Morgunblaðið - 15.06.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982
27
Golfleikarar komnir
á fulla ferð
UM HELGINA fór fram á Jaðars-
vellinum við Akureyri 36 holu högg-
leikur, nefnist hann Coca Cola-mót.
Veður var hið ákjósanlegasta báða
mótsdagana þó með kaldara móti
hafi verið en þátttakendur voru ein-
ungis af Norðurlandi. Vitanlega
tókst mönnum misvel upp eins og
gengur og gerist en mótið gekk
snurðulaust fyrir sig.
Úrslit urðu annars sem hér segir:
Án forgjafar högg
Kristján Hjálmarsson GH 161
Jón Þór Gunnarsson GA 164
Sigurður H. Ringsted GA 165
Pétur Antonsson GA 166
Með forgjöf högg
Arnór Þorgeirsson GA 146
Kristján Hjálmarsson GH 147
Sigurður H. Ringsted GA 151
Sverrir Þorvaldsson GA 151
Pétur Antonsson GA 152
Auk hefðbundinna verðlauna
voru veitt sérstök aukaverðlaun og
urðu hándhafar þeirra sem hér
segir:
Kristján Hjálmarsson GH fyrir
að vera næst holu á 4. braut, 2,60
metra frá.
Pétur Antonsson GA fyrir að
vera næst holu á 6. braut, einungis
1,29 metra frá holunni.
Þröstur Sigurðsson GH var með
lengsta „drive" mótsins en hversu
langt það var er mér eigi kunnugt
um. — MÞ
Sænskur leikmaður frá
Heim hjá Þórsurum
SÆNSKUR leikmaður frá hinu
kunna handknattleiksliði Heim var
staddur í Vestmannaeyjum um helg-
ina. Þar var hann á æfingu með 2.
deildar-liði og leikmönnum Þórs.
Hann átti viðræður við forráðamenn
félagsins og hefur áhuga á að gerast
þjálfari og leikmaður með liðinu á
næsta keppnistímabili. Hins vegar
mun eiga eftir að ganga frá málum
við Heim í Svíþjóð og því fjarri því
að málið sé í höfn. Ekki tókst Mbl.
að grafa upp nafn þessa Svía, ein-
hver leynd hvílir yfir viðræðunum á
þessu stigi.
Ef Svíi þessi gengur til liðs við
Þór, verður hann fimmti Norður-
landabúinn sem leikur í íslenska
handknattleiknum á næsta keppn-
istímabili. Merkilegt er, að aðeins
einn þeirra mun leika í 1. deild,
Anders Dahl Nielsen.
Frjálsíþrótta-
námskeið hjá KR
Frjálsí þróttadeild KR gengst í
sumar fyrir tveimur þriggja vikna
námskeiðum fyrir unglinga er kynn-
ast vilja frjálsíþróttum. Aldursmörk
eru 12 ára og eldri.
Frjálsíþróttadeild KR vill að-
eins bjóða það bezta í kennslu og
hefur því fengið Stefán Hall-
grímsson, tugþrautarmann, sem
leiðbeinanda á námskeiðunum,
sem fara munu fram á Laugar-
dalsvelli mánudaga — miðviku-
daga og föstudaga kl. 15—16.30.
Valbjörn Þorláksson, aðalþjálf-
ari Frjálsíþróttadeildar KR, verð-
ur Stefáni til halds og trausts.
Þátttökutilkynningar berist
Heimi Lárussyni í síma 23945 kl.
17—19 næstu daga. Þátttökugjald
er kr. 200.00.
I lok hvors námskeiðs verður
haldið mót og mun besti árangur
verðlaunaður með ADIDAS
íþróttavörum.
Fyrra námskeiðið hefst mánu-
daginn 21. júní nk. kl. 15.
Guðmundur Skúla
hljóp 800 á 1:55,0
Guðmundur Skúlason UÍA náði at-
hyglisverðum árangri í sínu fyrsta
800 metra hlaupi, hljóp á 1:55,0
mmínútum á innanfélagsmóti ÍR í
l.augardalnum á föstudagskvöld.
Guðmundur hefur ekki áður keppt í
800 metra hlaupi utanhúss, en hann
varð íslandsmeistari í þessari grein
innanhúss á síðastliðnum vetri.
í hlaupinu setti Gunnar Birgisson
ÍR einnig persónulegt met, hljóp á
2:00,9 mínútum, en það bendir til
þess að hann hlaupi örugglega
eitthvað undir 2 mínútur í sumar.
Gunnar er i framför, hljóp langbezt i
fyrra á 2:01,1 mínútu. Gunnar er á
18. aldursári.
