Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 17
Eigendur og leigutaki
Straums í Straumsvík
í málaferlum við ÍSAL:
Dómkrafa
ásamt vöxtum
komin í 1,5
millj. kr.
FYRIR bæjarþingi Hafnarfjarft-
ar hefur verift til meðferftar
skaftabótakrafa á álverift í
Straumsvík frá landeigendum
Straums vift Straumsvík og
kjúklingabónda sem tók jörft og
hús til leigu. Krafan var lögft
fram vegna meintrar flúormeng-
unar frá álverinu, sem sögft er
hafa valdift vanhöldum í kjúkl-
ingaræktun og arftleysi jarftar-
innar fyrir eigendur af þeim
sömu sökum. Skaðabótakrafan
var lögft fyrir árift 1977 og hefur
rannsókn málsins staðift yfir síft-
an. Upphæð dómkröfu er í dag
ásamt vöxtum samtals 1,5 millj.
kr. eða 150 millj. gamlar, aft
sögn Más Péturssonar héraðs-
dómara í Hafnarfirði.
Már sagðist reikna meft aft
dæmt yrði í málinu í haust.
Vefjameinafræðilegar rannsókn-
ir á kjúklingum úr búinu, sem
rekið var af leigutakanum í
Straumi, standa nú yfir erlendis
og er niðurstaðna að vænta í
sumar. Yfirheyrslum vitna og aft-
ila er lokið.
Straumur stendur vestan vift
Straumsvíkina, örskammt frá ál-
verinu. Jörðin gekk kaupum og
sölum um nokkurt skeið en svína-
bú var rekið þar af núverandi eig-
endum jarðarinnar, sem eru tveir,
til ársins 1968. Þá var skipt yfir í
hænsnabú og árið 1976 leigftu eig-
endur þriðja aðila jörð og hús, en
hann stundaði síðan kjúklinga-
búskap þarna fram til ársins 1977,
er hann skar stofninn niður, sem
þá nam 12 þúsund kjúklingum.
Leigutakinn taldi sig hafa orðið
fyrir verulegum vanhöldum, í
kringum 54%, sem hann kenndi
flúormengun frá álverinu um.
Þegar kjúklingastofninn var
skorinn niður voru tekin sýnis-
horn sem síðan hafa verið til
rannsóknar bæði hérlendis og er-
lendis. Menn hefur greint á um
niðurstöður rannsóknanna og því
var ákveðið að láta fram fara þá
rannsókn sem nú stendur yfir.
Lögmaður ÍSAL í máli þessu er
Guðmundur Pétursson hrl. en
stefnenda Hafsteinn Baldvinsson
hrl.
All.l.YSIVi XSIMINN K
22480 _
JPorounblntiit)
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982
17
vélstjón
IMS
MINIMIZER
ÖRTÖLVU
TÆKNI sf.
Microprocc«or Technology
GarAastnrtí 2,101 Rcykjavlk,
Sími 11218 og 12917.
,, Olíunotkunin
hefur minnkað um 20 %
að meðaltali”
ISIS eyðslumælirinn er hannaður samkvæmt óskum íslenskra
skipstjórnarmanna. Þetta er tölvubuinn olíumælir,
einfaldur í uppsetningu og notkun.
Á aflestrartæki getur þú séð á svipstundu: Olíueyðslu í
lítrum á klst., heildareyðslu í lítrum og með tengingu við vegmæli,
einnig notkunina í lítrum á mílu.
Auk þessa, hraða skips og siglda vegalengd.
bogið eða beint stýri/lokaðar skálabremsur innbyggður
lás/standari/ljósatæki/ 3 stærðir litir: silfurgrátt/ljósblátt
NÝ ISLENSK
FRAMLEIÐSLA
FALK