Morgunblaðið - 17.06.1982, Page 23

Morgunblaðið - 17.06.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982 55 fclk í fréttum 1 tal.sk i fatahönnuður- inn Gianni Versace með nokkrum af tísku- sýningarstúlkum sín- um. Hinn 36 ára gamli Gianni Versace er einn nýjasti og frægasti tískuhönnuður nútímans. Hann notar mest svartan lit og klæðist alltaf svörtu sjálfur. Gianni Versace er ættaður frá Kalabríu á Suður-Ítalíu. Móðir hans átti tískubúð í Reggio og dag einn þegar hann var sex ára sat hann og faldi sig á bak við rauð flauelisgluggatjöldin í búð- inni. Svartklædd kona angandi af ilmvatni mátaði svartan flau- eliskjól fyrir framan spegil og segir Gianni Versace að þetta Gianni Versace — sem klæðir sig all hafi verið fyrsta kveikjan að ferli hans sem fatahönnuður því að hann hafi fallið í algleymi. I Kalabría-héraði er mikið af gömlum grískum og rómversk- um rústum og Gianni lék sér meðal þeirra sem barn og segir hann að þær hafi orðið kveikjan að því að hann lærði arkitektúr. Seinna fór hann svo að sjá sam- hengi á milli línanna í grískri byggingarlist og línanna í skikkjum grískra stytta. Það varð til þess að hann ákvað að fara að sinna sinni upprunalegu köllun, hann fór að framleiða föt. Fötum hönnuðum af Gianni Versace er útstillt á söfnum í New York, Tokyo, Amsterdam og bráðlega í París. Hann er tal- inn helsti fulltrúi ítalska néo- klassikismans í ítalskri fatagerð. Hönnunarfyrirtæki hans veltir um hundrað milljón dollurum og ilmvatn með nafni hans er ný- komið á markaðinn. Maria Burton að sýna fot í New York. Elizabeth Taylor verð- ur amma í nóvember + Hin 21 árs gamla kjördóttir Gl- isabetar Taylor, Maria Rurton, sem reyndar notar eftirnafnið ('arson, síðan að hún gifti sig, vinnur sér inn ríflega vasapeninga um helgar sem tískusýningar- stúlka. Hún vinnur hjá Tony ('hase, tiskusýningarumboðinu í New York. En |*ó að Maria klæði sig yfirlcitt í víð fót hefur leynd- armál hennar komist upp, — hún á von á barni í nóvember. COSPER Æ, ég leyfði bara fjölskyldu fyrri mannsins míns að sofa hérna yfir nóttina. Patti Davis, dóttir Reagans Kandaríkjaforseta, í Nizza í Frakklandi. Dóttir Reagans Bandaríkjaforseta leikur í mynd um bleika pardusinn + Hin 29 ára gamla Patti Davis, dóttir Reagans Randaríkjafor- seta, hefur dvalið á frönsku riví- erunni upp á síðkastið, önnum kafin við að leika í nýrri mynd um Bleika pardusinn. Þegar hún fékk þetta hlut- verk í Bleika pardusinum varð hún að skilja sinn hjartans vin, Peter Strauss, einn aðal- leikarann í „Rich Man, Poor Man“ eftir í Kalíforníu. Ást- arævintýri þeirra Patti Davis og Peters Strauss hefur valdið forsetahjónum, foreldrum Pattíar kinnroða, einkum þeg- ar fyrrverandi sambýliskona Peter Strauss, tískusýn- ingarstúlka Shan Hoffman, fór í mál við Peter til að fá hann til að greiða sér meðlag. Hagsýnir velja Fiat 125 P Fiat 125 P hefur notið mikilla vin- sælda eins og þegar hefur sést hér á götunum. Hann er einn sá allra, allra ódýr- asti á markaönum og kostar aö- eins 74.000 m/ryðvörn Geri aðrir betur. Tekur 5 farþega og 50 kg af far- angri. 4ra dyra. Hentugur bæöi í bæjarakstri og úti á landsbyggö- inm. FIAT UMBOÐIÐ SMIÐJUVEGI 4, KÓP. SÍMI 77-200 SÖLUMENN 77-720 FIA 125 P Sá rétti fyrir þig, mig, og alla hina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.