Brynjóllur hljóp
1500 m á 3:51,99
Brynjólfur Hilmarsson hlaupari úr
UIA, sem búsettur hefur verið í Sví-
þjóð frá barnæzku, náði ágætum ár-
angri i sínu fyrsta utanhússhlaupi i
sumar, hljóp 1500 metra á 3:51,99
mínútum í Stokkhólmi og varð þrið-
j'-
Brynjólfur hefur æft vel í vetur,
fór m.a. í þriggja vikna æfingabúðir
til Kanaríeyja. Þessi byrjun bendir
til að hann stórbæti sig i 1500 metra
hlaupi í ár, á bezt 3:49,8 frá í fyrra.
• Leikmenn ÍBV gera harða hríð að marki Breiðabliks, en Guðmundi markverði tekst að bjarga í horn.
UBK nýtti tvær víta$pyrnur
og sigraði lið IBV
UBK FÉKK TVÆR vítaspyrnur og skoradi úr bádum er lidiÖ sigraði ÍBV
dálítið óverðskuldað f 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á laugardaginn,
leikurinn fór fram í Kópavogi og urðu lokatölur hans 2—1 fyrir UBK. Ef á
heildina er litið var lið IBV ívið sterkari aðilinn og hefði verðskuldað að ná
að minnsta kosti öðru stiginu, líklega hefði jafnteflið verið sanngjörnustu
úrslitin. í hálfleik var staðan 1—0 fyrir UBK.
Þetta var annars einn af betri
leikjum mótsins, bæði liðin freist-
uðu þess að leika góða knatt-
spyrnu og tókst oft hjá báðum að-
ilum, nettur og fallegur samleikur
bara fjandi algengur á erfiðum
vellinum. Talsverð harka var einn-
ig á köflum, en það er jafnan erf-
iðara að hemja hana þegar vall-
arskilyrði eru eins og í Kópavog-
inu á laugardaginn, ausandi rign-
ing og völlurinn háll sem áll. Blik-
arnir byrjuðu betur, þeir sóttu
niður kantana í stað þess að kýla
knettinum inn á miðjuna eins og
vel flest 1. deildar-liðin virðast
telja að sé óhagganleg skylda, og
oft náði liðið góðum samleiksflétt-
um. En of oft mistókst síðasta
sendingin, sú mikilvægasta, til
framherjanna sem komu skeið-
andi inn í vítateiginn. En það var
ÍBV sem fékk fyrsta dauðafærið,
Þórður Hallgrímsson fékk knött-
inn á kollinn frá Sigurlási og hafði
bæði tíma og rúm til að gera betur
en hann gerði. Laus skalli hans fór
fram hjá markinu.
En svo skoruðu Blikarnir á 15.
mínútu. Sigurjón Kristjánsson
fékk knöttinn á miðjum vellinum
og óð með hann alla leið inn í víta-
teig ÍBV. Skyldi hann varnarmenn
ÍBV eftir hér og þar í kjölfari sínu,
glæsilegt gegnumbrot. Síðast
glímdi hann við örn óskarsson
sem varð það á að brjóta klaufa-
lega á honum þannig að víta-
spyrna var óumflýjanleg. Úr
henni skoraði Sigurður Grétars-
son þriðja mark sitt á þessu
keppnistímabili.
Eftir markið þyngdist mjög
sókn Eyjamanna og allt til leik-
hlés fór leikurinn lengst af fram
við vítateigslínu UBK. Þrátt fyrir
góðan samleik gekk Eyjamönnum
hins vegar afleitlega að skapa sér
færi á þessu tímabili, vörn UBK
bjargaði jafnan þó oft væri á síð-
ustu stundu. Næst því að jafna
komst örn óskarsson er gott skot
hans úr aukaspyrnu fór naumlega
fram hjá á 24. mínútu.
í upphafi síðari hálfleiks hélt
sama sagan áfram, skalla frá
Kára Þorleifssyni var bjargað í
horn og upp úr hornspyrnunni átti
Sigurlás gott skot á markið sem
Guðmundur Ásgeirsson varði
meistaralega. En leikurinn var
Erni Óskarssyni ekki til sannrar
gleði, eftir að hafa staðið af sér
mikla Eyjasókn, náði UBK
skyndisókn á 63. mínútu og háðu
síðast þeir örn Óskarsson og Sig-
urður Grétarsson mikið kapp-
hlaup um knöttinn. Sigurður hafði
betur, en aftur braut örn klaufa-
lega á mótherja sínum og Sigurð-
ur afgreiddi vítaspyrnuna aftur
örugglega í netið, 2—0. Sigurður
þar með orðinn markhæstur í 1.
deild með 4 mörk, öll úr vítaspyrn-
um.
Þetta var erfiður biti að kyngja
fyrir leikmenn ÍBV og meðan þeir
meltu stöðuna var UBK aðeins
hársbreidd frá því að bæta þriðja
markinu við aðeins 4 mínútum
síðar, en Sigurjón Kristjánsson
hitti þá ekki knöttinn í ákjósan-
legu færi eftir að Sigurður Grét-
arsson hafði komist upp að enda-
mörkum og rennt knettinum út til
hans. En Eyjamenn sóttu enn í sig
veðrið og eftir því sem á leikinn
leið, þeim mun óöruggari fór vörn
UBK að virka og áður en varði
hafði ÍBV minnkað muninn. Það
var á 72. mínútu og hvílíkt mark.
