Morgunblaðið - 17.06.1982, Side 31

Morgunblaðið - 17.06.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ1982 63 Hvernig er að eldast? Ár hinna öldruðu vekur, sem betur fer margar spurningar á vörum. Fjöldi hugmynda um hina öldnu, aðstöðu þeirra í sam- félaginu, gæfu þeirra eða gæfu- leysi, heillir þeirra eða umkomu- leysi, birtast stöðugt og eru íhugaðar og ræddar á fundum og í fjölmiðlum, ásamt öllu, sem á nú að gera til að bæta böl ellinn- ar. Það er því margt sem fyrir augu ber „við gluggann" í glamp- andi morgunsól og friðsælu kvöldhúmi hins unga vors, sem gaman er að festa í minni eða færa öðrum að gjöf til að auka gildi „ársins". Minna á það, sem það á að veita, efla það, sem það á að færa hinum öldnu til auk- inna heilla og lærdóms. Eitt hið bezta, sem þannig hef- ur fyrir mín augu borið, er nokk- urs konar ávarp til eldra fólks, þar sem minnt er á hvernig á að njóta lífsins ekki síður, þótt árin verði mörg að baki. Varðveita æsku og þrótt til ævinnar hinzta kvölds á jörðu. Hlúa að bernsku og æsku í eigin armi og barmi, unz yfir lýkur. Þetta var stutt ritgerð eða grein um ellina eftir enska heim- spekinginn Bertrand Russel, einn vitrasta mann heims um og eftir síðustu aldamót, hliðstæða Voltaire hins franska á 18. öld. Hér skal þess freistað í sem fæstum orðum að endursegja að- alatriðin úr þessu ávarpi Russels til hinna öldnu, með hans eigin orðalagi svo sem unnt er. Hann er fæddur 1872 í maímánuði og var talinn öðrum til fyrirmyndar á háum aldri. Grein hans hefur einmitt þau einkenni og áhrif, sem telja verður sígild til heilla þeim, sem virða þau og meta sem sannleika og speki i senn, tjáð á auðskilinn hátt með hversdagslegu ívafi. Hún hefst á þessa leið: „Þrátt fyrir yfirskriftina: „Hvernig á að eldast", ætti efni þessarar greinar að sanna hið gagnstæða: „Hvernig á að eldast ekki.“ Það er miklu merkilegra viðfangsefni. Þar mætti nefna fyrsta ráðið: „Veljið foreldra og forfeður vandlega og á réttan hátt.“ Sé miðað við þá staðreynd, að þar getum við engu um þokað, vil ég geta þess sem mikilla heilla, að flestir afar mínir og ömmur, langafar og langömmur urðu há- aldrað fólk, sem kvaddi heiminn nær níræðisaldri, kröftugt og stórbrotið. Langamma mín í móðurætt átti níu börn, sem til aldurs komust, eitt sem dó í bernsku og mörg við fósturlát. En hún lét engan bilbug á sér finna. Og þegar hún var orðin ekkja, helgaði hún tíma sinn meiri menntun og æðra uppeldi óg andlegri þjálfun. Hún var ein af stofnendum Girton-háskólans og vann að fræðslu kvenna í lyfjafræði. Einu sinni á ferðalagi hitti hún aldinn heiðursmann suður á It- alíu, sem var mjög dapur í bragði. Hún spurði um orsök dapur- leika hans og þunglyndis. Hann kvað sér hafa orðið svo erfitt að kveðja tvö afabörn sín. „Almáttugur, hrópaði hún, ég á sjötíu og tvö ömmubörn. Líf mitt yrði í sannleika sífelldur táradalur, ef ég kveddi sérhvert þeirra með trega og söknuði." Eg er eitt þessara ömmubarna og veit, að hún kunni vel að kveðja okkur. Eftir áttrætt varð hún oft andvaka um nætur. En þá tók hún upp þann sið, að eyða tíman- um frá klukkan 12 að kvöldi til 5 að morgni til lestrar og náms í almennum fræðum og vísindum. Satt að segja virtist henni aldrei detta