþjóð- legasta ljóðskáld Noregs. Ljóð hans eru þýdd á 18 tungumál, bæði heimstungur og afskekkt tungumál og gujarati (nefnifall), — indverskt tungumál, sem er talað af nokkrum hundruðum þúsunda manna. En ekki einungis vegna þýðinga er Rolf Joacobsen alþjóðlegastur, í hópi norskra skálda, eða meðal þeirra alþjóðlegustu. Myndaheim- ur hans er ekki bundinn við land hans og þjóð á þann hátt að lest- urinn verði þess vegna erfiður og kvæðin torskilnari fyrir lesendur sem þekkja ekki Noreg og dæmi- gert norskt umhverfi. Að vísu koma fyrir norsk nöfn og heiti, en ekki á þann hátt að sérstök þekk- ing á þeim sé nauðsynleg til að geta notið kvæðanna. Notkun stuðlasetningar í Noregi kemur aðeins fyrir hjá skáldum sem hafa orðið fyrir áhrifum af norrænum eða íslenskum nútímabókmennt- um. Rímuð ljóð, þ.e.a.s. ljóð með endarími, hafa ekki heldur verið í hávegum höfð meðal tískuskálda nokkuð lengi, en eru þó á seinustu árum á leið aftur inn í bókmennt- irnar. — Rolf Jacobsen notar yfir- leitt hið frjálsa ljóðform, án at- kvæðabundinnar hrynjandi, án skipulagðrar fyrirmyndar enda- ríms, en þar að auki án ákveðinn- ar erindaskiptingar. Mál hans er nálægt talmáli. Og þó að hug- myndaflug hans sé mikið, verða ljóð hans aldrei fjarstæð og tor- skilin. Hann sér alltaf um að „konkretísera" (gera hlutlægt) ljóðið með því að nota þýðingar- mikil orð úr daglegu lífi, sem allir nútímamenn þekkja, orð eins og „eksos" (útblástur) og „betong" (steinsteypa), en slík orð eru hvarvetna notuð. Þessi alþjóðlegi orðaforði og hið frjálsa ljóðform gera þeim að sjálfsögðu auðveldara fyrir sem þýða ljóð Rolfs Jacobsen. Þar með er ekki sagt að ljóðmál hans sé alltaf það auðveldasta í bók- menntalegum skilningi. Það þarf oft mikla hugsun og innsæi til að ná tökum á boðskap skáldsins, en þessi boðskapur kemur sjaldan fram í orðunum einum, heldur í skáldlegum myndum. Hann er síð- ur en svo prédikari, og enn síður spámaður. En þeir sem lesa kvæði Rolfs Jacobsen komast að raun um að í þeim birtast brýn samtíma- viðhorf. Rolf Jacobsen þekkir heim tækninnar. Það er að líkindum meira af tækniorðum hjá honum en nokkrum öðrum á norsku skáldaþingi. En hann notar ekki aðeins tækniorð til að gefa raun- sæja lýsingu af nútímaheimi okkar. Rolf Jacobsen er hræddur við þau öfl, sem geta skemmt jörð- ina, gert hana að svo menguðum og eitruðum dvalarstað að líf okkar sé í hættu. — Þó er hann ekki neikvæður svartsýnismaður. Ósjaldan kveður við glettnistón í ljóðum hans, enda er hann sjálfur hlýr og gamansamur í viðræðum. Hann kann einmitt þá list að miðla mönnum djúpum sannleika án þess að slá neinu föstu, lýsa mannlegri reynslu án þess að mæla í aðvörunartón. Þegar öllu er á botninn hvolft er hann við: mótsþýtt og aðlaðandi skáld. í ljóðum hans er alvöru og ógnum nútímans lýst lágum rómi, en þó án þess það misskiljist. Þess vegna nær hann til manna, bæði yngri og eldri. Meðal þeirra nútímaskálda Norges sem talin eru til hinna listrænustu njóta fáir meiri vin- sælda en Rolf Jacobsen. En hann hefir líka ort ljóð sem ná til allra, t.d. ljóðið um jarðýtuna, sem blæs úr sér blárri eiturgufu og hámar í sig grös og blóm gráðugum kjafti. Rolf Jacobsen hefir ort ljóð um Pitcairn, sem hefst á þennan hátt: Kn bölge í havel veldig som en knust katedral eller et sammenrast boligkvarter (Hafalda voldug sem mölbrotin dómkirkja eða hrunid bústadahverfi) Um þetta skrifar Jens Wolle- bæk (1967): „Pitcairn, afskekkt eyja í suðurhluta Kyrrahafs, er lítt þekktur depill í alheiminum. í slíku umhverfi nálgast maðurinn almættið. Felum við allt á hendur æðri stjórn, mun umkvörtun okkar ef til vill verða heyrð og ömurleiki okkar afmáður." En í tímaritinu Vinduet (Glugginn) segir Rolf Jacobsen sjálfur (1975): „Ég held að allir þurfi handrið að halda í, handrið, sem er skilningur þess, er felst í samhengi þróunar og sögu mannkynsins. Það er lík- lega fyrst og fremst áhugi minn á mannkynssögu, sem hefir fært mig í átt til kaþólskrar trúar; sú trú staðfestir órofa samband við uppruna okkar. Öll siðmenning hófst á miðöldum. Næstum því all- ur þjóðarskáldskapur okkar (þjóð- sögur, þjóðvísur o.s.frv.) á upptök sín í kaþólskum helgisiðum. ís- lendingasögurnar hefðu verið óþekktar, ef munkarnir í klaustr- unum hefðu ekki fært þær í letur.