Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982 5 Greinargerð frá Amarflugi hf.: í. : - Verið að tryggja skyn- samlega og varanlega samkeppni í Evrópuflugi Vegna umræðu í fjölmiðlum og greinargerðar Flugleiða um breytingar á skipan áætlunar- flugs til Mið-Evrópu vill Arnar- flug koma eftirfarandi á fram- færi: Með þeirri skiptingu á flug- leiðum til Evrópu sem nú hefur verið ákveðin, er í raun verið að tryggja skynsamlega og varan- lega samkeppni í Evrópuflugi. Landsmenn allir hafa nú á nýj- an leik öðlast langþráðan val- kost. Þeir geta ferðast til og frá landinu með fleiri en einu flug- félagi, milli fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr. Arnarflug telur hið nýja fyr- irkomulag tvímælalaust fram- faraspor í íslenskum ferðamál- um. Óheft samkeppni Flugfé- lags Islands og Loftleiða á sín- um tíma gaf að sönnu ekki góða raun, enda var þá gjarnan flog- ið til sömu borgar á sama degi og jafnvel á sömu klukkustund- inni. Þetta ófremdarástand leiddi til sameiningar flugfé- laganna. Síðan hefur verið einokun á áætlunarflugi milli íslands og annarra landa. Ef marka má viðhorf neytenda má draga í efa að þetta fyrirkomulag hafi gefist jafnvel og vonir stóðu til. Hið nýja fyrirkomulag Evr- ópuflugsins er á engan hátt skylt eldra samkeppnisfyrir- komulagi. Arnarflug og Flug- leiðir munu fljúga til ólíkra staða á ólíkum tímum. Vandséð er á hvern hátt slíkt getur tal- ist óhagkvæmt eða hættulegt. Eftir sem áður munu Flug- leiðir sitja einar að áætlunar- flugi til allra þeirra staða sem félagið hefur lagt áherslu á á liðnum árum. Á sama tíma og Flugleiðir fljúga óáreittar til allra arðbærustu áfangastað- anna er varla ástæða til þess að mæta samkeppni á nýjum flugleiðum með undirboðum í krafti fjármagnsyfirburða. Arnarflug heldur því hik- laust fram að tvö flugfélög geti starfað í millilandaflugi með góðum árangri. Fjölþætt þjón- usta Arnarflugs á erfiðum flugleiðum innanlands hefur sannað, að með hagræðingu má stórauka samgönguþjónustu við landsmenn. Þannig munu áætlunarflug til Amsterdam, Zúrich og Dússeldorf einnig leiða til jákvæðrar samkeppni sem veitir flugfélögunum að- hald, eykur þjónustuna og lækkar fargjöld. Flugleiðir hafa ávallt tekið samkeppni í áætlunarflugi þunglega. Viðbrögð Flugleiða við nýjum flugleyfum til Amst- erdam hafa t.d. verið hastarleg, þrátt fyrir þá staðreynd að fé- lagið hafi haft Amsterdamflug- leyfi upp á vasann sl. 12 ár, án þess að hirða um aukna þjón- ustu með áætlunarflugi til Hol- lands. Það var ekki fyrr en á sl. ári, er nýr aðili fékk áætlunar- flugleyfi til Evrópu, að Flug- leiðir tóku við sér. í sumar sést best hvernig samkeppnin hefur leitt af sér aukna þjónustu og lægri far- gjöld fyrir íslenska ferðalanga á leið til Evrópu. í framhaldi af því má gera ráð fyrir að ferðamanna- straumur til íslands aukist, þar sem fleiri brottfararstaðir eru í boði. Arnarflug bætist nú í hóp þeirra fjölmörgu sem sinnt hafa Islandskynningu erlendis. Þeirra á meðal má nefna For- seta íslands, alþingismenn, Ferðamálaráð, Ferðaskrifstofu ríkisins, íslenskar og erlendar ferðaskrifstofur, ásamt íslensk- um fyrirtækjum og stofnunum. Vissulega hafa Flugleiðir tekið þátt í íslandskynning- unni. En kynningarstarfsemi félagsins í Evrópu hefur þó ein- kum beinst að Ámeríkufluginu, eins og glöggt má sjá í útstill- ingargluggum Flugleiða í Amsterdam, Dússeldorf og víð- ar. Meginmáli skiptir að nýtil- komin flugleyfi Arnarflugs verða nýtt til reglubundinnar þjónustu allt árið um kring, en ekki einungis á þeim árstímum sem vænlegastir eru. Amster- damflugið mun t.d. ekki leggj- ast niður næsta vetur, eins og raunin varð á hjá Flugleiðum sl. vetur. Samkeppnin verður í fullum gangi. Evrópuferðirnar hefjast t.d. í Amsterdam eða London og viðskiptvinirnir hafa mögu- leika á því að dæma um hvar betur sé boðið hverju sinni. Hafa skal það er sannara reynist Ljóst er, að í ýmsum málum er um djúpstæðan ágreining að ræða milli Flugleiða og Arnar- flugs. Ekki bætir úr skák er Flugleiðir fara í greinargerð sinni með ósannindi. 