í hug, að hún væri orðin háöldruð kona. En slíkt hugarástand er einmitt bezta lyfið til að varðveita eilífa æsku. Sá, sem á mörg áhugamál og verkefni til að fást við daglega, hefur enga ástæðu til heilabrota um þá staðreynd í kerfi samfé- lagsins, hve mörg ár hann hefur að baki og enn síður, áhyggjur um það, hve framtíðin sé stutt fyrir stafni. Hvað heilsu snertir hef ég fátt að segja. Hún er alltaf ágæt. Eg et og drekk eins og mér þóknast hverju sinni af hollum og fábrotnum mat, en samt má segja að allt sé hollt, sem mér hæfir bezt. Tvær hættur ættu aldnir að varast sálarlega séð: Önnur er sú að verða of háður fortíðinni. Aldrei að rígbinda sig alls konar minningum og eftir- sjá, hversu bjart sem hinir góðu, gömlu dagar kunna að ljóma og söknuður vegna látinna ástvina orðið sár. Hugsun aldinna ætti einmitt að snúast sem mest um framtíð- ina, og það, sem gæti gefið henni mest gildi, finna sem flest, sem hægt er að kljást við og lifa fyrir. En þetta er ekki alltaf auðvelt. Fortíðin laðar og lokkar og verð- ur líkt og ósjálfrátt þyngst á metum. Það er auðvelt að mikla fyrir sér langanir, óskir og afrek lið- innar ævi og gera það allt sem glæstast. Sé það rétt, ætti það að gleymast, en sé það gleymt hefur það sennilega verið ímyndun ein, en ekki veruleiki. Burt með það allt. Átjánda starfsári Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar lýkur Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar var slitið þann 15. maí sl. og prófskírteini afhent. Árið í ár var 18. starfsár skólans og nem- endur skólans voru 636 en kenn- arar 34 auk skólastjóra. Þreytt voru 123 stigapróf á skólaárinu. Tveir nemendur luku áttunda stigsprófi í gítarleik, þeir Hróðmar Sigurbjörnsson og Einar Kristján Kinarsson sem einnig hélt burtfar- arprófstónleika af því tilefni. Fyrir jól og páska voru haldnir almennir nemendatónleikar, þar sem m.a. kom fram blokkflautu- kór forskólabarna. Tónskólakór- inn hélt tvenna tónleika og skóla- hljómsveitin sex, þar af þrenna í tónleikaför til Austurlands. Stjórnandi hljómsveitarinnar og kórsins var Sigursveinn Magnús- son. Þetta var auk þess þriðja árið í röð sem Georg Hadjinikos stjórn- aði námskeiði á vegum Tónskól- ans. Auk nemenda úr skólanum voru margir þátttakendur í nám- skeiðinu frá öðrum tónlistarskól- um úr nágrenninu. Þessu nám- skeiði lauk með tónleikum í Bú- staðakirkju undir stjórn Georgs Hadjinikosar þar sem flutt voru sinfónísk verk eftir Jóhann Seb- astian Bach, Franz Peter Schubert og Igor Fjodorvitij Stravinskij. Önnur stóra hættan á vegum aldraðra er sú, að gera sig of háða æskunni, unga fólkinu í von um aukinn styrk frá æskufjöri þess. Eldra fólk, afar og ömmur, sem sýna sama áhuga og af- skiptasemi og áður, verða óðara en varir hin versta plága. Þau mættu vera sérstaklega sljó, ef svo yrði ekki. Ekki svo að skilja, að þau gömlu eigi að vera og verða áhugalaus. Það er öðru nær. En sá áhugi þarf að vera hljóðlátur, næstum dularfullur, heimspeki- legur og fyrirhyggjusamur, en aldrei angri þrunginn og væm- inn. Dýrin fjarlægjast unga sína ósjálfrátt um leið og þeir stækka og geta séð um sig sjálfir. Mannlegum verum er slíkt ekki auðvelt. Bernska mannsins er svo langur tími. Ellin verður