“ Rolf Jacobsen gerðist róm- versk-kaþólskur fullorðinn maður, löngu eftir að hann gaf út fyrstu ljóðabók sína. Það var fyrst 1954, þegar hann gaf út „Leynilíf" (Hemmelig liv), að hann kemur fram sem fullmótað ljóðskáld, bæði að formi og í túlkun samtíð- arlífs. En auk þess sem hann gagnrýnir þjóðfélag tækninnar leitar hann jákvæðs lífsviðhorfs liðinna tíma. Hann getur sagt í tregatón: „De store symfoniers tid/ er over nu“ (Tímabil hinna stóru sinfónía/ er liðið undir lok). En Rolf Jacobsen yrkir meira um von en trega og angist. Það er einnig angurvær tónn í ljóðabók- um hans „Sumarið í grasinu" (Sommeren i gresset), 1956, og „Bréf til ljóssins" (Brev til lyset), 1960, en hér gætir einnig djarfrar trúar á framtíðina: Það er alls ekki út í hött að trúa því, að það dugi að berjast við tæknisinnaða vélmenningarmenn — menn sem eru jafn kaldir og óhrifnæmir og sú framleiðsla, sem þeir bera á borð. Heiti ljóðabóka geta gefið góða bendingu um innihaldið. Það á ekki síst við um bækur Rolfs Jac- obsen. Tvær þeirra síðustu heita „Öndunaræfingar“ (Pusteövelser) og „Kyrrðin á eftir" (Stillheten eft- erpá). Nú á mengunartímum þurfa menn sannarlega að æfa sig í að draga andann, bæði í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu. Við þurf- um á allan hátt að gæta okkar, bæði á umhverfinu og mengunar- öflum okkar innri manns. — Við búum við góðan fjárhag, en okkur skortir vilja. Við lifum í ótta, og eigum enga von. Við fáum enga huggun og okkur vantar trú. Dette forstar vi ikke. At det var i dag han döde. At det var i dag de spikret hendene til treet At det er i dag han ikke er Kaþólska skáldið Rolf Jacobsen fer mjög hljóðlega — eins og i kveðskap sínum yfirhöfuð — þeg- ar hann slær trúarlega strengi. Hann lætur sér nægja vísbend- ingar og skírskotanir fremur en að yrkja opinskátt um trú sína. Eins og bók hans, „Leynilíf", bendir til, sækir tjáningarform trúarlífsins fyrirmyndir í líf innra mynda- heims. Skáldið er þess fullvisst, að þótt mannkynið þrái nú líkn og huggun meir en nokkurn tíma fyrr, þá trúi menn ekki. Þeir snúa baki við dularheimi trúarinnar. Sennilega hefði Rolf Jacobsen ekki náð til fleiri þótt hann hefði talað annarri tungu um þessi efni. Hann er enginn þrumandi postuli. Rolf Jacobsen er raunsær mað- ur, eins og fram kemur í ljóðum hins myndræna skálds. Eðlileg og óhátíðleg viðhorf eru lykillinn að ljóðaheimi hans. Hann beitir röddinni með þeim hætti að unnt er að hlusta — ekki á hið „mikla skáld“, heldur á kyrran og hljóð- látan mann, sem hlédrægur játar stöðu sína sem lítill punktur í til- verunni. — Hann segir í kvæðinu „Kyrrðin á eftir“ (Stillheten eft- erpá); Stillheten som bor i gresset pá undersiden a> hvert stra og i det hla mollemrommet mellem stenene. Stillheten som folger efter skuddene og efter fuglesangen Stillheten som legger et leppe over den döde og som venter i (rappene til alle er gatt. Stillhelen. Stillheten som legger seg som en fuglunge mellem EVINRUDE öðrum fremri PORr 5IMI B1500 ARMULA11 FITUBANINN KIAS Adeins 2-3 töflur 1/2 tima fynr móltíð, gefur fyllingu þanmg að þu borðar ekki meira en þú þarft. INNIHELDUR einmg, Prótein og jurtaefni Nú fáanlegt í Apótekum og matvöruverslunum um mest allt landið AGÚST SCHRAM heildverslun sími 31899 Bolholt 6, 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.