Morgunblaðið - 26.05.1982, Side 28

Morgunblaðið - 26.05.1982, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ1982 Ást er... ... aÖ láta sér nægja hvort annaö. TM Rw U.S Pat Ofl.-aN rtghts rw»rv»d •1882 Lo« AngeHe Tlma» Syr>dtc«t« Mér er sagt að þú sért búinn að setja hita i svefnherbergið. Með morgunkaffinu Siaf&ittS' Hver tók límtúbuna? HÖGNI HREKKVÍSI HftlMG-Ou I HW/XHH OCr L'Atru ViT/V AB TvAéR 8EINKI MtKKuE)” „Og að búa í Hátúni 12 er eins og að búa á lúxushóteli. Hér er líka sérstætt og gott heimili sem kallað er „Dagvist Sjálfsbjargar". Þar fáum við, sem hér búum, að stunda handavinnu, svo og fólk sem kemur utan úr bæ, sumt í hjólastólum. Sumir koma til þess að fá tilbreytingu inn í líf sitt: aðrir til þess að spila á spil, tefla eða bara til að vera innan um fólk, ef ekki annað.“ ísland er besta land í heimi — og hér er gott að vera Katrín Róbertsdóttir, Hátúni 12, skrifar 19. maí: „Góðir íslendingar. Kunnið þið að meta það sem þið eigið? Hafið þið augun opin? Sjáið þið fegurð landsins sem alls staðar blasir við? Hafið þið tekið eftir því hvað loftið sem þið andið að ykkur er ferskt og ómengað? Hafið þið veitt því eftirtekt hvað vatnið sem þið drekkið er svalt og tært? Eru nokkurs staðar í heiminum jafn fullkomnar sjúkratryggingar og hér á landi? Hvað um trúfrelsið, málfrelsið og hugsanafrelsið, þess- ar ómetanlegu gjafir Guðs? Ég er Guðs frelsaða barn og er Menntaskólanemi skrifar: „í umræðuþætti í sjónvarpinu í gær (11. maí), undir stjórn Bryndís- ar Schram var rætt um skólamál barna og unglinga, m.a. um einset- inn skóla og mötuneytismál. Og er það mjög gott. Umræður eru af hinu góða, þótt ráðamenn taki ekki ævinlega alltof mikið mark á þeim. Mig langar í þessu sambandi til að vekja athygli á mötuneytismál- um mennta- og fjölbrautaskólanna. Það hefði mátt blanda umræðum um þau mál inn í þáttinn. Við menntaskólanemar höfum lengi barist fyrir þessu hagsmunamáli okkar og farið í kröfugöngu, þegar annað virtist ekki ætla að duga. En þakklát Honum ... og ykkur, vinir mínir. Ég er af amerísku bergi brotin, en er íslenzkur ríkisborgari og er hreykin af því: Þið, skatt- borgarar, hafið séð um mitt uppi- hald síðan á öndverðu árinu 1962, og gert það möglunarlaust: — „Það er ekki nema sjálfsagður hlutur", segið þið. I viðbót við öll árin sem á undan hafa farið, lá það fyrir mér að þurfa að fara til Lundúnaborgar í janúar síðastliðnum til hjartaupp- skurðar. Ég fór og sjúkratrygg- ingarnar borguðu hvaðeina: flug- far, dýran hjartauppskurð, lækn- ishjálp, hjúkrun, spítalavist, mat það dugði ekki að heldur, enda ekki von þar sem við höfum ekki kosn- ingarétt. En við fengum þó að heyra það hjá hæstvirtum menntamála- ráðherra, að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að finna lausn á málinu. Árangur hefur eng- inn sést enn. Við þurfum að borða eins og aðr- ir, en enginn virðist skilja það. Það skilst e.t.v. ekki fyrr en einhver deyr úr næringarskorti í skólanum. Vonandi verður það þó aldrei. Við sjáum ekki fyrir endann á þessu máli, en þrátt fyrir það höldum við baráttunni áfram undir kjörorðinu: Mötuneyti í alla framhaldsskóla." og sjúkraþjálfun — allt! Ég vildi hafa dóttur mína með mér, en vegna þess að hún er hvorki læknir né hjúkrunarfræð- ingur urðum við að borga fyrir hana, sem við gátum ómögulega gert — en ég á heima í Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu) sem er í Laugarneskirkjusókn. Safnaðar- systirin, Margrét Hróbjartsdóttir, systir séra Jóns Dalbús Hró- bjartssonar, sóknarprests þar, sá svo um, að Hjálparstofnun kirkj- unnar lagði fram fé fyrir flugfari dóttur minnar; Ferðasjóður Sjálfsbjargar einnig; og sambýlis- fólks mitt hér í Hátúni 12, ásamt hjónum á 4. hæð, stóð fyrir sam- skotum og safnaðist svo mikið, að við dóttir mín gátum haldið til Lundúna rólegar og áhyggjulausar. (Ég má víst skjóta hér inn í að uppskurðurinn heppnaðist prýði- lega!) Og að búa í Hátúni 12 er eins og að búa á lúxushóteli. Hér er líka sérstætt og gott heimili sem kallað er „Dagvist Sjálfsbjargar". Þar fáum við, sem hér búum, að stunda handavinnu, svo og fólk sem kemur utan úr bæ, sumt í hjólastólum. Sumir koma til þess að fá tilbreyt- ingu inn í líf sitt; aðrir til þess að spila á spil, tefla eða bara til þess að njóta þess að vera innan um fólk, ef ekki annars. Þetta er ágæt- isfólk og konurnar sem sjá um þetta allt saman, þær eru allar svo hlýlegar, glaðar og skilningsríkar. Við, sem erum í dagvistinni, fáum hádegismat, líkamsþjálfun og fótsnyrtingu ókeypis. Við drekkum kaffi þarna í vinnustofunni, en það er ekki bara drukkið kaffi og staðið upp og farið að vinna á nýjan leik. 0, nei: það er spjallað saman, spaugað og sungið við raust. Með öðrum orðum: Þar er gott að vera. Við öryrkjar, sem búum hér í Hátúni 12, megum kaupa afslátt- armatarmiða og bifreiðaþjónustu- miða á mjög vægu verði: eitt spjald af bifreiðamiðum kostar kr. 50 og það eru 48 miðar á hverju. Svo að ferðin kostar rúmlega eina krónu, sem er ekki einu sinni fyrir bens- ínkostnaði. Og bílstjórnarnir eru Iiprir og elskulegir, eins og allt fólkið sem vinnur hér. í stuttu máli: ísland er besta land í heimi og hér er yndislegt að vera. Að- endingu, vinir mínir. Ég þakka ykkur einu sinni enn fyrir mig og ég bið Guð að blessa ykkur öll og ísland, mitt ástkæra fóstur- land.“ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til aö skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilis- föng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar þess óski nafnleyndar. Mötuneyti í alla framhaldsskóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.