Morgunblaðið - 17.06.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982
35
akstri eins og áður sagði. Hann fer
hreinlega heldur hratt í 1. gír í
lága. Kostir bílsins í torfærum er
þeir helztir, að hann er stuttur milli
hjóla, þannig að hann kemur mjðg
vel út í þýfðu og skornu landi, auk
þess er Foxinn mjög léttur eins og
áður sagði. Foxinn er í meðallagi
niðurbyggður og kemur alveg ágæt-
lega út t.d. í hliðarhalla. Hann er
gefinn upp fyrir um 43 gráðu hlið-
arhalla. Það má reyndar segja, að
hann sé furðugóður í halla sé það
haft í huga, að hann er tiltölulega
mjór og stuttur. Hæð undir drifkúl-
ur er um 24 sentimetrar, sem þarf
ekki að kvarta yfir. Þá er mjög
stutt frá bæði framhjólum fram og
afturhjólum aftur, þannig að hann
getur farið mjög bratt án þess að
eiga það á hættu að reka nef eða
afturenda niður.
Þegar á heildina er litið er ekki
annað hægt en gefa Foxinum ágæt-
iseinkunn. Hann er mjög lipur í
bæjarakstri og akstri á malbikuð-
um vegum. Hann mætti vera
skemmtilegri á mölinni og í torfær-
um er hann furðugóður af þetta litl-
um bíl að vera með aðeins 45 hest-
afla vél.
— sb.
Suzuki
Fox
Gerð: Suzuki Fox (SJ 410)
Framleiðandi: Suzuki
Framleiðsluland: Japan
Umboð: Sveinn Egilsson hf.
Verð: 106.000 krónur
Innifalið: Sanseraður litur og
hvítar felgur
Þyngd: 800 kg
Burðargeta: 250 kg
VélarsUerð: 970 kúbiksenti-
metrar, 45 DIN-hestöfl við 5.000
snúninga
Drif: Aftan, fjórhjóladrif,
hátt og lágt
Gírkassi: 4ra gíra og millikassi
Rremsur: Skálabremsur að
framan og aftan
Fjöðrun: Blaðfjaðrir og tvívirkir
demparar
Benzíntankur: 40 lítrar
Benzíneyðsla: Um 9 lítrar á
hundraöið í blönduðum akstri
Heildarlengd: 3.430 millimetrar
Breidd: 1.460 millimetrar
Hæð: 1.680 millimetrar
Lengd milli hjóla: 2.030 milli-
metrar
elvélum
um olíulítra á Kadett, eða með öðr-
um orðum þá eyðir hann 5,10 lítr-
um olíu á hverja 100 kílómetra, en
hins vegar sé hægt að aka 19,2 kíló-
metra á hverjum olíulítra á
Ascona, eða með öðrum orðum, þá
eyðir hann um 5,21 lítra af olíu á
hverja 100 kílómetra.
Bílasérfræðingar eru á einu máli
um, að bílarnir séu báðir sérstak-
lega vel hljóðeinangraðir, þannig
að maður finni lítið fyrir auknum
hávaða vélarinnar, sem er óhjá-
kvæmilegur þegar um disilvél er að
ræða.
Opel kynnti ennfremur nýverið
Opel Manta með eilítið breyttu út-
liti, auk þess sem hann er nú með
stærri vél, benzínvél að vísu, sem
hefur 1,8 lítra rúmtak og er 90
DIN-hestöfl.
„Flugnaskíturu í frímerkjum
getur hækkað verð um 20.000%
Danskir frímerkjasafnarar
hafa fundið örlítið frávik í 200
aura Þjóðdansafrímerkjunum
frá 1981, sem er örlítið strik
ofarlega í öðru núllinu í töl-
unni 200. Þetta frávik er ekki
á öllum frímerkjunum, svo þau
sem hafa þetta strik eru verð-
meiri fyrir bragðið. Frímerkin
eru prentuð hjá Joh. Enschedé
en Zonen í Haarlem í Hol-
landi.
