Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 27 í dag er til moldar borin frú Hólmfríður Zoéga, kona Geirs G. Zoéga fyrrum vegamálastjóra og dóttir Geirs Zoéga kaupmanns og útgerðarmanns, eins mesta at- hafnamanns og brautryðjanda í sjávarútvegi á skútuöldinni. Hún var fædd 5. maí 1894 og ólst upp í föðurhúsum, en þar var eitt mesta athafnarheimili lands- ins, þar sem dagiega voru teknar mikilvægar ákvarðanir um fram- kvæmdir til hags heimilis og þjóð- ar. Það var hollur skóli, þar sem húsbóndinn, í samstilltu hjóna- bandi, mat að verðleikum stjórnun og störf eiginkonu sinnar, Helgu Jónsdóttur frá Stóra-Ármóti í Flóa. Á þeim tíma var kvenþjóðinni ekki tyllt í háan sess, en þó voru til ýmsir ágætir menn, sem skildu að mikilvægustu störf í þjóðfélag- inu eru húsmóðurstarfið og móð- urhlutverkið. Að stofna fagurt og friðsælt heimili, öruggt athvarf frá annríki dagsins og að skapa aðstæður til uppeldis barna sinna, svo þau geti orðið góðir og nýtir þjóðfélagsþegnar, það er mikil- vægara öllu öðru. Þennan skilning á húsmóður- starfinu hefur frú Hólmfríður úr heimahúsum, þegar hún, hinn 18. nóvember 1916, giftist einum mesta athafnamanni þjóðarinnar, Geir G. Zoéga verkfræðingi, sem þremur mánuðum seinna var skipaður vegamálastjóri íslands. Um 40 ára skeið stjórnaði hann uppbyggingu þjóðvega í landinu, á þeim tíma, sem akvegir uxu úr ör- fáum km upp yfir 11.000 km. Ég var starfsmaður hans um áratuga skeið og kynntist þá því að vinnu- tími hans var frá fótaferð til háttatíma og jafnvel lengur, því síminn var við náttborðið en sam- band þurfti að hafa við tugi verk- stjóra um allt land, um smátt og stórt í starfinu. Það var því lítill tími afgangs hjá honum til heimil- isstarfa. Því hvíldi heimilið að mestu leyti á húsmóðurinni, en þar var líka kona, sem var starf- inu vaxin. Frú Hólmfríður bjó manni sín- um fagurt og friðsælt heimili, eignaðist 5 börn,sem upp komust og eru nú öll starfandi nýtir þjóð- félagsþegnar. Yfir heimilinu hvíldi virðuleiki, sem ekki gleymist þeim sem nutu. Húsmóðurin var mild en þó ákveðin og skjót að taka ákvarð- anir. Minnist ég þess ávallt með þakklæti.er ég hitti hana í Kaup- mannahöfn, þá var hún nýkomin af spítala eftir mikla og velheppn- aða skurðaðgerð. Vinstri hönd mín var þá að kreppast svo að hún var að verða mér ónýt. Þegar frú Hólmfríður sá hvernig komið var, sendi hún mig umsvifalaust á spít- ala til aðgerðar, sem tókst svo vel- að ég get enn í dag, eftir 30 ár, „kysst kóngsdótturina" en svo hét leikur í bernsku, sem fólginn var í því að núa saman lófum hægri og vinstri handar svo að fingur snert- ust ekki. Þetta var áreiðanlega ekki eina skiptið, sem frú Hólmfríður tók ákvarðanir öðrum til góðs, en það leiðir einnig hugann að því hvílík stoð hún hefur verið manni sínum í hans erfiða og erilsama embætti. Bæði höfðu hjónin mikið yndi af blómum og var heimili þeirra mjög blómum prýtt. Garðurinn kringum húsið þeirra að Túngötu 20 vakti jafnan athygli manna, er gengu framhjá, fyrir smekklegt skipulag og fögur blóm. í þakklátri minningu um þau hjónin bæði, lýk ég þessum fá- tæklegu orðum með því að minna á að þeim, M-m brautir byggir, bctir jarAargródur, lífið léttir, tryggir, leynir störfin hljóður þakkir skuldar þjóðin. — I*eir yrkja bestu