Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 29

Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1982 29 * Veruleikinn myrðir draum Leiklist Jóhann Hjálmarsson Listahátíó. Kajatabla: BOLÍVAR Ilöfundur: José Antonio Rial Tónlist: Juan Carlos Núnez Leikmynd og búningar: Silviaines Vallejo Lýsing og leikstjón: ('arlos Gimén- ez Rajatabla leikhópurinn fá Venezúela kynnir okkur leiklist sem gerir okkur þátttakendur í óvenjulegri reynslu þrátt fyrir ýmsar hliðstæður sem við þekkj- um. Sýning Bolívars býr yfir klass- ískri reisn, en miðlar um leið nýjum sjónarhornum i leikrænni tjáningu. Afl sitt sækir verkið í lýsingu persónu Bolívars, and- stæður draums og veruleika, en á fyrst og fremst að leiða í ljós hvernig ástandið er í Suður- Ameríku hundrað og fimmtíu árum eftir dauða umbótamanns- ins. Höfundur Bolívars, José Ant- onio Rial, hefur skrifað greinar- gerð um verkið og segir m.a.: „Um þessar mundir eru a.m.k. ellefu einræðisstjórnir við völd í rómönsku Ameríku og þessir harðstjórar og valdaræningjar eru allir „bolívarískir". Þeir halda hátíðlega alla merkisdaga í lífi frelsishetjunnar." Það er einmitt einn slíkur merkisdagur sem leikritið fjall- ar um. Fangar í einangrunar- búðum eins og þær gerast í Suður-Ameríku samtímans eru látnir setja á svið ævilok Bolí- vars á búgarðinum San Pedro Alejandrino í Santa Marta í Kól- umbíu. Einn fanganna er skáld og honum hefur verið falið að semja texta. Hann freistar þess að taka með bönnuð atriði úr lífi Bolívars og storkar með því full- trúum ógnarstjórnarinnar, enda er honum refsað grimmilega. Áhrifamikið í verkinu er hlut- verk vitringsins sem er holdi klædd söguskoðun einræðisríkis- ins. Meðal þess sem honum er ætlað er að smána leikarana. Áhrifameira er samt hlutverk ástkonu Bolívars, Manuelu Saenz, en hennar er hvergi getið í opinberum skjölum. José Ant- onio Rial gerir hlut hennar mik- inn í verkinu. Eintal Manuelu Saenz þótti mér hámark verksins. Það á að fleygja henni út ásamt öðrum leikurum, m.a. þeim sem leikur Bolívar. En hún veitir mót- spyrnu. Eftir að hún hefur verið klædd úr skrautlegum búningn- um flytur hún eintal sitt nær nakin á sviðinu. Hún tjáir Bol- ívar ást sína og segist hafa týnt Guði. Hún boðar að hinum illu muni refsað og talar rödd sann- leikans. Manuelu Saenz lék Pilar Romero af miklum þrótti. Þróttmikill var einnig leikur Daniel López í hlutverki skálds- ins og Roberto Moll í hlutverki Bolívars. En um leikinn í heild sinni verður aðeins sagt að hann var mjög vandaður og ber leik- stjórn Carlos Giménes fagurt vitni. Þótt einstakir leikarar séu áberandi í Rajatabla, mun fleiri en þeir sem nefndir hafa verið, er mest áhersla lögð á heildar- mynd sýningarinnar. í leik- myndinni er stefnt að einfaldleik og fágun samkvæmt eðli verks- ins. Ekkert er yfirdrifið. Það er til dæmis ótrúlegt hve leikararn- ir túlka vel æsing og ofsa án mikillar áreynslu. Það er innri hiti sem leikararnir lýsa og hann leitar út án þess að þráður verksins sé rofinn. Af þessu má læra eins og svo mörgu hjá Raj- atabla. Um leikritið gilda orð höfund- arins að leikrit „býður ekki upp á lausn