Morgunblaðið - 26.05.1982, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83038. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö.
Fylgishrun
Alþýðubandalagsins
ir
Alandsvísu tapaði Alþýðubandalagið 6,8% atkvæða í
kosningunum á laugardaginn sé miðað við úrslitin
1978 og í Reykjavík tapaði flokkurinn 10,8%. Öll fram-
ganga forystumanna Alþýðubandalagsins síðustu fjögur ár
hefur einkennst af miklum hroka og yfirlæti, þeim mun
sárari hlýtur þeim að þykja ósigurinn. Af yfirlýsingum
flokksbroddanna í Alþýðubandalaginu má ráða, að þeir
telji sig hafa getað stjórnað landinu vegna áhrifa sinna í
ríkisstjórn, borgarstjórn Reykjavíkur og verkalýðshreyf-
ingunni. Nú hafa þeir misst valdaaðstöðu sína í Reykjavík
en sitja enn í ríkisstjórninni og hafa óneitanlega tök á
ýmsum foringjum í verkalýðshreyfingunni.
Það var athyglisvert, að með sunnudagssamþykkt frá 25.
apríl sl. ætlaði verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins að
breyta kosningabaráttunni í kjarabaráttu. í stjórn þessa
ráðs sitja ýmsir helstu foringjar í Alþýðusambandi ís-
lands, þeir afneituðu hins vegar þessari samþykkt Alþýðu-
bandalagsins, eftir að Vinnuveitendasambandið skaut því
til ríkissáttasemjara, að hann frestaði kjaraviðræðum
fram yfir kosningar, úr því að ýmsir foringjar í ASÍ hefðu
samþykkt, að niðurstaðan í þessum viðræðum fengist hvort
eð er ekki fyrr en talið væri upp úr kjörkössunum 22. maí.
Það kom sem sé fram í kosningabaráttunni, að tök Alþýðu-
bandalagsins á verkalýðshreyfingunni eru minni en áður.
Hins vegar sýnist hugur flokksbroddanna standa til þess,
að hefna harma sinna yfir fylgishruninu með því að beita
fyrir sig verkalýðshreyfingunni. Jafnvel fráfarandi forseti
borgarstjórnar, alþýðubandalagsmaðurinn Sigurjón Pét-
ursson, er farinn að hóta hörðum launaátökum. Með því
verður fylgst, hvernig Alþýðubandalagið reynir að nota
verkalýðshreyfinguna í flokkspólitískum tilgangi á næst-
unni.
Hugur ráðherra Alþýðubandalagsins stendur ekki til
þess að yfirgefa ríkisstjórnina, og fyrir setu sinni þar
munu þeir berjast til síðasta manns. En hvað um þá, sem
sitja með Alþýðubandalaginu í ríkisstjórn? Hvaða hag sjá
þeir sér í því að binda trúss sitt við þennan tapflokk, sem
nú mun grípa til örþrifaráða? Sé það markmið samstarfs-
aðila Alþýðubandalagsins í ríkisstjórninni að draga enn úr
áhrifamætti þess og fylgi, skal ríkisstjórninni óskað langra
lífdaga. Sé það hins vegar ætlunin, að áfram fái Alþýðu-
bandalagið að beita neitunarvaldi um meiriháttar mál og
spilla samskiptum við aðra, eins og Alusuisse, er svo sann-
arlega tímabært að rjúfa stjórnarsamstarfið.
Mistök Alþýðuflokksins
Fyrir fjórum árum vann Alþýðuflokkurinn glæsilegan
sigur og þá gengu ýmsir forystumenn hans fram fyrir
skjöldu og lýstu því yfir, að nýtt tímabil væri hafið í
stjórnmálalífinu á Islandi, hinn nýi tími myndi meðal ann-
ars hafa það í för með sér, að gengið yrði að Sjálfstæðis-
flokknum dauðum. Líklega er það fyrir áhrif frá þessum
ótímabæru yfirlýsingum, sem Sigurður E. Guðmundsson
lét eins og hann væri að greiða Sjálfstæðisflokknum náð-
arhöggið í kosningabaráttunni í Reykjavík. Hann sagðist
vera að verja lýðræðið gegn „lýðræðisfjandsamlegum al-
ræðissinnum" Sjálfstæðisflokksins — næðu sjálfstæðis-
menn meirihluta að nýju. Jafnaðist sá atburður á við inn-
rás Varsjárbandalagslandanna í Prag 1968 að mati Sigurð-
ar E. Guðmundssonar.
Hvernig brugðust kjósendur við þessum áróðri krata?
Með verðugum hætti, því að Alþýðuflokkurinn er orðinn
minnsti flokkurinn í höfuðborginni. Minnimáttarkennd
ýmissa krata gagnvart Sjálfstæðisflokknum er mikil, hins
vegar er ekki von á kosningasigri, ef hún ræður ferðinni
hjá Alþýðuflokknum. Eyðimerkurgangan til vinstri mun
vafalaust halda áfram hjá forystusveit Alþýðuflokksins,
því að svo er að skilja, að nú reki áhrifamenn þar upphafið
að þessum síðustu óförum til útgöngunnar úr vinstri
stjórninni 1979.
Jóhanna Magnúsdóttir RE rar orAin mjttg illa farin af eldi áður en hún sttkk um klukkan 10.30 árdegis í gær, eins og gltf
leika um skipið og mikill reykur kemur upp úr vélarrúminu.
