Morgunblaðið - 26.05.1982, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982
Þorsteinn M. Gunn-
arsson — Minning
Fæddur 2. september 1945
Dáinn 16. maí 1982
Enn- hefur dauðinn sveiflað
ljánum og nú fellt snögglega ung-
an mann frá konu og 3 börnum.
Mig langar að minnast hér fáein-
um orðum þessa manns, Þorsteins
M. Gunnarssonar, vinar míns og
svila. Það er nú einu sinni svo, að
maður getur fundið til meiri and-
legs skyldleika við sumt fólk en
annað. Þannig var afstaða mín til
Þorsteins. öll þau manndómsár
okkar sem við þekktumst og um-
gengumst bar ég góðan vinarhug
til hans. Við gátum auðveldlega
rætt saman um allt mögulegt, oft
t.d. bækur, kvikmyndir eða leik-
hús. Skopskyn Þorsteins var mjög
næmt og hann átti auðvelt með að
sjá og segja frá ýmsu skoplegu úr
daglega lífinu. Hann var maður
alúðlegur í framkomu, greiðvikinn
og gestrisinn. Hann var áhuga-
samur maður um marga hluti.
Drifandi og duglegur við það, sem
hann tók sér fyrir hendur og áhugi
hans beindist að. Hann átti rétt
ólokið við myndarlegan og vand-
aðan sumarbústað, sem þau hjón-
in höfðu verið að koma sér upp
síðustu 3 árin. Við það verk komu
ýmsir hæfileikar Þorsteins vel í
ljós. Hann reyndist t.d. vel liðtæk-
ur smiður og hafði næmt auga
fyrir hvað vel fór. Hann hafði líka
þann góða hæfileika að kunna að
læra af öðrum og geta tekið til-
sögn þegar eigin þekkingu eða
kunnáttu sleppti.
Tölvuskólinn
Skipholti 1, sími 25400
SUMARSKOU
FYRIR BÖRN 9-14 ÁRA
í sumar verður efnt til nokkurra tölvunámskeiða fyrir börn. Hvert námskeiö stendur yfir í
2 vikur meö möguleikum á framhaldsnámskeiði í 2 vikur til viðbótar.
Viö kennsluna eru notaöar vandaöar einkatölvur frá ATARI meö litaskermi, 4ra rása
hljóöi og háþróuöum teiknimöguleikum.
Kennt veröur eftirfarandi m.a.:
• Hvernig tölvur vinna
• Til hvers þær eru notaöar
• Hvernig á aö fá þær tii aö gera þaö sem notandinn vill.
Á kvöldin kl. 20.00—22.30 er kennslusalurinn notaöur til æfinga og leikja fyrir nemendur.
Framsýnir foreldrar láta börn sín læra á tölvu. Tölvunámskeiö eru bæöi skemmtileg og
þroskandi og opna börnunum nýja möguleika í lífinu.
Innritun í síma 25400
r
ÞAÐ BYÐUR ENGINN BETRA VERÐ!
Ódýrasti ferðamátinn
SERGREIN ÚRVALS
LUXEMBORG
Brottför: 7.. 14., 21. maí og siöan alla
miðvikudaga frá og með 26 mai tM og
með 29. sept.
Heimkoma: Eftir 1.2.3 eöa 4 vikur aö
vild farþega.
Ath.: Bifreiðar verða einungis stað-
festar eftir flokkum, ekki eftir tegund-
um
v»rö pr. mann 1 vika 2 vikur 3 vfkur 4 vikur
Flokkur A: 1 1 blfr 4.517 5.693 6.870 8.045
Fiat 127 2 i 3.930 4.517 5.105 5.693
Rat 126 3 i 3.733 4.125 4.517 4.910
4 í 3.635 3.930 4.223 4.517
Flokkur B: 1í blfr. 4.650 5.957 7.265 8.573
Ford Fiesta 2 f 3.995 4.650 5.303 5.957
VW Polo 3 f 3.777 4.213 4.650 5.085
4 í 3.668 3.995 4.322 4.650
Flokkur C: 2 í bifr. 4.298 5.255 6.212 7.170
Ford Escort 3 f 3.980 4.617 5.255 5.693
Opei Kadett 4 í 3.820 4.298 4.777 5.255
Flokkur D: 2 f bifr. 4.490 5.640 6.788 7.937
Ford Taunus 3 f 4.110 4.873 5.640 6.405
Opei Ascona 4 f 3.916 4.490 5.065 5.640
Flokkur E: 2 f bifr. 4.617 5.893 7.170 8.455
Station bilar 3 f 4.192 5.043 5.893 6.744
4 í 3.980 4.617 5.255 5.893
