Morgunblaðið - 23.05.1982, Page 39

Morgunblaðið - 23.05.1982, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ1982 39 Minning: ^ Magnús Arnason frá Stóra-Hrauni konar athugasemdir við rit ann- arra um ættfræði. öllum þeim mörgu, er nota íslenzkar ævi- skrár, er brýn nauðsyn að kynna sér rækilega þær athugasemdir, sem Einar gerði við ættfærslur og persónusöguleg atriði frá fyrri öldum. Þetta virðist ekki vera öll- um Ijóst. Einar Bjarnason var einstakt ljúfmenni í allri viðkynningu. í fé- lagsstörfum sínum hafði hann sérstakt lag á að laða sundurlaus öfl til samstarfs. Ættfræðifélagið naut góðs af þessum eiginleika Einars og mun lengi búa að störf- um hans í þágu þess. Einar Bjarnason var hamingju- maður í einkalífi sínu. Eftirlifandi kona hans, Margrét Jensdóttir, mikil mannkostakona, er annaðist mann sinn af kostgæfni í þung- bærum veikindum hans síðustu æviárin. Börn þeirra eru Guðrún, gift Steingrími Gauti Kristjáns- syni héraðsdómara, og Kristján, starfsmaður hjá ríkisendurskoð- uninni. Hinn 27. apríl 1976 var Einar Bjarnason kjörinn heiðursfélagi Ættfræðifélagsins í viðurkenn- ingarskyni fyrir rannsóknir og rit- störf um ættfræði. Eftirlifandi konu Einars, börn- um þeirra hjóna og öðrum að- standendum vottar Ættfræðifé- lagið innilegustu samúð sína. Ættfræðifélagið Einar Bjarnason, prófessor, áð- ur ríkisendurskoðandi, lézt í Reykjavík mánudaginn 17. maí, á sjötugasta og fimmta aldursári. Hann fæddist á Seyðisfirði 25. nóvember 1907. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, lögfræðing- ur, áður bankastjóri á Akureyri og kona hans, Sólveig Einarsdóttir. Einar lauk lögfræðiprófi 1933 og gerðist á næsta ári starfsmaður í fjármálaráðuneytinu og starfaði þar sem fulltrúi í 15 ár, en var þá skipaður í starf aðalendurskoð- anda ríkisins, 1949, og gegndi því starfi í 20 ár, en var þá skipaður prófessor i ættfræði, 1969, en það embætti var þá stofnað og bundið við nafn Einars. Hann hafði þa starfað í Stjórnarráði íslands í 35 ár. Einar Bjarnason var eljumað- ur svo að af bar. Má skýrast marka það af því, að hann hóf, þegar á skólaárum, að leggja stund á fræðiiðkanir á sviði ætt- fræði, sem jafnframt fóru inn í ýmsar greinar íslandssögu, og voru afköst hans á því sviði með ólíkindum, ekki síst þegar haft er i huga, að störf hans í 35 ár, á alls ólíku sviði, voru alla tíð hin mestu ábyrgðarstörf, og starfsálag mik- ið. Var þó eins og róið væri alla tíð jafn vel á bæði borð. — Sá sem þetta ritar naut þess að eiga sam- starf með Einari Bjarnasyni í meira en tuttugu ár í stjórn ís- landsdeildar embættismannasam bands Norðurlanda, og voru þau kynni sem sífelldur skóli. Einnig lét Einar eftir sér, að sinna í tóm- stundum, áhugaefni eiginkonu sinnar, bridgespili, enda mat hann mikils færni hennar á því áhuga- sviði, en var þó einnig fær bridge- spilari sjálfur. Einnig á því sviði naut sá er þessi orð skrifar að eiga samfylgd með honum, í bridge- sveit stjórnarráðsins nokkurt ára- bil. Var þá oft gott að hafa gagn- rýnið auga frú Margrétar nærri sér til lærdómsauka. Einar Bjarnason var gæfumað- ur. Hjónaband hans og hans glæsilegu eiginkonu, Margrétar Jensdóttur, var