Morgunblaðið - 26.05.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982
21
og hverfa inn í sólskinið?” (Gibran
frá Libanon.)
Þorsteinn er dáinn.
Það er skarð fyrir skildi í fé-
lagshópi Gerplu. En ráðgáta lífs-
ins verður ekki ráðin og enginn
ræður í annars barm.
Því að eins og við leitum heim í
rökkrinu, eins þarf sál okkar, hið
fjarlæga og einmana, sem í okkur
býr, að leita sinna heimkynna í
öræfum.
Börn náttúrunnar verða aldrei
fjötruð eða múlbundin, ekkert hús
getur hýst þeirra þrá.
Félagar í Gerplu kveðja Þor-
stein M. Gunnarsson í virðingu og
þökk. Þökk frá öllu unga fólkinu í
Gerplu sem hann gaf sínar tóm-
stundir, þökk frá samstarfsfólkinu
í stjórn félagsins fyrir allt það
sem hann var okkur og heldur
áfram að vera þótt hann hverfi
handan móðunnar miklu.
Minningin um góðan dreng og
góðan félaga mun lifa og við von-
um að nýir menn og konur komi
og beri merki Þorsteins og vinni
að kjörorði ungmennafélaganna:
„Ræktun lands og lýðs. Islandi
allt.“
Við sendum fjölskyldu Þor-
steins innilegar samúðarkveðjur
og biðjum góðan Guð að gefa þeim
styrk þessi þungu vordægur.
íþróttafélagið
Gerpla, Kópavogi.
Margrét Bjarnadóttir.
í annað sinn nú á örfáum vikum
þarf að kveðja ungan mann í há-
blóma lífsins. Þegar slíkar vá-
fréttir berast er ekki hjá komist
að mann setji hljóðan og sú spurn-
ing vakni hver sé eiginlega til-
gangurinn með því að hrífa burt
unga menn frá ástvinum, eigin-
konu og ungum börnum. Er skýr-
ingin ef til vill sú, að þeir deyja
ungir sem guðirnir elska, er ein-
hver önnur skýring hugsanleg, eða
er engin skýring til. Séu einhver
slík máttarvöld til sem ráða yfir
lífi og dauða, getur þá verið að þau
séu hreint ekki óskeikul, fór sá
sem kallaður er maðurinn með ljá-
inn mannavillt. Helst er að mér
hafi dottið það í hug er ég frétti
skyndilegt fráfall vinar míns,
Þorsteins M. Gunnarssonar.
Hvernig á að skrifa minningar-
grein um ungan mann, ekki er
hægt að telja upp afrekaskrá
langrar ævi, en er það nauðsynlegt
við ritun sltkrar greinar, það tel
ég ekki, enda er þessum orðum,
rituðum af andans fátækt, aðeins
ætlað að verða kveðjuorð um góð-
an vin.
Kynni okkar Steina hófust er
við urðum samferða gegnum Iðn-
skólann, þá unglingar um tvítugt,
ærslafullir og með ótal mörg og
margvísleg áhugamál. Eitt var
það þó öðru fremur sem varð þess
valdandi að við áttum saman ótal
skemmtilegar samverustundir, en
það var sameiginlegur áhugi
okkar á útivist. Margar stundir
höfum við gengið um fjöll og
grundir við fuglaveiðar og nátt-
úruskoðun. í þeim gönguferðum
var margt skrafað um lífsins
markmið og tilgang. Engum duld-
ist það að Steini var góðum gáfum
gæddur og skemmtilega ræðinn.
Hann kunni á mörgu skil enda vel
lesinn í hinum margvíslegasta
fróðleik. Áhugamál Steina voru
mörg og margvísleg og var hann
virkur þátttakandi í ýmsum fé-
lagasamtökum. Nokkrum sinnum
lágu leiðir okkar einnig saman í
starfi að félagsmálum og eirn'ig
þar á ég aðeins góðar minningar
um áhugasaman og duglegan sam-
starfsmann. Um tveggja ára skeið
áttum við þess ekki kost að njóta
samvista, þegar ég og fjölskylda
mín fluttum utan, en strax og
heim var komið var þráðurinn
tekinn upp að nýju og áttum við í
fórum okkar margvíslegar ráða-
gerðir um frekari veiðiferðir og
útivist.
