Morgunblaðið - 26.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1982
17
Fimm skipbrotsmannanna við komuna til Eyja i gter. Hálfdán Guðmundsson stýrimaður heldur á skipshundinum Kol, og
við hlið hans (í lopapeysu) er Gísli Guðmundsson skipstjóri.
Reynt að koma dráttartaug yfir í Jóhönnu Magnúsdóttur frá Þórunni Sveinsdóttur í gær, en ekki var hægt að taka bátinn
í tog þar sem taugin brann.
ggt seat á peaaari mynd. Eldtnngumar
l Sigurjón
ssum slóðum“
inn, skipstjórann fyrst, og síðan
reyndum við að fara niður í vélar-
rúmið, en við komumst aldrei nema
hálfa leið, vegna mikils olíureyks,"
sagði Hálfdán Guðmundsson stýri-
maður.
„Einn maður í káetunni lenti í
hálfgerðum vandræðum vegna
reyksins, en ég gat ekki einu sinni
náð í dagbækur bátsins, veskið mitt
eða neitt annað," sagði Gísli Guð-
mundsson skipstjóri, „en þegar við
fórum í bátana, var ástandið þann-
ig, að við töldum okkur ekki geta
gert neitt til að bjarga bátnum. Ég
hafði kíkt í gegnum kýrauga niður í
vélarrúmið, og þar logaði mikill eld-
ur. Fyrst sendum við fjóra menn í
annan gúmmíbátinn, og skips-
hundurinn, Kolur, var einnig settur
þar um borð, en við Hálfdán fórum
nokkru síðar í hinn bátinn og vorum
nokkuð lengi bundnir við Jóhönnu,
en skárum okkur frá eftir smá-
sprengingu í bátum.
Við fórum fljótlega í það, að losa
gúmmíbjörgunarbátana ofan af
stýrishúsinu," sagði Hálfdán stýri-
maður, „vorum fyrst efins í að við
ættum að gera það strax, en það
kom sér vel, því seinna hefðum við
aldrei komist að bátnum vegna hins
mikla reyks. Við teljum eftir þessa
reynslu, að það sé stórhættulegt að
staðsetja báða gúmmíbjörgunarbát-
ana uppi á stýrishúsinu."
Skipbrotsmennirnir voru allir í
koju, nema stýrimaðurinn, þegar
eldsins varð vart, og höfðu þeir ekki
tíma til að klæðast nema mjög
takmarkað. Voru sumir þeirra skó-
lausir og sokkalausir og án yfir-
hafna er þeim var bjargað um borð
í Þórunni.
„Það gekk vel að komast um borð
í Þórunni, það voru sett bönd á
okkur og við hífðir upp á handafli.
Hann hefur orðið æfinguna, hann
Sigurjón, er orðin vanur því að
bjarga mönnum á þessum slóðum.
Við vomuðum síðan yfir bátnum,
þar til hann sökk,“ sagði Gísli skip-
stjóri, „þetta gekk ákaflega vel og
mildi að allir skyldu bjargast. Það
er gífurlegt tjón að fá þetta áfall í
byrjun humarúthalds, en það skipti
þó öllu máli að allir skyldu sleppa,
og við erum þakklátir björgunar-
mönnum okkar fyrir björgunina.
Við vorum um það bil klukkustund í
bátunum áður en Þórunn kom, en
gúmmíbátana rak svipaða leið.“
Þetta er í þriðja skipti, sem Sig-
urjón Óskarsson, aflakló á Þórunni
Sveinsdóttur; bjargar áhöfnum af
fiskibátum. Arið 1974 bjargaði hann
áhöfninni af Bylgju RE út af Al-
viðru, þar sem skipið var hlaðið
loðnu. Hann bjargaði 11 mönnum,
en einn fórst á Bylgjunni, komst
ekki í bátana, sem voru síðan á reki
með skipbrotsmennina í um klukku-
stund, áður en Sigurjón kom á vett-
vang. I janúar í fyrra strandaði svo
Katrín VE á Skeiðarársandi, í
þungu brimi og norðanstormi. Sex
skipverjum var búið að bjarga í
land þegar Sigurjón kom á vettvang
á Þórunni, og fyrir harðfylgi skips-
hafnar hans og fimm skipverja sem
eftir voru um borð í Katrínu, tókst
að koma dráttartaug á milli skip-
anna í brimgarðinum og var það
með ólíkindum hvernig Þórunn dró
Katrínu á flot. En úti fyrir beið
varðskip, sem treysti sér ekki til að
aðhafast neitt.
