Morgunblaðið - 15.06.1982, Page 18

Morgunblaðið - 15.06.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 Þátttakendur í frirtarfundinum ganga frá bækistöð Sameinuðu þjóðanna til Central Park á laugardag. Fjölmenni í friðar- göngu á laugardag New Vork, 12. iúní. AP. Áætlað er að a.m.k. 550.000 manns hafi tekið þátt í friðargöngu og útifundi í Central Park i New York sl. laugardag þar sem krafist var einhliða kjarnorkuafvopnunar. Þetta eru talin ein fjölmennustu mótmæli sem haldin hafa verið í Bandaríkjunum. „Við erum hingað komin svo mörg vegna þess að þessi skilaboð verða að komast alla leið til Hvíta hússins og Capitol Hill,“ sagði Coretta Scott King ekkja mann- réttindaleiðtogans Marteins Lúter King yngri við mannfjöldann. Margir höfðu komið langt að, en flestir gengu frá bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna þar sem nú stendur yfir sérstök afvopnunar- ráðstefna, eða um tæpa fimm kíló- metra leið. Mjög margir komu fram á þess- um friðarfundi, en eftir að um 3000 blöðrum fylltum með helíum hafði verið hleypt á loft hófst hin eiginlega dagskrá með ræðuhöld- um og tónlistarflutningi sem m.a. Jackson Browne, Bruce Spring- steen og Joan Baez tóku þátt í. Lögreglan segir allt hafa farið fram með friði og spekt og engin slys hafi orðið á mönnum. A sama tíma var einnig haldinn sams konar friðarfundur í San Francisco þar sem um 30.000 manns komu saman til að mót- mæla kjarnorkuvopnum og fram- leiðslu þeirra. Einnig voru haldnir friðarfundir í nokkrum borgum öðrum í Bandaríkjunum á laug- ardag. Tvö mál voru sett á oddinn á öllum þessum fundum: alþjóða af- vopnun sem hefur í för með sér stöðvun á framleiðslu kjarnorku- vopna og niðurskurð á gjöldum til hermála sem hefði í för með sér aukna félagslega þjónustu. Fjölmennasta sam- koma sem haldin hefur verið í Bandaríkjunum Birgir ísl. Gunnarsson, alþingismaður, sem nú situr aukaallsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York, fylgdist með því á laugardaginn, þegar fleiri hundruð þúsund manns gengu um götur stórborgarinnar og söfnuðust saman til fundar í Central Park í baráttu fyrir afvopnun. Símaði Birgir eftirfarandi frásögn til Morgunblaðsins í gær: „Öllum fjölmiðlum í Bandaríkj- unum ber saman um að friðar- gangan hér í New York sl. laugar- dag og útifundurinn sem haldinn var að henni lokinni í Central Park, hafi verið fjölmennasta samkoma, sem haldin hefur verið hér í borg og sennilega í öllum Bandaríkjunum. Talið er að 750 þúsund manns hafi tekið þátt í þessum aðgerðum. Mönnum ber saman um að hér hafi verið leyst úr læðingi feikn mikið pólitískt afl sem erfitt sé að segja fyrir um á þessari stundu hvað muni hafa í för með sér. Ymsir hafa þó látið í ljós áhyggjur yfir því, að slíkar þrýstiaðgerðir nái ekki tilætluðum árangri, þar sem þær nái fyrst og fremst til Vesturlanda, en al- menningur í ríkjunum austan Járntjalds hafi ekki möguleika til slíkra aðgerða þar. Ég fylgdist með þessum atburð- um síðastliðinn laugardag. Snemma morguns mátti sjá hópa fólks streyma að þeim stað þar sem gangan átti að hefjast klukk- an 10 árdegis. Gengið var fram hjá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem nú er haldin önnur afvopnunarráðstefna SÞ. Þar fór fram um þriggja klukku- stunda dagskrá, meðan gangan fór framhjá, með ræðum og skemmti- atriðum. Síðan var gengið í Centr- al Park, en þar hófst útifundur klukkan eitt og stóð til klukkan 6.30 síðdegis. Þar voru fluttar margar