Morgunblaðið - 15.06.1982, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1982
Bifreið stolið
og eyðilögð
RAIJÐ Volkswagen-bifreið, ár-
gerð 1971, sem stolið var aðfara-
nótt laugardagsins á milli kl. 1
og 3, fannst gjörónýt á Mos-
fellsheiði.
Bifreiðin fannst utan vegar og
hafði oltið. Henni var stolið af bif-
reiðastæði á horni Tjarnargötu og
Vonarstrætis. Vitni, sem yfir upp-
lýsingum kunna að búa, eru vin-
samlega beðin að hafa samband
við lögregluna í Reykjavík.
Fundur Samhygð-
ar í Ölduselsskóla
FÉLAGAR í Namhygð kynna starfsemi
félagsskaparins annað kvöld, miðviku-
daginn 16. júni, i Ölduselsskóla í
Breiðholti.
Fundurinn hefst klukkan 21 og
verður á fundinum rætt um leiðir til
að auka jákvæðni og bæta mannleg
samskipti.
Nafn sigurvegarans
hjá borgarfótgeta
MVNI) þessi var tekin fyrir skömmu á
skrifstofu borgarfógetans í Reykjavík
er þær Lacey Ford og Katrín Pálsdótt-
ir, ritstjóri Lífs, fólu Þorkatli Gísla-
syni, borgarfógeta, varðveizlu innsigl-
aðs umslags með nafni sigurvegarans í
keppninni um fyrirsætu Ford Models
á Islandi.
Nafn sigurvegarans verður gert
opinbert innan skamms eða þegar
næsta tölublað Lífs kemur út. Sig-
urvegarinn öðlast þátttökurétt í al-
heimskeppni Ford Models, sem
haldin verður í Bandaríkjunum í
haust.
NC plast
bakrennur
A norsk gæóavara
NC plast-þakrennur eru sérhannaðar íyrir bréytilegt _
veðuríar og standa því auðveldlega af sér harða
íslenska vetur.
Sérlega létt og einföld uppsetning gerir þér kleiít að
ganga írd rennunum sjdlíur dn mikillar íyrirhafnar.
NC plast-þakrennur eru skynsöm fjárfesting
GLERBORG HF
OALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 53333
Næstsíðasta
mynd Fass-
binders frum-
sýnd í Regn-
boganum
REGNBOGINN sýnir um þessar
mundir þýzku kvikmyndina Lola —
drottning næturinnar.
Leikstjóri myndarinnar er
Rainer Werner Fassbinder, sem
lézt í síðustu viku, og var Lola
næstsíðasta mynd hans. Aðalhlut-
verk leika Barbara Sukowa, Arm-
in Mueller-Stahl og Mario Ardof.
Myndin er gerð af Rialto Film og
Trio Film undir stjórn Horst
Wenldandt.
Stjörnubíó:
Skæruliðarnir
STJÖRNUBÍÓ hefur tekið banda
rísku kvikmyndina Skæruliðana
(Game for Vultures) til sýningar.
Aðalhlutverk leika Richard
Harris, Richard Roundtree og Jo-
an Collins. Myndin fjallar um
skæruhernað, mannraunir og
gróðasjónarmið.
Handrit er samið af Philip
Baird eftir sögu Michael Hart-
manns. Kvikmyndastjórn annað-
ist Alex Thompson, leikstjóri
James Fargo.
Myndir víxluðust
í SUNNUDAGSBLAÐI urðu skipti á myndum af listaverkum Hansínu
Jensdóttur, sem fylgdu viðtali við hana. Réttar eni þær svona og er listakon-
an beðin afsökunar á þessu óhappi.
Þennan skúlptúr gerði Hansína fyrir
Petro Canada-olíufélagið. Hann er
hátt á fjórða metra á hæð og 4,60 á
breidd.
Þessi skúlptúr, sem Hansína vann í
Kanada, er gerður úr hurðum og
gluggum úr gömlum húsum og kom-
ið fyrir í ramma.
VIDEO-DREIFING
Viöskiptavinur okkar vel þekkt norskt fyrirtæki meö
einkarétt á videóspólum óskar eftir umboösmanni á
íslandi. Umboösmaöur viöskiptavinar okkar kemur
fljótlega til Reykjavíkur.
Þeir, sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir aö hafa
samband við.
HAUGAN & ESPESETH
ADVERTISING AGENCYA/S
P. O. BOX 2467 SOLU • OSLO 2 • NORWAY
TEL. (02)418290