„Það var hraglandi á miðunum
þar sem Jóhanna Magnúsdóttir var
að brenna, þegar okkur bar að,“
sagði Sigurjón Magnússon í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins, „en
það gekk vel að ná mönnunum um
borð, þótt talsverð ylgja væri. Við
fylgdumst síðan með Jóhönnu þar
til hún sökk um klukkan 10.30 fyrir
hádegi, en áður höfðum við reynt að
draga skipið án árangurs. Það var
allt orðið ónýtt áður en yfir lauk,
þilfarið brunnið, hvalbakurinn
hruninn, en ég ætlaði inn fyrir 3
mílurnar til að skipið sykki ekki á
togbleyðu, en það tókst ekki, og Jó-
hanna sökk á svipuðum slóðum og
Bylgjan forðum, eftir að hafa rekið
14 til 16 mílur frá þeim stað er elds-
ins varð vart. Þetta gekk þannig
ágætlega að ná mönnunum, en litlu
munaði að stýrimaðurinn hjá mér
færi fyrir borð, þegar við vorum að
taka björgunarbátana um borð.“
1
SignrAur Sigurjónsson.
á kjörskrá, mestmegnis ungt fólk.
Þetta nýja fólk hefði varla flutt í
bæinn ef ekki væri eitthvað eftir-
sóknarvert við að búa þar og það
hlýtur að haldast í hendur við það
að vel sé haldið á málum í bæjar-
félaginu. Kjósendur hafa því ein-
göngu staðfest það með atkvæðum
sínum."
Sigurður sagði í lokin: „Þá vil ég
nota þetta tækifæri til að þakka
öllum stuðningsmönnum Sjálf-
stæðisflokksins í Garðabæ fyrir
stuðninginn, einnig færi ég öllum
þeim fjölmörgu sem lögðu okkur
lið með vinnu sinni góðar kveðjur
og þakkir.“
Síðasti sýn-
ingardagur
hjá Nikulási
Sigfússyni
í ÁSMUNDARSAL er nú að Ijúka
málverkasýningu Nikulásar Sig-
fússonar, sem staðið hefur í tíu
daga og íýkur í kvöld kl. 22. Þetta
er þriðja einkasýning Nikulásar,
hin fyrsta var á Grensásdeild
Borgarspítalans árið 1978 og önnur
í Nýja Galleríinu árið 1980.
Á sýningunni er 31 vatnslita-
mynd, mestallt landslagsmyndir
sem Nikulás hefur málað á sl. 3
árum og hefur engin þeirra kom-
ið fram á sýningu áður. Nikulás
er í fullu starfi sem læknir
Hjartaverndar og var hann
spurður hvernig það færi saman
að vera læknir og listmálari:
„Mér finnst það fara ágætlega
saman. Það er gott að hafa
eitthvert hobbý eins og ég held
að flestir læknar hafi. Þetta er
mitt hobbý. Myndirnar mála ég
aðallega í sumarleyfum, en líka
um helgar og á kvöldin þegar
nógu bjart er á sumrin."
— Er þetta gott fyrir hjart-
að?
„Já, ég held að það sé ágætt
fyrir alla að hafa eitthvað til að
hvíla sig á og dreifa huganum.
Ég hef fengist við þetta frá því
ég var strákur og þetta veitir
mér góða afslöppun. Það tengist
þessu áhugmáli að ferðast um
landið, vera úti og skoða náttúr-
una. Það er mér mikil ánægja.“
— Hvernig hefur gengið?
„Vel. Hérna hittir maður fólk
og spjallar við það undir öðrum
kringumsiæðum en í læknis-
fræðinni. Það hafa margar
myndir selst — miklu meira en
ég bjóst við, því það eru margir
að sýna um þessar mundir sem
eru öllu merkilegri en ég.“
Sjálfstæðisflokkur-
inn í Reykjavík:
Sigurhátíð
í Sigtúni
annað kvöld
Sigurhátíð sjálfstæðismanna í
Reykjavík, vegna borgarstjórnar-
kosninganna á laugardaginn, verður
haldin í Sigtúni við Suðurlandsbraut
annað kvöld, fimmtudagskvöld.
Húsið verður opnað klukkan 21, og
hljómsveitin Pónik mun leika fyrir
dansi til klukkan 2.
Davíð Oddsson mun flytja ávarp
og Jörundur Guðmundsson
skemmtir, og margt fleira verður
á dagskrá.
Sigurhátíð fyrir yngstu sjálf-
boðaliðana í kosningabaráttunni
verður svo haldin í Sigtúni, efri
sal, þriðjudaginn 1. júní kl. 20.30.
Sjálfstæðismenn! Fögnum sigri
í Sigtúni annað kvöld!
Miðar verða afhentir á skrif-
stofum Sjálfstæðisflokksins í Val-
höll eftir hádegi í dag og á Morg-
un.
I
(Krétuiilkynning)