Nú er Steini lagður af stað í sína
hinstu gönguför, í þá gönguför get
ég ekki fylgt honum, en sannfærð-
ur er ég um það að hann gengur
ekki lengi einn, því sá hæfileiki
hans að laða að sér samferðafólk
með opinskárri framkomu sinni
mun áreiðanlega fylgja honum
áfram á för hans.
Ég og fjölskylda mín þökkum
honum fyrir margar ánægjulegar
samverustundir, bæði á heimili
hans að Lundarbrekku 6, og á
heimili okkar, og þó ekki síður í
sumarbústöðunum okkar i Miðdal.
Marga og margvíslega mann-
kosti Þorsteins gæti ég sjálfsagt
talið upp hér, en ég veit að slíkt
væri honum ekki að skapi, svo oft
höfum við okkar á milli rætt um
hjákátlegar mannkostaupptaln-
ingar minningargreina.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég kæran vin í hinsta sinn.
Ég sendi Ingibjörgu og börnun-
um ásamt þeim Blíðu og Gunnari
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Ómar Franklínsson
Mannsævinni hefur einhvers-
staðar verið líkt við skák. Menn
þrauka misjafnlega lengi, en allar
fara skákirnar á einn og sama veg,
við töpum. En það átti sannarlega
enginn okkar von á því að vini
okkar og félaga Þorsteini M.
Gunnarssyni yrði svo skyndilega
svipt af borðinu, rétt í byrjun mið-
taflsins. En svona fer því miður
alltof oft og alltaf stöndum við
jafn agndofa og ráðþrota gegn því
sem yfir dynur.
Nú fáum við ekki framar að sjá
Steina mæta til vinnu á morgn-
ana, rjóðan og hressan eftir
snarpa göngu frá heimili sínu að
Lundarbrekku í Kópavogi. Ævin-
lega tilbúinn að leggja orð í belg
og góðum málum lið. Hann var fé-
lagslyndur og áhugasamur um
allt, sem gat gert lífið bærilegra
og léttara. Vakandi athygli, frjótt
ímyndunarafl og sköpunarþrá
birtust í öllum hans athöfnum.
Hann las töluvert og tók vel eftir.
Þorsteinn tók þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum, var m.a. í stjórnum
Leikfélags Garðabæjar, Miðdals-
félagsins og Gerplu, einnig var
hann um tíma í skemmtinefnd
HÍP. Hann hafði undanfarin sum-
ur unnið að byggingu sumarbú-
staðar fyrir sig og fjölskyldu sína
á orlofssvæði bókagerðarmanna í
Miðdal. Þar var hann höfðingi
heim að sækja. Áhugamálin voru
fjölbreytt hjá honum og síðastlið-
inn vetur keypti hann sér bát og
hugði á róðra á línu og skak með
vorinu. En það varð annar róður
sem hann lagði í og hann verður
því miður langur.
Við, sem höfum unnið með hon-
um í Prentsmiðjunni Eddu, mun-
um sannarlega sakna hans, ekki
aðeins vegna samvinnunnar við
hann heldur líka hans óvæntu en
góðlátlegu uppátækja og ríku
frásagnargleði. Gamansemi getur
oft létt störfin á annríkum vinnu-
stað. Og eitthvað verður næsta
árshátíð svipminni en sú síðasta,
þegar Steini sá um Eddupóstinn
með tilheyrandi glensi og gríni og
var svo kynnir og stjórnandi á
árshátíðinni með miklum glæsi-
brag.