Ijóðin. — Ágúst Böðvarsson. í dag kveðjum við merkiskon- una Hólmfríði Zoéga. Hún var af svokallaðri aldamótakynslóð og fæddist í Reykjavík 5. maí 1894. Hólmfríður var dóttir hins kunna athafnamanns Geirs Zoéga kaupmanns og útgerðarmanns og seinni konu hans Helgu Jónsdótt- ur frá Ármóti í Flóa. Þau áttu fjögur börn, Hólmfríði, sem var elzt, Kristjönu gifta John Fenger stórkaupmanni, Guðrúnu gifta Magnúsi Jochumssyni póstmeist- ara og Geir forstjóra, sem lifir systur sínar og er kvæntur Hall- dóru Ólafsdóttur. Dóttir Geirs Zoéga af fyrra hjónabandi var Kristjana, gift Th. Thorsteinssyni kaupmanni. Hólmfríður ólst upp á mann- mörgu athafnaheimili og fékk að heiman kærleiksríkt og gott vega- nesti, sem kom sér vel, þegar hún stofnaði heimiii með frænda sín- um Geir G. Zoéga vegamálastjóra, 18. nóvember, 1916. Hann var son- ur Bryndísar Sigurðardóttur og Geirs Tómassonar Zoéga rektors. Heimili Geirs og Hólmfríðar stóð alla tíð í Túngötu 20. Myndarskapur og gestrisni Hólmfríðar eða Fríðu eins og hún var almennt kölluð innan fjöl- skyldunnar og meðal vina naut sín þar vel. Samhliða starfi manns hennar sem vegamálastjóra var mikill gestagangur og var persónulegt samband mjög náið við starfs- menn vegagerðarinnar, en velferð þeirra báru þau hjón mjög fyrir brjósti. Ekki fór fjölskyldan og fjölmennur vinahópur varhluta af hlýju viðmóti húsmóðurinnar í Túngötu 20 og eigum við margar góðar endurminningar þaðan og frá Laugarásvegi 32 eftir að Hólmfríður var orðin ekkja. Fríða vildi gjarnan breiða sig yfir alla og áttu margir einstæð- ingar skjól hjá henni og þeim var ekki gleymt á hátíðum og tyllidög- um. Börn Hólmfríðar og Geirs voru 6. Tvíburarnir Bryndís og Helga. Bryndís er forstöðukona í Drafn- arborg, Helga lézt 10. september 1932, 15 ára gömul, og var öllum harmdauði, sem hana þekktu; Geir Agnar, forstjóri ísaga, kvæntur Kristínu Nathanaelsdóttur; Gunn- ar viðskiptafræðingur, lögg. endurskoðandi, kvæntur Hebbu Herbertsdóttur; Áslaug gift Gunnlaugi Pálssyni arkitekt og Ingileif Sigríður, ekkja Jóns Magnússonar skrifstofustjóra. Athyglisvert er að Hólmfríður hafði framsýni miðað við sinn tíma að leggja áherslu á, að dætur sínar nytu þeirrar menntunar að geta ávallt séð sér farborða. Þegar ég nú kveð frænku mína er mér efst í huga hlýja hennar, glaðlyndi og kímnigáfa. Mér verð- ur hugsað til þess með hve miklum kjarki og æðruleysi hún bar veik- indi sín um áratuga skeið allt frá fyrir 1950. Hún kvartaði aldrei og fór allra sinna ferða. Þar fór sannkölluð hetja. Ég og fjölskylda mín sendum börnum hennar, tengdabörnum og allri fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur við fráfall mikilhæfrar konu. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir I dag kveðjum við aldna sæmd- arkonu, Hólmfríði Zoéga. Hún var fædd í Reykjavík, dóttir hins nafnkunna athafnamanns Geirs Zoéga og seinni konu hans, Helgu Jónsdóttur frá Ármóti í Rangár- vallasýslu. Árið 1916 gekk hún að eiga Geir Zoéga, vegamálastjóra, en hann lést í janúar árið 1959. Þá höfðu hann og Hólmfríður verið í farsælu hjónabandi í 43 ár og eignast 6 mannvænleg börn, fjórar dætur og tvo syni. Eina dótturin, Helgu, misstu þau 15 ára gamla og var hún þeim mikill harmdauði. Margs er að minnast þegar ég hugsa um kynni mín af Hólmfríði