5 f 3.852 4.362 4.873 5.283
Flokkur F: 2 f bifr. 4.810 6.280 7.744 9.210
Ford Granada 31 4.320 5.298 6.280 7.255
Opel Record 4 í 4.075 4.810 5.543 6.280
5 f 3.928 4.515 5.102 5.690
Flokkur Q: 5 í bifr. 3.910 4.477 5.045 5.613
Ford Transit 6 í 3.815 4.288 4.760 5.235
7 í ,, 3.747 4.153 4.560 4.964
8 í 3.696 4.051 4.406 4.760
9 í „ 3.657 3.973 4.288 4.604
k
GLASGOW
Brottför: Alla miðvikudaga frá 19. maí
til og með 16. september. 1—4 vikur
að vild. Hagstætt verö og ótakmark-
aður akstur um Bretlandseyjar. Bíln-
um ma skila i London eða aftur i Glas-
gow I tengslum við „Flug og bíl“ býö-
ur Urval gistingu um allar Bretlands-
ey|ar er greiöa ma her heima
Varð pr. mann: 1 vlka 2 vikur 3 vikur 4 vikur
Flokkur 2: 1 f bifr. 4.548 6.092 7.636 8.562
Ford Escort 2 f 3.776 4.548 5.320 5.783
3 dyra 3 í „ 3.510 4.034 4.548 4.857
4 í - 3.390 3.776 4.162 4.394
Flokkur 3: 1 ( bifr. 4.768 6.532 8.296 9.354
Ford Escort 2 f m 3.886 4.766 5.650 6.179
5 dyra 3 f m 3.592 4.180 4.768 5.121
4 í m 3.445 3.886 4.327 4.592
Flokkur 7: 2 f bifr. 4.180 5.356 6.532 7.238
Vauxhall 3 f 3.788 4.572 5.356 5.827
Cavalier 4 f 3.592 4.180 4.768 5.121
5 f IS 3.474 3.945 4.415 4.698
Flokkur t: 2 f bifr. 4.291 5.577 6.864 7.636
Triumph 3 f „ 3.862 4.719 5.577 6.092
Acclaim 4 f 3.647 4.291 4.934 5.320
sjálfsk. 5 f „ 3.519 4.034 4.548 4.857
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
^ URVAL við Austurvöll. S.: 26900 — Umboðsmenn um land allt. ^
Þorsteinn M. Gunnarsson var
fæddur 2. september 1945, sonur
hjónanna Guðbjargar Þorsteins-
dóttur og Gunnars Steingrímsson-
ar. Hann bar nafn afa síns, Þor-
steins M. Jónssonar, skólastjóra
og bókaútgefanda á Akureyri, sem
hann dáði alla tíð og þótti mjög
vænt um.
Þorsteinn lærði ungur prentiðn
í Steindórsprenti og starfaði við
þá iðn síðan, nú seinast hjá Prent-
smiðjunni Eddu. Hann var mjög
samviskusamur starfsmaður og
vann oft mikið.
Árið 1967 gekk hann að eiga
konu sína, Ingibjörgu Valdimars-
dóttur frá Fjalli á Skeiðum. Þau
höfðu kynnst sem unglingar í
skóla og snemma fellt hugi saman.
Þau eignuðust 3 mannvænleg
börn, Valdimar sem var fermdur
nú í vor, Ingibjörgu tæpra 12 ára
og Gunnar Braga á 11. árinu.
Bið ég góðan guð að gefa þeim
öllum styrk er þau nú eiga að sjá á
bak ástvini sínum, svo og foreldr-
um Þorsteins og systkinum og
aldraðri ömmu hans.
Hvar sem hugur Þorsteins nú
kann að svífa, þá vil ég þakka hon-
um okkar kynni gegnum árin og
bið honum guðsblessunar allrar og
velfarnaðar á nýjum stigum.
Bára B. Kjartansdóttir.
„Lokuá voru augu
lá þar á hjarni
hvers mannx hugljúfi,
ef sér heihnn réái;
féll fyrir toAa,
en vinir harma
lálpruðnn IjúHing
ojf li«tagáfur.“ (MJ.)
í dag er til moldar borinn Þor-
steinn M. Gunnarsson, varafor-
maður íþróttafélagsins Gerplu í
Kópavogi.
Þorsteinn var einn af stofnfé-
lögum Gerplu og einn af okkar
virkustu félagsmönnum í 11 ára
sögu félagsins. Hann var kjörinn í
stjórn félagsins á fyrsta aðalfundi
félagsins og starfaði í stjórn í 5 ár.
Hann tók virkan þátt í störfum
félagsins, tók að sér margvísleg
nefndarstörf og kom í fram-
kvæmd. Han vann að blaðaútgáfu,
bæði fyrir Gerplu og fyrir UMSK
og lét sig ekki vanta hvorki á
fundi né til starfa.