Þorsteinn Metúsalem, eins og
hann hét fullu nafni eftir móður-
afa sínum, Þorsteini M. Jónssyni,
landskunnum skólamanni, alþing-
ismanni og bókaútgefanda, var
fæddur á Akureyri 2. september
1945, en bjó frá barnsaldri í Kópa-
vogi, fyrst á Hlíðarvegi en síðar í
Lundarbrekku. Hann var sonur
Guðbjargar Þorsteinsdóttur og
Gunnars Steingrímssonar, en
systkini hans eru þrjú. Hann
kvæntist 10. júní 1967 Ingibjörgu
Valdimarsdóttur, kennara, og
eignuðust þau þrjú börn: Valdi-
mar f. 1968, nýfermdur, Ingi-
björgu f. 1970 og Gunnar Braga f.
1971. Sendum við þeim öllum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Samstarfsmenn Prentsm. Eddu.
Eiginmaöur minn. +
HALLDÓR JÓNSSON,
Hástainsvegi 60, Vsstmsnnasyjum,
veröur jarösunglnn 14.00. frá Landaklrkju fimmtudaginn 27. maí kl.
Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna.
Anna Erlsndsdóttir.
Móöir mín,
INGIBJÖRG GUDJÓNSDÓTTIR,
Miklubraut 9, Rvik,
áöur búaatt aó
Vagamótum 2, Saltjarnarnaai,
veröur jarösungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. )únf kl
10.30.
Þeim, sem vildu mlnnast hennar, er bent á Ifknarstofnanir.
Þráinn Viöar Þóriason.
ÞORKELL ÓSKAR MAGNÚSSON,
bóndi,
Efri-Hömrum, Ásahrappi,
er lóst 22. maf sl. f Borgarspítalanum, veröur Jarðsunginn frá
Þjóökirkjunnl f Hafnarfiröl, flmmtudaginn 27. maf kl. 14.00.
Systkinin.
+
Frændi minn,
BENEDIKT SVEINSSON,
Fornastakk 11,
sem lóst 17. maí sl., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju,
fimmtudaginn 27. maí kl. 15.30.
Vigdís Einarsdóttir
og aörir aóstandandur.
+
HANSÍNA INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR,
Auaturgötu 29, Hafnarfirói,
sem andaöist mánudaginn 17. maí, veröur jarösungln frá Hafnar-
fjaröarkirkju föstudaginn 28. maf kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vlnsamlegast bent á aö
láta Kristniboösfélagiö njóta þess.
Einar Hilmar,
böm, tengdabörn, bamaböm og bamabamaböm.
Skrifstofa Steindórsprents veröur lokuð eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar. Steindórsprent hf.t Ármúla 5. + Bróöir minn, EIÐUR Á. SIGUROSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudag, kl. 13.30. Hslga Siguróardóttlr.
+ . Eiginkona mín, móölr okkar og tengdamóöir, SIGRÍOUR Á8TA FINNBOGADÓTTIR, Efstasundi 22, andaöist f Landspftalanum aöfaranótt þriöjudagsins 25. maí. Fyrir hönd aöstandenda, Þorstsinn Kristfánsson. + Móöir okkar og amma, KRISTÍN ÁRNADÓTTIR, Mjölnisholti 9, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 28. maí kl. 16.30. Ámi Waag Hjálmarason, Kartn Waag Hjábnaradóttir, Hjálmar Waag Hannstson.
+ Móöir okkar og tengdamóöir, soffIa SIGURDARDÓTTIR, Auaturbrún 21, andaöist f Borgarspftalanum 25. maí. Þórný Stsfánsdóttir, Magnús Zakarfasson, Svava Arnórsdóttir. + Aluöarþakkir færum vlö öllum þelm sem auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför PÉTURS SIGURBJÖRNSSONAR, Vssturbraut 19, Höfn, Hornafirói. Magnsa Stsfánsdóttir, börn, tsngdabörn, barna- börn og barnabarnabörn.
•
+ Eiginmaöur minn og faölr okkar, HENRI HENRIKSEN, Gránufálagagötu 33, Akurayri, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju, föstudaglnn 28. maí, kl. 13.30. Elglnkona og börn. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför systur okkar, JÓRUNNARJÓNSDÓTTUR frá Nsóra-Ási. Jóhanna Jónsdóttir, Zophonias Jónaaon, Frfmann Jónsson.