og fjölskyldu hennar. Fyrst minn- ist ég þess þegar ég kom ung að árum á hið myndarlega heimili þeirra Hólmfríðar og Geirs í Túngötu 20. Kom ég þar vegna vináttu við eina af dætrum þeirra hjóna. Hlaut ég þar mjög hlýjar viðtökur, ekki síst af Hólmfríði, sem tók mér ákaflega vel, var ræð- in og skemmtileg. Síðar átti ég margar ánægjustundir á þessu góða heimili, bæði með fjölskyld- unni og með frændum og vinum fjölskyldunnar. Hólmfríður og Geir voru óvenju vinsæl, einnig sérstaklega frændrækinn og frændgarðurinn stór. Var mjög gestkvæmt á þessu stóra heimili og höfðu hjónin einstakt lag á að láta fólki líða þar vel. Veit ég að aðrir vinir barna Hólmfríðar og Geirs geta sagt það sama um góðu móttökurnar í Túngötu 20, þær eru ógleymanlegar. Áður en Geir féll frá höfðu þau hjón byggt sér þægilegt hús að Laugarásvegi 32, því að nú var húsið í Túngötu 20 orðið óþarflega stórt. Hólmfríður flutti þangað með Ingileif dóttur sinni og svo Tótu, sem var búin að vera á heim- ili þeirra hjóna í mörg ár. En þær giftust báðar nokkrum árum síð- ar. Nú kom það sér vel að skammt frá Hólmfríði bjuggu annar sona hennar og ein dætranna, ásamt fjölskyldum þeirra. Var gott að vita af þeim í nágrenninu, enda voru þau henni ávallt innan hand- ar og reyndar einnig börnin og tengdabörnin sem fjær bjuggu. Ekki held ég að á neinn sé hallað þó að sérstaklega sé minnst á hjálpsemi dótturinnar Áslaugar, tengdasonarins Gunnlaugs og þeirra barna. Voru þau ávallt boð- in og búin að gleðja Hólmfríði á alla lund. Sem dæmi þar um má nefna, að Helgi sonur þeirra svaf á heimili ömmu Hólmfríðar frá því að hann var 7 ára þar til hann var 22 ára, en þá fór Hólmfríður á Elliheimilið Grund og dvaldi þar seinustu 3 árin við góða umönnun. Sama gestrisni og áður ríkti á heimili Hólmfríðar eftir að hún var orðin ein. Ekki get ég látið vera að geta þess hve vel Hólm- fríður tók eiginmanni mínum á sínu heimili. Urðu þau góðir vinir. Já, það var ávallt hátíðarstund að koma á heimili þessarar heiðurs- konu. Heimilið bar vott um mik- inn myndarskap og frábæran smekk. Hólmfríður hafði mikla ást á lífinu og þó að hún væri fötl- uð hin siðari ár talaði hún aldrei um það. Það sem mér finnst hafa verið eitt helsta einkenni hennar var æðruleysi. Áhrif hennar á samferðafólk voru góð. Hún inn- rætti ungmennum lífsgleði og hve mikils virði það væri að geta unn- ið landi og þjóð gagn. Minningin um Hólmfríði Zoéga mun lengi lifa. Erum við hjónin þakklát forsjóninni fyrir að hafa átt þess kost að njóta vináttu hennar. Sendum við ástvinum Hólmfríðar einlægar samúðar- kveðjur. Sigriður Guðbrandsdóttir Merk kona hefur kvatt okkur. Ég kynntist þessari merku konu, Hólmfríði Zoéga, fyrir 32 árum þegar ég tengdist henni gegnum konu mína, Áslaugu. Það voru mikil straumhvörf í lífi mínu að tengjast þessu ágæta heimili. Menningarbragur liðins tíma einkenndi heimilið og umsvif voru mikil vegna opinberra starfa tengdaföður míns, Geirs G. Zoéga vegamálastjóra. Hólmfríður setti sinn brag á öll þessi umsvif, enda hafði hún til að bera góðar gáfur, menntun og afburða dugnað, sem einkenndi allt hennar fólk, enda dóttir Geirs gamla útgerðar- manns, eins umsvifamesta athafnamanns höfuðborgarinnar. Vegna opinberra starfa vega- málastjóra var iðulega mann- margt á