Morgunblaðið - 17.06.1982, Side 16

Morgunblaðið - 17.06.1982, Side 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982 Kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum og Danir Dansk sikkerheds politik og forslagene om Norden som kernevábenfri zone DET SIKKERHEDS- OG NEDRUSTNINGSPOLITISKE UDVALG Björn Bjarnason í ársbyrjun 1981 var skipuð nefnd í Danmörku til að fjalla um öryggis- og afvopnunarmál. Ilinn 10. júni var fyrsta skýrsla hennar gefin út og heitir hún „Dansk sikkerhedspolitik og forslagene om Norden som kcrnevábcnfri zone“ eða Öryggis- málastefna Dana og tillögurnar um kjarnorkuvopnalaust svköí á Norð- urlöndum. Skýrslan er 200 síður og þar er gerð ítarleg grein fyrir þeim sjónarmiðum, sem fram hafa komið um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og þeim umræðum, sem orðið hafa um slík svæði á vettvangi Samcinuðu þjóðanna og annars staðar. Er bæði fjallað um viðfangsefnið frá hernaðarlegu og pólitísku sjónarmiði. Hlýtur öllum þeim, sem áhuga hafa á öryggismál- um, að þykja töluverður fengur að þessari greinargóðu úttekt. Hver sá, sem les skýrsluna hlýtur að sannfær- ast um, að hér er um flókið og vand- meðfarið mál að ræða. Síst af öllu verður það brotið til mergjar með áróðursherferðum, enda bera þær þess glögg merki, að aðstandendur þeirra eru alls ekki á einu máli, hvert sé hið endanlega og eiginlega markmið baráttunnar. í skýrslunni segir, þegar greint er frá stefnu Norðurlandanna í ör- yggismálum: „Eins og málum er nú háttað eru Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð í reynd (de facto) kjarnorkuvopnalaust svæði. Á það hefur aldrei verulega reynt, að eitthvert landanna yrði sér sjálft úti um kjarnorkuvopn. Sam- kvæmt varnarstefnu NATO er gert ráð fyrir að gripið sé til kjarnorkuvopna á stríðstímum, og þá einnig til varnar Danmörku og Noregi, en þessi lönd æskja þess ekki, að við núverandi aðstæður, það er að segja á friðartímum, sé kjarnorkuvopnum komið fyrir innan landamæra þeirra." Þegar þessi málsgrein er lesin, vekur tvennt athygli. I fyrsta lagi er ísland ekki nefnt meðal Norð- urlandanna. Er full ástæða til að gera athugasemd við þá málsmeð- ferð, því að enginn munur er á afstöðu ríkisstjórnar íslands í þessu efni og stefnu ríkisstjórna Danmerkur og Noregs. íslend- ingar vilja ekki, að í landi þeirra séu kjarnorkuvopn og þau eru ekki hér á landi eins og margsinnis hefur verið sýnt fram á, siðast sumarið 1980. Raunar fjallar hin danska skýrsla ekki um öryggis- mál íslands að öðru leyti en því, að í henni kemur fram, að hernaðar- legt mikilvægi Norður-Finnlands, Norður-Svíþjóðar, Norður-Noregs, íslands og Grænlands hefur auk- ist síðustu ár vegna vaxandi hern- aðarumsvifa Sovétmanna á norð- urslóðum og útþenslu vígbúnaðar þeirra á sjó og í lofti frá stöðvum á Kola-skaga. Hitt atriðið, sem at- hygli vekur í þessari skilgreiningu á Norðurlöndunum sem „de facto" kjarnorkuvopnalausu svæði, er, að í strangasta skilningi felst það í kröfu um breytingu frá núverandi stöðu, að Danir og Norðmenn svo að fjallað sé um þær þjóðir, sem skýrslan nær til, skuldbindi sig til að leyfa ekki kjarnorkuvopn á landi sínu á stríðstímum. Upphaf umræðna