svo gott á allan hátt að af bar. Embættisstörf og fræðiiðkanir léku honum í hendi alla starfsævi og þegar hann mátti þola heilsufarsáfall síðustu árin, sýndi sig þess betur hvers virði er að eiga góða fjölskyldu, og átti þar jafnt við um tengdabörn þeirra hjóna sem börnin: Guð- rúnu, sem er gift Steingrími Gauta Kristjánssyni borgardóm- ara og Kristján, fulltrúa í ríkis- endurskoðun, sem kvæntur er Gunnhildi Kristjánsdóttur, en hæst ber ástríki eiginkonunnar, sem eyddi öllum þrautum. Fjölskyldunni allri eru nú send- ar samúðarkveðjur, en sem ávallt er gott að minnast góðs manns. Baldur Möller. Það rpcir „nóttlaus voraldar veröld". Ég sit við opinn glugga og ilmþrunginn vorblærinn streymir inn. Það er sá tími sólarhrings þegar flest harðsnúnasta nætur- vökufólkið er komið í ró, og glað- beittustu morgunhanarnir hafa ekki ennþá látið á sér kræla. Ynd- isleg birta vormorgunsins er söm við sig, og nú um stundir hefur verið í för með henni sú mýkt og hlýja sem íslenskt fólk þráir, en bregst stundum. En það skyggir eitthvað á þá björtu vorgleði sem á að fylla hug- ann þessa stund. Einn gáfaðasti skemmtunarmaðurinn úr röðum samferðafólksins er snögglega horfinn. Magnús Árnason frá Stóra- Hrauni er látinn. Fæddur 15. júlí 1902 Dáinn 25. mars 1982 Kristján J. Einarsson var fædd- ur að Fremri-Þorsteinsstöðum, Haukadal, Dalasýslu. Kristján var sonur hjónanna Einars Jónssonar og Sesselju Helgadóttur, sem bjuggu á fyrr- nefndum bæ. Kristján missti föð- ur sinn 3ja ára gamall en var hjá móður sinni til fermingaraldurs. Systkini Kristjáns voru: Helgi, sem dó ungur, Valdimar, hann býr í Keflavík, Valgerður, en hún var alla tíð með móður sinni, og Jón, sem var hálfbróðir þeirra. Eftir að Kristján fór frá móður sinni var hann vinnumaður hjá bændum í Dölum og á Skógar- strönd fram yfir tvítugt, en þá flutti hann sig suður fyrir fjall- garðinn og gerðist vinnumaður í Staðarsveit og var hann hjá séra Kjartani Kjartanssyni, sem þá var prestur á Staðarstað. Þar hafði hann meðal annars á hendi að hirða féð, en Kristján var talinn afbragðs fjármaður og sagði séra Kjartan að hr.nn væri sá besti fjármaður sem hann hefði haft. í Staðarsveit kynntist Kristján konu sinni, Sigríði Lárusdóttur frá Brekkubæ í Breiðavíkur- hreppi. Hún var fædd 4. septem- ber 1898 að Sjávarborg í Húna- vatnssýslu. Þau Kristján og Sigríður giftu sig að Staðarstað í Staðarsveit vorið 1930 og hófu búskap að Þorgeirsfelli í Staðarsveit árið 1930, en árið 1934 fluttu þau til Keflavíkur og voru þar í 10 ár, en 1944 fluttu þau aftur til fyrri heimkynna og hófu sveitabúskap i Staðarsveit á Lýsuhóli, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap til ársins 1970. í desember 1970 missti Kristján konu sína og varð þá að bregða búi og fluttist hann þá frá Lýsuhóli 1971 til Einars sonar síns, sem býr í Ólafsvík, og átti hann þar heimili til dauðadags. Kristján og Sigríður eignuðust þrjú mannvænleg börn. Þau eru Hulda sem býr í Ólafsvík, Stefán, býr í Reykjavík, og Einar, býr í Ólafsvík. Kristján og Sigríður áttu lengst af við erfiðleika að stríða I sínum búskap og voru sem kallað er fá- tæk fjárhagslega séð, en þau voru aldrei