Morgunblaðið - 26.05.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982
19
Minning:
Sigríður Sigmunds-
dóttir frá Hamraendum
Fædd 18. marz 1897
Díin 18. maí 1982
I dag er til moldar borin mæt
kona úr verkamannastétt, Sigríð-
ur Sigmundsdóttir frá Hamraend-
um í Breiðuvík á Snæfellsnesi.
„Ó, blessuA stund, er burtu þoksn líður,
Hem blindar þessi dauðleg augu vor.
Kn Kðri dagur dýrðaraker og blíður
með drottina Ijósi skín á öll vor Hpor.“
(MJ.)
Foreldrar Sigríðar Sigmunds-
dóttur voru hin merku hjón á
Hamraendum, Sigmundur bóndi
Jónsson og Margrét Jónsdóttir.
Hann var frá Breiðuhlíð í Mýrdal
en hún frá Sammadal í sömu sveit.
Sigríður fæddist í Breiðuhlíð, þar
sem foreldrar hennar hófu sam-
búð sína.
Árið 1898 fluttu hjónin Sig-
mundur og Margrét með eins árs
dóttur sina vestur á Snæfellsnes
og settust að á jörðinni Saurum i
Helgafellssveit. Þar bjuggu þau
eitt ár. Árið eftir hófu þau búskap
sinn á Hamraendum i Breiðuvík
og gerðu garðinn þann frægan þau
rúm 50 ár, sem þau bjuggu þar.
Sigmundur bóndi var i sveit
sinni forgöngumaður um margs-
konar framfarir, svo að orð fór af.
Hann skipaði forustu í landbúnað-
arsamtökum og framkvæmdum
sveitar sinnar, ruddi brautir í raf-
orkumálum hennar og raftækni
heimilanna o.fl. Einnig var hann
forsöngvari í kirkju sóknarinnar
um tugi ára. Hann átti lengi sæti í
sýslunefnd, hreppsnefnd, skóla-
nefnd og safnaðarstjórn.
Sigmundur bóndi hlaut heiðurs-
verðlaun úr styrktarsjóði Krist-
jáns konungs IX árið 1934.
Hamraendaheimilið var þannig
um tugi ára á orði fyrir mynd-
arskap i búnaði og heimilishaldi
þeirra hjóna.
Vissulega bar Sigríður Sig-
mundsdóttir, ein af mörgum börn-
um þeirra Hamraendahjóna þess
merki, hversu æskuheimili hennar
hafði mótað hana að atorku og
myndarskap.
Börn þeirra Hamraendahjóna,
sem upp komust, voru alls 10 að
tölu.
Sigríður Sigmundsdóttir vann
foreldrum sínum fram að eða
fram yfir tvítugsaldurinn. En þá
hleypti hún heimdraganum og tók
að leita sér starfa annars staðar.
Um skeið stundaði hún sumar-
vinnu á Austfjörðum, og svo fyrr
og síðar í Vestmannaeyjum. Þar
vann hún nokkrar vetrarvertíðir á
kunnum heimilum í kaupstaðnum,
svo sem á Lundi, Skjaldbreið og
Landamótum. Þarna bjuggu kunn-
ir útgerðarmenn og skipstjórar
með forkum sínum, eiginkonun-
um.
Hinn 8. apríl 1928 giftist Sigríð-
ur Sigmundsdóttir eftirlifandi
manni sínum Magnúsi I. Þórðar-
syni frá Sléttabóli í Mýrdal.
Fyrstu sjö hjúskaparárin bjuggu
þau í Vestmannaeyjum. Þar eign-
uðust þau tvö börn, tvo sonu, sem
báðir eru nú þjóðkunnir menn í
læknastétt þjóðarinnar; Sigmund-
ur og Þórður Eydal Magnússynir.
Báðir kenna þeir fræði sín við Há-
skóla Islands.
Árið 1935 fluttu hjónin Sigríður
og Magnús burt úr Eyjum og þá til
Hafnarfjarðar. Þar bjuggu þau
aðeins eitt ár. Síðan bjuggu þau í
Reykjavík.
Við hjónin hvörflum huga aftur
til kreppuáranna óskaplegu, sem
léku illa mörg verkamannaheimil-
in í landinu, ekki minnst þau, sem
áttu alla afkomu sína undir sjáv-
arútveginum, afla og afurðasölu.
Frá þeim erfiðu árum verður
okkur minnisstæður hinn miklu
dugnaður þeirra hjóna, Sigríðar
og Magnúsar, atorka þeirra,
hyggjuvit og hin óbrigðula sam-
staða og ósérplægni.
Eftir að þau hjón fluttu frá Eyj-
um, stundaði Sigríður kaupavinnu
nokkur sumur austur í sveitum.
Hafði hún þá annan drenginn sinn
með sér og vann þar fyrir honum
öðrum þræði. Hinn, eldri bróðir-
inn, dvaldist þá jafnan hjá afa sín-
um og ömmu vestur á Hamraend-
um. Með þessari miklu atorku og
ósérplægni tókst þeim hjónum að
kosta báða sonu sína til langskóla-
náms, svo að sómi var að.
Nokkur undanfarin ár átti Sig-
ríður Sigmundsdóttir jvið van-
heilsu að stríða. Og síðustu tvö ár-
in eða svo lá hún á Landspítalan-
um mikill sjúklingur. Þar andaðist
hún 18. þ.m.
Við fráfall hinnar mætu konu
vottum við hjónin manni hennar,
sonum og öðru venzlafólki innileg-
ustu samúð okkar. Við minnumst
með alúðarþökkum tryggðar,
hlýju og einlægrar vináttu þeirra
hjóna, sem haldizt hefur á sjötta
tug ára og aldrei borið skugga á.
„O, hk'SHUÖ stund, er hátt I himinsölum
minn hjsrtnns vin ég aftur fc aé sjá.
víð um okkar ævi siman tölum,
»em eins og skuggi þá er liðin hjá-“
(MJ.)
Ingigerður og
Þorsteinn Þ. Viglundsson
Báran "
StvVtWshóW'
\ HeWtssandt-
Léttir, þægilegir sumarjakkar
umboí>smenn«"'
lattd gtönduósi,
NP®na '’wtutevt',
rs—sa
fa\ava\ " ___ ^orna-
Bornab®r - s- \u.
Rtó', , Mtta-
V\rö\, oö'n _ BúsavíW,
nes\, ^ " Halnar-
Barstus'urt>æ' ,á
Wrö't jyt Kaup\e\;
Beyöarhröi. ^Q^e\\\,
Ban9æ'n9 SaU6árKróW',
Sparta — cQ\\ss\ööum,
SKógar - ^ Borgar-
\sb\örn'nn ^ Q\a\S\/íK'
nes\, Lea Se\\oss\,
Und»n" \jopnaWrö't
°ma " paUeKsWrö\'
Pa\rona - Gr\ndav\K,