Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.06.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 „Við óttumst engan andstæðing í heimsmeistarakeppninni á Spáni" Jupp Derwall þjálfara og leikmanna vestur-þýska landsliðsins í knatt- spyrnu bíöur erfitt verkefni framundan. Hingað til hafa heilladísir fylgt Jupp Derwall. Hann tók við vestur-þýska landsliðinu af Helmut Schön eftir mikla niöurlægingu landsliðsins á heimsmeistarakeppninni í Argentínu 1978. Undir hans stjórn hefur árangur vestur-þýska landsliðsins verið frábær. Vestur- Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar landsliða 1980 og liðið hefur aðeins tapað einum leik, gegn Brasilíumönnum, í alls 35 landsleikjum. Út frá þessum árangri er ekki óeðlilegt að spá Vestur-Þjóðverjum og þjálfara þeirra, Jupp Derwall, miklum frama í heimsmeistarakeppninni sem hefst 13. júní næst- komandi. Vissulega hafa vandamálin hrannast upp. Stjörnur vestur-þýska liðsins eins og Felix Magath, Hansi Miiller, Rummenigge, Breitner, og síðast en ekki síst nöldurseggurinn Bernd Schuster hafa allir átt við meiðsli að stríða, misjafnlega alvarleg að vísu. Ekki er hægt að segja annað en að Derwall hafi fengið sannkallaða óskabyrjun þegar hann tók við landsliðinu 1978, því að í október sama ár sigruðu Vestur-Þjóðverjar landslið Tékkóslóvakíu, þáverandi Evrópumeist- ara, 4:3 í Prag. Þetta var aðeins byrjunin á óslitinni sigurgöngu liðsins og ákveðnu markmiði var náð þegar þeir urðu Evrópumeistarar landsliða 1980 eins og áður sagði. Gagnrýnendur í Vestur-Þýskalandi voru hvassir að vanda, þrátt fyrir að Evrópumeistaratitillinn væri nú í höfn. Þeir héldu því fram að ekkert þeirra .liða sem Vestur-Þjóðverjar lögðu að velli í Evrópukeppninni hefði verið í „heimsklassa“. Breitner, einn af heimsmeisturum Vestur-Þjóðverja 1974, hafði svarið þess cið að leika aldrei framar fyrir hönd Vestur-Þýskalands, þar sem að konur landsliðsmannanna fengu ekki að taka þátt í sigurveislu eftir að Vestur- Þjóðverjar voru krýndir heimsmeistarar 1974. Háværar raddir um að Breitner yrði aftur valinn í landsliðið litu dagsins Ijós með Rummenigge fremstan í flokki. í blaöaviðtölum hafði Breitner farið allt annað en fögrum oröum um hæfni Derwalls sem þjálfara og töldu því flestir sérfræðingar litlar líkur á þvi að Breitner yrði á ný valinn í landsliöiö. Derwall ákvað að leggja persónulegan fjandskap til hliðar. Hann gerði sér manna best grein fyrir því að Breitner gæti orðið lykilmaður í vestur-þýska landsliðinu og myndi vega þungt á metunura í að endurheimta aftur heims- meistaratitilinn. Hann var því valinn aftur í liðið. Eftir það var aldrei vafí á því hver var fyrirliði liðsins og margir telja að Breitner ráði einnig mestu þar um hvernig liðið er skipað hverju sinni. Hjá Bernd Schuster var mælirinn fullur og hann sagði opinberlega. Ég hef fengið mig fullsaddan. Ég mun ekki taka þátt í heimsmeistarakeppninni 1982 á Spáni og mun ekki íklæðast vestur-þýska landsliðsbúningnum á meðan Derwall, Rummenigge, Stielike og Breitner ráða ferðinni. Bæði Derwall og Hermann Neuberger, formaður