Morgunblaðið - 23.05.1982, Page 38

Morgunblaðið - 23.05.1982, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 + Móöir okkar og amma mín, KRISTÍN ÁRNADÓTTIR, Mjölniaholti 6, lést i Borgarspítalanum, föstudaginn 21. maí. Karin W. Hjélmaradóttir, Árni W. Hjólmaraaon, Hjálmar W. Hannaaaon. Eiginmaöur minn og bróöir okkar, EGILL EGILSSON, Maóalholti 13, Raykjavfk, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 25. maí, kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Guöveig Stefánsdóttir, Guöbjartur G. Egilason, Ólafía Egilsdóttir. + Eiginkona mín, AURORA HALLDÓRSDÓTTIR, leikkona, Reynimel 82, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 25. mai, kl. 13 30. Þeim. sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarsjoð Feiags íslenzkra leikara. Indriöi Halldórsson. f Útför mannsins míns, EINARS BJARNASONAR, prófessors, fer fram frá Dómkirkjunni ( Reykjavík, mánudaginn 24. maí, kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuö. Margrét Jensdóttír. Útför MAGNÚSARÁRNASONAR frá Stóra-Hrauni, Bakkageröi 4, fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 24. maí kl. 13.30. Ingibjörg Georgsdóttir, Árni Magnússon. f STEFÁN SÖLVI PÉTURSSON fré Rekavfk bak Höfn, Suöurgötu 71, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju, þriöjudaginn 25. maí kl. 14.00. Ásta Jósepsdóttir, Ólöf Ásta Guömundsdóttir. + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUORÍDAR SÆMUNDSOÓTTUR, Dalbraut 31, Akranesi. Sérstakar þakkir eru faeröar laeknum og starfsfólki A-deildar sjúkrahúss Akraness fyrir framúrskarandi hjúkrun og umönnun i veikindum hennar. Halldór M. Sigurösson, börn, tengdabörn og barnabörn. Einlaegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu, móöur, tengdamóöur, ömmu og systur, UNNAR GUDJÓNSDÓTTUR, Birkihvammi 1, Hafnarfiröi, Tryggvi Steinsson, Guöjón Þór Steinsson, Þorgeröur Steinsdóttir, Hrefns Steinsdóttir, Einar Steinsson, Bryndís Steinsdóttir, Steinn Tryggvason, Valgeröur Albertsdóttir, Ingimar Þór Gunnarsson, Siguröur Hauksson, Guöný Pétursdóttir, barnabörn og systkini. Einar Bjarnason prófessor - Minning Fæddur 25. nóvember 1907. Dáinn 17. maí 1982. „Is buaine focal no toic an t-saaoghai.“ Orð endast lengur en veraldarauður. Svo hljóðar gelísk- ur málsháttur, er mér verður hugsað til, er ég minnist vinar míns, Ginars Bjarnasonar. Hann var okkur yngri fræðimönnunum lifandi fyrirmynd, jafnt til orðs sem æðis, og við munum stefna að því, að feta í fótspor hans, og fylgja þeirri vísindahyggju í ættfræði, sem hann mótaði. Einar Bjarnason átti ekki langt að sækja fræðimannsáhuga sinn. Faðir hans, Bjarni Jónsson, bankastjóri á Akureyri, hugðist upphaflega stunda nám í íslenskum fræðum, en kaus að nema lögfræði, vegna fátæktar. Einar Bjarnason segir um föður sinn í formála rits hans, íslenskir Hafnarstúdentar, sem kom út á Akureyri 1949, mikið rit, sem faðir hans vann að með kost- gæfni alla tíð frá stúdentsárum sinum: „Starfi Bjarna var lengst- um svo háttað, að hann hlaut að kynnast mörgum mönnum, en auk þess var honum það áhugamál og sjálfsagt unun, að kynnast fólki, sem hann hitti, og spyrja það um ætt þess og hagi. Var svo komið, að tæplega mun það mannsbarn hafa verið í landinu, að hann ekki þekkti eða vissi deili á einhverju nánu skyldmenni þess.