Morgunblaðið - 23.05.1982, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.05.1982, Qupperneq 44
Síminn á afgreiöslunni er 83033 2ttor#itnbTat>it> SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1982 Davíð Oddsson borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins og kona hans, Ástríður Thorarensen, á kjörstað í Melaskóla í gærmorgun. Mbi. ói.k.m. Deila hjúknmarfræðinga og fjármálaráðuneytis: Nýr sérkjarasamningur samþykktur með fyrirvara um samþykki félagsfundar Þjónar í sólarhrings- verkfalli — Stærstu veitingahúsin lokuð en boðaö aö opiö yrði í Hollywood og Oðali Sólarhringsverkfall þjóna hófst í gærmorgun klukkan 8. Samninga- viðræður þjóna og viðsemjenda þeirra sigldu í strand á fimmtudag og hefur enginn samningafundur verið boðaður. Þjónar hafa boðað tveggja sólarhringa verkfall um næstu helgi. Að sögn Ólafs Sveinssonar, formanns samninganefndar þjóna. ber enn mikið á milli deilu- aðila og er einkum deilt um hvern- ig haga skuli greiðslum til aðstoð- arfólks þjóna. Þjónar vilja, að veitingamenn taki þátt í að greiða laun þessa fólks. Samkvæmt upplýsingum Mbl. í gær var fyrirhugað að stærstu veitingahúsin yrðu lokuð. Broad- way og Þórscafé boðuðu að lokað yrði. Einnig var lokað í Leik- húskjallaranum. Á Hótel Loftleið- um var Blómasalur lokaður, en hins vegar var veitingabúð hótels- ins opin enda engir þjónar þar. Svipað var ástatt á Hótel Esju. Skálafell var lokað og fyrirhuguð sýning spænskra dansara var af- boðuð, en veitingabúðin var opin. Á Hótel Sögu var þjónusta við hótelgesti í lágmarki. Gestir fengu morgunverð á herbergi og gátu pantað smurt brauð á herbergi, en lokað var á Grillinu og í Súlnasal. Hins vegar var fyrirhugað að hafa opið og halda uppi fullri þjónustu í Óðali og Hollywood. Afurðalán nú veitt út á skreið fyrir Ítalíu VIÐSKIPTABANKARNIR hafa nú ákveóið að hefja veitingu af- nrðalána á ný út á skreið, sem framleidd verður fyrir Ítalíumark- að, en sem kunnugt er hættu bankarnir afurðalánaveitingum út á skreið, þegar lokaðist fyrir Nígeríumarkað. Seðlabanki ís- lands mun síðan endurkaupa af- urðalánin. Skilyrði fyirir þessari lánveit- ingu er, að lánabeiðni fylgi vott- orð frá Framleiðslueftirliti sjáv- arafurða samkvæmt reglum, sem þar um hafa verið settar. t frétt frá Framleiðslueftirliti sjávarafurða segir, að stofnunin hafi fallist á að hafa eftirlit með hráefni, þ.e. fiski, sem hengdur yrði upp á hjalla til verkunar fyrir Ítalíumarkað. Einungis skal hengja upp á hjalla ferskan þorsk af gæða- flokkum 1 og 2. Fiskurinn skal ennfremur vera yfir 40 sm að lengd samkvæmt skreiðarmáli, það er mælt úr þunnildiskverk að aftasta lið á sporði. Hráefnisgæðin verða metin, þegar fiskurinn hefur verið spyrtur og er tilbúinn til upp- hengingar, þannig að ekki sé um neina geymslu á fiskinum að ræða eða breytingar á gæðum eftir að mat hefur farið fram. UM KLUKKAN hálfsjö i gærmorgun voru undirritaðir nýir sérkjarasamningar fjár- málaráðuneytis og hjúkrun- arfræðinga með fyrirvara um samþykki félagsfundar hjúkrunarfræðinga. Félags- fundur hjúkrunarfræðinga var boðaður í gær klukkan 16. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, er um að í Reykjavík var kjörsóknin klukkan 11.00. í gær betri en í borgarstjórnarkosningunum 1978 og höfðu 8212 kosið, en það eru 13,9% þeirra sem á kjörskrá eru. Árið 1978 höfðu 12,2% kosið á sama tíma. í Reykjavík ríkti bjartsýni og sagði Sveinn Skúla- son að menn gerðu sér grein fyrir því að baráttan væri tví- ræða sérkjarasamning sem gildir fyrir næsta samn- ingstímabil BSRB, sem hefst í ágústmánuði nk. og innan þess samnings komi til 1. launaflokks hækkun. Þá eru tvö afturvirk ákvæði, sem talin eru jafn- gilda 1. launaflokks hækk- un. í fyrsta lagi er á ný tek- in upp viðurkenning á verk- legum námstíma, og í öðru sýn, en mikill kraftur væri í fólkinu. „En við trúum á þær hugsjónir sem við berjumst fyrir og því erum við bjartsýn," sagði Sveinn. A Akureyri var gott hljóð í fólki en menn þó „hóflega bjartsýnir". Sagði Björn Arnvið- arson að menn fyndu að áhugi sjálfstæðisfólks væri mjög mik- lagi fá aðrir stjórnendur en deildarstjórar, s.s. hjúkr- unarforstjórar, hækkun samkvæmt svonefndri 5 ára reglu. Byrjunarlaun verða áfram 13. launaflokk- ur. Samningafundur hjúkr- unarfræðinga og fullrúa ríkisvaldsins höfðu staðið yfir sleitulaust frá því snemma í fyrramorgun, ill og það væri létt að vinna. Á kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Vestmannaeyjum sagði Sigurgeir Ólafsson að bjart væri yfir sjálfstæðis- mönnum í Vestmannaeyjum, en þó væru menn ekki bjartsýnir um of. Sagði hann að kjörsókn væri góð og mikið um að vera á kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins. í Hafnarfirði sagði Þór Gunnarsson að talsverð kjörsókn hefði verið um morg- uninn og væru sjálfstæðismenn almennt bjartsýnir. Hugur væri í mönnum og væri fólk viljugt þegar samningar náðust í gærmorgun. Samið var um að ekkert yrði látið uppi um innihaldi fyrr en á fundi hjúkrunarfræðing- anna í gær, Ef sérkjarasamningur- inn nær samþykki félags- fundarins hefst vinna hjúkrunarfræðinganna væntanlega á ný í dag, sunnudag. að starfa fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Kvað hann mikið um að vera á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins. í Keflavík sagði Ellert Eiríksson að menn væru vongóðir og hefði kosn- ingastarfið gengið vel, bjóst hann við að kjörsókn yrði betri en í kosningunum 1978. Á ísa- firði sagði Guðmundur Þórar- insson að góður hugur ríkti hjá sjálfstæðismönnum, en kosn- ingabaráttan hefði verið heldur róleg. Menn væru þó „þokkalega bjartsýnir", eins og hann orðaði það. Sveitarstjómarkosningar fóru fram í gær: Sól og blíða sunnan- og vestanlands, þokuloft fyrir norðan og austan SÓLSKIN og blíðviðri var um sunnan- og vestanvert landið í gær, en norðan- og austanlands var svalara og þokuloft, og bjóst Veðurstofan við svipuðu veðri í dag, sunnudag. í samtölum sem Morgunblaðið átti við fólk á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins víða um land ríkti al- menn bjartsýni og gerðu menn sér vonir um hagstæð úrslit í kosningunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.