Þorsteinn hafði eitthvert ein-
stakt lag á að orða hlutina þannig,
að hugmyndir urðu að verkefnum
og fóru í framkvæmd. Hann var
alltaf jafn jákvæður að takast á
við verkefni svo að fleiri fengu
áhuga, og flestum var hann
þrautseigari að ná samkomulagi
um málefni sem ágreiningur var
um. Hann var þægilegur í allri
umgengni og það var jafnan glatt
á hjalla þar sem Þorsteinn var.
Á þessum árum starfaði Þor-
steinn í stjórn Badmintondeildar
Gerplu. Hann æfði badminton og
tók þátt í mótum fyrir hönd fé-
lagsins. Það má segja að Badmin-
tondeildin hafi ekki borið sitt barr
síðan Þorsteinn og félagar hans
hættu í stjórn deildarinnar.
Hann hvatti mjög til að koma á
fjölskylduleikfimi og var hún
starfrækt einn vetur. Markmiðið
var að foreldrar og bðrn gætu
leikið sér saman í íþróttasalnum
undir stjórn þjálfara. Það þótti
sjálfsagt að velja tímann kl. 3 á
sunnudögum í staðinn fyrir þrjú-
bíó.
Það voru haldin skemmtikvöld á
hverjum vetri þau ár sem Þor-
steinn starfaði í stjórn félagsins.
Dagskráratriði voru öll heima-
unnin og fengu þar margir félags-
menn yngri sem eldri tækifæri til
að „troða upp“ í margvíslegum at-
riðum.
Þorsteinn var mikill náttúru-
unnandi og hafði yndi af að ferð-
ast. Hann langaði líka að fá aðra
til að skynja íslenska náttúru, feg-
urðina í kyrrðinni og bláma fjall-
anna. Hann undirbjó og stóð fyrir
mörgum af skemmtiferðum
Gerplu sem jafnan voru göngu-
ferðir upp í óbyggðir að kanna
nýjar slóðir.
Og í huganum bregður fyrir
myndum. Þorsteinn var fríður
maður og glæsilegur á velli. Ég
veit að margir Kópavogsbúar
munu minnast álfabrennu í Kópa-
vogi fyrir nokkrum árum, er
Þorsteinn lék Ólaf liljurós á hest-
inum sínum rauða. Þar fór saman
maður og hestur sem hæfðu
hugmynd ljóðsins.
Gerplufélagar fögnuðu mjög
kjöri Þorsteins í aðalstjórn félags-
ins á siðasta aðalfundi og fannst
öllum hann sjálfkjörinn varafor-
maður félagsins. Verkefnin fram-
undan eru mörg og stór, m.a. var
Þorsteinn að undirbúa útgáfu af
fréttablaði félagsins í síðustu
viku.
Þorsteinn talaði um að hann
langaði til að vinna að meira og
betra félagslífi í Kópavogi. Meiri
samskiptum fólks í tómstundum,
bæði yngri og eldri. Hollar og góð-
ar tómstundir í góðum félagsskap
er snar þáttur í samfélagsmótun
og betra mannlífi.
Við sitjum hljóð og spyrjum
hvað er líf og hvað er dauði, er það
eitt eins og fljótið og særinn?
„Því að hvað er það að deyja
annað en standa nakinn í blænum
Rauði
kross
íslands
auglýsir:
Rauöi kross Islands tekur innan skamms á móti litl-
um hópi pólskra flóttamanna, sem ríkisstjórn íslands
hefur ákveöiö aö veita móttöku frá flóttamannabúð-
um í Austurríki.
Því er auglýst eftir húsnæöi á Reykjavíkursvæðinu
fyrir eftirtaldar fjölskyldur:
1. Hjón meö eitt barn á 3ja ári. Eiginmaöurinn er
verkfræöingur en eiginkonan erföafræöingur.
2. Hjón, barnlaus. Eiginmaöurinn er sagnfræöing-
ur, en meö fjölbreytta menntun og reynslu á öör-
um sviöum. Eiginkonan er hjúkrunarfræöingur.
3. Hjón með tvö börn, 3ja og 6 ára. Eiginmaðurinn er
læknir, en eiginkonan tannlæknir.
4. Hjón meö eitt barn, 7 ára. Eiginmaðurinn er bif-
vélavirki og bílstjóri, en eiginkonan er viöskipta-
menntuö og hefur numiö forritun fyrir tölvur.
5. Hjón meö tvö börn, 1 árs og 4ra ára. Eiginmaöur-
inn er bifvólavirki, en eiginkonan er tæknimennt-
uö.
Auk jjess vantar tvær einstaklingsíbúöir, fyrir stúlku
sem er sjúkraþjálfari og fyrir pilt sem er rafvélavirki.
Þeir, sem gætu aöstoðað Rauöa krossinn viö aö
leysa húsnæöisvanda fólksins, vinsamlegast hafi
samband viö RKÍ sem fyrst í síma 26722 (45).
Rauöi kross íslands.