“ Þessi ættfræðiáhugi á bernskuheimili Einars kveikti snemma fróðleiks- löngun í brjósti hans, sem varaði alla hans ævi. Hann naut sömu menntunar og faðir hans og sneri sér að opinberum störfum. Um leið tók hann upp nýrri og gagn- rýnni vinnubrögð við ættfræði- rannsóknir, en fram að því höfðu tíðkast á Islandi. Reyndar hafði Hannes Þorsteinsson þjóðskjala- vörður sýnt viðleitni til vísinda- legrar gagnrýni í ættfræði, en yf- irleitt var skortur á að ættfræði- áhugamenn sýndu næga varúð í verkum sínum og byggðu á strangri heimildagagnrýni. Að vísu var þar áður fyrr um að kenna heimildaskorti, sem leiddi til getspeki eftir líkum, en ætt- fræðin krafðist allra greina mestrar varúðar, og þess vegna þurfti á manni að halda, sem sam- einaði vísindahyggju og mikla þekkingu á heimildum, til þess að móta nýja stefnu í ættfræðirann- sóknum. Reyndar höfðu fleiri séð þetta, eins og Bragi Sveinsson frá Flögu, sem dó ungur, en fyrsti maðurinn, sem hafði þessa víðsýni til að bera og koma henni á fram- færi, var tvímælalaust Einar Bjarnason, þó að Guðni Jónsson, prófessor, væri farinn að fást við þetta viðfangsefni, en í miklu minna mæli. Einar Bjarnason byrjaði snemma á að rita um ættfræði, bæði einstakar greinar en einnig stærri verk, eins og Lögréttumannatal, sem kom út árin 1952 til 1955, en það varð fljótlega leiðarljós fyrir fræði- menn vegna vísindalegra vinnu- bragða, sama var að segja um rit- gerðir hans, sem birtust í Blöndu, Sögu og Skírni. Þær urðu til fyrir- myndar, hvort sem hann skrifaði um gildi íslenskrar ættfræði, rannsóknir á miðalda- eða seinni tíma ættum, og ættum einstakl- inga eða ættfræði frá lögfræðilegu sjónarmiði, auk ýmissa lögfræði- ritgerða í Tímariti lögfræðinga og Úlfljóti. Auk þess vann hann að útgáfu ýmissa stórverka, eins og Ættum Austfirðinga, 1.—9. bindi, ásamt Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi, eftir séra Einar Jónsson á Hofi í Vopnafirði, 1953 til 1968. Þá sá hann um útgáfu Alþingis- bóka íslands 1955 til 1964, en vann síðan að nafnaskrá 10.—12. bindis, 1967 til 1971. 1960 byrjaði hann að birta í Nýjum kvöldvökum „ís- lenska ættstuðla", sem voru vís- indalegar rannsóknir á íslenskum miðaldaættum, byggðar á sam- tímaheimildum, eins og Forn- bréfasafni. Þar beitti hann sagnfræðilegum heimildum til ættfræðirannsókna, og fann að vanda ýmsar nýjar leiðir og af- sannaði fyrri tíðar getgátur. 1969 fór Sögufélagið síðan að birta niðurstöður hans í bókaflokknum íslenskir ættstuðlar og komu út þrjú bindi, 1969 til 1974, og eru þau undirstöður íslenskrar mið- aldaættfræði frá þjóðveldistíman- um og þangað til að fyrsta mann- talið var tekið 1703. Því miður hætti Sögufélagið útgáfu á ís- lenskum ættstuðlum, þó að eftir hann lægi efni í eitt til tvö bindi til viðbótar, svo til fullunnið, en auk þess átti hann drög að ýmsum ættum, sem honum auðnaðist ekki að ljúka. 1969 var Einar Bjarna- son skipaður prófessor í ættfræði og tók hann þá um leið við emb- ætti æviskrárritara, sem var sam- einað prófessorsstöðunni. Einar flutti nokkur opinber erindi um ættfræði í háskólanum, og voru þau vel sótt. Veturinn 1972 til 1973 hóf hann að halda umræðufundi í Háskólanum, og voru þeir opnir almenningi. Komum við nemend- ur hans þá með ýmis vandamál, sem við vorum að glíma við, og voru þau tekin fyrir og rædd. Hann sagði okkur þá, að næsta vetur ætlaði hann að hefja reglu- lega kennslu í ættfræði og voru þessir umræðutímar til undirbún- ings undir hana. Vorið 1973 var honum boðið að halda fyrirlestur í Osló hjá Norska ættfræðifélaginu um íslenska ættfræði, og var sá fyrirlestur hans síðan birtur í tímariti félagsins. í júní 1973 fékk hann heilablóðfall, sem gerði það að verkum, að hann varð að hætta störfum, og var sjúklingur til dauðadags. Þetta var því meira áfall, þar sem hann hafði ýmis áform sem hann varð að leggja á hilluna. Meðai annars ætlaði hann að halda áfram rannsóknum sín- um á ættfræðihandritum, sem hann hóf með rannsókn sinni á ættartöluhandritum Guðmundar Gíslasonar í Melgerði, sem birtist í Árbók Landsbókasafnsins 1950—’51. Þá ætlaði hann að kanna ættfræðistörf Steins Dofra ættfræðings, og skrá handrit hans. Sérstaklega var þetta mikið áfall fyrir Ættfræðifélagið, sem hann átti mestan þátt í að endur- reisa 18. febrúar 1972, og var vara- formaður þess frá upphafi, og að- alfyrirlesari á fundum félagsins. Þá var hann að vinna að því að