1. Arnarflug hefur aldrei rætt um, eða farið þess á leit, að starfsfólk Flugleiða í Kefla- ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr Menningar- og framfarasjóði Lud- vigs Storr fyrir árið 1982. Fimm um- sóknir bárust um styrki úr sjóðnum, en tilgangur hans er að stuðla að framforum á sviði jarðefnafræði, byggingariðnaðar og skipasmíða. Að þessu sinni voru veittir tveir styrkir: Edgar Guðmundsson, verkfræð- ingur, og Óli J. Ásmundsson, arki- tekt, fengu styrk að upphæð kr. 50.000,00 og lán að upphæð kr. 50.000,00, til verkefnisins: „Þróun- arvinna og bygging máttilrauna- húss í Þorlákshöfn ásamt tilheyr- andi rannsóknarstarfsemi“. Áhugamannafélagið Dalaleir, Búðardal í Dalasýslu, fékk kr. 20.000,00 til verkefnisins, „Rann- sókn á vinnslu og notagildi ís- lensks leirs“. vík víkji úr starfi fyrir Arnar- flugsfólki. Þvert á móti hefur Arnarflug átt einkar ánægju- legt samstarf við starfsfólk Flugleiða og væntir þess, að svo verði áfram. Þau samskipta- vandamál sem upp hafa komið, verða seint rakin til hinna dag- legu samskipta við starfsfólk Flugleiða, heldur takmarkast alfarið við einstaka stjórnend- ur félagsins. 2. Arnarflug óskaði eftir að kaupa þjónustu af Flugleiðum við tölvubókun í tækjum félags- ins, þar sem eðlilegt þótti að leita til innlendra aðila. Flug- leiðir höfðu ekki áhuga á þess- um viðskiptum, þrátt fyrir aug- ljósan hag beggja aðila. Nú er þessi þjónusta keypt af holl- enska flugfélaginu KLM og unnin af þarlendum starfs- mönnum. Það er skoðun Arnarflugs að samkeppnin í áætlunarfluginu eigi eftir að verða Flugleiðum, Arnarflugi og þjóðinni allri til góðs. Þeir sem eru góðir, þola vel samanburð. Arnarflug vonast til þess að eiga í framtíðinni sem best samskipti við traust fólk hjá góðu félagi. Manuela Wiesler Ragnar Björnsson Tónleikar í Krists- kirkju í Landakoti á sunnudagskvöld í TILEFNI norræns móts kaþ- ólskra, sem nú stendur yfir hér á landi, verða haldnir tónleikar í Kristskirkju nk. sunnudagskvöld og hefjast þeir kl. 20. Þjóðleik- húskórinn syngur Messu eftir dr. Victor Urbancic, en hann var lengi organisti við Kristskirkju, auk þess sem hann var fyrsti stjórnandi Þjóðleikhússkórsins. Ragnar Björnsson stjórnar kórnum á tónleikunum, en mun auk þess leika á orgel Chaconne yfir upphafsstef Þorlákstíða eftir Pál ísólfsson og Chorale nr. 3 í að moll eftir Cesar Franck. Þá mun Manuela Wiesler leika á flautu verk eftir Marin Marais sem var hirðtónskáld Lúðvíks fjórtánda, Tilbrigði um spænska lagið La Folia, sem var eitt vin- sælasta danslag í Evrópu á mið- öldum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en organisti Kristsk- irkju, Leifur Þórarinsson tónsk- áld, Iætur þess getið, að framlög- um í minningarsjóð dr. Urbancic og orgelsjóð kirkjunnar verða veitt viðtaka að tónleikunum loknum. YAMAHA MR50i 1982 Tveir styrkir úr sjóði Ludvigs Storr Eigum fyrirliggjandi YAMAHA MR 50 til afgreiðslu strax. Verðkr. 16.300. Greiðsluskilmálar: Helmingur út og restin á 6 mánuðum. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 81299.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.