Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 Stýrisvélar Wagner-stýrisvélar og sjálfstýringar fyrir smábáta. Hagstætt verö. Atlashf ÁRMÚLA 7, SÍMI 26755 Þorskanet Fyrir Haustvertíð — 15. ágúst Fyrirliggjandi: 6 — 6'/4 — 6V2 og 7 tommu möskvi, garn no. 9 — 10 — 12 32 möskva djúp. Veró frá kr. 265. UFSANET: 71/z tommu möskvi, garn 1,5x12 (no. 18) 36 möskva djúp. VÆNTANLEG: 7Vi möskvi, garn 1,5x10 (no. 15) 32 og 36 möskva djúp. VIÐURKENND GÆÐAVARA , FRÁJAPAN 3én r - ötnsson Heildverslun, Grófin 1, Reykjavík. Símar 11747 og 11748. Vatnssalerni Kemisk vatnssalerni fyrir sumarbústaói, hjólhýsi og báta. Atlas hf Armúla 7. -„Sími 26755. ° ’ósthólf 493 - Keykjavík. Bretar aflétta banni við Falkland London, 22. júlí. AP. BRETAR afléttu banni því, sem þeir settu á við Falklandseyjar, í kjölfar innrásar Argentinumanna í apríl. Bannið náði til 200 sjómílna svæðis umhverfis eyjarnar. Hins vegar hefur þeim til- mælum verið beint til argent- ínsku stjórnarinnar, að hún sendi ekki orrustuskip og her- þotur á 150 mílna svæði við eyj- arnar „til að draga úr hættu á misskilningi sem kynni að leiða til árekstra" eins og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, orðaði það í skriflegu svari við fyrirspurn í neðri málstofunni. Hún sagði að sú ákvörðun, sem var birt þann 7. maí, að hvaða argentínskt herskip eða flugvél sem færi lengra en tólf mílur frá strönd Argentínu myndi talið í fjand- samlegum erindagjörðum, væri nú einnig numin úr gildi. Til- mælum Breta til stjórnar Arg- entínu var komið áleiðis fyrir meðalgöngu svissnesku stjórn- arinnar. Talsmaður Thatchers var spurður um, hvað Bretar myndu gera ef Argentínumenn færu nær eyjunum, en 150 míl- ur, og sagði hann að það færi eftir eðli atburðarins og myndi verða tekið til athugunar ef slíkt kæmi til. Varnarmálaráðherra ísraels, Ariel Sharon, hefur gætur á stöðvum Palestínumanna og Sýrlendinga. Friðargöngufólk fundar í Moskvu Moskvu, 22. júlí. AP. I>RJÚ hundruð skandinavískir frið- arsinnar á friðargöngu um Sovétrík- in vörðu deginum í dag i Moskvu, þar sem þeir komu fram á tíu frið- arfundum í verksmiðjum, skólum og unglingabúðum. Sovézka fréttastofan TASS hafði eftir göngufólkinu hrósyrði um „einlægan" friðarvilja Kreml- arstjórnarinnar. Sovézkir leiðtog- ar hafa sem kunnugt er sagt ráða- menn í Washington bera alla Nýjar uppgötvanir varðandi „Hamlet Boston, 22. júlí. AP. TVKIR læknar telja að þeir hafi komist að því hvar William Shake- speare hafi lært nægilega líffæra- fræði til að sjóða saman „hið fúl- mannlega morð“, sem hann lýsir í Hamlet, þ.e. morði á dönskum konungi sem var framkvæmt með þeim hætti að hella eitri inn í eyra hans. „Við álítum að Shakespeare hafi lært af nýrri læknisfræði- legri uppgötvun, og notað í Ham- let“, sögðu læknarnir Avrim R. Eden og Jeff Opland í læknarit- inu New England Journal og Medicine sem birtist í dag. Læknarnir benda á að Hamlet hafi að öllum líkindum verið frumsýnt 1601, eða um 40 árum eftir að ítalski líffræðingurinn Bartolommeo Eustachio hafi komið fram með lýsingu á starf- semi í innra eyra í greinargerð sinni „De auditus Organis". Þar er lýsing á því hvernig kokhlust- in liggur inn í innra eyra og leið- ir þar loft í gegn. „Við álítumn að Shakespeare hafi lært af þessari nýju upp- götvun læknisfræðinnar um starfsemi kokhlustar og innra eyrans og notað þá vitneskju í morðatriðinu í Hamlet," skrifa læknarnir. I leikritinu framdi bróðir kon- ungsins, Kládíus, morðið, kvænt- ist ekkjunni og tók sjálfur við konungstigninni. Þar sem eitrið, sem hellt var inn í eyrað, skildi ekki eftir sig nein ummerki, var álitið að konungurinn hefði lát- ist af eðlilegum orsökum. ábyrgð á vopnakappphlaupi