þeim auðveldust og heilladrýgst, sem eiga sér flest ópersónuleg hugðarefni, sem leiða til hæfi- legra starfa og viðfangsefna. Mikil lífsreynsla verður þannig áhrifarík og sú vizka heilladrjúg, sem verður ekki öðrum byrði. Það er þýðingarlaust að ætla uppkomnum börnum að forðast mistök, bæði af því, að þau trúa ekki afa og ömmu, og einnig af því, að þeim er nauðsyn að reka sig á svo að þau geti sjálf öðlast áhrif og gjafir lífsreynslunnar, sem er stór hluti uppeldisins. En eigir þú ekki ópersónuleg áhuga- mál, verður þér lífið tómlegt án afskipta af barnabörnunum. En þá muntu sanna, að meðan þú getur ennþá veitt þeim aðstoð viö gluggann eftirsr. Arelíus Nielsson með aurum og peysuprjóni, þá máttu ekki vænta þess, að þau njóti þín sem félaga. Þar verða aðrir að koma til skjala. Sumt eldra fólk er leynt eða ljóst angrað af ótta við dauðann. Á æskuskeiði er slík tilfinning eðlileg. Ungir menn, sem hafa ástæðu til alls hins versta í orrustu, verða eðlilega beizkir í huga yfir því að vera rændir eða sviptir öllu því bezta, sem lífið hefur að bjóða. En fyrir aldrað fólk, sem þekkir lífið í gleði þess og sorg- um og notið hefur allra sviptinga þess og fengizt hefur við flest, sem það átti óskir um og hafði krafta til, er þessi dauðageigur nær auðvirðilegur. Og þá er bezta ráðið einmitt þetta sama, að mér finnst: Eignast og varðveita sem flest og bezt ópersónuleg hugðarefni og viðfangsefni til að glíma við og sigrast á. Þá hrynja hallarmúrar og virkisveggir eigingirni og ótta og lífið eignast þennan ljúfa, frið- sæla blæ hinnar almennu tilveru eilífðar. Þannig ætti lífsbarátta ein- staklingsins að verða eins og lít- ill lækur innan sinna tamarka í fyrstu, en breiðir sig síðan út með fossum og á flúðum. Áður en varir getur hann orð- ið að breiðu fljóti. Bakkarnir fjarlægjast, straumana stillir, vatnið flæðir smámsaman lygnt og slétt. Að lokum er það án sýnilegra öldufalla og brims og síðast sameinast lækurinn eða fljótið hafinu og verður án sárs- auka og átakalaust hluti hins leyndardómsfulla djþs.“ Hér lýkur í bili hugsunum spekingsins Bertrands Russels. En mig langar til að minna á ljóð annars snillings á íslenzkri strönd, sem orðaði bæn sína um brottförina hinztu á þessa leið: „(K*fdu dag í dauAa, Drottinn þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni. Kins og lítill lækur Ijúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn Nvali.“ MJ. Ég er einnig alveg sammála Russel, sem lýkur ávarpi sínu til hinna öldnu á þessa leið: „Ég mundi óska komu dauð- ans, þar sem ég enn væri önnum kafinn, sannfærður um að ein- hver ágætur mundi taka við því sem ég ætti enn ólokið og ánægð- ur í þeirri vissu, að hafa gjört allt, sem ég gat.“ Reykjavík, sumardaginn fyrsta, 1982. KLÆÐIÐAF STEYPUSKEMMDIR MEÐ ÁLKIÆÐNINGU Nýleg könnun Rannsóknarstofnunar byggingariönaðarins á steypuskemmdum og sprungumyndunum í íslenskum húsum leiddi í Ijós að ein haldbesta vörnin er að klæða húsin áli. A/KLÆÐNING ásamt fylgihlutum uppfyllir allar óskir um gerðir, liti og lengdir. A/KLÆÐNING hefur allt sem til þarf, allt til síðasta nagla. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SfMI 22000 0 II

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.