um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum má rekja til bréfaskipta milli forsætisráðherra Sovétríkj- anna og forsætisráðherra Dan- merkur, Islands og Noregs í árs- byrjun 1958. Á árinu 1963 lagði Kekkonen, Finnlandsforseti, í fyrsta sinn til, að Norðurlönd yrðu gerð að kjarnorkuvopnalausu svæði. Kekkonen hreyfði málinu á ný í maí 1978 með vísan til tækni- þróunar í vígbúnaði og hugmynda um takmarkað kjarnorkustríð. Hugmyndir Kekkonens leiddu ekki til mikilla umræðna á Norð- urlöndum. Hins vegar dró málið að sér athygli haustið 1980, eftir að Jens Evensen, sendiherra í Noregi, lýsti yfir stuðningi við hugmyndina um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum á fundi í Norsk Kemisk Arbejder- forbund, án þess að hafa ráðfært sig við ríkisstjórn Verkamanna- flokksins um efni ræðunnar fyrir- fram, en Evensen hefur af og til látið til sín taka á vettvangi flokksins. Varð málið þá þegar að póli- tísku umræðuefni og deilumáli bæði innan norska Verkamanna- flokksins og milli stjórnmála- flokkanna í Noregi, breiddust þær umræður síðan til annarra Norð- urlanda. Það var tekið upp á fundi utanríkisráðherra Norðurland- anna og komst þar með á annað pólitískt stig en áður. Kemur fram í fréttatilkynningu sem danska ör- yggis- og afvopnunarnefndin sendi frá sér í tilefni skýrsiu sinnar, að vegna þessara umræðna hafi hún ákveðið, að fyrsta skýrsla sín skyldi snúast um Norðurlönd sem kjarnorkuvopnalaust svæði. Á hinn bóginn er ljóst, að hinar ítarlegu umræður, sem orðið hafa í kjölfar deilnanna í Noregi, hafa síður en svo leitt til þess, að ríkis- stjórnir Norðurlanda séu hlynnt- ari því en áður, að breyta um stefnu í afstöðu sinni til málsins. Danska nefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að ekki sé með ein- hliða hætti skynsamlegt að lýsa því yfir, að Norðurlöndin séu kjarnorkuvopnalaust svæði, held- ur verði að líta á viðfangsefnið sem hluta af heildarskipan örygg- ismála í Evrópu, sé með öllu óþarft að staðfesta núverandi stöðu þessara mála á Norðurlönd- unum, sem áður er lýst, með ein- hverskonar samningi. Er þetta álit í samræmi við opinberar yfir- lýsingar ríkisstjórna og stjórn- málaflokka í Noregi og Svíþjóð. í skýrslu dönsku nefndarinnar segir: „Við gerð skýrslunnar hefur komið í ljós, að hugsanlegt fram- lag Norðurlanda til að draga úr hlutverki kjarnorkuvopna í Evr- ópu felst tæplega í því, að þau grípi til beinna staðbundinna að- gerða með því að stofna kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Skipan öryggismála í Evrópu veldur því, að það er erfitt að grípa til sérstakra aðgerða í ör- yggismálum á svæði, sem nær í senn til hlutlausra landa og landa, sem eru í öðru af bandalögunum tveimur. Mönnum verður þar að auki að vera ljóst, að hugsanlegt kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum breytir auðvitað ekki eitt þeim grundvallar ágrein- ingi, sem að hluta stuðlar að víg- búnaðarkapphlaupinu." í skýrslunni segir einnig, að hvorki Danir né Norðmenn geti tekið mikilvægar ákvarðanir um stefnuna í kjarnorkuvopnamálum nema með stuðningi ríkja, sem skipta sköpum um þróun örygg- ismála á Norðurlöndum og byggist þetta bæði á aðstæðum innan- lands í Danmörku og Noregi og stefnu landanna