vestur-þýska knatt- spyrnusambandsins reyndu að telja hinum unga „uppreisnarseggi“ hughvarf en án árangurs. Margir hafa gagnrýnt og telja það ekki réttlætanlegt að taka leikmann sem Schuster aftur inn í landsliðshópinn eftir slíkar yfirlýsingar. Jupp Derwall lætur þessi vandamál ekki á sig fá og hann er í eðli sínu bjartsýnismaður. Hann er eiginlega andstæða fyrirrennara síns, Helmuts Schön, sem fór rólega i hlutina og tók enga óþarfa áhættu. Það skýrir ef til vill slakan árangur vcstur-þýska landsliðsins í Argentinu 1978. Derwall hefur sagt, að þjálfari sem sé ekki tilbúinn að taka neina áhættu nái heidur ekki að skapa sjálfsöryggi meðal leikmanna sinna. • Heilladísirnar hafa fylgt hinum mjög svo geðuga þjálfara v-þýska lands- liðsins fram til þessa. Verða þær með honura á Spáni? Derwall hefur starfað við knattspyrnu allt sitt lif. Undir hans stjórn hefur landsliðið leikið 35 landsleiki og aðeins tapað einum. Derwall óttast engan andstæðing sinn í HM-keppninni á Spáni. Blm.: Herra Derwall komum við til að leika án Schusters, Miillers og Magath á Spáni? Derwall: Allir þjálfarar verða að vera viðbúnir meiðslum leik- manna sinna, en auðvitað vilja all- ir vera lausir við þau. Nokkrir lyk- ilmenn vestur-þýska landsliðsins voru meiddir fyrir Evrópukeppn- ina 1980, en samt urðum við Evr- ópumeistarar. Blm.: Ertu bjartsýnismaður? Derwall: Að vissu leyti. Vanga- veltur og svartsýni hafa hingað til ekki leitt til neins. Ég tilheyri ekki þeim hópi þjálfara sem segja hik- andi Já“, „ef“, „en“. Einnig er mikilvægt að gera greinarmun á alvöru vandamálum og gervi- vandamálum. Blm.: Margir telja að eitt af stærstu vandamálum vestur-þýska landsliðsins sé að liðið leiki með tvo miðju sóknarmenn þá Fischer og Hrubesch. Er það ekki vafasöm leik- aðferð að leika með tvo miðjusókn- arleikmenn? Derwall: „Vandamál" af þessari gerð falla mér í geð. Engin önnur þjóð getur státað sig af tveimur miðjusóknarleikmönnum í svo há- um gæðaflokki. Báðir eru mark- sæknir með afbrigðum. Það kemur í minn verkahring að fá það besta út úr þeim báðum. Blm.: Þessi leikaðferð með tvo miðjusóknarleikmenn hefur nú ver- ið reynd í mörgum landsleikjum. Varla ertu ánægður með árangur- inn? Derwall: Þessi leikaðferð er ekki fullreynd. Auðvitað fer það eftir andstæðingum hvort að þessi leik- aðferð hentar eða önnur. Við verð- um að prófa okkur áfram finna þá leikaðferð sem hentar okkur best. Það er afar mikilvægt fyrir leik- menn liðsins. Blm.: Svo virðist sem að þú hafir meiri tilhneigingu til að nota frekar Fischer? Derwall: Nei, engan veginn. Aft- ur á móti ef það er aðeins þörf fyrir miðju sóknarieikmann, þá vel ég náttúrulega þann sem alltaf skorar úr þeim tækifærum sem hann fær í landsleikjum. Blm.: í hverju felst styrkleiki þessara tveggja manna? Derwall: Báðir ráða yfir góðri skallatækni. Báðir eru skotharðir og hættulegir upp við mark and- stæðinganna. Fischer hefur það umfram Hruebesch að hann hent- ar betur samleik liðsins og er auk þess hrevfanlegri. Blm.: Ottastu ekki að þessi harða samkeppni geti leitt til togstreitu þeirra á milli? Derwall: Nei