fátæk í anda og ólu upp börn sín með mikilli prýði. Þau voru bæði trúuð og treystu Guði, ávallt glöð á hverju sem gekk og gestrisin mjög og tóku á móti gestum sem að garði báru jafnt á nóttu sem degi með gleði og alúð. Þegar þau hjónin Kristján og Sigríður hófu búskap á Lýsuhóli Hann var fæddur að Ytri- Rauðamel í Eyjahreppi 11. maí 1906. Ég vona að mér reiknist ekki til merkilegheita þó ég taki hér orðrétt upp örstutta setningu úr kveðjuorðum mínum til Sigurðar bróður hans, sem látinn er fyrir nokkrum árum. „Hann var sonur séra Árna Þórarinssonar, þess stórmerka og landsfræga gáfu- manns, og Elísabetar Sigurðar- dóttur, fallegrar konu hans sem lengi verður minnst sakir sér- kennilegrar og frjórrar kímnigáfu, sem komst góðu heilli til skila í börnum hennar og séra Árna, öll- um.“ Hér verður ekki skrifað ævi- ágrip eða fram talið lífshlaup hans, slíkt er mér mjög fjarlægt, máski sérstaklega á þessari voru þar léleg húsakynni. íbúð- arhúsið var kalt og lélegt og skepnuhús lítið og lélegt. Kristján réðst í að byggja nýtt íbúðarhús og einnig öll skepnuhús og hey- geymslur, var það mikið átak. Nágrannar hans voru honum hjálplegir við þessa uppbyggingu og kunni Kristján að meta það, enda var hann boðinn og búinn að hjálpa öðrum ef með þurfti, hvernig sem á stóð. Hann var vinsæll maður og var það eins með þau bæði hjónin. Kristján var sérstaklega natinn við skepnur og lét sér mjög annt um og fylgist vel með hverjum einstaklingi. Hann var mjög fjár- glöggur bæði á sitt fé og annarra og þekkti það á svipnum. Það var gaman að ræða við Kristján um skepnurnar og fara með honum í gripahúsin, þá ljómaði hann af gleði því þar var hugur hans allur. Hann sparaði hvorki tíma né erf- iði til að hlynna sem best að grip- um sinum, hirðing og fóðrun var með afbrigðum vel af hendi leyst. Hann átti fallegt sauðfé svo að af bar og gaf hverri kind nafn. Það var ekki sársaukalaust fyrir Kristján að bregða búi og láta frá sér skepnurnar og skilja við sveit- ina en hann varð að sætta sig við það. Eftir að hann fór úr sveitinni, fór hann á hverju hausti í réttir í Staðarsveit þegar hann gat, til að sjá féð og hitta kunningjana. Aldrei hitti maður Kristján svo að hann spyrði mann ekki um býl- ið og varð honum þá tíðrætt um sauðféð. Hann átti lengst af nokkrar ær í fóðri sér til gamans, hjá mér átti hann tvær ær, sem hann gaf mér fyrir tveimur árum. Önnur þeirra var mókápótt, mjög falleg ær, mikil fjallakind og brellin í smalamennskunni, hún lét smalamenn ekki ná sér en kom sjálf heim þegar henni sýndist. Kristján hafði alltaf gaman af að tala um hana, og gleymdi aldrei að spyrja um hana, og hló dátt þegar ég sagði honum frá hátterni Kápu. Þegar ég heimsótti Kristján og fjölskyldu hans á Lýsuhóli, sem var oft, þá minnist ég þess sér- staklega, að Kristján beið ekki eft- ir að ég kæmi heim heldur kom hann alltaf á móti mér ef hann sá til mín, léttur í spori og brosandi, og leiddi mig í bæinn og ekki stóð á góðgerðum þegar í bæinn kom, því bæði voru þau hjónin samtaka og afbrigðum gestrisin. Enginn, sem þar bar að garði, fór aftur án þess að fá góðgerðir. Þær eru margar og hugljúfar minningarnar sem ég geymi