leiðrétta ættfræðivillur í íslensk- um æviskrám, sem birtust síðar í sjötta bindi þess 1976, en auk þess höfðu einnig birst leiðréttingar eftir hann á framættum í Arnar- dalsættinni, í þriðja bindi þess verks, 1968. Það var alltaf gott að koma til þeirra hjóna, eftir að hann veiktist, þó að þrek hans væri ekki mikið, en kona hans annaðist hann í veikindum hans með sérstakri fórnfýsi. Nú er skarð fyrir skildi í íslenskri ætt- fræði, þar sem aðal forgöngumað- ur vísindalegrar ættfræði er fall- inn frá, auk þess sem hann var sérstaklega vandaður maður, sem reyndi að greiða götu allra sem til + Viö þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför eigin konu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, STEINUNNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Hólavegi 28, Hallu. Bjarnhéöinn Þorsteinsson, Jóhanna Jenaen. Svavar Bjarnhéöinason, og barnabörn. hans leituðu. Þó verður vegur sá, sem hann vísaði alltaf til eftir- breytni, og íslenskir ættfræði- áhugamenn eiga eftir hann verk, sem þeir geta um ókomna framtíð tekið sér til fyrirmyndar, fyrir utan það að við minnumst mikils drengskaparmanns, sem auk þess var sérstakur öðlingur. Eftirlif- andi konu hans, Margréti Jens- dóttur og börnum þeirra, Guðrúnu og Kristjáni, sem voru honum öll mikil stoð og stytta, sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Sigurgeir Þorgrímsson Með Einari Bjarnasyni er fall- inn í valinn einn merkasti ætt- fræðingur í sögu landsins. Ungur að árum hóf Einar rannsóknir í sögu ættfræði. Áhugi hans beind- ist snemma að miðaldaættum á íslandi, einkum á tímabilinu frá síðari hluta 13. aldar og fram yfir siðaskipti. Á þessu skeiði eru heimildir um landssöguna mjög strjálar og brotakenndar. Á undan Einari höfðu ýmsir leitt hugann að ættfræði þessa tímabils og margar tilgátur komið fram, og var svo komið, að mikla yfirsýn þurfti til að sjá, hvar heimildir þraut og misjafnlega vel rök- studdar tilgátur tóku við. Einar hafði mikla hugkvæmni og glögg- skyggni til að bera, en var jafn- framt gæddur óvenjulegu raunsæi og vökulli gagnrýni í athugunum sínum. Bar hann saman af mikilli alúð frumheimildir í fornbréfum og annálum við síðari tíma ættfræðirit og ættfræðirannsókn- ir sér eldri fræðimanna. Einar ritaði mikið um dagana í ýmis tímarit um sögu og ættfræði. Merkustu rit hans á sviði ættfræði eru Lögréttumannatal, sem komu út á vegum Sögufélagsins 1952—1955, og íslenzkir ættstuðl- ar I—III 1969-1972. Framhald hins síðara rits, allmikið að vöxt- um, er varðveitt í handriti. Einar lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1926, og lögfræðiprófi 1933. Um skeið gegndi hann störf- um í fjármálaráðuneytinu, en var ríkisendurskoðandi 1949 til 1969, er hann var skipaður prófessor í ættfræði við Háskóla íslands. Því starfi gegndi hann, meðan heilsa entist. Jafnframt embættisstörf- um sínum tók hann mikinn þátt í félagsmálum og gegndi þá ýmsum trúnaðarstörfum. Hann sat í stjórn norræna embættismanna- sambandsins frá 1946 og var for- maður þess 1957—1973. Auk þess átti hann alllengi sæti í stjórn Hins íslenzka bókmenntafélags, Sögufélagsins, í stjórn Lögfræð- ingafélags íslands og var kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga 1949. Eins og að Hkum lætur, tók Ein- ar mikinn þátt í störfum Ætt- fræðifélagsins. Ásamt fleirum vann hann að útgáfu Manntals á íslandi 1916 og var einn af frum- kvöðlum að endurreisn félagsins 1972. Einnig sat hann um hríð í stjórn félagsins, flutti þar erindi og lagði þar margt gott til mála. Hann þekkti persónulega flesta ættfræðinga samtíðar sinnar, sem margir hverjir leituðu á fund hans til að fræðast um helztu ættfræði- heimildir. Fóru menn þar aldrei bónleiðir til búðar, enda var hjálp- semi Einars við brugðið. Einar Bjarnason gerði margs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.