Morgunblaðið - 17.06.1982, Page 6

Morgunblaðið - 17.06.1982, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 Hólar í Hjaltadal: Kristileg menningarmiðstöð Rætt við sr. Árna Sigurðsson, formann Hólafélagsins Hólar í lljaltadal vóru um alda- raðir hófuðstaður og biskupssetur Norðlendinga. Enn í dag rís Hóla- staður hátt i hugum fólks og orð- takið „heim að Hólum“ lifir i mál- fari manna. Starfandi er Hólafé- lag, sem berst fyrir eflingu Hóla- staðar með höfuðáherzlu á endur- reisn biskupsstóls á Hólum í lljaltadal. Kormaöur félagsins er sr. Árni Sigurðsson, sóknarprestur á Blönduósi. Morgunblaðið bank- aði nýlega uppá hjá honum og spurðist frétta af starfsemi Hólafé- lagsins. Fyrirmyndir að kristilegri menningarmiðstöð, eins og stefnt er að að koma upp að Hól- um, er víða að finna í Evrópu, sagði sr. Árni. Nefna má Sig- túnahreyfinguna í Svíþjóð en hliðstæðar hreyfingar starfa bæði í Danmörku og V-Þýzka- landi. Lítill vísir að þessu starfi er þegar fyrir hendi þar sem Prestafélag hins forna Hóla- stiftis hefur gengist fyrir nám- skeiðum heima að Hólum fyrir hina ýmsu starfsaðila kirkjunn- ar. Fjórðungssamband Norðlend- inga, sem í dag er samband sveitar- og sýslufélaga í báðum Norðurlandskjördæmum, var upphaflega stofnað m.a. um endurreisn Hólastaðar þ.á m. endurreisn biskupsstóls að Hól- um í Hjaltadal, sem Hólafélagið leiðir nú, en góð starfstengsl eru með því og FSN. Nýlega var skipuð nefnd til þess að kanna framtíðarstarf á vegum hinnar íslenzku þjóð- kirkju að Hólum í Hjaltadal, sagði sr. Árni. I þeirri nefnd sátu, auk mín, sr. Gunnar Gísla- son, Glaumbæ, og Jóhann Sal- berg Guðmundsson, sýslumaður. Helztu ábendingar nefndarinnar vóru þessar: • 1) Að Hólum verði komið á fót kirkjulegri menningarmiðstöð (Evangeliskri Akademiu), er Sr. Árni Sigurðsson, Blönduósi. vinni í kirkjulegum og þjóðleg- um anda. • 2) Kirkjulega menningar- miðstöðin að Hólum er þing- og námsstaður í beinum tengslum við Þjóðkirkju íslands. • 3) Starfsemin fari fram í stofnun, sem reist verði á vegum Þjóðkirkjunnar. Stofn- og rekstrarkostnaður fáist með ríkisframlagi, öðrum opinberum framlögum, frjálsum framlögum og þátttökugjaldi. • 4) Stofnunin verði undir yfir- stjón þjóðkirkjunnar. Kirkjan hafi sér við hlið nefnd, skipaða fulltrúum frá kirkjuráði, Presta- félagi hins forna Hólastiftis, Hólafélaginu, Fjórðungssam- bandi Norðlendinga, auk sókn- arprestsins að Hólum. • 5) Stofnunin stuðli að gagn- kvæmum skilningi milli þjóðfé- lagshópa með því að gefa þeim kost á að hittast og kynnast viðhorfum hvors annars. • 6) Staðið skal að þessari kynningu með ráðstefnum og fræðsluþingum fyrir skóla, stétt- arfélög, æskulýðshópa, félög aldraðra og innlenda og erlenda feröahópa. • 7) Stofnunin vinni að eflingu þjóðrækni, íslenzkra fræða, norrænna samskipta og kristi- legs uppeldis. • 8) Áðalfundir presta hins forna Hólastiftis skulu haldnir að Hólum og þar sköpuð aðstaða til fundahalda, samveru presta og leikmanna, er starfa á vegum kirkjunnar. • 9) Stofnunin skal vinna að efl- ingu Hólastaðar, m.a. endur- reisn biskupsstóls á staðnum. • 10) Stofnunin skal vinna í anda lýðræðis, leggja áherzlu á frelsi einstaklingsins og andlegt frelsi. Þær hugmyndir, sem nefndin tíundar, eru ekki tæmandi, sagði sr. Árni. Ég vona að þær fái um- fjöllun hjá kirkjuráði og kirkju- þingi — og stuðning allra þeirra afla í þjóðfélaginu, sem vilja veg Hólastaðar sem mestan. Ég vænti þess einnig að Alþingi, Fjórðungssambandi Norðlend- inga, norðlenzk sveitarfélög og félagasamtök ljái þessum hug- myndum lið. Það er trúa mín, sagði sr. Árni, að starfsemi bændaskól- ans að Hólum og menningar- miðstöðvar á vegum kirkjunnar, sem að er stefnt, geti farið vel saman. Aðstæður hafa og breyzt til hins betra um margt. Sam- göngur við