í utanríkismál- um. Er hér vísað til þátttöku Dana og Norðmanna í Atlantshafs- bandalaginu, en sú skoðun kemur fram í skýrslunni, að einhliða yfir- lýsingar NATO-ríkja um kjarn- orkuvopnaafsal án samráðs innan bandalagsins yrðu túlkaðar sem andstaða við önnur bandalagsríki og skref í átt til hlutleysis og úr- sagnar úr bandalaginu. Þess má geta hér, að hinn 4. júní síðastliðinn lagði norska ríkis- stjórnin fram skýrslu á Stórþing- inu um afvopnun og öryggi, þar sem einnig er fjallað um kjarn- orkuvopnalaust svæði. Kemur fram í þessari skýrslu, að miðað við núverandi aðstæður sé með öllu ábyrgðarlaust að hrinda í framkvæmd hugmyndunum um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum. Til þess skuli aðeins stofnað sé svæðið hluti af samkomulagi milli austurs og vesturs. Eins og áður segir er hin danska skýrsla 200 blaðsíður og segja má, að þar sé í löngu máli komist að niðurstöðu, sem engum straum- hvörfum veldur. í skýrslunni er þó ekki einungis fjallað um kjarn- orkuvopnalaus svæði heldur einn- ig rakin þróun kjarnorkuvopna frá stríðslokum og gerð grein fyrir þeim kenningum, sem ráða hug- myndum manna um beitingu gjör- eyðingarvopnanna. Skýrslan er í senn flókin og einföld. Hún er ekki alltaf auðskiljanleg, enda endur- speglar hún sjónarmið þeirra, er í dönsku öryggis- og afvopnunar- nefndinni sitja og byggist því orðalagið á málamiðlun á stund- um. Öryggismálanefndin hér á landi hefur valið þann kost að gefa skýrslur sínar út undir nafni þeirra, sem þær semja. Það er hins vegar „formandskab" dönsku nefndarinnar eða framkvæmda- nefnd innan hennar, sem ber ábyrgð á skýrslunni um viðhorfin til kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum. Þriðja skýrsla ís- lensku öryggismálanefndarinnar mun einmitt fjalla um kjarnorku- vopnalaus svæði. Bókaverslunin Europaboger, Gammeltorv 6, Postboks 137, 1004 Kobenhavn K, sér um dreifingu á Dansk sikkerhedspolitik og for- slagene om Norden som kerneváb- enfri zone, og kostar eintak af skýrslunni 60 danskar krónur. Plata sem vert er að veita athygli... Fram úr hófi leið- inlegt Nina Hagen Nunsexmonk Rock ('BS 85774 Fyrsta platan sem kom út með Nínu Hagen var frábær. Hún heitir einfaldlega Nina Hagen Band. Nokkru eftir útkomu hennar rak Nina alla hljóðfæra- leikarana og fékk nýja til liðs við sig. Þeir sem hún rak í burtu héldu hópinn og stofnuðu þá frábæru hljómsveit Spliff Radio RAINBOW Straight Between The Eyes. Polydor 5056. Skömmu eftir að Deep Purple lagði upp laupana árið 1975 stofnsetti Ritchie Blackmore gít- arleikari Deep Purple sína eigin hljómsveit og kallaði hana Ritchie Blackmore’s Rainbow. Ferill hljómsveitarinnar hefur verið ákaflega stormsamur, menn hafa komið og farið jafn- óðum og í dag munu þeir vera um 15 sem hafa gist hljómsveit- ina í lengri eða skemmri tíma. Show. Önnur platan sem Nina sendi frá sér heitir Ubehagen og er góð, þótt hún sé ekki eins góð og sú fyrsta. Fyrir skömmu kom svo út þriðja plata Ninu en í Þrátt fyrir miklar mannabreyt- ingar liggja nokkrar frábærar rokkplötur eftir Rainbow. Þar þarf bara að nefna plötur eins og „Catch The Rainbow" og „Long Live Rock’n Roll“. Nýverið kom ný plata frá Rainbow og á henni eru „að sjálfsögðu (?) nýir hljóðfæra- leikarar. Þeir sem koma nýir inn eru Bobby Rondinelli trommur og David Rosenthal hljómborð. Platan er góð, á því er enginn vafi. Öll lögin eru góð og allt spil er pottþétt. En platan er ákaf- millitíðinni hefur Nina eignast barn sem prýðir umslag plöt- unnar ásamt móðurinni. Tónlistin á fyrstu plötunni var rjómagott rokk; kraftmikið og þýskur söngur Ninu gerði það allsérstakt. Önnur platan er undir reggae-áhrifum og ekki eins rokkuð. Það sem Nina er að gera á þessari nýju plötu sinni er algert rugl. Hún syngur nokkr- um sinnum inn á hvert lag og notar sína röddina hverju sinni. Við þetta verður tónlistin rugl- ingsleg og kæfir alveg lítið og ómerkilegt undirspil. Það má líkja þessari plötu við gatnakerfið í Kópavogi en hvorttveggja er flókið og leiðin- legt. FIVÍ lega hefðbundin. Ekkert nýtt er að finna. Sólóin, sem eru ölí góð, eru á sínum stað og rólegu lögin, sem bæði eru þrumugóð, eru líka á sínum stað. Ef vel er hlustað, má meira að segja finna smá búta út gömlum Rainbow-lögum inn á milli nýju rhythmana. Þessa dagana eru geysilega margar góðar rokkplötur að koma út eða komnar og mætti þar nefna plötur frá Iron Maid- en, Scorpions, Rory Gallangher, Michael Schenker Group og síð- ast og ekki síst Blue Öyster Cult. Innan um þessar plötur gæti Rainbow-platan týnst en hún á það ekki skilið, til þess er hún of eiguleg. FM Hljóm Finnbogi Marinósson The Boomtown Kats V Deep Mercury Hver man ekki eftir laginu „I Don’t Like Mondays" sem var óhemju vinsælt hérna um árið? Eflaust muna margir eftir lag- inu en þeir eru sennilega færri sem muna hverjir spiluðu það. Fyrir þá sem það ekki muna var það hljómsveitin „Boomtown Rats“ sem það gerði. Sá ágæti flokkur hefur nú nýlega sent frá sér sína fjórðu plötu og heitir hún „V Deep“. Þegar ég setti plötuna í fyrsta skipti á fóninn gerði ég ráð fyrir því að „sprengjubæjar rotturn- ar“ væru að fást við það sama og á síðustu plötu. Með öðrum orð- um, mjög gott og vandað ný- bylgju-popp. En það sem kom í Ijós þegar farið var að hlusta á nýju plötuna var vægast sagt langt frá því að vera það sama og á plötunni á undan. Að minnsta kosti var það þannig til að byrja með. Breytingunni og breiddinni í tónlistinni má vel lýsa þannig: Fyrsta lagið á hlið 1 gæti verið á hvaða David Bowie plötu sem er (að minnsta kosti á einhverri af síðustu plötum hans) og síðasta lagið á hlið 2 er frábært jazz-lag. Þarna á milli má finna svokallaða nýrómantík og jafnvel skallapopp. Það sem er svo skemmtilegast við þetta allt saman er það að platan er mjög heilsteypt þrátt fyrir alla fjölbreytnina. Allur hljóðfæra- leikur er pottþéttur og erfitt að gera upp á milli hljóðfæraleik- ara. Samt sem áður er það einn sem virðist bera af. Sá sem um er rætt er höfðupaur þeirra fé- laga, Bob Geldof. Hann semur alla tónlistina og á alla texta og fyrir utan það skipar söngur hans stóran sess í tónlistinni. Nokkuð erfitt var að sætta sig við breytinguna á tónlistinni en eftir að hafa sætt sig við hana kom platan öll til og vann stöð- ugt á. Bestu lögin eru: „Never In A Million Years“, „House On Fire“ og „The Little Death". FM/AM Hefdbundið rokk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.