Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982 12 Stangaklippur 0—28 mm Beygjuvélar 0—30 mm Plötuklippur Plötur 0-6 mm. Flatjárn 70x7 mm. Rúnjárn 13 mm. Lokkur 10 mm gat í 6 mm þykkt stál eöa 20 mm gat í 4 mm þykkt ptál. Útvegum einnig beint frá framleiðanda fjölbreytt úrval af stórum rafdrifnum beygju- vélum og klippum. G.J. FOSSBERG VÉLAVERSLUN HF. Skúlagötu 63, Raykjavík. Sími 18560. Listahátíð o Akureyri Afríka Tónlist Jón Ásgeirsson African Sanctus heitir tónverk eftir David Fanshawe. Hann hefur ferðast um Afríku og safn- að tónlist á segulbönd og gert sér síðan mat úr því efni með því að semja eða réttara sagt bræða saman við upptökurnar eigin tónsmíðum. Úpptökurnar eru áreiðanlega miklu merkilegri en greina mátti af örstuttum þátt- um þeirra og eftir því sem undir- rituðum er kunnugt, af marg- víslegum upptökum sem gerðar hafa verið af tónlist Afríkubúa núna á seinni árum og gefnar út, er þessi tónlist ekki aðeins merkileg fyrir að hafa ef til vill fólgna í sér frjóanga upprunans, heldur og fyrir einstæða fegurð. Þannig verkaði tónverk Fan- shawe truflandi í fyrstu, því í tónlist hans er ekkert nýtt, ekk- ert, sem ekki er búið að hjakka á áratugum saman. Aftur á móti er tónlist Afríkubúa heillandi hlustunarefni og kallar til hins „siðmenntaða" vesturlandabúa sem dvergmál ævintýranna. Eini þátturinn, sem nær því að verða ein heild, er Sanctus-kaflinn, þrátt fyrir einum of einhliða gerð. Útfærslan á Faðir vor er dæmigerð dægurlagaflatneskja, útþynning á þeirri verslunar- vöru, sem aðdáanda bæði vest- rænnar og upprunalegrar Afr- íkutónlistar hlýtur að bjóða við. Það sem í rauninni gerir slíka vinnuaðferð, að nota upptökur með saminni tónlist, oftast ómerkilega, er, að á móti lifandi fluttri og í rauninni „handunn- inni“ tónlist er notuð „vélunnin" verksmiðjutónlist, dauð fjöl- kópía, sem þrátt fyrir merkilegt innihald er fryst í gerð sinni, þannig að allar breytingar eru affærsla og því verri sem inni- haldið er betra. Þrátt fyrir þetta var margt skemmtilega gert í þessu verki, hvergi slegið á neinu stóru en stundum leikið með skemmtilegum hætti. Passíukór- inn undir stjórn Roar Kvam gerði verkinu góð skil, var vel samæfður og vakti flutningur verksins mikla hrifningu hjá áheyrendum. Signý Sæmunds- dóttir aðstoðaði við nokkur söng- atriði svo og hljóðfæraleikarar víðs vegar að. Þessu öllu var svo blandað í gegnum hljóðblöndun- arvélar undir vélstjórn Sigurðar Rúnars Jónssonar. Jón Ásgeirsson Meira atvinnuleysi í maí en í sama mánuði á síðasta ári í maímánuði voru 7.457 at- vinnuleysisdagar skráðir á land- inu, sem svarar til að 344 hafi ver- ið skráðir án atvinnu allan mánuð- inn eða 0,3% af áætluðum mann- afla. Um 59% af skráðu atvinnu- leysi féll til hjá konum. Skráðir atvinnuleysisdagar í maímánuði í ár voru 1.767 fleiri en í sama mán- uði í fyrra, en atvinnuleysi þá sam- svarar því að 263 haíl verið at- vinnulausir allan mánuðinn. í öllum landshlutum voru fleiri atvinnuleysisdagar skráðir nú en á sama tíma árið 1981 nema á Norðurlandi eystra, þar fækkaði skráðum dögum um fjórðung. Mest varð aukning á atvinnuleysi á Norðurlandi vestra, þar fjölgaði skráðum dögum um 1.639 milli ára. í frétt frá vinnumáladeild félagsmála- ráðuneytisins segir, að sé litið á landið í heild virðist vinnufram- boð nokkru minna en á sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.