Morgunblaðið - 15.06.1982, Qupperneq 1
48 SÍÐUR
128. tbl. 69. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Argentínumenn gáftist upp
þegar Stanley yar að falla
I/ondon og Buneo.s Aires, 14. júní. AP.
MARGARET THATCHER tilkynnti í breska þinginu um kl.
21.10 í kvöld, að hvítir fánar blöktu við hún víða í Port
Stanley til merkis um uppgjöf Argentínumanna. Skýrði
Thatcher ennfremur frá því, að viðræður stæðu yfir um hvern-
ig staðið skyldi að uppgjöfinni. Að sögn lagði fjöldi argent-
ískra hermanna niður vopn sín eftir að Bretar höfðu rofið
síðasta varnarmúr þeirra umhverfis Port Stanley. Mikill
fögnuður braust út í breska þinginu við tilkynningu Thatcher.
Fyrr í kvöld rauf breska útvarpið útsendingar sínar til að
tilkynna, að samkomulag hefði tekist á milli yfirmanna her-
liðs beggja þjóðanna um vopnahlé. Breska landvarnaráðu-
neytið vildi þá ekki staðfesta þessa frétt.
Breska landgönguliðið á Falk-
landseyjum þrengdi enn frekar að
Argentínumönnum í Port Stanl-
ey í dag og sóttu þeir að Argentín-
umönnum úr þremur áttum.
Voru Argentínumenn fyrst
hraktir að öftustu varnarlínu
sinni umhverfis bæinn. Þar sem
Páfi heldur
10 ræður á 12
klukkustundum
(ienf, 14. júní. AP.
JÓHANNES Páll páfi II mun á
morgun ávarpa þing alþjóða
vinnumálasambandsins í sinni 14.
utanlandsferð frá því hann tók við
embætti fyrir rúmu þremur og
hálfu ári. Dvöl páfa í Sviss verður
aðeins 12 klukkustunda löng, en á
þeim tíma ætlar hann að halda
hvorki fleiri né færri en 10 ræður
hjá hinum ýmsu alþjóðasamtök-
um. Ætlar hann ennfremur að
heimsækja höfuðstöðvar Rauða
krossins.
Yfirvöld í Pól-
landi heröa
aðgerðir á ný
Var.sjá, 14. júní. AP.
YFIRVÖLD í Póllandi hafa sett
útgöngubann á að nýju í borginni
Wroclaw í suðvesturhluta landsins
og hert löggæslu í öðrum borgum í
kjölfar óeirða, sem urðu er þess
var minnst, að 6 mánuðir eru lið-
nir frá því herlög voru sett í land-
inu.
Lögreglan varð að nota tára-
gas og öflugar vatnsdælur til
þess að dreifa mannfjöldanum í
Wroclaw og Nowa Huta, náma-
bæ rétt utan við Kraká. Voru
amk. 55 manns handteknir
vegna mótmælanna. í yfirlýs-
ingu frá yfirvöldum seint í dag
var frá því skýrt, að nokkrir
lögreglubílar hefðu skemmst í
átökunum og 23 lögreglumenn
slasast.
Fregnir af óeirðunum bárust
á sama tíma og orðrómur komst
á kreik þess efnis, að páfa væri
etv. að vænta í heimsókn til
Póllands í ágúst. Hins vegar
skýrði sendimaður Vatikansins,
sem nú er staddur í Póllandi, frá
því, að heimsókn páfa væri háð
þeim skilyrðum að eðlilegt
ástand ríkti í landinu við heim-
sókn hans.
talið var að að þeir hefðu komið
fyrir miklum fjölda jarðsprengja.
í fréttum frá Argentínu var frá
því skýrt, að barist, hefði verið á
götum í Port Stanley í kvöld, en
breska landvarnaráðuneytið vildi
ekki staðfesta þær fregnir.
Frá því var skýrt í Vatikaninu í
dag, að í bréfi frá Leopoldo Galti-
eri, forseta Argentínu, til Jóhann-
esar Páls páfa II féllist hann á
vopnahlé með þeim skilyrðum þó,
að báðir aðilar drægju lið sitt til
baka af eyjunum. Bresk yfirvöld
höfnuðu í dag alfarið öllum tilboð-
um um vopnahlé.
Báðar þjóðirnar hafa samþykkt
hlutleysissvæði það, sem Rauði
krossinn lagði til handa íbúum
eyjanna. Er hér um að ræða
tveggja hektara svæði þar sem á
eru nokkuð rammgerar byggingar,
sem veita munu íbúunum 600
eitthvert skjól. Hefur yfirmönnum
breska herliðsins verið gefin fyrir-
skipun um að sneiða hjá þessu
svæði eins og frekast er kostur.
Argentínumenn skýrðu frá því,
að tveir óbreyttir borgarar hefðu
fallið í árásum Breta um helgina
og fjórir særst. Engar upplýsingar
hefur verið að fá um mannfall
Breta um helgina, en samkvæmt
upplýsingum frá eyjunum hafa
amk. 20 Bretar fallið um helgina.
