Morgunblaðið - 17.06.1982, Side 7

Morgunblaðið - 17.06.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982 39 Rússar reyna að ógna óháðri friðarhreyfingu Moskvu, 14. júní. AP. Sovézka leyniþjónustan hefur lok- ið yfirheyrzlum og handtökum á 11 forsprökkum óháðu friðarhreyf- ingarinnar rússnesku, en tilgangur yfirheyrzlanna virðist vera að hræða og ógna hreyfingunni, að sögn eins af forkólfum hennar. Yfirvöld hafa látið taka 11 helztu menn friðarhreyfingarinn- ar fasta síðustu daga og voru tveir af stofnendum hennar hnepptir á ný í varðhald í gær, eftir að hafa setið inni í tvo sólarhringa í síð- ustu viku. „Það er vonlaust fyrir okkur að reyna að koma saman," sagði Gennady Krochik, 33 ára læknir, „en barátta mun halda áfram". Hann sagði um eitt hundrað manns hafa undirritað stuðnings- yfirlýsingu við hreyfinguna, sem stofnuð var fyrr í mánuðinum. Sergei Batovrin og Sergei Roz- enoer stofnendur hreyfingarinnar voru hnepptir á ný í varðhald í gær, að sögn ættingja þeirra. Oeinkennisklæddir lögreglumenn vísuðu fréttamönnum bandarískra blaða í Moskvu á brott frá húsi Batovrins í dag og símasamband til hans hafði verið rofið. Jafnframt var Igor Sobkov, 37 ára sálfræðingur tekinn fastur í gær. Hann var fyrst yfirheyrður á vinnustað sínum á sjúkrahúsi. Var honum gert að afklæðast að fullu og hírast í herbergi, þar sem ís- köldu vatni hafði verið sprautað á gólf. Honum var síðan sleppt eftir að bækur um yóga höfðu verið gerðar upptækar á heimili hans. Þá var Boris Kluzhny, 39 ára stærðfræðingur, tekinn fastur um helgina, og var hann ennþá í haldi í dag. Engin formleg ákæra hefur verið gefin út á hendur neinum ellefumenninganna. Þrátt fyrir þessar aðgerðir birti óháða friðarhreyfingin yfirlýsingu í dag, þar sem Bandaríkjamenn eru hvattir til að staðfesta SALT- samkomulagið frá 1976. Einnig er þess krafizt af borgarstjórninni í Moskvu að hreyfingin fái að efna til friðsamlegra mótmæla í borg- inni 27. júní næstkomandi. Jafn- framt eru bandarískir og sovézkir þegnar hvattir til að helga vikuna 20. til 27. júní umræðum um af- vopnunarmál. swnanúrj oKkar®’ 367 i ^erið Tl AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF Castrol er olían fyrir allar vélar sumar sem vetur Margir hafa beöiö um Castrol á is- landi, en án árangurs - fremstu smurolíu á heimsmarkaði. En nú er hún komin. þÓR H/F hefur tekið aö sér sölu og dreifingu á íslandi. Castrol framleiöir 450 gerðir af smurolíum fyrir bíla, báta- og ski- pavélar, iðnvélar og búvélar. Örug- gar olíur, sem auka slitþol véla og gera þær hagkvæmari í rekstri - oliur meö 75 ára reynslu aö baki. Innan skamms fæst Castrol einnig um allt land. hringiö og spyrjiö um næsta sölustað og biöjið um ókeypis smurkort. SÍMI 815QQ-ÁRIV1ÚLA11 íi Castrol LAUGARDALSVÖLLUR KR - Fram (Afram á morgun kl. 20.00 > KR Toppleikur KR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.