ræður og fjöldi lista- manna komu fram. Gangan var mjög fjölbreytt. Þar mátti sjá fulltrúa fjölda- margra samtaka eins og kirkjufé- laga, verkalýðsfélaga, kvenna- samtaka, foreldra- og kennarasamtaka, og meira að segja samtaka hómósexúalista. Þarna mátti sjá fólk á öllum aldri og fólk af mörgu þjóðerni og með margvislegan litarhátt. Þarna voru til dæmis Japanir áberandi, en meðal þeirra var fólk sem lifði af kjarnorkuárásina á Hiroshima og Nagasaki 1945. Allt fór mjög friðsamlega fram þrátt fyrir fjöl- mennið, en lögreglan hafði fimm þúsund manna aukalið á götunum til að greiða fyrir umferð. Auk að- algöngunnar og útifundarins, voru smærri göngur víða um borgina á vegum einstakra félaga, þannig að segja má að New York-borg hafi verið undirlögð þennan dag. í framhaldi þessa atburðar hafa miklar umræður farið fram nú um helgina um áhrif þessara aðgerða um afvopnunarmál almennt. Eng- in vafi er á því að þessi hreyfing á sér djúpar rætur í hugum fólks, friður á jörðu og afvopnun, ekki sízt á sviði kjarnorkuvopna, voru aðalkröfur laugardagsins. I um- ræðum í fjölmiðlum hafa ýmsir látið í ljós áhyggjur sínar yfir því, að ræðumenn hafi einfaldað vandamálið fullmikið og slíkar þrýstiaðgerðir megi aldrei leiða til einhliða afvopnunar, eða eins og Edward Koch, borgarstjóri New York-borgar, en hann tók þátt í göngunni, sagði: „Ég styð gagn- kvæma afvopnun, en verst er, að í Moskvu er fólk sett í fangelsi fyrir að láta vilja sinn í ljós á þennan hátt.“ Frolov fær vegabréfið Moskva, 14. júní. AP. ANDREI Frolov sem hætti í hungur- verkfalli í síðustu viku eftir að hon- um var lofað að fá að flytjast úr landi til konu sinnar i Chicago, fékk vegabréfið í hendurnar í dag. Tveir aðrir halda enn áfram hungurverkfalli til að knýja á um kröfur sínar að þeir fái að komast til eiginkvenna sinna í Bandaríkj- unum. Þeir eru nú búnir að fasta á fimmtu viku til að reyna að fylgja kröfum sínum eftir. Heilsu þeirra fer mjög hrakandi. Mótmælendur handteknir New York, 14. júní. AP. LÖGREGLAN handtók og hafði á brott mörg hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum gegn kjarn- orkuvopnum í dag er þeir reyndu að hindra störf hjá þátttakendum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál. Handtökurnar eiga sér stað tveimur dögum eftir einn fjöl- mennasta friðarfund sem um get- ur, en hann var haldinn í Central Park á laugardag. Þá fór allt fram með friði og spekt, en sá fundur var haldinn á þeim tíma vegna sérstakrar ráðstefnu sem nú er haldin á vegum Sameinuðu þjóð- anna um afvopnunarmál. „Ef fólk er hindrað í því að ganga til vinnu sinnar eða ganga á gangstéttum verðum við að taka til okkar ráða,“ sagði talsmaður lögreglunnar áður en kom til handtakanna, en þrjú þúsund lög- reglumönnum var safnað saman fyrir framan skrifstofur sendi- nefnda Bandaríkjanna, Kína, Frakklands og Bretlands, er farið var að hindra fólk í að komast til starfa sinna þar. Mótmælendurnir beittu ýmsum brögðum til að hindra fólk í að komast til starfa sinna, t.d. sátu þeir sem fastast á gangstéttinni fyrir framan skrifstofur bresku sendinefndarinnar og heftu þann- ig inngöngu í húsið. Búist viÖ litlum breytingum í Saudi-Arabíu við fráfall Khaleds Riyadh, 14. júní. AP. Fahd konungur Saudi-Arabíu hét því í dag, að halda áfram á sömu hraut og Khaled konungur, sem lézt úr hjartaslagi á sunnudags- morgun, en hann var lagður til hinztu hvíldar í gærkvöldi. Tilkynnt var að engar breytingar yrðu á stjórn