eða kenningu; það bregður aðeins upp myndum af miklum ósigrum og vonbrigðum, ef svo skyldi vilja til, að maðurinn hefði einhverja möguleika á að læra af mistökum sínum". Eins og bent er á snýst verkið ekki um að vegsama Bolívar, hefja hann til skýjanna, „heldur að reyna að komast að kjarna þessa ástríðu- fulla, en vonsvikna manns“. Um það má að vísu deila hvort þetta hafi tekist. Einnig er vafa- samt að verkið gefi fyrirheit um að manninum í ófullkomleik sín- um auðnist að breyta heiminum eins og höfundurinn gerir sér vonir um. Bolívar mistókst ekki alveg í uppreisn sinni gegn ný- lenduherrum Spánverja, en dæmi hans er hin óumflýjanlega niðurstaða allra byltinga. Orð eins og frelsi og dýrð eru aðeins orð sem þegar best lætur njóta sín vel í leikhúsi. Kocsis á Listahá- tíðartónleikum í Há- skólabíói annað kvöld Kjarvalsstaðir: Verk Hjálmars á tónleikum í kvöld ÞRÍTUGUR ungverskur píanóleikari, /oltán Kocsis, sem jafnframt er tónskáld leikur á einleikstónleikum i lláskólabíói á Listahátíð annað kvöld, miðvikudag. Á efnisskránni eru verk eftir Zoltán Kodály, Sedrustrén og Gosbrunnarnir í Villa d’Este eftir Franz Liszt, Atriði blómastúlkunnar og lokaatriðið úr Parsifal eftir Wagn- er og píanóleikarann sjálfan, Pólón- es-fantasía eftir ('hopin og loks 12 Chopin-valsar. Zoltán Kocsis á að baki glæsi- legan feril, þrátt fyrir ungan aldur, en hann fór að læra á píanó fimm ára gamall. Hann fór í „Béla Bartók“-tónlistarskólann í Búda- pest þegar hann var ellefu ára og siðar í „Ferenc Liszt“-tónlistar- háskólann þar sem hann er nú pró- fessor. Kocsis er í hávegum hafður í föð- urlandi sínu, en auk þess hefur hann vakið mikla athygli á alþjóða- vettvangi. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn, m.a. Kossuth-verðlaunin, Liszt-verð- launin og sigurlaun í Beethoven- samkeppni ungverska útvarpsins. Harold C. Schonberg, hinn annál- aði gagnrýnandi „The New York Times“ er meðal fjölmargra sem hæla Kocsis mjög, og sagði hann m.a. um leik hans nýlega: „Hr. Kocsis settist og sýndi að hann hafði þetta erfiða verk fullkomlega á valdi sínu (fyrsta píanókonsert Bartóks). Ekki einasta fór hann Zoltán Kocsis eins og stormsveipur í gegnum hina miklu tónrænu og tæknilegu erfið- leika verksins, heldur gerði hann það án þess að hafa vitund fyrir, um leið og hann gæddi tónlistina lífi jafnóðum." Tónleikarnir í Háskólabíói annað kvöld hefjast kl. 21. KAMMERVERK eftir Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld, verða á tónleik- um að Kjarvalsstöðum i kvöld. Þetta eru fjórðu tónleikarnir í röðinni af sex sem fram fara að Kjarvalsstöðum á Listahátíð, en í tónleikaröðinni eru eingöngu kammerverk eftir íslenzk tónskáld. Á efnisskránni í kvöld eru þrjú verk. Hið fyrsta nefnist „Þrjú lög fyrir klarínett og píanó“, en það er elzta verkið á tónleikunum, nokkurs konar „ópus eitt“ tónskáldsins og var frumflutt 1975. Flytjendur eru Einar Jóhannesson, klarínettuleik- ari og Anna Málfríður Sigurðar- dóttir, píanóleikari. Þá koma tvær etýður fyrir einleik á flautu, „I svart-hvítu“, þar sem flytjandi er Kolbeinn Bjarnason. Verkið er frá árinu 1978 og grundvallast