um Kristján, nú þegar hann er horf- inn héðan og ég lít til baka yfir liðna tíð. stundu. Þessum fáu línum er ætl- að að vera kveðja mín, og þó eink- um þakklæti fyrir áratuga langa vináttu, fyrir fjölmargar samverustundir sem eru mér ómetanlegar og gleymast ekki. Á þeim stundum var sjálfgefið að ég væri þiggjandinn og Magnús veit- andinn. Um það þurfti aldrei að spyrja. Náin kynni okkar hófust fyrir æði löngu. Við unnum þá sumar- langt að vegagerð í heimabyggð okkar, Hnappadalssýslu. Á þeim árum var ekki búið að finna upp kynslóðabilið, og nærri tveggja áratuga aldursmunur fór a.m.k. algerlega framhjá þeim okkar sem yngri var. Svo frábærlega skemmtilegur var Magnús að hversdagslegur malarmokstur eða skurðgröftur í mýri á gráum rign- ingardegi gat í nærveru hans orðið nokkurskonar útiskemmtun, og matartími í lágreistum og glugga- litlum vinnuskúr að meiriháttar árshátíð. Svonalagað er auðvitað á fárra færi, og Magnús reyndi aldr- ei að vera slíkur afburðamaður sem hann var á þessu sviði. Hann gat ekki annáð en verið það. Hann var börnum sínum góður faðir og vildi allt fyrir þau gera, þá lét hann sér mjög annt um tengdabörnin og barnabörnin og hlynnti að þeim með alúð. Þá var Kristján góður eigin- maður konu sinni, Sigríði, sem var systir mín. Nú eru þau aftur saman í dýrð himnanna, laus við jarðneskt böl og stríð. Ég þakka látnum vini fyrir kærleiksríka samfylgd í heimi hér, hún er mér mikils virði. Börnum, barnabörnum og tengdabörnum hans, bið ég bless- unar Guðs. Guð blessi minningu hans. Finnbogi G. Lánisson Enda þótt Magnúsar verði lengi minnst fyrir þennan eiginleika, þá átti hann vissulega fleiri strengi í hörpu sinni sem munað verður eftir af þeim sem þekktu. Hann var t.d. sagnfræðingur. Svo vel var hann að sér í íslendingasögum að gjarnan var til hans leitað ef um ágreining var að ræða í þeim efn- um, og þótti jafn öruggt og upp- sláttur í bókum. Hann var af- bragðs skákmaður, svo sem eru systkin hans fleiri, og slunginn spilamaður. Hann réði yfir mikl- um alhliða fróðleik sem átti styrk sinn í frábæru minni hans og næmum skilningi. Hann var menntaður maður. En mest er kannski um það vert að hann var góðviljaður og hjarta- hlýr öðlingur, með ríka réttlætis- kennd og lagði gott til mála. Fjöl- þættar gáfur sínar notaði hann ætíð af fullkomnum heiðarleika. Ég sendi ágætri konu hans, Ingibjörgu Georgsdóttur, Árna syni þeirra og fjölskyldu hans, svo og hinum samstillta systkinahópi hans kveðju frá okkur Huldu og börnum okkar. Þau eiga um hann góðar minningar. Nú hefur Magnús Árnason kvatt okkur, og tilveran hefur gránað til muna, mitt í litadýrð vorsins. Sjálfur hafði hann óhagg- anlega trú á því að endurfundir ættu sér stað í annarri og betri veröld en þessi er. Ef það reynist rétt þá kýs ég mér til handa að njóta samfylgdar hans áfram. Þar verður þá a.m.k. ekki leiðinlegt. Þangað til er aðeins hægt að biðja honum velfarnaðar og blessunar á ókunnum leiðum. Tilgangur þessara lína var ein- mitt sá. Kristján Benjamínsson. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfda 4 — Sfmi 81960 Kristján Jóhann Einarsson - Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.