heimilinu. Verkstjórar vegagerðarinnar frá öllu landinu voru þarna tíðir gestir, auk margra erlendra gesta. í sambandi við öll þessi störf var það ekki lítið sem hvíldi á herðum húsmóðurinnar að Tún- götu 20. Hvenær sem kallið kom, oft með litlum fyrirvara, var dekkað borð með kaffi og meðlæti auk matarboða, oft fjölmennum. í öllum þessum umsvifum sýndi Hólmfríður hvað hún hafði til að bera, stjórnsemi, dugnað og ósérhlífni. Auk þessara umsvifa voru þau hjón vinamörg og oft gestkvæmt á heimilinu. Það sem mér fannst mest áber- andi í störfum hennar í öllum þessum umsvifum var hversu henni varð mikið úr því, sem hún hafði handa á milli, nýtni á öllum sviðum, ekkert vantaði en enginn sóun á verðmætum. Utan heimilisins kynntist ég tengdamóður frá öðrum hliðum, sérstaklega eftir lát tengdaföður míns fyrir rúmum 20 árum. Þá flutti hún i Laugarásinn nærri okkar heimili, en Geir hafði verið svo forsjáll að byggja þeim hent- ugra og minna húsnæði fyrir efri árin. Sjálfur náði hann aldrei að flytja í það húsnæði. Eins og áður er nefnt var tengdamóðir mjög at- hafnasöm kona, henni féll aldrei verk úr hendi. Að gera ekki neitt var tímasóun, enda bar heimilið merki þessarar athafnasemi í fögrum munura, sem hún af sinni kunnáttu og smekkvísi hafði unnið að. Handavinnu hafði hún kennt í Kvennaskólanum í tvö ár en þá menntun hlaut hún í Danmörku. Ferðalög voru henni í blóð bor- in, enda hafði hún frá fyrstu árum hjónabands síns ferðast með manni sínum á hestbaki um þvert og endilangt landið, í sambandi við áætlanir vegamálastjóra um framkvæmdir í þeim efnum. Ég gleymi aldrei þeirri ferð þegar við hjónin buðum henni austur að Höfn í Hornafirði eftir að búið var að tengja hringveginn. Þá fengum við að heyra um þær svaðilfarir sem hún hafði farið á þessari leið með manni sínum og sundriðið öll þessi vötn. Það hefur án efa þurft viljastyrk og hörku til að gefa sig í þetta. En allt þetta hafði hún til að bera. Það var skemmtilegt að ferðast með tengdamóður. Hún var bráðfyndin, sterkminnug, þekkti öll örnefni og ýmsa atburði tengda þeim. Ekki var síður skemmtilegt að ferðast með henni erlendis, en við hjónin tókum hana nokkrum sinn- um með okkur í slík ferðalög. Ég get ekki lokið þessum línum mínum án þess að minnast með þakklæti dálæti hennar á börnum okkar og þann einstæða vinskap sem stöðugt jókst með árunum á milli mín og hennar. Blessuð sé minning hennar. Tengdasonur ÞJONUSTU AÐILAR GM GM ÞJONUSTA VERKSTÆÐI UM LAND ALLT SEM ANNAST ÞJÓNUSTU FYRIR GM BÍLA REYKJAVlK AKRANESI BORGARNESI BÚÐARDAL PATREKSFIRÐI (SAFIRÐI BLÖNDUÓSI SAUÐÁRKRÓKI ÓLAFSFIRÐI AKUREYRI HÚSAVlK KÓPASKERI ÞÓRSHÖFN VOPNAFIRÐI NESKAUPSTAÐ ESKIFIRÐI REYÐARFIRÐI DJÚPAVOGI HÖFN IHORNAFIRÐI VlKlMÝRDAL HVOLSVELLI SELFOSSI Véladeíld Sambandsins vill leggja sitt af mörkum til þess að sumarleyfi viðskiptavina sinna verði sem ánægjulegast og birtir þvf þennan handhæga leiðarvfsi til þess að létta leitina að næsta GM þjónustuaðila. Klippið leiðarvl sinn út og hafið hann f hanskahólf inu þegar haldið er af stað. Leitið óhikað til þjónustuaðila GM varðandi viðgerðir, varahluti og ráðgjöf. Góða ferð Sambandið Véladeild Gæðaeftirlit með gæðavörum jðtVÉIADIIID WÓNUSTUMIOSTÖÐ Höfðabakka 9 49 85539

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.