Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 14

Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 Tölvunámskeið Notendanámskeið Námskeiðin standa yfir í 2 vikur. Kennt er 3 tíma á dag virka daga. Kl. 9.00—12.00 f.h. Viö kennsiuna eru notaöar viöskiptatölvur af algengustu gerö. Námskeiðiö er ætlaö hverjum þeim sem vill kynna sér notkunarmöguleika míkrótölva viö rekstur fyrirtækja. Á námskeiöum er tekiö fyrir eftirfarandi m.a.: Aö stjórna tölvu, diskettustöö og prentara. Aö nota tölvur viö: Fjárhagsbókhald, viöskiptamannabókhald, lagerbókhald, launabókhald, rit- vinnslu, gagnageymslu og áætlanagerö. Forrit þessi spanna öll helstu notkunarsviö míkrótölva í viöskiptalífinu um þessar mundir. Aö loknu námskeiöi fá nemendur viðurkenningarskjal. Innritun í síma 25400 HÁTÍ ÐAR SAMKOMA í tilefrii 100 ára afmælis Samvi nnuhreyfi ngar i n nar verður haldin að Laugum í Reykjadal, S-Þingeyjarsýslu sunnudaginn 20. júní kl. 15.00 Dagskrá 1. Hátiðin sett: Valur Arnþórsson, formaður stjórnar Sambands ísl.samvinnufélaga 2. Ávarp: Forseti fslands Frú Vigdis Finnbogadóttir 3. Ræða: Finnur Kristjánsson formaður afmælisriefndar 4. Leikþáttur „ísana leysir“ ettir Pál H. Jónsson Leikstjóri: Sigurður Hallmarsson 5. Ávarp: Robert Davies fulltrúi Alþjóðasamvinnu- sambandsins 6. Einsöngur: Sigríður Ella Magnúsdóttir 7. Hátiðarræða: Erlendur Einarsson forstjóri 8. Söngur: Kirkjukórasamband S-Þingeyjarsýslu 9. Samkomuslit: Valur Arnþórsson Á undan hátíðinni leikur Lúðrasveit Húsavikur undir stjórn Sigurðar Hallmarssonar. ífM Allir landsmenn eru hjartanlega velkomnir b Sdmstarfsneínd um dfinælishald MATTIIR HINNA MORGU J Fyrstu lóðaframkvtemdir Stálfélagsins i hrauninu upp af Straumsvík. Ljósm. Kristján Pétur. Stálfélagið hefur framkvæmdir Stjórnin boðar til hluthafafundar Framkvæmdir við fyrsta áfanga, samkvæmt framkvæmdaáætlun Stálfélagsins hf., eru hafnar í hraun- inu uppaf Straumsvík í Hafnarfirði. Samkvæmt áætlun um 1. áfanga mun félagið á næstu dögum hefja söfnun á betri gæðaflokkum stáls til vinnslu á hluta lóðar félagsins. Þegar vinnslutæki fyrir brotajárn hafa verið sett upp, mun félagið taka á móti öllu brotajárni og flokka það jafnóðum og vinna fyrir bræðslu. 2. áfangi, sem er bræðsla stáls- ins í stálhleina, verður undirbúinn meðan á söfnun stendur, en bygg- ingartími er áætlaður 12 til 18 mánuðir. Afköst bræðsluofna á tveim vöktum eru áætluð 15.000 tonn á ári. Með fullri nýtingu er afkastagetan 25.000 tonn á ári. 3. áfangi er völsunardeild sem á að fullnægja þörfum landsmanna fyrir steypustyrktarstál eða 15.000 tonn fyrsta árið. Gera má ráð fyrir 2 til 3% aukinni notkun ár- lega. Gjaldeyris sparnaður er áætlaður 50 til 60 millj. kr. miðað við núgildandi verðlag. Stjórn Stálfélagsins hf. hefur mikinn áhuga á að flýta framkvæmdum og hefur í því skyni boðað til hluthafafundar, sem haldinn verð- ur í fundarsal Hótel Esju þriðjud. 29. júní. Skráðir hluthafar eru nú 325 talsins. Á hluthafafundi mun mörkuð stefna félagsins varðandi ýmsa verkþætti og aukningu hlut- afjár. Stálfélagið hf. hefur nýlega ráð- ið Árna Reynisson til útbreiðslu- starfa á vegum félagsins í sumar. Árni mun á þeim tíma heimsækja alla landshluta til könnunar á brotajárni og stofna til samstarfs við bæjarstjórnir og sveitarfélög. Undanfarin ár hefur járn verið urðað víða um land með ærnum kostnaði og til stórra spjalla á náttúru landsins. Þeir sem hafa áhuga á málefn- um Stálfélagsins hf. eru hvattir til að hafa samband við erindreka fé- lagsins, Árna Reynisson, eða Sig- trygg Hallgrímsson framkvæmda- stjóra. (Fréll frí Stiirélaginu hf.) Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri RKÍ: Pólsku flóttamönnun- um vegnar vel hérlendis Þó vantar enn tilfinnanlega húsbúnað og húsgögn og eina til tvær íbúðir „ÞEIM gengur bara vel. Það eru margir byrjaðir að vinna og flestir hafa fengið störf við sitt hæfi. Þó vantar líklega eina eða tvær ibúðir ennþá. Flóttamennina skortir þó enn tilfinnanlega ýmiss konar hús- búnað og húsgögn. Þeir komu til landsins með tvær hendur tómar og væri allt slíkt vel þegið þeim til handa," sagði Jón Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Kauða kross íslands, aðspurður um hvernig pólsku flótta- mönnunum vegnaði hérlendis. Jón er nýkominn úr fjögurra daga ferð til Póllands á vegum al- þjóða Rauða krossins. Hann sagði stöðuna þar hörmulega. „Það má segja að ástandið sé hryllilegt, og miklu verra en ég hafði gert mér grein fyrir. Ég fór bæði inn á einkaheimili og sjúkrahús og þar vantar allt til alls. í matvöruverzl- unum, fiskbúðum og yfirleitt öll- um verzlunum eru allar hillur tómar, skömmtun er enn á mat- vælum og mér sýndist fólk illa haldið bæði andlega og líkam- lega,“ sagði hann. Jón sagði einnig, að búið væri að dreifa lýsissendingum frá íslandi og hefði þeim verið vel tekið. „Mest af lýsinu var sent á barna- og dagheimili. Ég skoðaði einnig birgðastöðvar Rauða krossins í landinu og kynnti mér ástandið eins og mögulegt var á svo skömmum tíma.“ Jón bætti því við í lokin, að nýverið hefði borist ný hjálparbeiðni frá alþjóða Rauða krossinum um aðstoð við Pólverja. Væntanlega verður tekin ákvörð- un af hálfu RKÍ á næstu dögum um hvernig við beiðninni verður brugðist. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Uttekt verði gerð á rekstri BÚH A FYRSTA fundi nýkjörinnar bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar síðastliðinn þriðjudag, var samþykkt tillaga um að gerð skyldi úttekt á fjárreiðum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Tillöguna fluttu þeir Árni Grét- ar Finnsson og Vilhjálmur Skúla- son og var hún á þessa leið: Fram fari úttekt á rekstri og fjárreiðum Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og bæjarstjóra falið að ráða endur- skoðunarskrifstofu til að gera þá úttekt. Á grundvelli þessarar út- tektar verði síðan byggðar tillögur um áframhaldandi rekstur fyrir- tækisins. Tillagan var samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum meirihlut- ans, en fjórir fulltrúar minnihlut- ans sátu hjá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.