Morgunblaðið - 26.05.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982
15
Soffía Loren á leið í prísundina.
Andlegt hrun Soffíu
Loren í fangelsinu
Landganga Breta:
Upplýsingar
kennslukonunn-
ar mikilvægar
London, 24. maí. AP.
„ÞAÐ VAR frábært að geta orðið að
liði,“ sagði 42 ára gömul kennslu-
kona, Carol Miller að nafni, og vitn-
aði þá til landgöngu Breta í San Carl-
os. Hún flutti frá Falklandseyjum
fyrir tveimur árum og upplýsingar
hennar reyndust mikilvægur þáttur í
landgöngunni. Fagnaði hún mjög er
hún frétti að eiginmaður hennar og
sonur hefðu verið á meðal þeirra
fyrstu, sem komust í hendur breska
landgönguliðsins.
Haft var samband við hana strax
eftir innrás Argentínumanna í eyj-
arnar í byrjun apríl og hún spurð
hvort hún gæti veitt einhverjar
upplýsingar um staðhætti. Lét hún
varnarmálaráðuneytið hafa grein-
argóða lýsingu á staðháttum og
voru þær haldgóðar við landgöng-
una.
Miller flutti frá eyjunum eftir 20
ára búsetu og tók með sér dóttur
sína. Eiginmaðurinn og sonur
hennar urðu hins vegar eftir á eyj-
unum.
Sagði hún, að þegar haft hefði
verið samband við hana, hefði verið
greinilegt að upplýsingar hennar
gætu reynst mikilvægar þótt ekki
væri látið uppi að landganga væri
fyrirhuguð á eyjunum. Síðan var
hringt í hana daglega. „Þeir vildu
bókstaflega fá að vita allt.“
Kóm, 25. maí. AP.
EFTIR SEX daga fangelsisvist virðist
nú sem leikkonan Soffia Loren eigi
við mikla andlega erfiðleika að
stríða. Haft er eftir systur hennar,
Maríu Scicoloni, að hún sé mjög illa
haldin af þunglyndi, en einnig mun
fangelsisstjórinn hafa miklar áhyggj-
ur af heilsufari leikkonunnar.
Soffía Loren fékk 30 daga fang-
elsisvist vegna vangoldinna skatta,
og er nú í haldi í litlu kvennafang-
elsi í Caserta, sem er norður af
Napólí. Lögmaður leikkonunnar,
segir hana munu fara fram á hálf-
gildings frelsi, sem felst í því að
hún er þá frjáls ferða sinna að degi
til en gistir fangelsið um nætur. En
samkvæmt ítölskum lögum á hún
ekki að njóta þess frelsis fyrr en að
fimmtán daga setu lokinni, og
ólíklegt er talið að hún verði und-
anþegin því vegna frægðarinnar
einnar.
Vinir leikkonunnar telja hana nú
vera að borga fyrir frægð sína, og
það fremur dýru verði. Þeir telja
aðstöðu hennar fáránlega og segja
að enginn án frægðar, myndi lenda
innan veggja fangelsis vegna 20
ára gamals skattamáls.
Breskur landgönguliði þiggur tesopa frá íbúum í San Carlos. Mynd þessi birtist
á forsíðu Mbl. á sunnudag, en síðan hefur hefur það upplýst að eyjarskeggi sá er
gefur tesopann er af norskum ættum og heitir Berntsen og er afkomandi Lars
Berntsen, sem tók sér bólfestu á eyjunum 1855.
Tæki sem eyðir kvefi
Tel Aviv, 24. maí. AP.
L/EKNAR við Weizmann-stofnunina
fullyrða að eyði kvefi.
Tækið blæs frá sér heitu röku
lofti, og með því að bera öndunar-
hólk upp að nefinu segja þeir
menn losna við kvef á innan við
klukkustund.
Við tilraunir með tækið reynd-
ust 78% kvefaðra losna við kvef
sitt á innan við klukkustund. Við
tilraunir losnuðu 68% þeirra sem
verið höfðu með krónískt kvef við
krankleika sinn á innan við einni
stundu.
Að sögn læknanna gerir tækið
ísraelsku hafa þróað vél, sem þeir
menn ekki ónæma fyrir kvefi, en
það gerir mönnum kleift að losna
við óþægindin á nokkrum klukku-
stundum í stað þess að þurfa að
þjást í marga daga.
Tækið byggir á þeirri þekkingu
að starfsemi veira verður miklu
hægari við hærri hita en líkams-
hita. Kvefsjúklingurinn stjórnar
meðferðinni sjálfur og meðferðin
er sársaukalaus. Búist ér við að
tækið kosti um 250 dollara á al-
mennum markaði.
Milk Mate
FRÁBÆR NÝJUNG — FRÁBÆRT í MJÓLKINA,
BANANA-, JARÐARBERJA- OG SUKKULAÐI-
BRAGБ HEILDSÖLUBIRGÐIR:
ALPAR sf., s. (91)82207.
EINSTAKT TÆKIRÆRI!
Skemmtisigling meö
lúxusskipi f rá Reykjavík til
Noiegs og þýskalands
Nú gefst íslendingum tækifæri á siglingu með
einu glæsilegasta skemmtiferðaskipi Evrópu
M.s. MAXIM GORKI (áður Hamburg) sem er 25
þús. tonna fleyta. Skipið kemur til Reykjavíkur
29. ágúst og fer kl. 8 að kvöldi 30. ágúst.
Siglt er um norsku firðina og eru viðkomustaðir:
Þrándheimur, Hellesylt, Geiranger, Olden, Vik,
Fiam og Bergen.
Frá Bergen verður sigit beint til Bremerhaven í
Vestur-Þýskalandi og komið þangað 8. septem-
ber. Þaðan verður ekið samdægurs til Luxem-
borgar þar sem dvalið er á 1. flokks hóteli til 12.
september. Þaðan verður svo flogið að kvöldi
beint til Keflavíkur.
MAXIM GORKI er lúxusskip. Allir vistarverur eru
með sturtu og w.c.. Á meðan dvalið er um borð
er farþegum séð fyrir fullu fæði og fá þeir aðgang
að öllum þægindum um borð, svo sem sundlaug,
leikfimisherbergi, borðtennis, kvikmynda og
veitingasölum, börum og næturklúbb, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Skipið verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn 7. júlí
FERÐASKRIFSTOFA,Iönaðarhúsinu Hallveigarstígl.Símar 28388og28580 1982 kl. 14-16.
(HUMIIK