tónskip- anin á notkun hálftóna. Loks er „Tríó fyrir þrjú klarínett“, örstutt verk sem frumflutt var á stofntón- lljálmar II. Kagnarsson leikum Musica Nova sl. vor, en flytj- endur eru Sigurður I. Snorrason, Óskar Ingólfsson og Knútur Birgis- son. Tónleikarnir að Kjarvalsstöðum hefjast klukkan 21. Vel heppnaðir tónleikar Human League í Höllinni Sjaldan hefur undirritaður heyrt jafn þungan og taktfastan trommuleik og í Laugardalshöllinni á lostudags- kvöld. Engum var þó trommunum fyrir að fara því hér var á ferðinni hljóðgervlaflokkurinn Human Leaguc, skipaður þremur söngvurum og þremur hljómhorðsleikurum auk manns, sem sér um sýningu lit- skyggna. Það verður að segjast hreint út, að Human League kom á óvart. I rauninni var lítt vitað við hverju mátti búast en svona eftir á að hyggja eru þetta tónleikar, sem ég hefði ekki viljað missa af. Human League tókst nefnilega það, sem svo ákaflega fáum hefur tekist til þessa, að ná almennilegum hljómi í Höll- inni. Ekki spillti fyrir að „showið“ í kringum allt saraan var einkar vel framkvæmt. Ljósin skemmtilega notuð og litskyggnur Adrian Wrights settu mikinn svip á tón- leikana, enda er hætt við að án þeirra hefðu þeir ekki orðið það sem þeir urðu. Liðskipan Human League býður nefnilega ekki upp á mikil tilþrif á sviðinu sjálfu. Þrír meðlimanna eru meginhluta tónleikanna rígbundnir við hljómborðin þannig að allt, sem flokkast undir fjörlegar hreyfingar, er undir framvarðasveitinni, Phil Oakey, Susanne Sulley og Joanne Catherall, komið. Stúlkurnar tvær skiluðu danshlutverkinu með mikl- um ágæturó þó svo listrænt gildi hopps þeirra sé lítið, enda víst ör- uggara þar sem sönghæfileikar þeirra reyndust ekki stórbrotnir. Þær gripu nokkrum sinnum til hljóðnemanna í bakröddum en að öðru leyti hvíldi söngurinn á herð- um Phil Oakeys, sem skilaði því hlutverki með stakri prýði. Hefur skemmtilega rödd og beitir henni á óvenjulegan hátt. Tónlist Human League er fyrst og fremst danstónlist. Mátti enda sjá það á viðbrögðum unglinganna í Höllinni, sem dönsuðu margir hverjir eins og þeir ættu lífið að leysa. Framan af var nokkuð þungt yfirbragð á tónleikunum, en eftir að ísinn var rækilega brotinn með „Don’t You Want Me“ og gólfið líkt- ist mest iðandi tnauraþúfu, tóku þeir aðra stefnu. Þegar hljómsveit- in var klöppuð upp í tónleikalok lék hún tvö eldfjörug lög og annað þeirra, „ Destination Venus“, var eitt fjögurra bestu laganna. „Don’t You Want Me“, „Love Action“ og The Sound of the Crowd“ voru hin, sem stóðu upp úr eftir kvöldið. Ekki er hægt að skilja við þessa tónleika án þess að geta þáttar Eg- ós, sem hafði það hlutverk að „hita upp“ fyrir Human League. Stóð hljómsveitin sig frábærlega og stóð hinum þekktu erlendu gestum ekk- ert að baki. Tónlist Egós að auki bitastæðari. Greinilegt var á föstu- dag, að Egó mætti vel undirbúið til leiks. Hvergi var veikan blett að finna og frammistaða hljómsveitar- innar í heildina séð pottþétt. Getur Human League þakkað Bubba Morthens og félögum að miklu leyti þá stemmningu sem skapaðist i Höllinni þetta kvöld. Sigurður Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.