Kári Þorleifsson lét þá mikinn
þrumufleyg ríða af af 30 metra
færi og svo fast var skotið að Guð-
mundur markvörður festi ekki
augu á knettinum fyrr en hann
hrökk í fang hans á leiðinni út úr
markinu á ný!
Nú lögðu Eyjamenn allt í sókn-
ina og þeir voru bæði óheppnir og
klaufar að jafna ekki á næstu
mínútunum. Sigurlás brenndi af
úr opnu færi og Kári átti hörku-
skot í stöng. Sóknarþungi ÍBV
léttist ekki er dró að leikslokum,
hins vegar fór mesti broddurinn
smám saman úr framlínunni og á
lokamínútunum settu Blikarnir
saman nokkrar frábærar sóknar-
lotur. Sigurður Grétarsson var á
bak við þær allar og það var mikill
klaufaskapur að skora ekki að
minnsta kosti eitt mark. En Sigur-
jón brenndi af á 86. mínútu og 90.
og 91. mínútunum varði Páll
Pálmason tvívegis glæsilega, fyrst
frá Sigurði Grétarssyni og síðan
frá Hákoni Gunnarssyni. Allt
dauðafæri.
Ef aðeins er litið á færin sem
buðust liðunum eru úrslitin ekki
ósanngjörn. Hins vegar verð-
skulda lið eitthvað ef þau leika vel
eins og ÍBV gerði. Það var mikil og
góð barátta í liðinu og það lét ekki
deigan síga þó blásið hafi á móti.
Liðið var jafnt að getu, helst að
Sigurlás skæri sig aðeins úr. Hann
átti það þó til að „hanga“ of lengi
á knettinum á stundum. Þá voru
Valþór, Sveinn og Þórður traustir.
Blikarnir léku einnig afar vel á
köflum, nettur samleikur hinna
leiknu framherja liðsins er nokk-
uð sem er allt of sjaldgæft í ís-
lenskri knattspyrnu, en menn
UBKiÍBV
2:1
kunna líka vel að meta svona
knattspyrnu. Þó voru brotalamir í
liði UBK. Vörnin virkaði stundum
óörugg, sérstaklega þar sem hinn
annars geysitrausti Ómar Rafns-
son var eitthvað miður sín. Ólafur,
Helgi og Valdimar stóðu fyrir
sínu. Miðlínan gerði fallega hluti
nokkrum sinnum, en ef á heildina
er litið, höfðu Eyjamenn betur á
þeirri vígstöð. Harðari naglar sem
tóku knöttinn með sér úr návígun-
um. Framlínan byggði því aðgerð-
ir sínar á skyndisóknum þegar
góðar sendingar komu frá öftustu
vörninni. Þar var fremstur í flokki
Sigurður Grétarsson, einn af yfir-
burðaframherjum íslenskrar
knattspyrnu, sem lék Eyjamenn
grátt hvenær sem færi gafst. Sig-
urjón Kristjánsson átti einnig
ágætan leik, en þarna vantar ein-
hvern þriðja afgerandi leikmann
til að fá fyllingu.
í stuttu máli:
íslandsmótið í knattspyrnu, 1.
deild. Kópavogsvöllur: UBK—ÍBV
2-1 (1-0)
Mörk UBK: Sigurður Grétarsson
úr vítaspyrnum á 15. og 63. mínút-
unum.
Mark ÍBV: Kári Þorleifsson á 72.
mínútu.
Gul spjöld: Örn Óskarsson og Val-
þór Sigþórsson.
Áhorfendur: 905.
Dómari: Hreiðar Jónsson og stóð
hann sig með sóma. — gg.
Lið UBK:
Guðmundur Ásgeirsson 6
Helgi Helgason 6
Omar Rafnsson 4
Ólafur Björnsson 6
Valdemar Valdemarsson 6
Trausti Ómarsson 6
Birgir Teitsson 5
Þórarinn Þórhallsson 5
Björn Þór Egilsson 5
Siguröur Grétarsson
Sigurjón Kristjánsson 7
Jóhann Grétarsson vm. 5
Hákon Gunnarsson lék of stutt.
Lið ÍBV:
Páll Pálmason 6
Vióar Elíasson 6
Örn Óskarsson 5
Þóröur Hallgrímsson 6
Valþór Sigþórsson 6
Snorri Rútsson 6
Sveinn Sveinsson 7
Jóhann Georgsson 6
Sigurlás Þorleifsson 7
Kári Þorleifsson 7
Hlynur Stefánsson 5