landsins, og er það talið til marks um að andlát Khaleds verði ekki tilefni neinna meiriháttar breytinga. Einnig er ekki búist við breytingum á stefnu Saudi-Araba í olíumálum. Fahd útnefndi hálfbróð- ur sinn, Abdullah, sem krónprins, en hann er stjórnandi þjóðvarðlið- sins, sem telur 30 þúsund hermenn. Fahd er kunnur fyrir áhuga sinn á samvinnu og samstarfi við vestræn ríki, einkum Bandaríkin. Það er krónprinsinn hins vegar ekki, hann aðhyllist harðari af- stöðu í garð stjórnvalda í Wash- ington, vegna stuðnings þeirra við Israela. Jafnframt er Ab- dullah ötull fylgismaður við baráttumál Palestínumanna, og hefur átt náin samskipti við stjórn Hafez Assad í Sýrlandi, sem er höll undir Kremlverja. Jafnframt er krónprinsinn sagður andsnúinn örri efnahags- legri uppbyggingu i landinu, en fróðir menn álíta að Fahd muni kappkosta að flýta fyrir allri efnahags- og menningarlegri framþróun, og styrkja heri land- ins með aðstoð Bandaríkja- manna. Fahd Bin Abdul Aziz er sagður reyndur stjórnvitringur, og ein- arður stuðningsmaður við sam- eiginlegan málstað Araba og mú- hameðstrúarmanna, en hann mun kappsfullur um að gera hlut Saudi-Araba, sem talsmanna Araba og múhameðstrúarmanna, út á við meiri. Fahd var í miklu uppáhaldi föður síns, Abdul Aziz konungs, stofnanda Saudi-Arabíu nútím- ans. Strax á unga aldri voru hon- Fahd Bin Abdul Aziz konungur fer fyrir líkfylgdinni vió útför Khaleds fyrrum konungs Saudt-Arabíu. Ásamt honum eru í fremstu röð leiðtogar Kuwait, Quatar, Bahrain og Djibouti. simunynd-AP um falin ýmis ábyrgðarstörf, og hefur hann stjórnað mennta- og innanríkismálaráðuneytum landsins meira og minna frá 1952. Hann varð krónprins 1975. Fahd, sem er 59 ára, var full- trúi Saudi-Arabíu á Lundúna- fundinum 1970 um framtíð Persaflóasvæðisins, einnig hefur hann verið sendifulltrúi síns lands á mörgum fundum Arababandalagsins og leiðtoga- fundum Arabaríkja. Einnig var hann í forsvari fyrir sendinefnd Saudi-Arabíu á toppfundi OPEC-ríkjanna 1975. Jafnframt hefur Fahd haft öll mál olíu- og auðlindavinnslunnar í Saudi-Arabíu í hendi sér. í svipmynd, sem hin opinbera fréttastofa í Saudi-Arabíu dreifði á sunnudag, er haft eftir Fahd, að olíugróðinn skipti Saudi-Araba minnstu máli, þeim þykir meira um vert að mannkynið allt fái að njóta þeirrar hagsældar, sem þessari auðlind hefur fylgt. Þar er haft eftir Fahd að ekki komi til greina að beita olíuvopninu þann- ig, að það stofni jafnvægi í heimsbyggðinni í hættu. Fahd var menntamálaráðherra um 10 ára skeið, og á þeim tíma gerði hann sér grein fyrir mikil- vægi þess að útrýma ólæsi, og auka þekkingu þjóðarinnar. „Peningar eru ekki það sem máli skiptir, heldur fólkið, því það skapar verðmætin, og við getum ekki búist við því að geta uppfyllt allar okkar þróunaráætlanir fyrr en okkur hefur tekist að sigrast á fáfræðinni. Það er okkar brýn- asta verkefni að útrýma fáfræð- inni,“ sagði Fahd nýverið. Fahd konungur tók í dag á móti Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seta, sem tók á sig ferð til Saudi- Arabíu til að votta landsmönnum samhryggð sína vegna láts Khaleds. Á fundi, sem Mubarak og Fahd áttu saman, voru einnig viðstaddir Abdullah krónprins og Sultan prins, varnarmálaráð- herra, tveir valdamestu menn landsins á eftir Fahd. Af hálfu Egypta sátu fundinn Abdel-Hal- im Abu Ghazal hershöfðingi, varnarmálaráðherra, og olíu- og menntamálaráðherrar Égypta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.