stór- veldanna. Skandinavíska friðargöngufólk- ið hittir á morgun leiðtoga sov- ézku æskulýðshreyfingarinnar, forystumenn hinnar opinberu sov- ézku friðarhreyfingar, og fulltrúa kvennasamtakanna sovézku. Haldin verður sameiginlegur friðarfundur þessara samtaka og friðargöngumanna í Moskvu á laugardag. Ýmsir friðargöngumanna hafa kvartað undan því við vestræna fréttamenn, að Sovétmenn sem slegist hefðu í för með þeim hefðu borið skilti þar sem á var letraður óhróður um Bandaríkin, sem gengi á skjön við tilgang göngu- manna, sem væri að mótmæla | jafnt vígbúnaði austan tjalds sem ! vestan. Börn létust í sprengingu Kairó, 22. júlí. AP. SEX manns, þar af fimm ung börn, létust í sprengingu í Kairó í morgun, er sprengja sem dagað hefur uppi frá 1967, sprakk í út- hverfi Kairó. Þrettán manns slös- uðust, þar af nokkrir alvarlega. Talsmaður öryggismálaráðsins í Giza, þar sem þetta gerðist, sagði að börnin hefðu fundið sprengjuna og farið að leika sér að henni með fyrrgreindum afleiðingum, að hún sprakk í höndum þeirra. í heimalöndum sínum hafa göngumenn verið gagnrýndir fyrir ferð sína og sagðir hafa gengið á mála hjá sovézkum yfirvöldum, en þetta eru fyrstu friðarsinnarnir úr Vestur-Evrópu, sem fá að flytja boðskap sinn í Sovétríkjunum. Fylgismenn óháðu friðarhreyf- ingarinnar í Sovétríkjunum voru undir ströngum lögregluverði í dag, en þeim hefur verið meinað að eiga samskipti við skand- inavísku friðarsinnana. Sóttust fulltrúar óháðu friðarhreyfingar- innar eftir því að fá að hitta Skandinavana, en þeir síðar- nefndu kváðust ekki vilja eiga nein samskipti við sovézka skoð- anabræður sína. Moskva: Hættir hungurverk- falli eftir 51 dag Moskva, 22. júlí. AP. Moskva, 22. júlí. SERGEI Petrov, sem hefur verið í hungurverkfalli i 51 dag, ákvað að hætta svelti sínu í dag til að forða hinni bandarísku eiginkonu sinni og öðrum aðstandendum frá frekari kvölum. „Ég ákvað sjálfur að hætta. Engin þvingaði mig þess,“ sagði þessi 29 ára gamli ljósmyndari í símtali við AP fréttastofuna í morgun. Eiginkona Petrov fór frá Moskvu í gær eftir að hafa verið þar í fjögurra dag orlofi og sagði þá að sér hefði ekki tekist að fá mann sinn til að matast að nýju. Hann hafði áður tilkynnt að hann myndi svelta sig til dauða nema hann fengi að flytjast úr landi til konu sinnar í Bandaríkjunum. Petrov sagði að hin 65 ára gamla móðir hans, sem hefur einnig verið í hungurverkfalli til að sýna samstöðu með syni sínum, hafi einnig tekið að matast að nýju í dag, en þau búa saman í íbúð í Norður-Moskvu. Hann hefur lést um 23 kíló með- an á hungurverkfallinu hefur staðið, en borðar nú kjötsúpu næstu tíu dagana til að öðlast að nýju styrk og þrótt. Hann kveðst vera of veikburða til að yfirgefa íbúð sína. Veður víða um heim Akureyri 17 alskýjaó Ameterdam 20 skýjaó Aþena 33 bjart Barcelona 29 hélfskýjaó Beirút 32 bjart Berlín 28 bjart BrUssel 25 skýjað Chicago 31 skýjaó Dytfinni 21 bjart Feneyjar 33 lóttskýjaó Frankfurt 32 skýjaó Faereyjar 14 skýjaó Genf 29 bjart Helsínki 19 skýjaó Hong Kong 31 rigning Jerúsalem 28 skýjaó Jóhannesarborg 16 bjart Kaupmannahöln 22 skýjaó Kairó 38 heiðskfrt Lissabon 28 bjart London 31 skýjað Las Palmas 24 lóttskýjaó Los Angeles 34 bjart Madrid 30 bjart Mallorca 31 lóttskýjaó Malaga 35 heióskfrt Miami 31 skýjaó Moskva 28 skýjaó Nýja Delhi 34 rigning Mew York 29 bjart Osló 23 heióskfrt París 31 skýjað Peking 33 skýjaó Perth 12 rigning Reykjavík 11 súld Rio de Janeiro 29 bjart Rómaborg 33 heióskírt San Francisco 18 bjart Stokkhólmur 25 bjart Sydney 12 skýjað Tel Aviv 30 skýjaó Tókýó 28 heiöskfrt Vancouver 18 skýjaó Vinarborg 31 helóekfrt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.