ég óttast það ekki. Ég mun sjá til þess að það hendi ekki. Menn ættu einnig að hafa það í huga að í heimi atvinnu- knattspyrnumanna ríkir engin góðgerðarstarfsemi. Blm.: Flestir eru þeirrar skoðunar að óeining og óróleiki innan vestur- þýska landsliðsins í Argentínu 1978 hafi leitt til lakari árangurs en ella hefði orðið við eðlilegar kringum- stæður. Gæti ekki sama sagan endurtekið sig á Spáni? Derwall: 1978 var liðið skipað öðrum leikmönnum og annar þjálfari stjórnaði liðinu. Þetta mun ekki henda þann hóp sem skipa landsliðið í dag. Blm.: Hvað með Beckenbauer. Er ekki full þörf fyrir leikmann eins og hann með alía sína miklu leik- reynslu? Derwall: Auðvitað velti ég þeim möguleika fyrir mér að velja hann í liðið en málin þróuðust þannig eins og allir vita að hann meiddist og þar með var sá möguleiki end- anlega úr myndinni. Við getum sigrað alla Blm.: Með leikmenn eins og Rummenigge og Littbarski innan- borðs sem báðir eru eldsnöggir og ráða yfir þeirri tækni að rekja og halda bolta betur en flestir aðrir. Býður það ekki upp á þá möguleika að beita skyndisóknum? Derwall: Aðeins lið sem hafa ekki yfir nægjanlegum styrk að ráða beita skyndisóknum sem að- alleikaðferð. Okkar lið hefur yfir nægum styrk að ráða til að byggja ekki á slíkri leikaðferð. Hjá okkur ríkir hóflegt sjálfsöryggi. Við vit- um að við getum lagt alla and- stæðinga, sem við mætum á Spáni, að velli. Árangur okkar undanfar- in ár gefur það til kynna að það erum við sem eigum að ráða ferð- inni í leiknum en ekki andstæð- ingar okkar. Blm.: Hverjar eru sterku og veiku hliðar Vestur-þýska landsliðsins 1 knattspyrnu? Derwall: Okkar helsti styrkur felst í því að við leikum sóknar- knattspyrnu. Valinn maður er í hverju rúmi. Miðvallarleikmenn okkar eru gífurlega sterkir og sama máli gegnir um sóknarleik- mennina. Varnarmenn eins og Kaltz og Briegel (skriðdrekinn) sem eru baráttuglaðir, með góða boltatækni og síðast en ekki síst gífurlega sókndjarfir og skapa iðulega usla í vörn andstæð- inganna. Einu veikleikar gætu fal- ist í því að einhver meiðsli kæmu upp og það er eitthvað sem enginn ræður við. Blm.: Ef við hugsum okkur það versta sem gæti hent, til að mynda að Rummenigge myndi meiðast. Gætum við samt sem áður orðið heimsmeistarar? Derwall: Spurningum sem þess- um velti ég ekki fyrir mér. Ég held mig við hlutina eins og þeir eru í dag. Vangaveltur um ef og en hef ég alls engan áhuga á. Blm.: Hvor er mikilvægari Rumm- enigge eða Schuster? Derwall: Hver leikmaður hefur hlutverki að gegna og er því mikil- vægur og sömu sögu er að segja um varamenn liðsins. í heims- meistarakeppninni þarf ég a.m.k. á 20 leikmönnum að halda, sem ég get treyst fullkomlega. Ég legg það ekki í vana minn að hampa einum leikmanni umfram annan. Blra.: Hefur vestur-þýska landslið- ið nokkuð með nöldursegg eins og Bernd Schuster að gera. Myndi hann styrkja liðið? Derwall: Já, tvimælalaust, ef hann er tilbúinn að koma aftur heilshug- ar, þá styrkir hann liðið. Blm.: Hvaða verðlaun eru í boði fyrir vestur-þýsku landsliðsmennina ef að vel til tekst? Derwall: Það er ekkert