Morgunblaðið leitaði til Jóns
Aðalsteins Jónssonar, ritstjóra
Orðabókar Háskóla íslands, og
innti hann eftir fráviki þessu,
sem alls ekki er svo sjaldgæfur
hlutur í frímerkjum. Jón sagði
lítil strik sem þessi oftast kölluð
„flugnaskít" eða „plötugalla" og
vera eftirsótt af söfnurum víða
um heim og væru þau verðmæt-
ari en þau frímerki sem heppn-
uðust vel í prentun.
Jón Aðalsteinn benti á 90 aura
Atvinnuvegasettið frá 1950, en í
KUkkfk. 2. Ami * Dul. Térri-vn.'l * S*urfar» "terMn, IukjMU. tUmnie tUunuuen. KW»- bjargnBi fimm »v «ov- m»U«ui bOlnrn
Frábriedi funnið í 11
FOToyafrímerki ESn litil strika I ■flram nullinum 1 Frimerkjnsavnarar bæði her 1 °8 I kring um i heiminum brúka nógva Uð tal at I granska og kanna bæði gomul og nýg® fri- I merki, teir eiga, og sjálvt um eftirhtið yið 1 arehting av nýggjum frimerkjum «.WF.. [ liga atrangt, pendu- meiri enn ao. at wvn- ararnir finna okkurt fróbrigdi elU variant, | sum teir kalla tað, og sum ger hetta seriiga | frimerkið virðismiklari sum savningarlut | enn hini vanUgu. 1 1 Danmnrk hnv. t«ir «r tfllkM. I Mflie verifl v.rugir vi« ein 200 oyru fólkeíeMOTtn m\
merkinumfrá 1981. ekrivnl flonak bleð. Frábrigdið er 1 tl fymj nuflinum, taer teir 1 einetolPV um frimerkjum heve funnií aátt Bokellað plátueár - eán lltil strike. sum Udd eigæá at vera ber. Frábrigdið finet 1 U 20. frlmerkinum i erkunum. • aum eru prenteð hjá Joh. Enachedá en Zonen i Heer- lero 1 Hoflendi 1 kombinereð etálprenU o* totogrevuru.
nokkrum merkjum af þeirri teg-
und eru aukastrik yfir húsþaki á
frímerkinu.
Hjá frímerkjasalanum Magna
R. Magnússyni fengust þær upp-
lýsingar að verulega getur mun-
að á verði frímerkja með þennan
svokallaða „flugnaskít" og verði
venjulegra frímerkja. Þannig
kostar 90 aura Atvinnuvega-
frímerki með litla strikinu yfir
húsþakinu allt upp í 400 krónur
en kostar annars ekki nema tvær
krónur sem þýðir 20.000 prósent
verðhækkun. Magni nefndi fleiri
gerðir frímerkja með þessum
galla. Til að mynda Eimskipafé-
lagsfrímerkin frá 1964 en á þeim
er i-ið án kommu á einu frímerki
í annari hverri örk. Þau frímerki
eru seld á 150 krónur en ógölluðu
frímerkin eru seld á 14 krónur.
Sagði magni að því væri öfugt
farið með bækur og frímerki þar
sem sá sem fær gallað eintak af
bók bregst ókvæða við en sá sem
fær gallað eintak af frímerki
verður himinlifandi.
Nýstirni hefur fegrunarferil sinn með Lux.
Lux löðurer
cinstakt aðgæðum.
Nærmyndir reyna mjög á útlit leikara og stjarna
á framabraut eins og Michelle Pfeiffer fer eftir frægustu
fyrirmyndum heims og velur Lux til aö vernda húöina.
Paö er vegna þess aö Lux freyöir svo vel, hreinsar með
mýkt og gerir húöina slétta og mildilega.
Mjög mun sjást til Michelle Pfeiffer og meö
henni birtist enn eitt fagurt andlit leikkonu, sem
byrjar og endar daginn meö Lux.
Al I f
LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYNDASTJARNA HEIMSINS.
XPLTS21