„Hann hefur reynsluna hann
- hann er orðinn vanur að bjarga mönnum á þe
Rætt við skipbrots-
menn af Jóhönnu
Magnúsdóttur RE
Vestmannaeyjum 25. maí.
Frá blaðamanni Mbl. Árna Johnsen.
„ELDSINS varð vart um klukkan 1,
þegar báturinn var á siglingu austur í
Skeiðarárdýpi, reykjarlykt gaus upp úr
vélarrúminu, og þegar ég opnaði lúg-
una niður, sá ég reyk og eld í vélar-
rúmi,“ sagði Hálfdán Guðmundsson
stýrimaður á Jóhönnu Magnúsdóttur
RE, 62ja tonna báti sem brann og
sökk út af Alviðru á Suðurlandsmið-
um i gærmorgun í samtali við Mbl.
Mannbjörg varð en báturinn fórst.
Sigurjón Óskarsson, aflakóngur
íslands 1982, ásamt skipshöfn sinni
bjargaði sex manna áhöfn af Jó-
hönnu, og hélt með skipsbrotsmenn-
ina til Vestmannaeyja í gær, á skipi
sínu Þórunni Sveinsdóttur.
„Eg rauk til og ræsti mannskap-
Gísli Guðmundsson skipstjóri á Jóhtfnnu RE þakkar Sigurjóni Óskarssyni á
Þórunni VE björgunina, en þetta er I þriðja skipti sem Sigurjón bjargar
mönnum úr sjávarháska á þessum slóðum.
Sigurður Sigurjónsson, Garðabæ:
Góð málefnastaða, - staðfesting
á að gott er að búa í Garðabæ
ÞAU mistök urðu við frágang Mbl. í
gær, að í stað viðtals við Sigurð Sig-
urjónsson, efsta mann á framboðs-
lista sjálfstæðismanna í Garðabæ,
birtist viðtal við Sigurgeir Ólafsson,
efsta mann flokksins í Vestmanna-
eyjum, sem reyndar var einnig á öðr-
um stað í blaðinu. Við biðjum les-
endur og sjálfstæðismenn í Garðabæ
velvirðingar á þessum tæknimistök-
um og fer hér á eftir viðtalið við
Sigurð:
„Ég er sérstaklega ánægður með
þessa niðurstöðu og óneitanlega
glæsilegan sigur. Það er alltaf erf-
itt að vera í meirihlutaaðstöðu og
sigurinn er þeim mun kærkomnari
af því að við bættum við okkur
fylgi. í stað þess að berjast við að
halda okkar fylgi, þá hreinlega
bætum við við einum manni og
stóraukinni prósentu í fylgi, rúm-
lega 13%,“ sagði Sigurður Sigur-
jónsson, efsti maður á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Garöabæ, en
sjálfstæðismenn þar bættu við sig
mjög miklu fylgi og fengu fimm
menn af sjö í bæjarstjórn. Þeir
höfðu áður fjóra.
Sigurður var spurður hverjar
hann teldi helstu ástæður þessa
stóra sigurs. Hann svaraði:
„Helstu ástæðurnar eru þær að
þrátt fyrir miklar framkvæmdir á
kjörtímabilinu, þá hefur staða
bæjarsjóðs verið góð. Það er at-
hyglisvert í því sambandi að and-
stæðingarnir hafa ekki treyst sér
til að gagnrýna stöðu bæjarsjóðs.
— Ársreikningana er ekki hægt að
vefengja. Þá tel ég eina aðal-
ástæðu sigursins, að í framboði
voru sterkir og duglegir einstakl-
ingar. Sömuleiðis höfum við hald-
ið uppi öflugri blaðaútgáfu þar
sem bæjarbúar voru upplýstir um
framkvæmdir og stöðu bæjarmála
á réttan og sannan hátt. Þá héld-
um við uppi mjög málefnalegri
baráttu fyrir kosningarnar, gagn-
stætt við aðra sem héldu uppi
persónulegum árásum og dylgjum
í garð frambjóðenda Sjálfstæðis-
flokksins. Fyrir það hafa þeir
áreiðanlega goldið. Þá hafa full-
trúar vinstri flokkanna haldið
uppi mjög harðri og óbilgjarnri
pólitík á kjörtímabilinu fyrst og
fremst til að koma sjálfum sér á
framfæri og reyna að klekkja á
meirihlutanum. Þessar aðfarir
hafa eingöngu svert okkur
Garðbæinga í augum íbúa ná-
grannasveitarfélaganna og það
hafa Garðbæingar skynjað.
Þá vil ég einnig geta annarrar
ástæðu fyrir okkar vinningi, en
hún er að við héldum uppi mjög
góðum og skipulögðum kosninga-
undirbúningi. Frambjóðendur sem
flestir er nýir á listanum heim-
sóttu Garðbæinga bæði á heimili
þeirra og á vinnustaði til að kynna
sig og kynnast þeim persónulega
og það hefur áreiðanlega gert sitt.
— Nú var ákveðin hræðsla
skömmu fyrir kosningar við að
sjálfstæðismenn væru að missa
meirihlutann í Garðabæ. Hvað
viltu segja um það? „Það örlaði
eitthvað á þessu og líklega vegna
þess að fjölgun íbúanna var mjög
ör á síðasta kjörtímabili, þannig
að um eitt þúsund manns bættust