Hafa þá um 240 Bretar látið lífið í
deilunni frá því hún hófst.
Símamynd AP.
Forsetahöllin í I.íbanon umkringd ísraelskum skriðdrekum. Höllin er í
útjaðri borgarinnar, en ísraelar segjast ekki munu ráðast inn í miðborgina til
að forðast blóðbað.
Tékkneskir
andófsmenn
fá hótanir
Vín, 14. júní. AP.
EIGINKONU Ladislav Lis, eins af
talsmönnum tékknesku mannrétt-
indahreyfingarinnar, hefur borist
bréf þar sem haft er í hótunum við
hana og mann hennar og sagt, að
aldrei sé að vita hvað hent geti
börn þeirra hjóna. Einnig var þess
krafist, að þau reiddu fram u.þ.b.
150.000 ísl. kr. til að tryggja öryggi
barnanna. Þessar fréttir voru í dag
hafðar eftir tékkneskum útlögum í
Vín.
Lis er einn af þremur tals-
mönnum Mannréttindahreyf-
ingarinnar ’77, sem m.a. hefur
fylgst með því hvernig tékknesk
stjórnvöíd standa við skuldbind-
ingar sínar samkvæmt Helsinki-
-sáttmálanum. Bréfið, sem konu
hans barst í fyrri viku, er undir-
ritað af „byltingarmanni" og er
þar haft í hótunum við dætur
þeirra hjóna, sex og tólf ára
gamlar. Það hefst með orðunum
„Allar mæður elska börnin
sín ..." að því er haft er eftir
heimildum.
I síðustu viku var þess minnst
í Tékkóslóvakíu, að 40 ár eru lið-
in frá því nasistar myrtu alla
karlmenn í þorpinu Lidice og
sendu konur og börn í fangabúðir
þar sem þau báru mörg beinin.
Að þessu sinni var minningar-
athöfnin með nýju sniði og kölluð
„friðarfundur" í fjölmiðlunum.
Þar var sovéska hernum hrósað í
hástert en Bandaríkjamenn og
vestrænar þjóðir að sama skapi
úthrópuð.
„Ekkert fær Palestínumenn
til að leggja niður vopn“
— skæruliðar PLO hóta að Beirút verði að „nýrri Stalingrað“ ráðist ísraelar inn í borgina
^ Tel Aviv, Beirút, 14. júní. AP.
ÍSRAELSMENN hafa umkringt hverfi Palestínuskæruliða í Beirút, en
Yasser Arafat skæruliðaleiðtogi sagði, að ekkert afl fengi Palestínu-
menn til að leggja niður vopn. George Habash, einn af leiðtogum
skæruliða, sagði að Beirút yrði „ný Stalingrað’* ef ísraelar sæktu inn í
borgina.
Hins vegar báðu skæruliðar í
Beirút tvisvar um vopnahlé í dag,
með milligöngu Egypta, að sögn
embættismanna í utanríkisráðu-
neytinu í Tel Aviv, en þær um-
leitanir verða ekki teknar til
greina fyrr en skæruliðar hafa
hætt öllum skotárásum.
Háttsettur maður í ísraelska
innrásarliðinu sagði, að ísraelar
vildu forða blóðbaði sem af hlyt-
ist í götubardögum, og myndu
þeir því ekki sækja inn í Beirút.
Þegar sól gekk til viðar í kvöld
heyrðust varla skothljóð í borg-
inni.
Utanríkisráðuneytið ísraelska
sagði, að lögreglan í Líbanon
áætlaði að 9.583 hefðu fallið og
16.608 særst, flest óbreyttir Líb-
anir og Palestínumenn, frá því
Israelar réðust inn í Líbanon
fyrra sunnudag. Einnig væri
haldið fram að 600 þúsund hefðu
misst heimili sín. Af hálfu ísra-
ela voru tölur þessar stórlega
dregnar í efa.
Skæruliðar sögðust hafa hafið
nýja sókn gegn Israelum við ísra-
elsku landamæraborgina Jouni-
eh. Hefði verið haldið uppi árás á
þrjár borgir við Galileuvatn frá
stöðvum á austurbakka Jórdan-
árinnar, Ashdot Yaaqov, Maoz
Hayyim og Mehola.
Frakkar hvöttu ísraela til að
hætta aðgerðum í Líbanon sam-
stundis og hefur ráðuneytisstjóri
í utanríkisráðuneytinu í París
verið sendur til viðræðna við líb-
anska leiðtoga í Beirút.
íbúar í hverfum kristinna
fögnuðu ísraelska innrásarliðinu
innilega, þegar það ók um götur
hverfa þeirra og sameinaðist
sveitum hægri manna á hæðun-
um fyrir ofan Beirút.