leynd- armál hver leikmaður fær í sinn hlut 60.000 mörk ef við verðum heimsmeistarar. Blm.: Hvað með þig sjálfan. Færð þú eitthvað í þinn hlut? Derwall: Guð hjálpi mér. Það segi ég ekki nokkrum manni! Blm.: Ræðirðu við konu þína um knattspyrnu? Leggur hún á ráðin með liðsuppstillingu? Derwall: Nei, hún kemur þar hvergi nærri. Blm.: Landsliðsþjálfari Vestur- Þjóðverja býr við þær aðstæður að geta valið leikmenn úr deild, sem margir telja vera þá bestu í heimin- um (bundesiigunni). Á hvað ber landsliðsþjálfara að leggja höfuð- áherslu í þjálfun sinni? Derwall: Það gefur auga leið að án sterkra leikmanna verður ekki búið til sterkt landslið. Það er ekki í verkahring landsliðsþjálfara að byggja upp þol leikmanna. Leik- menn koma í góðri æfingu frá fé- lögunum. Hlutverk landsliðsþjálf- ara er að undirbúa liðið þannig að það besta náist út úr hverjum ein- staka leikmanni og fá liðið til að vinna saman sem heild. Landsliðs- þjálfari þarf öðru fremur að leggja áherslu á taktíska og sál- fræðilega uppbyggingu. Blm.: Hvaða andstæðinga óttastu mest? Derwall: Við hræðumst engan andstæðing. Við berum fulla virð- ingu fyrir sumum þeirra og mun- um leitast við að sýna okkar bestu hliðar þegar við leikum gegn þeim á Spáni. Blm.: Hvernig stendur á því að landslið okkar á alltaf í örðugleik með lið frá Suður-Ameríku, Brasilíu- menn og Argentínumenn? Derwall: Það liggur ljóst fyrir að við getum ekki mætt þessum tveimur Suður-Ameríku þjóðum nema í hreinum úrslitaleik. Blm.: Er ekki hætt við því að gestgjafarnir, Spánverjar, verði okkur erfið hindrun i milliriðli? Ðerwall: Það er alltaf erfitt að leika gegn liði sem leikur á sínum heimavelli, sérstaklega þegar liðið er í þeim styrkleikaflokki sem Spánverjar eru. Við getum þó huggað okkur við það að við mæt- um hvorki Brasilíumönnum né Argentínumönnum fyrr en í hreinum úrslitaleik. Blm.: Hversu sterkir eru Spán- verjar? Derwall: Þar sem þeir leika á heimavelli eins og áður sagði, þá er styrkleiki þeirra svipaður og okkar liðs. Blm.: Hvað þurfum við að gera til þess að verða heimsmeistarar? Derwall: Hver leikmaður þarf að ráða yfir ómældri leikgleði, baráttuhug og ódrepandi áhuga og trú á því að við getum náð langt. Hver leikmaður þarf að sýna sínar bestu hliðar þegar keppnin hefst og liöið þarf að ná saman sem heild. Einnig má bæta því við að gagnkvæmt traust þarf að ríkja á milli leikmanna innbyrðis annars vegar og leikmanna og þjálfara hinsvegar. Blm.: Miklar væntingar eru gerð- ar til vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu. Éf illa fer og liðið kæmist ekki i milliriðil verður þá ekki erfitt að snúa aftur heim? Derwall: Ég og leikmenn vest- ur-þýska landsliðsins munum leit- ast við að gera okkar besta, og ef að það dugir ekki til, þá verð ég að sætta mig við þau úrslit sem fást og taka því sem að höndum ber. Blm.: Hvernig kemurðu til með að bregðast við ef þið verðið heims- meistarar? Derwall: Við þurfum þá alla- vega ekki að sanna okkur meira að sinni! Þýtt og endursagt. • Derwall með lukkutákn HM-keppninnar á Spáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.