staðinn hafa stór- batnað. Hitaveita er komin til skjalanna. Búið er að skipu- leggja land Hólastaðar. Það sem skiptir nú máli er að efla trúfesti landsmanna við þennan forna sögustað, sem rætur kirkju- og menningarlífs þjóðarinnar liggja í, og skapa honum þá reisn í hugum fólks, samtíð og fram- tíð, sem sæmir staðnum og þjóð- inni. Til þess heitir Hólafélagið á stuðning landsmanna. Tilfinningin gagn- vart landi og fólki breytist ekki — segir James Penfield fyrrum sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi „Ég hef mjög gaman að koma hingað og heilsa upp á gamla vini og kunningja," sagði James Penfield (yrrum sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, en hann hefur verið hér undanfarna daga í boði núverandi sendiherrahjóna, Pamelu og Mars- hall Brement. Hingað kom Penfield frá Skotlandi og hélt áleiðis til Seattle á vesturströnd Bandaríkj- anna í gær, en þar er hann nú bú- settur. James Penfield var skipaður hingað af John F. Kennedy skömmu eftir að hann tók við forsetaembætti og var hér til ársins 1967. Hann missti konu sína, Anne fyrir sjö ár- um, en kvæntist aftur fyrir nokkrum árum og býr nú ásamt konu sinni ýmist í Sealtle eða á sveitasetri sem þau hjón eiga skammt frá þeirri borg. „Þetta er í fjórða sinn sem ég legg leið mína hingað eftir að ég lét af sendiherraembætti og það lýsir kannski bezt þeim hug sem ég ber til íslands og íslendinga. í eitt skiptið kom ég til að fylgja mínum góða vini, Bjarna Bene- diktssyni, til grafar, en í önnur skipti hefur verið um skemmti- ferðir að ræða.“ „Sérðu mun á landi og þjóð ef bornar eru saman aðstæður nú og þegar þú varst hér sendiherra?" „Hinar ytri aðstæður breytast og víst blasir það við. En mér finnst ég alltaf vera að koma aftur á sama staðinn. Sama gamla til- finningin gagnvart íslandi og fólkinu er alltaf á sínum stað. Hún breytist ekki. Ég hef fundið það víðar. Þegar ég kom til dæmis til Kína eftir að hafa ekki verið þar í tuttugu ár eða meira sá ég auðvit- að breytingarnar við hvert fótmál. En fólkið og andrúmsloftið var eins og það var það sem máli skipti. Nú er ég ekki að segja að það sé eins að koma til Islands og Kína. ísland er sérstakt, kannski af því að það á sér lengri óslitna menningarsögu en önnur lönd sem ég þekki." „Hefurðu hitt marga gamla kunningja á meðan þú hefur stað- ið við að þessu sinni?" „Já, enn get ég gengið að mörg- um sem ég þekkti og umgekkst að staðaldri á meðan ég bjó hér. En ég er orðinn 77 ára og það er eðli- James Penfield ásamt gestgjöfum sinum, Pamelu og Marshall Brement. Ljóora. KÖK. legt að þegar maður er á þeim aldri séu vinir manns farnir að týna tölunni. í fyrramálið ætla ég að fara í laugarnar til að rifja upp gamlar minningar og þar hitti ég áreiðanlega nokkra kunningja. Því miður er búið að leggja niður gömlu sundlaugarnar í Laugardal og auðvitað finnst manni hinir nýrri og glæsilegri sundstaðir ekki eins „sjarmerandi" og þær voru, en þó grunar mig að andrúmsloft- ið í laugunum á morgnana hafi ekki breytzt mikið.“ „Hvað gera menn þegar þeir setjast í helgan stein?“ „Þeir setjast einmitt ekki í helg- an stein,“ segir Penfield og hlær og dregur upp tóbaksdósirnar og fær sér í nefið, en þeim sið hefur hann haldið síðan hann bjó hér. „Ekki ef þeir eru svo lánsamir að halda heilsu og kröftum. Ég tek þátt í margskonar starfsemi þar sem ég á heima — ég er að vasast í pólitík. Ég hef verið framarlega í almennum samtökum sem hafa staðið fyrir upbbyggingu íþrótta- og útivistarsvæða, svo ég nefni eitthvað. Þessi áhugamál taka að sjálfsögðu mikinn tíma. Ég hef eiginlega ekkert minna að gera nú en á meðan ég var í fullu starfi, en ég lít svo á að þessum tíma sé vel varið og uni hag mínum mjög vel.“ - A.R.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.